--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



þriðjudagur, júní 29, 2004  

Þá er maður kominn í sveitina. Er að byrja að vinna á morgun og það lítur allt út fyrir það að ég eigi eftir að vinna eins og brjálæðingur þennan mánuðinn. En það verður bara fínt, líst mjög vel á það. Veit reyndar ekki hvort að ég nenni e-ð að skrifa inn á þessa síðu mikið. En ég er allavega að nota íslenska númerið mitt 8677756 ef ykkur vantar að ná í mig :)

Posted by: Sandra @ 00:32

sunnudagur, júní 27, 2004  

Thad var fullmikid af gert af thessu á laugardagskvöldinu...


Posted by: Sandra @ 15:04  

Ég lenti í svoldid fyndnu í gær. Erna, Dóra og ég fórum á American Style í þynnkunni. Þegar við vorum búnar að vera þarna í dágóðan tíma, koma tveir strákar inn sem ég kannaðist ansi mikið við. Annar strákanna var fyrrverandi áðdáandi minn, eda gamall Bolvíkingur. Þið sem þekkjid mig vel vitið hvern ég er að tala um. Þegar ég sá hver þetta var leit ég niður og þóttist ekki sjá hann. Ég hafði ekki mikinn áhuga á að heilsa fyrrverandi stokker. En hann hefur greinilega tekið eftir okkur, því þegar við vorum komnar heim fæ ég skilaboðin : "Hæ hvað segiru gott?". Ég kannaðist ekkert við númerið þannig að ég atugaði hver þetta væri á netinu. Það var ekki skráð, alveg týpist. Erna skaut á það að þetta væri örugglega stokkerinn. Þannig að ég spurði hver þetta væri. Þá fékk ég til baka: "Ég veit ekki hvort að þú mannst eftir mér en ég heiti Þröstur og var einu sinni að tala við þig í den". Jæja félagi, einu sinni að tala við mig i den. Hann hefur talað við mig einu sinni og þá sagði hann við mig að hann vissi alltaf þegar ég væri í Bolungarvík. Svo sagði hann að ég kæmi frekar oft á laugardögum klukkan fjögur í sund í Bol!!! Rólegur á að vita allt um mig. Greyið strákurinn er greinilega ekki alveg komin yfir mig. Okkur fannst þetta svo fyndið. Þetta er allt of lítið land.

Posted by: Sandra @ 14:41

laugardagur, júní 26, 2004  

Er mætt á svæðið. Er þunn og með hrikalegt samviskubit...

Posted by: Sandra @ 16:42

fimmtudagur, júní 24, 2004  

Vúúú loksins er ég búin í prófum!!! Yndisleg tilfinning :) Thad er búid ad bjóda mér í smá teiti í kvöld, en ég var búin ad ákveda ad fara ekki. Svo var ég ad komast ad thví ad thad eru margir sem hafa ákvedid ad hætta úr mínum bekk,thannig ad ég hef ákvedid ad kíkja og stoppa stutt. Thad ætla víst allir ad mæta og thá verdur thetta sennilega sídasta skiptid sem ég hitti suma. En ég verd víst ad drífa mig ad fara pakka og thrífa íbúdina, thad er mæting klukkan fimm og klukkan er núna hálf trjú!! Verd sennilega langt fram eftir nóttu ad thrífa :/

Posted by: Sandra @ 14:19

miðvikudagur, júní 23, 2004  

Getur einhver sagt mér hvort ad Average Joe Hawaii sé sýnt á Íslandi? hehe ég er ordin húkt!!

Posted by: Sandra @ 21:26

þriðjudagur, júní 22, 2004  

Vedrid er ekki ad gera góda hluti hér í Køben thessa dagana. Thad er endalaust rigning og fyrst á laugard. er spád sól. En thá verd ég audvitad farin. Hef samt tekid eftir thví ad vedrid heima er búid ad vera gott undanfarid, vona bara ad ég komi ekki med rigninguna med mér, thad væri svo týpist. En allavega, veit ekki afhverju ég er ad tala um vedrid...

Annars er ég adeins byrjud ad undirbúa heimferdina. Er búin ad gera "tjék listann" sem ég geri alltaf thegar ég fer e-d í ferdalag. Alveg naudsynlegt thegar madur er svona gleyminn eins og ég er. Mig langar nú helst ad fara ad pakka núna, en lífræna efnafrædin verdur víst ad eiga hug minn allann. Thad er ekkert smá erfitt ad einbeita sér thessa dagana, ég er bara ad reyna ad thrauka, bara 2 dagar í vidbót og thá eru thessi próf búin. Thad ætti ad banna ad hafa próftörn í svona langan tíma, thetta er gjörsamlega mannskemmandi eins og hún Jóhanna sagdi.ÚFF!!

Thad verdur svo gott ad komast heim, svo ég tali nú um thad einu sinni enn. Hlakka samt mest til thess ad knúsa Alexander, hef ekki hitt hann í mánud. Hef saknad hans alveg sjúklega mikid :/ En thad eru bara 3 dagar í heimferd, er ekki ad trúa thví :)

Posted by: Sandra @ 20:01  

Ég tók 50 myndir af ballinu, og helmingurinn er af mér og Hildi hehe...Hér er smá sýnishorn.


Fyrri myndin er tekin fyrr um kvöldid og seinni var tekin á ballinu, eins og thid sjáid á seinni myndinni vorum vid í ansi hressar :)

Posted by: Sandra @ 09:55

mánudagur, júní 21, 2004  

Ég var ad fá mér linsur í fyrsta skiptid. Thad er ekkert smá fyndid ad upplifa heiminn í skýru ljósi hehe...vá ég er varla ad trúa thví hvad ég sé vel med linsurnar. Svo komst ég ad thví ad sjónin hefur versnad :( Ég var reyndar búin ad taka smá eftir thví, en ætli ég hafi ekki bara verid í afneitun. Mér langar helst ad vera úti í dag og horfa í kringum mig í stadinn fyrir ad vera inni ad lesa hehe..En thad eru bara nokkrir dagar í thad ad ég fái sumarfrí. Thetta er alveg ad vera búid. Bara 4 dagar thangad til ad ég kem heim!!! :)

Posted by: Sandra @ 14:33

sunnudagur, júní 20, 2004  

Jamm vid erum sannarlega "Íslenskar kvenhetjur" :)

Posted by: Sandra @ 18:13  

Úff..ég er svo ónýt núna :( Thad var ekkert smá gaman í gær, sé alls ekki eftir thví ad hafa farid. Reyndar hefdi ég mátt nýta daginn i dag betur, en thad er oftast ekki hægt eftir svona gott djamm. Annars var ég ad breyta smá á thessari sídu, ákvad ad seta smá slideshow inn, hvernig lýst ykkur á??

Tharf reyndar ad laga thetta adeins, en ég geri thad vid tækifæri. Nú kallar bókin á mig :(

Posted by: Sandra @ 17:47

laugardagur, júní 19, 2004  

Thvílíkur og annar eins dagur!! Thegar ég vaknadi í morgun leit ég strax út um gluggann thví planid var ad fara í kvennahlaupid. Thad var rigning, en samt ekkert mikil thannig ad vid skelltum okkur. Svo byrjum vid á thví ad taka strætó, en vissum samt ekki hvar thetta væri nákvæmlega. Svo sáum vid fullt af fólki sem vid héldum ad væri Íslendingar, thannig ad vid ákvádum ad fara út. Svo löbbum vid ad fólkinu og thá voru thetta bara danir í fótbolta. Thannig ad vid tókum næsta taxa sem keyrdi fram hjá. Hann hringsóladi med okkur thví hann vissi ekkert hvar thetta væri, en á endanum fundum vid thetta. Stuttu seinna byrjadi ad rigna meira. Svo thegar hlaupid byrjadi stytti adeins upp í svona 5 mín, en eftir thad helli rigndi, ekki bara smá heldur var dempa og thá meina ég gedveik demba. Vid tókum regnhlíf med okkur sem gerdi mikid gang en thegar vid komum tilbaka vorum vid blautar alveg í gegn og upp í klof!! Ég held ad ég hafi ekki lent í svona mikilli rigningu ádur. Thad hefur allavega hefur ekki verid svona mikil rigning sídan ad ég flutti til DK. Og vid víkingarnir létum ekkert á okkur fá, bara hörkudumst áfram. Ekta Íslendingar, danirnir myndu aldrei gera thetta hehe.. Svo thegar vid ætludum ad fara heim var enginn taxi laus sem keyrdi framhjá, thannig ad vid hringdum í 118 til ad fá númerid hjá einhverjum taxa. Vid hringdum og hringdum og alltaf kom símsvari sem sagdi ad allir bílarnir voru uppteknir. Vid vorum gjörsamlega ad frjósa úr kulda, rennandi blautar og puttarnir ordnir vel frednir. Vid höfum örugglega stadid tharna í hálftíma, sem var mikid út af kuldanum. Loksins fengum vid bíl og nú er ég búin ad fara í heita sturtu og líkamshitinn ordinn edlilegur aftur. Vid vorum ad spá í ad kíkja aftur í dag, en váá ég nenni thví ekki ef vedrid verdur svona. Samt langar mig nú ad fara, thad verda fullt af tónlistaratridum og audvitad Ìslenskt nammi!!! Væri nú ekkert á móti ad fá smá ummm..en ég er ad koma heim eftir 6 daga thannig ad thad er ekki langt í thad :)

Thad verdur nú gaman ad sjá hvernig kvöldid verdur, allavega eftir thennan dag hehe..vona ad thad verdi ekki eins hrikalegt. Allavega ætla ég ad skemmta mér vel í kvöld :)
Thid sem erud ad fara á djammid í kvöld góda skemmtun!!!

Posted by: Sandra @ 13:03

föstudagur, júní 18, 2004  

Oh...thad rignir og rignir hérna :/ Svo er kvennahlaupid í fyrramálid og thad er spád rigningu. Adalhátídarhöld Íslendingafélagssins verda svo eftir hlaupid. Madur var audvitad ad vonast eftir gódu vedri, en thad lítur allt út fyrir ad thad eigi eftir ad vera blautur dagur :( Kannski hressist madur bara vid ad hlaupa í rigningunni :)

En í dag eru 7 dagar í heimferd!!!! :)

Posted by: Sandra @ 18:00

fimmtudagur, júní 17, 2004  

Thad væri fyndid ad lenda í thví ad vera vitni af thessu á ballinu hehehe...

Posted by: Sandra @ 15:11  

Ég tók nett kast í kvöld og tók íbúdina í gegn, var komin med thvílíkt óged á henni. Reyndar var ég búin ad ákveda ad gera thad fyrst eftir prófin en svo var ekki hægt ad bída med thad lengur. En thad verdur líka gert í næstu viku. Madur verdur ad hafa hana hreina fyrir gestina, já og svo er audvitad skemmtilegra ad koma heim í hreina íbúd. Ætli thad endi ekki med thví ad ég geri thad á nóttu til, thad er allavega skemmtilegra en ad liggja bara og pína sig til ad sofna!! Eftir thrifin í kvöld skellti ég mér í sturtu og ætladi aldeilis ad fara ad sofa. En nei eins og svo oft ádur thá er ég búin ad liggja hérna í 3 tíma og er klukkan ordin hálf fjögur. Thetta gengur bara ekki lengur, er ad vera brjálud á thessu, arrrggg....Djö...er thetta pirrandi. En ég er alveg viss um ad thegar thetta prófstúss er búid og ég komin heim ad thá eigi thetta (vonandi) eftir ad lagast. Allavega vona ég thad thví thetta er ad gera mig vitlausa!!!


Posted by: Sandra @ 03:09

miðvikudagur, júní 16, 2004  

Bandaríkjamenn eru samt alveg ad fara hamförum yfir svona tháttarödum. Eftir ad hafa séd endirinn komst ég ad thví ad thad er audvitad önnur sería af Average Joe. Thad er ekkert nema svona thættir sýndir í sjónvarpinu, en samt horfir madur á thetta hehe...Ég horfdi á nokkra thætti af Paradise hotel um daginn og thad er náttla sama sagan thar eins og annars stadar. Svo man ég eftir ödrum thætti sem var líka sýndur á Ìslandi, en ég man bara ekki hvad hann heitir. Sá tháttur var med theim fyrstu sem voru sýndir...ohh..man bara engan veginn hvad hann heitir. En allavega thá er ég ad spá í ad reyna ad róa mig í sjónvarpsglápinu í sumar. Thad veitir nú ekkert af thví :) Og ekki væri verra ad minnka tölvunotkunina, thví ég er gjörsamlega húkkt :/ Eins og thid hafid eflaust tekid eftir...

Posted by: Sandra @ 21:25  

Ég er alveg ad missa mig yfir Hjerte af guld eda Average Joe eins og thad heitir víst á ensku. Ég býst vid thví ad thad sé búid ad sýna thessa thætti á Íslandi?? Danmörk er frekar eftir á í sambandi vid sjónvarpsefni ad mínu mati. Eda kannski er Ísland bara svona framarlega :) En allavega thá er sídasti thátturinn í kvöld og ég get ekki bedid eftir thví ad sjá hver vinnur!!


Posted by: Sandra @ 20:53  

Inga var ad segja mér ad thad væri ball í Hnífsdal einhvern tímann í júli, úahh...ég thangad :) Var einmitt búin ad plana ad taka allavega eitt gott djamm ádur en ad vid færum aftur út. En eins og stadan er núna verdur eitt tekid fyrir sunnan og eitt fyrir vestan, kannski fleiri heima en thetta er allavega planid. Ohhh...mér hlakkar svo til :)

Posted by: Sandra @ 10:39  

Ég er búin ad vera andvaka sídastlidnar nætur, ætli thad sé ekki út af stressi :/ Er ordin frekar threytt á thessu, ligg á hverju kvöldi í nokkra tíma ádur en ad ég sofna arrrgg... En í gær thegar ég var búin ad liggja í e-n tíma ákvad ég ad sækja mér walkmanninn minn og geisladisk og fara ad hlusta diskana mína. Thá fann ég einn gamlan disk sem ég hlustadi á tímabili alltaf á. Thad er komid meira en ár sídan ad ég hlustadi á hann sídast. Thad er svo gaman ad hlusta á svona "gamla" diska, thad koma svo margar minningar thegar madur hlustar á thá. Fyndid ad madur tengir alltaf einhver lög vid tímabil í lífinu.

Ég var í einu prófi í gær (ég veit ég lofadi ad tala ekki um prófin, en thau eru alveg ad vera búin!!) og thá fékk ég allt í einu eitt gamalt lag á heilann. Ekkert smá fyndid, í midju prófinu. Thad pirradi mig svona nett, en eftir á fannst mér thetta frekar fyndid.

Posted by: Sandra @ 10:19

þriðjudagur, júní 15, 2004  

Hún elsku besta vinkona mín hún Jóhanna á afmæli í dag, hún er 22 ára gömul stelpan
Til lykke med fødselsdagen!!!




Hér er afmælisbarnid :)

Posted by: Sandra @ 15:07

mánudagur, júní 14, 2004  

Ég hef ákvedid ad skella mér á ball med nágranna mínum á laugardaginn. Thad er 17 júni ball hjá Íslendingafélaginu med Milljónamæringunum,Páli Óskari og Bogomil Font. Svo fyrr um daginn á ad skella sér í kvennahlaupid. Já dagurinn verdur tekinn med tromp :) Og mig hlakkar ekkert smá mikid til. Hef ekki farid á djammid í 2 mánudi og er ordin soldid spennt fyrir thví ad kíkja út á lífid. Svo verdur helgin thar á eftir líka fjörug thví thá verd ég komin á klakann :) Bara gledi framundan!!

Posted by: Sandra @ 19:01

sunnudagur, júní 13, 2004  

Èg elska Danmörk!! Bara ad láta ykkur vita :) Í dag var gedveikt vedur, og ég stódst audvitad thad ekki ad vera inni og læra heldur kom ég mér vel fyrir úti á pallinum hérna á kollegiínu. Plantadi mér nidur med teppi, kodda, ný kirsuber (er med ædi fyrir kirsuberjum thessa dagana), vatn og lærdómsbækurnar. Thad gekk nú bara thokkalega vel en audvitad var tekin pása og sólin sleikt inn á milli. Thad eina sem ég tholi ekki vid sumarid eru flugurnar!! en ætli ég verdi ekki ordin ansi vön ádur en ég veit af. Thad er bara svo fyndid ad ég frýs alltaf thegar thær koma nálægt mér hehe..algjör hrædslupúki.

En svo er ég farin ad fara í hjólatúra á kvöldin. Er ekki ad meika thad ad vera inni alla daga og læra. Thannig ad núna er ég búin ad hjóla út um allt á Amager. Thad er búid ad vera svo gott vedur undanfarid ad madur vill helst bara vera úti og "hygge sig". Svo er ég búin ad fatta ad ströndin er ekkert svo langt frá mér. Ekki verra thad. Hún verdur sko mikid notud í ágúst thegar ég kem aftur út :) Ég hjóla oft medfram henni og alltaf er fullt af fólki tharna. Er svo ad fýla hvernig danir eru. Their eru svo afslappadir, sitja saman í gódra vinahóp á grasinu ( thad er lika gras tharna), drekka bjór og hafa thad næs. Adrir eru í fótbolta og svo eru audvitad pör út um allt. Thetta er eitthvad svo næs..já á einhvern veginn ekki til ord yfir thad.

Svo er ég ordin svo dönsk, alltaf ad hlusta á dönsku diskana sem ég keypti um daginn. Er gjörsamlega komin med lagid Jeg kan sove, når jeg kommer hjem med Tue West á heilann. Thad fær stanslausa spilun thessa dagana :)

Ég er allavega ekkert á leidinni ad flytja aftur heim, en audvitad hlakkar mig ekkert smá mikid til ad koma heim og hitta alla :) Thad eru bara hmm..hvad..12 dagar thangad til. Spáid í thví :)

Posted by: Sandra @ 22:14

laugardagur, júní 12, 2004  

Jæja ég er búin ad fá leigjanda ad íbúdinni minni í 2 vikur, eda frá 28 júni til 13 júli. Thannig ad hún er laus frá theim tíma og ad 3 ágúst ef einhver hefur áhuga :) Ég myndi segja ad thetta væri frekar ódýr gisting fyrir thennan stad og thetta er alveg ágætis íbúd. Endilega ad hafa samband ef ykkur vantar gistingu i Køben :)

Posted by: Sandra @ 11:28

fimmtudagur, júní 10, 2004  

Var ad fá póst frá Icelandair thar sem er verid ad bjóda upp á flugfar fra Íslandi til Berlínar. Studmenn verda med ball thar 16 júni. Ef ég væri ekki í prófum myndi ég skella mér :)

Posted by: Sandra @ 23:10  

Hahaha thad er tháttur í sjónvarpinu sem heitir "Sådan er mænd". Ekkert smá fyndid thar sem ég var ad pirra mig yfir hinu kyninu í sídustu færslu :)

Posted by: Sandra @ 00:03

miðvikudagur, júní 09, 2004  

Hvad er málid med stráka?? Ég er bara ekki ad skilja thá. Sumir eru eins og villtir hundar en adrir eru eins og latir kettir. Já svo er audvitad til blöndur, en vid vitum nú öll hvernig their hugsa svona yfirhöfud, allavega um stelpur. En ástædan fyrir thví ad ég er ad tala um thetta núna er einfaldlega Mikael. Ég var nú ekki alveg ad segja allt um deitid okkar um daginn thví ad...æi..fannst thad algjör ótharfi. En núna ætla ég ad láta thad flakka. Vid vorum eitthvad ad tala saman og thá sagdi hann mér ad hann hefdi verslad svo fáránlega hluti í búdinni thennan dag, og ég spyr audvitad hvad hann meinti med thví. Thá sagdi hann ad hann hefdi keypti tannbursta fyrir mig. Og ég alveg vóóó rólegur, adeins ad róa sig. Var frekar "hrædd" thegar ég heyrdi thetta. Fannst thetta allt of gróft, sagdi svo líka vid hann ad ég væri nú langt í frá ad fara ad gera thad thar sem ad thetta væri okkar fyrsta deit. Svo seinna um kvöldid vorum vid ad tala e-d um tívolí og hvad thad væri ódýrt ad kaupa sér árskort, og ég segi já ég keypti einmitt árskort fyrir mig og Alexander. Thá segir hann já thá ætti ég kannski ad kaupa mér líka svo vid gætum farid saman á fredagsrokk einhvern tímann í sumar. Thá hugsadi ég nú med mér hvad thetta væri nú einum of. En sagdi samt ad thad gæti alveg verid möguleiki. Eftir deitid tölum vid lítid sem ekkert saman. Ég var nú soldid spennt fyrir honum en ég ætladi adeins ad ath hvort ad hann myndi ekki taka næsta skref. En ótholinmædin í mér gaf sig eftir thannig ad ég sendi honum sms tveim vikum seinna. Vid tölum saman og ákvádum ad hittast aftur og ad thessu sinni ætladi hann ad kíkja í heimsókn. Thetta var á föstudegi og vid ætludum ad hittast á laugardeginum. Svo segist hann ætla ad hafa samband á laug.eda eftir ad hann væri búinn ad jafna sig eftir djammid sem hann var ad fara á. Svo á laug.hefur hann ekkert samband..Thvílíkur ansi. Hehe..ok soldid vond, en ef hann hefdi ekki haft áhuga thá hefdi hann alveg getad sagt thad í smsinu deginum ádur. Svo lídur tíminn og ég bíd alltaf eftir smsi en fæ ekkert. Thannig ad ég ákvad bara ad vera ekkert ad hafa samband vid hann aftur. Og hugsa med mér ad thad væri greinilega enginn áhugi fyrir. En svona tveim vikum seinna, veit ekki afhverju, ákvad ég ad senda honum sms. Var greinilega ekki alveg ad sætta mig vid thetta. Fannst hann ekki vera thannig gaur og auk thess var hann búinn ad sýna mikinn áhuga á deitinu. Ég fæ svo svar til baka um ad hann væri kominn til Aalborg og væri ad gera upp sumarbústad fyrir ömmu sína og svo sagdi hann ad hann myndi hafa samband thegar hann kæmi aftur til Kbh. Vá hvad ég kann ekkert á samskipti kynjanna hehe..er ordin hrikalega ridgud. En ég veit eitt..og thad er ad madur vill láta ganga soldid á eftir sér, en thad má ekki kæfa mann. Ég tholi thad allavega ekki. Ég held allavega ad ég hafi ekki kæft hann, vona allavega ekki. Kannski hefur honum fundist thad. En ég er bara ekki ad skilja thessa stráka. Thad er greinilega ad hugsunin á deitinu hefur einungis verid ein..og thid vitid hver hún er. Hann virkadi bara svo almennilegur en thad er greinilegt ad hann er bara eins og allir hinir...

Posted by: Sandra @ 11:49  

Kannist thid vid thad thegar madur er ad fara ad sofa og hefur verid frekar threyttur um kvöldid, svo leid og madur leggst á koddann thá fer allt í gang. Madur hugsar og hugsar og hættir ekki. Madur man eftir öllu sem madur hefur gleymt ad gera, eda tharf ad muna ad gera. Alveg ótholandi, ég er búin ad lenda í thessu undanfarnar nætur og thetta er ad gera mig brjálada arrrrgg... Svo ligg ég í svona 2-3 tíma og get ekki sofnad. Og svo endar thetta alltaf á thví ad madur snýr sólahringnum vid...

Posted by: Sandra @ 11:44

þriðjudagur, júní 08, 2004  

Var ad festa kaup á mínum fyrsta danska disk. Nei, heyrdu thad er ekki satt. Keypti mér Tim Christensen um daginn. En í dag keypti ég ekta danska diska, sem voru ad thessu sinni Tue West og Alle tiders danske hits..hehe..thá er ég ordin soldid dönsk :) Seinni diskurinn hefur ad geyma flestu gömlu vinsælu lögin. Ég hlustadi á hann í dag, en sá soldid eftir thví ad hafa keypt hann, en svo hugsadi ég ad thad væri nú fínt ad eiga einn sem er med öllum thessum gömlu lögum, svo madur getur tekid thátt í gledinni á dansgólfinu. Thad kemur alltaf svona eitt og eitt gamalt eins og heima (t.d Gledibankinn alltaf klassi á klakanum).

En dagsplanid hélt sig ekki eins og thid eflaust vitid eftir lesturinn. Thannig ad morgundagurinn verdur tekinn med trompi. Nú eru bara 2 vikur í próflok og ferd á klakann. Var ad spá í thví hvenær thad var sídast sem ég djammadi í Rvk, og var ad fatta thad ad thad er næstum thví ár sídan!! jamm..frekar langt. Djammadi sídast í ágúst á sídasta ári í borginni. Taladi vid Ernu í fyrradag og vid ákvádum ad taka gott djamm á föstudeginum thegar ég kem. Thad er eiginlega meiri stemning ad gera thad thá thví thá er ég ný komin og ný búin í prófum :) Hef líka ákvedid ad fara til Ìsafjardar á sunnudeginum. Thannig ad stoppid verdur ekki lengi í Rvk ad thessu sinni. En ég ætti ad ná thví ad hitta flesta yfir helgina.
En svo förum vid sennilega aftur út til baunalands 3 ágúst.

Posted by: Sandra @ 19:46

mánudagur, júní 07, 2004  

Thá er kvantitative analytisk kemi prófid búid. Mér fannst ganga bara vel :) Og er ég bara ánægd med hvernig fór. Ég hefdi samt viljad fá adeins lengri tíma en ég er ekkert ad svekkja mig á thví, thetta er búid og gert.

En eins og thid sáud í gær var ég gjörsamlega ad mygla og átti thví síminn minn soldid mikid bágt. Ég býst sem sagt vid thví ad fá ansi háann reikning næstu mánadarmót :) Ég tek svona skorpur og tala thá í langan tíma. En mér fannst ég alveg eiga thetta skilid (thad er smá sjálfsvorkun í gangi thessa dagana hehe..)

Eftir prófid í dag fórum vid Kirstine í bæinn :) Adeins ad lyfta okkur upp!! Alveg brádnaudsynlegt. En buddan léttist nú frekar vid thessa búdarferd. Ég keypti mér 7 sumarflíkur, skó og stóra og góda ferdatösku :) Var sko ekkert ad spara. Svo var skruppid á makkarann og fengid sér ís. En svo er bara ad byrja á fullu aftur á morgun :/ En ég nenni ekki ad eyda kröftunum í ad tala né hugsa um thad.. Er ad spá í ad leggjast upp í sófa og hafa thad næs fyrir framann imbann í kvöld :)

Posted by: Sandra @ 19:18

sunnudagur, júní 06, 2004  

Oj ég er komin med óged!! :( Er ad mygla hérna....

Posted by: Sandra @ 20:14

laugardagur, júní 05, 2004  

Hitti Sollu (kona Steina frænda) í gær, vid kíktum á kaffihús og fengum okkur ad sjálfsögdu øllara. Og svo fórum vid og fengum okkur ad borda. Hún var í vinnuferd, en hún er lyfjafrædingur og er ad vinna hjá Pharmanor á Ìslandi. Thad var audvitad talad svolítid um lyfjafrædina og ég var svona adeins ad forvitnast hvernig thetta væri eftir námid. Ég er alveg komin á thad núna ad ég hafi valid rétt fag fyrir mig :) Madur veltir sér adeins upp úr thví hvort ad madur hafi valid rétt eda ekki. Fyrir áramót var ég ekki alveg á thví ad lyfjafrædin væri fyrir mig. Eftir ad hafa talad vid Sollu get ég varla bedid eftir thví ad útskrifast :) en thad er reyndar ekki fyrr en eftir 4 ár!!

Í gærkvöldi kom svo Kirstine og vid lærdum Kvantitative analytisk kemi saman. Ég lofadi ad tala ekki um próf meira á thessari sídu thannig ad thad verdur ekki meira talad um thad.

En ég verd víst ad halda áfram :( 2 dagar í næsta...

Posted by: Sandra @ 09:17

fimmtudagur, júní 03, 2004  

Gud..ég lenti í svolítlu fyndnu ádan. Ég var ad sækja thvottinn nidur í thvottaherbergi, thegar ég labba framhjá einhverjum voda miklum töffara. Thá heyri ég :"Umm..Excause me?" og ég sný er vid og segi: "Yes", ég bjóst vid ad hann væri villtur og ad honum vantadi hjálp til ad komast á leidarenda. En svo segir hann, thvílíkt hikandi :"I think you are very beautiful, the last time that I saw you I just stared at your eyes and thought that you look great." Ég (hugsandi: gud hehe fyndid..):"Thank you".Ég vissi ekkert hvernig ég átti ad vera. Svo sagdi hann :"I know that I can´t talk to you because you have a bissy life!?". Ég: "Yes" (vissi ekkert hvad ég átti ad segja, thetta kom mér algjörlega í opna skjöldu thar sem ég stód med fullan thvottapoka og ekki beint lítandi huggulega út eftir ad hafa legid í sólinni mestan hluta af deginum). Og svo reyndi hann ad segja e-d meira og ég sagdi bara :"Thank you" og labbadi í burtu. Ekkert smá fyndid ad lenda í thessu.

Posted by: Sandra @ 19:52

miðvikudagur, júní 02, 2004  

Úff..hvad ég verd fegin eftir morgundaginn, thá á ég bara 4 próf eftir :/ 2 skemmtileg, eitt erfitt og eitt í léttara kantinum. En ég ætla ad reyna ad hætta ad tala um thessi blessudu próf á thessari sídu.

Var svo ad lesa thad á mbl.is ad forsetinn hafi ákvedid ad stadfesta ekki fjölmidlalögin. Ég er alveg sátt vid ákvördun hans í thessu máli. Thad er nú búid ad vera mikil pressa á honum ad skrifa ekki undir og thví held ég ad hann hafi alveg tekid rétta ákvördun med thví ad hafa thjódaratkvædisgreidslu. Thó ad vid vitum svo sem alveg hvernig thetta mál fer.

En ad allt ödrum málum. Svanlaug ef thú lest thetta, viltu thá senda mér eina bumbumynd? :) Mig langar svo ad sjá thig :) Hlakka ekkert smá mikid til ad sjá thig thegar ég kem heim :=)

Posted by: Sandra @ 19:42

þriðjudagur, júní 01, 2004  

Loksins er sólin farin ad láta sjá sig aftur hér í DK. Ég lærdi úti á svölum í gær og var ordin ansi steikt thegar ég kom inn. Var sem sagt ekki búin ad kaupa sólarvörn en ég held ég ætla mér ad gera thad í dag svo ég verdi ekki grillud aftur. Er svo ad fara ad sækja Aldísi á flugvöllinn á eftir. Hún ætladi ad koma í gær en SAS töskuberarnir fóru í verkfall thannig ad yfir 100 flugum var aflýst í gær frá og til Kastrup. Sem betur fer er thad búid thannig ad hún kemst til Ìslands í kvöld. Dagurinn verdur tekinn rólega, thví eg verd ad læra (bara 2 dagar í næsta próf), thannig ad vid erum búnar ad ákveda ad vera bara úti á svölum. Ég ofan í bókunum og hún ad sleikja sólina.

Annars eru bara 24 dagar thangad til ad ég kem heim :)

Posted by: Sandra @ 11:16  

Hrikalegt med 12 ára stelpuna sem lést í fyrrinótt. Thad er rosalegt ad thetta hafi gerst á landinu okkar. Madur er bara í sjokki. Ég thurfti ad lesa fréttina nokkrum sinnum til ad átta mig á ad thetta hefdi í raun og veru gerst á Ìslandi. Já madur veit ekki hvad madur getur sagt. Thetta er hrædilegt..

Posted by: Sandra @ 10:51
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4