--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



þriðjudagur, júlí 15, 2008  

Það er svo margt búið að gerast síðan síðast...Mamma kom í heimsókn og fór í gær...við áttum mjög góða viku saman. Kellan var dregin í þrælavinnu í húsinu og vorum við mæðgur duglegar að vinna á meðan Alexander passaði Máney. Það var nú reyndar ekkert spes veður þann tíma sem hún var hérna, ágætlega heitt eða um 20 gráður og skýjað inn á milli. Svo lentum við nokkrum sinnum í rigningaskúrum..en við létum það nú ekki stoppa okkur....

Viku áður en mamma kom tókum við næturgjafirnar út..Orri sá um Máney og ég svaf á sófanum á meðan...þannig var það í 5 nætur, síðan skiptum við og Orri var á sófanum því hann varð að fara að vinna aftur. Þegar að mamma kom var Máney með hita þar sem að tennurnar voru að riðjast niður, eða alls 3 tennur í einu og var sú stutta ekki alveg í essinu sínu þá dagana. Mamma fékk því að kynnast pirruðu barnabarninu sínu...og ekki skánaði það...Máney var eitthvað svo lystarlaus allan tímann að mamma var farin að hafa áhyggjur af því hvað hún borðaði lítið. Ég sagði við hana að þetta væri nú bara tímabil,hún væri nú ekki svona venjulega, ég var alveg viss um að þetta væru bara tennurnar. Svo á fimmtudeginum var hún alveg rosalega pirruð og ólík sjálfri sér þannig að við fórum með hana til læknis og viti menn, hún var komin með eyrnabólgu og hálsbólgu :( ekki skrítið að hún hafi verið pirruð, litla skottan hafði ekki sofið almennilega í 10 nætur! Þannig að hún var sett á pensillín. Sem betur fer er hún öll að koma til núna, farin að borða og hefur það fínt.

Á miðvikudeginum fór ég að finna fyrir óþægindum á tungunni, ég hélt að ég hefði brennt mig á einhverju en mér fannst það frekar skrítið þar sem að ég mundi nú ekki eftir því. Svo líða dagarnir og alltaf versnar tungan. Alexander byrjaði síðan einnig að kvarta yfir því að vera orðinn aumur í tungunni...Ég spurði Orra og þá var hann líka farinn að finna fyrir smá óþægindum. Ég ákvað því að hringja í lækni og spurja hann hvort að það gæti verið að öll fjölskyldan væri komin með sýkingu í munni. Hann sagði þá að við værum að öllum líkindum komin með Hand-foot and mouth disease betur þekkt sem gin og klaufaveikina!!! Hehehehe....frekar fyndið! Við erum því búin að vera frekar out en sem betur fer erum við öll að lagast núna....

Í morgun fékk ég loksins bréfið sem ég hef beðið eftir í langan tíma...Máney er komin með pláss á vuggestue frá og með 1.ágúst næstkomandi!!! ég er svo ánægð að ég er að rifna!! það leit alls ekki vel út fyrir mánuði síðan en núna eru hlutirnar bara allir að ganga upp!! :)

Svo að lokum er gaman að segja frá því að við höfum ákveðið að við munum flytja í húsið okkar þann 1. september!! :o) Það verður sennilega ekki allt tilbúið en við verðum bara að sætta okkur við það...bara að við séum loksins að fara að flytja í draumahúsið okkar er alveg frábært!!! Get ekki beðið eftir því að fara að pakka og flytja af kollegiinu og komast í helmingi stærra rými!! er algjörlega komin með nóg af plássleysinu hérna....

Posted by: Sandra @ 13:25
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4