--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



miðvikudagur, nóvember 22, 2006  

Mér finnst alltaf eitthvað svo erfitt að setjast niður og skrifa á þessa bloggsíðu mína. Ég er orðin frekar þreytt á henni því ég veit ekkert hvað ég að skrifa um...en ég reyni mitt besta....

Sl.viku hef ég verið ansi dugleg við að tæma budduna til að kaupa jólagjafir. Og ég er nánast búin!! geri aðrir betur og það er ekki einu sinni kominn desember...Núna þarf maður nefnilega að pæla í þessu mun fyrr þar sem að maður verður að nýta ferðirnar með fólki sem er að koma frá Íslandi...ég er ekki alveg að tíma því að vera að senda þetta þar sem að það kostar bara alltof mikið.....Mér finnst samt bara mjög fínt að koma þessu frá, þá er þetta bara búið :o)

Ingó bróðir og fjölskylda eru að koma í heimsókn á föstudaginn. Spenningurinn á þessu heimili leynir sér ekki, sumir eru búnir að vera að telja niður dagana undanfarnar tvær vikur ;) ég býst við því að við munum kíkja í bæinn og búðirnar þræddar þar sem að Anna Lísa er með í för, jafnvel fara á jólamarkað á Nyhavn og kíkja í jólatívolí! Þetta verður stutt stopp hjá þeim, þar sem að þau fara aftur til Þýskalands á sunnudeginum, en þetta verður örugglega mjög gaman ;) ég verð nú reyndar að vinna á laugardeginum en Orri og Alexander verða þá bara að sinna gestunum á meðan...ég mun aðsjálfsögðu flýta mér eins mikið og ég get við að bera út póstinn...eins gott að það sé ekki mikill póstur þann dag....þetta er svo stuttur tími sem við höfum með þeim og maður verður nú að njóta hans í botn....ég veit ekki hvenær við hittum þau næst...eða jú..við erum nú reyndar búin að kaupa miða á HM í handbolta í janúar þannig að það er nú ekki langt í það....Víðir bróðir ætlar meira að segja að koma með! Og ekki nóg með það að þá ætlar hann að koma í heimsókn til okkar nokkrum dögum áður en við förum til Þýskalands. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem hann mun koma í heimsókn til okkar frá því að við fluttum!! iss...alveg kominn tími á smá heimsókn frá honum hehe :)

Posted by: Sandra @ 22:44

laugardagur, nóvember 11, 2006  

Ég fór á KEANE tónleika í KB hallen í gær. Vá hvað þeir voru geðveikir!! :o) Ég er bara enn í sæluvímu eftir þessa tónleika!!!Ég keypti þessa miða fyrir rúmum mánuði síðan og var búin að hlakka mikið til...þeir voru svoooo góðir að ég sé sko langt í frá eftir því að hafa farið ;) Núna er ég búin að ákveða það að ég ætla að reyna að fara á eins marga tónleika og ég get á meðan við eigum heima í landi baunanna...þetta er ekkert smá gaman!!

Eftir tónleikana brunaði ég heim á hjólinu þar sem að ég átti að mæta í vinnu klukkan 6! takk fyrir...og ekki nóg með það að þá var grenjandi rigning allan tímann!! og ég varð aðsjálfsögðu blaut í gegn! púff...ég er svo búin á því núna að ég er að spá í að leggja mig...

Í kvöld er svo búið að bjóða okkur í grill...þannig að ég held að að það sé algjört must fá sér smá lúr....

Posted by: Sandra @ 14:52

þriðjudagur, nóvember 07, 2006  

Loksins lét ég verða af því að setjast niður við tölvuna og skrifa nokkrar línur á þetta blessaða blogg mitt...Þar sem að ég er í fríi í allann dag vegna veikinda kennara þá get ég alveg eins sýnt smá lit og skrifað nokkrar línur á bloggið...

Við erum sem sagt löngu komin heim frá Íslandsferðinni. Við komum föstudaginn 13 til landsins þar sem að við byrjuðum á því að gista eina nótt hjá tengdó. Strax næsta dag var flogið til Ísafjarðar þar sem að við stoppuðum í 4 daga. Á Ísafirði var gjörsamlega dekrað við okkur í botn, enda sagði mamma að nú væru jól hjá henni þar sem að við munum ekki koma til Íslands um jólin. Við fengum dýrindis mat á hverju kvöldi og oft var 3 rétta máltíðir á Urðarveginum, hún móðir mín kann þetta sko alveg :) Við náðum svo að hitta fullt af ættingjum og vinum, sem var alveg frábært...Inn á milli var slappað af, kíkt á langa Manga og farið í heimsóknir. Einn daginn bauð pabbi okkur svo í flug-og sundferð til Reykjafjarðar sem var alveg æðislegt. Við fengum frábært veður þó svo að það hafi verið ansi kalt...brrr...


Á miðvikudeginum flugum við svo aftur til Rvk. Þar hittum við vini og ættingja, fórum í afmæli, Orri fór á reunion á meðan ég eyddi tímanum mínum í að hitta Jóhönnu&Gunna, Helgu Sif&Marín Birtu og Huldu. Við fórum svo á Iceland airwaves þar sem við hittum fullt af Ísfirðingum...það var mög gaman :o) Á Sunnudeginum var okkur svo boðið í brunch hjá Funa,Siggu og Mist og um kvöldið fórum við í matarboð hjá Gullu og Ása þar sem öll fjölskyldan hans Orra var samankomin.

Allt í allt var þetta mjög fín ferð, frekar stutt og þar af leiðandi var frekar mikið að gera...við náðum ekki alveg að hitta alla en það verður bara að bíða betri tíma....


Nokkrum dögum eftir að við komum heim komu svo Jóhanna og Gunni í heimsókn til okkar. Þau stoppuðu yfir helgina og var tíminn vel nýttur. Það var meðal annars verslað (aðsjálfsögðu), farið út að borða, farið í Christianiu og skoðað, labbað ca.403 tröppur upp í Den gyldne tårn og kíkt á kaffihús. Sylwester og Lucas komu svo á laugardeginum og fóru svo seinna um kvöldið. Það var rosa gaman að fá þau í heimsókn og gaman að Silla og Lucas gátu líka komið :o)

Fyrir áhugasama eru komar fullt af nýjum myndum inn á heimasíðuna hans Alexanders, bæði frá Íslandsferðinni og síðan í okt....

Jæja núna er ég ekki lengur með samviskubit yfir því að hafa ekkert skrifað á þetta blogg í alltof langan tíma þannig að ég er að spá í því að hætta þessu netstússi og drífa mig út...ætla að fara í IKEA og kaupa jóladót þar sem að ég er komin í smá jólaskap :) ég er farin að föndra á fullu fyrir heimilið svo það verði jólalegt í litlu íbúðinni okkar um jólin...Þetta verða okkar fyrstu jól saman og okkar fyrstu jól hérna úti þannig að það verður allt að vera fullkomið :o)

Posted by: Sandra @ 11:15
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4