--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



miðvikudagur, ágúst 31, 2005  

Þá er ég loksins að byrja í skólanum aftur á morgun. Frekar fyndið að segja loksins þar sem að fögin verða ekki beint spennandi þessa önnina, en það er svo sem ekkert nýtt. En sem betur fer líður tíminn hratt og fögin klárast. Ég verð bara fegin að fá rútinuna aftur inn í líf mitt. Er búin að skoða stundarskrána og lítur hún ansi vel út. Fyrirlestarnir eru oftast haldnir snemma og eru búnir frekar snemma. Þannig að ég notað daginn vel og lesið á bókasafninu þangað til að ég sæki Alexander. Svo verð ég ekkert á labóinu þessa önn og þar af leiðandi verða engar skýrslur sem þarf að skila!! Bara snilld..

Posted by: Sandra @ 14:18

mánudagur, ágúst 29, 2005  

Ég var ad læsa myndaalbúminu á heimasídunni hans Alexanders. Hann var sko ekki sáttur vid ad allir gætu bara séd myndirnar hans, thannig ad endilega sendid bara mail til min ef thid viljid skoda myndirnar og ég sendi ykkur póst med lykilordinu...

Posted by: Sandra @ 08:55

sunnudagur, ágúst 28, 2005  

Í gær var sommerfest á kollegíinu. Það var ýmislegt hægt að gera, þar á meðal var keppt í fótbolta, hoppuborgir fyrir börnin og allskonar "leiktæki" fyrir fullorðna fólkið. Barinn var opinn og var svo hægt að grilla útí garði. Ég kynntist nýjum Íslendingum, sem eiga víst heima í sömu blokk og við núna. Par sem er með einn strák. Alexander og strákurinn þeirra, Tristan náðu þvílíkt vel saman og léku sér nánast allan daginn saman. Við sátum útí garði og höfðum það bara huggó, sumir grilluðu en aðrir pöntuðu pizzu. Frekar fyndið því þetta var soldið Íslenskt, fullt af Íslendingum saman komnir og var frekar kalt úti, þannig að 66 gráðu norður peysurnar voru fundnar fram og svo sat liðið allt úti á bekkjum og kjaftaði langt frameftir. Þegar klukkan var orðin tólf fórum við inn til nýju grannana og hringt var í barnapíuna. Ég var búin að ákveða að vera bara heima, þar sem að það kostar alltaf sitt að fara í bæinn, en það var bara ekkert hlustað á mann hehe...og þar sem að þau voru búin að redda pössun ákvað ég bara að skella mér með þeim í bæinn og sé ég sko ekki eftir því núna :) Ég kynntist enn fleiri Íslendingum á djamminu, og fyndnast við þetta allt saman var að ein af þeim hóp var stelpa sem ég var að vinna með í Domus Medica. Ekkert smá fyndið að hitta hana, hún er flutt hingað og býr á Nørrebro. Við fórum með henni og vinum hennar á einhvern skemmtistað sem þau stunda víst mikið. Það var dansað eins og að maður fékk borgað fyrir það og afreksturinn eru nokkrar blöðrur :/ og mikil þreyta. Er engan veginn í þjálfun hehe...

Læt hér fylgja með nokkrar myndir frá gærkvöldinu

Krakkarnir höfðu það huggó á grasinu


Ég,vinkona Höllu og Halla, nýji nágranninn


Helgi,nýji nágranninn, Eyrún og Sverrir.

Posted by: Sandra @ 21:53

laugardagur, ágúst 27, 2005  

Kirstine og Jonas komu í heimsókn í kvöld til okkar. Við elduðum mat saman og höfðum svo myndakvöld frá Íslandsferðinni. Þau sýndu mér myndir sem þau höfðu tekið og öfugt. Síðan tókum við kopý af þeim myndum sem við vildum eiga. Myndirnar sem ég tók voru flestar af Kirstine og Jonas, en myndirnar sem þau tóku voru flestar af mér og Kirstine eða Jonasi. Sísus,hvað maður leit ílla út á þeim. Úff...díses.maður spáir nú aldreí i þetta þar sem að maður sér aldrei myndir af sjálfum sér. Maður gerir sér enganveginn grein fyrir því hvernig maður lítur út. Skil alveg núna að feitt fólk sjái ekki að það sé feitt...úff... Ég ætla rétt svo að vona að flestir sjái sjálfan sig líka svona. Eða hvað?? Segið mér að þegar að þið sjáið mynd af ykkur að þið hugsið:"nei ekki er ég með svona ljótann handlegg" eða "djö..er ég með skrítna putta eða eitthvað álíka..er þetta ekki alltaf svona??

Posted by: Sandra @ 00:18

fimmtudagur, ágúst 25, 2005  

Merkilegt hvad dagarnir eru misjafnir hja manni. Suma daga byrjar madur daginn vel, vaknar hress og gladur. Svoleidis vaknadi eg i dag. Adra daga er madur svartsynn og frekar thungur. Eg var ad gera mer grein fyrir thvi ad eg hef att frekar marga thannig daga undanfarid, frekar fult. Hedan i fra ætla eg bara ad reyna ad lita a godu hlidarnar og ekki vera ad velta mer svona mikid upp ur hlutunum. Madur gerir ser enganveginn grein fyrir thvi hvad madur hefur thad gott. Vid erum ad upplifa hluti sem sumt folk a minum aldrei mun aldrei upplifa. Erum buin ad profa ad flytja i annad land, burtu fra fjolskyldunni og vinunum. Tha fyrst kann madur ad meta hvad madur hefur thad gott og kemst ad thvi hverjir eru vinir manns. Madur kann virkilega ad meta thad thegar folk hefur samband og kemur i heimsokn, thar sem madur getur ekki skotist i heimsokn til vinanna eda fjolskyldunar sem madur a a Islandi. Audvitad sakna eg thess ad geta haft allt folkid mitt i kringum mig, en a moti kemur ad thegar ad madur hittir thau aftur er madur svo gladur og anægdur ad sja thau...
Eg er ekkert sma fegin nuna ad eg hafi tekid thessa akvordun um ad profa eitthvad nytt. Mer vard hugsad til thess i morgun hvar vid værum hefdum vid ekki flutt til Dk. Eg man hvad eg var tvistiga fyrst thegar eg var ad taka akvordunina um ad flytja burt. Vissi ekki hvernig ahrif thad myndi hafa a Alexander og var nokkud stressud yfir thvi ad vera ad taka hann i burtu fjolskyldunni og vinunum. Nuna erum vid buin ad vera herna i tvo ar og loksins eru hlutirnir ad ganga upp og madur er farinn ad sja hlutina i skyrari ljosi. Alexander sattur og tha er eg satt.
Eg er otrulega takklat fyrir ad eiga svona goda vini, bædi a Islandi og i Danmorku!!
Takk allir fyrir ad fylgjast med okkur!!
Mer thykir otrulega vænt um thad!! :)

Posted by: Sandra @ 09:08

miðvikudagur, ágúst 24, 2005  

Var að koma úr síðustu sprautunni!! Þegar ég var að kveðja lækninn sagði hann bless og góða ferð. Skrítin tilfinning, gleði, spenna og tilhlökkun!! En samt er svoooo langt þangað til...Verður samt brjálað að gera í september þar sem að við erum að skila 3. okt!!

Posted by: Sandra @ 15:17  

Það er alveg skuggalegt hvað það búa margir Íslendingar hérna á kollegíinu. Maður kemst ekki hjá því að heyra íslenskuna fyrir utan stofugluggann okkar. Mætti halda að maður væri bara á Íslandi...

Posted by: Sandra @ 13:46

þriðjudagur, ágúst 23, 2005  

Jahá, nú er ég sko stolt :) Kláraði að setja upp kojuna hans Alexander alveg ein!! já þetta gat stelpan, er alveg að rifna úr stolti hehe...Núna er bara eftir að setja upp snaga, tvær hillur og slatta af myndum, þá verður allt búið!! Veit ekki alveg hvort að ég leggi í það strax, læt það bara ráðast á næstu dögum....

Annars er skemmtilega hópvinnan byrjuð aftur, það gengur að sjálfsögðu ekki nógu vel en vonandi verðum við komin eitthvað áleiðis í verkefninu fyrir helgina...

Posted by: Sandra @ 22:15

mánudagur, ágúst 22, 2005  

Alexander :"Mamma, nenniru að nudda á mér bakið, það er svo linnt!!"

Þetta gullkorn kom út úr prinsinum í kvöld hehe..

Posted by: Sandra @ 20:29  

Talandi um barnagrát..Það var barn sem grét bókstaflega í alla nótt!!! Díses..hélt ég yrði ekki eldri. Og í þokkabót heyrist ekkert smá mikið á milli íbúða og það fór ekkert á milli mála að gráturinn var beint fyrir neðan herbergið mitt, en það var eins og að það væri í sama herbergi og ég!! heyrðist svo mikið!! Við Alexander sváfum því þvílíkt ílla. Ég var alveg að missa mig klukkan fjögur af pirringi!! Svo vöknuðum við líka við barnagrát, en það var annar krakki. Púff, veit ekki hvort að ég meiki aðra svona nótt. Ætla því að finna eyratappana mína...sísus...

Posted by: Sandra @ 11:12

sunnudagur, ágúst 21, 2005  

Var að skoða myndir af heimasíðunni hennar Önnu Lísu frænku og sá þessa mynd, ég bara varð að setja hana hérna inn.

Þeir eru svooo sætir :)

Posted by: Sandra @ 18:17  

Við fórum í dag í skovtur í Kongens Have með skólanum hans Alexanders. Gaman að því hvað danir eru mikið hygge fólk. Maður átti að taka með sér einhvern rétt sem átti að fara á hlaðborðið, teppi, eitthvað að drekka,diska og hnífapör og góða skapið, alveg ekta danskt :) Svo á fimmtudaginn er aftur svona hygge en þá er ég að fara á minn fyrsta foreldrafund í þessum skóla. Þá ætlum við foreldrarnir að hittast og borða saman og svo verður fundurinn haldinn eftir matinn. Mér finnst andrúmsloftið svo gott í þessum skóla, gæti ekki verið betra. Allt svo persónulegt og flestir ungir foreldrar, ja svona miðað við að vera danir.

Nú er loksins komið gott veður aftur, alveg týpist þar sem að ég er að fara að byrja í skólanum aftur á morgun!! Skólinn byrjar reyndar ekki fyrr en 1 sept, en við í samfundsfarmaci hópnum ætlum að taka forskot á gleðina og vinna í verkefninu okkar þangað til að alvaran byrjar aftur. Ég er bara ekki að meika þennan hóp sem ég er í. Það er svo þungt andrúmsloftið og svo eru nokkrir sem þola ekki hvorn annan, skemmtilegt...Verkefnið er mjög skemmtilegt en þetta er algjör pína þegar andinn er svona. Við erum búin að vera með þetta verkefni síðan í janúar sl. og þetta verður fyrst búið í jan 2006!! :/ Þannig að maður þarf að bíta á jaxlinn púff...
Verkefnið fjallar um insúlínpumpur fyrir börn. Skilum þremum verkefnum, og þar af erum við búin að skila einu. Fyrsta verkefnið fjallaði um Insúlínpumpuna sjálfa, annað á að fjalla um sjúklinginn sjálfan (erum að vinna í því núna) og þriðja og síðasta fjallar um læknana og hjúkrunarfólkið og þar á meðal kosnaðinn við að nota insulínpumpu. Síðan í janúar tökum við 2ja tíma munnlegt próf!!! Mig er strax farið að kvíða fyrir því...úff..það er alveg það erfiðasta sem ég geri, að tala fyrir framan kennarana og fleiri og þá sérstaklega fræðimál á dönsku!!

Svo kvíður mig alveg sérstaklega mikið fyrir því að þurfa að tilkynna hópnum að ég sé að fara til Afríku í 2 vikur. Verð örugglega drepin á staðnum :/ En ég valdi samt samt besta tímapunktinn í samb.við verkefnið. Verð þá bara að vinna dag sem nótt svo að ég eigi það inni að fara....

Posted by: Sandra @ 17:34

föstudagur, ágúst 19, 2005  

Eitthvað er nú kæruleysið mikið hér á bæ. Ég tippla bara um á tánum í bol og naríum án þess að vera að spá eitthvað í grönnunum. Við sem vorum á 6 hæð í H blokkinni og snérum út á götu og þurftum því aldrei eitthvað að spá í þessu, en núna..isss..soldið erfitt að venja sig af þessu og við ekki með neinar gardínur ennþá!! úff... Svo var ég að kíkja í næstu blokk og var að spá hvort að það sæist "nokkuð" inn í íbúðirnar...en jú auðvitað sést þvílíkt mikið sérstaklega svona á kvöldin...maður er svo heimilislegur hehehe....það þarf greinilega að fixa þetta...

Annars var rosa gott veður hjá okkur í dag. Ég sótti Alexander snemma og svo ákváðum við að skella okkur á ströndina og sóla okkur smá. Það var verið að opna nýja amagerstrandpark í gær þannig að þetta hentaði mjög vel, þar sem að það voru mjög fáir þarna.

Fyndið samt hvað það er mikill munur á að búa á 6 hæð í 2ja herb.íbúð og á 3ju hæð í 3herb.íbúð. Hér eru greinilega nánast bara fjölskyldur því það eru mun minni læti á kvöldin. Svo heyrir maður barnagrátur nánast á hverju kvöldi. Þannig að það eru kostir og gallar eins og alltaf. En maður venst þessu...

Svo ætlaði ég að vera búin að gera allt sem þyrfti að gera í íbúðinni áður en að skólinn byrjar sem er btw á mánudaginn, en það lítur allt út fyrir að það plan klikki þar sem að ég næ ekki í smiðinn sem ætlaði að hjálpa mér..Alveg týpist...Ætla samt að reyna að gera eins mikið og ég get á morgun. Held svo að ég setji þetta á pásu þangað til að ég næ í blessaða drenginn.

Posted by: Sandra @ 23:20

fimmtudagur, ágúst 18, 2005  

Í dag er gleðidagur lúffunnar. Ég var að fá flugmiðann í hús!! Svo ákvað ég að ath hvort að það væri möguleiki á að það væru fleiri stöðvar í þessari íbúð (maður þarf nefnilega að borga auka stöðvar). Ég var nú enganveginn bjarsýn, en ákvað að tjekka á þessu. Ef maður er heppinn (þ.e.a.s ef fyrri leigjandi hefur verið með stöðvarnar) þá eru þær til staðar og oftast losnar maður við að borga af þeim þar sem að þetta kollegí er svo stórt og þeir eru ekkert að fylgjast með þessu. Ég var búin að ákveða að fá mér fleiri stöðvar þegar við værum komin í nýju íbúðina, því stöðvarnar sem ég var með í H blokkinu,voru ömurlega leiðinlegar. Nema hvað að ég læt sjónvarpið leita af auka stöðvum og viti menn, það fann fullt af góðum stöðvum!!! muhahahah...þarna slepp ég við að borga einhverja hundrað kalla á mánuði!!!

Posted by: Sandra @ 09:19

miðvikudagur, ágúst 17, 2005  

Fór í bólusetningu í dag fyrir Afríkuferðina. Var að fatta það að það eru aðeins 7 vikur þangað til að ég fer!!! :)
Núna er ég sem sagt aum í öxlinni (fáránlegur staður fyrir bólusetningu) og með nánast blöðrur í lófanum eftir að vera búin að skrúfa saman hillur, náttborð og fataskáp á heimilinu..Hvar eru karlmennirnir þegar að maður þarf á þeim að halda...iss...

Posted by: Sandra @ 20:50  

Og eitt í viðbót. Nýja heimilisfangið okkar er Dalslandsgade 8 J306. Svo erum við komin með nýtt símanúmer:+4532886788

Posted by: Sandra @ 10:38  

Gleymdi að nefna það að við skruppum til Svíþjóðar um síðustu helgi. Leigðum okkur bíl og fórum til Allingsås, hittum Ingó og co og gistum í hytte. Rosa gaman. Það eru myndir af ferðinni inn á heimasíðunni hans Alexanders. Á eftir að skrifa texta fyrir neðan myndirnar, en það verður gert fljótlega...Endilega kíkið!!

Posted by: Sandra @ 10:02  

Þá erum við loksins flutt. Erum nokkurnveginn búin að koma okkur fyrir, þó svo að það eigi eftir að bora myndir og hillur upp. Ég gerði heiðarlega tilraun í gær við að bora en ég hafði bara enga þolinmæði fyrir það.Hel***is karlmannsverk!! Ég tók trillinginn í gær því það gekk svo ílla. Ég byrjaði á því að bora í loftið og legg svo borvélina frá mér, hún rekst í gifsmynd sem Alexander gerði af hendinni sinni um jólin 1999 og gaf mér í jólagjöf. Myndin datt í gólfið og brotnaði :( :( Svo fór ég inn í stofu og boraði nokkur göt. Þegar ég legg borvélina upp á sófann eftir að hafa notað hana, dettur hún niður og skemmir lampann minn og seríuna sem lá á gólfinu...arrrgggg...Þá gafst ég upp!!
Er búin að vera á fullu undanfarna daga og er alveg að leka niður af þreytu. Þrjóskan er alveg að drepa mann. Það á sko allt að vera tilbúið helst í gær!! Svo er ég að byrja í skólanum í næstu viku og þá verður bara allt að vera komið upp. Sem betur fer var Orri búinn að tala við vin sinn um að koma og hjálpa mér aðeins þannig að ég ætla að hringja í hann og ath hvort að hann komist í þessari viku. Annars ætlaði ég að vera búin að klára eins mikið og ég gæti áður en hann kæmi en váááá hvað ég þoli ekki að bora!!! þannig að það bíður hans ansi mikið verk :/ iss..hann er örugglega miklu sneggri að þessu en ég, þannig að þetta ætti ekki að taka það langan tíma...

Ég verð ekkert smá fegin þegar allt er komið á sinn stað og rútinan komin...Get ekki beðið :)

Posted by: Sandra @ 09:41

þriðjudagur, ágúst 09, 2005  

Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar, takk takk!! ;)

Við fengum íbúðina loksins afhenta í morgun. Þegar ég fór að skoða hana varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Hún var skítug, eldhúsinnréttingin ílla farin og veggirnir mjög holóttir. En eftir daginn í dag er ég aðeins sáttari þar sem að ég komst yfir að þrífa hana, spæsla og teipa allt og plasta. Hún lagaðist strax við hreingerningarnar sem betur fer. Ég náði bara að mála tvo veggi í stofunni en gat varla séð hvernig það kom út því það var orðið svo dimmt úti og nánast ekkert ljós inni, þannig að ég bíð spennt eftir morgundeginum :) Annars er ég búin að hringja í alla sem buðust til að hjálpa við flutninginn og ætlum við að flytja allt draslið annaðkvöld..púff púff...ég er ekki alveg nógu bjartsýn á að þetta náist allt saman þar sem að ég er ekki alveg búin að pakka :/

Ingó og Hrefna fóru svo í dag þannig að ég hef að sjálfsögðu ekkert gert neitt af viti á meðan að þau voru hér. Núna bíður mín því mikið verk!! Pakka og hafa allt klárt fyrir morgundaginn og klára svo að mála íbúðina á morgun áður en flutningurinn verður!!
Svo er Alexander að fara að byrja í skólanum á morgun. Þannig að dagurinn verður byrjaður á að skoða skólann og hitta kennarann. Síðan verður sennilega allt í stressi :/
....jæja, best að halda áfram....

Posted by: Sandra @ 21:45

mánudagur, ágúst 08, 2005  

Ég var vakin í morgun af Ingó, Hrefnu, Önnu Lísa, Daníel Aski, Degi Emil og Alexander við afmælissönginn :) Fyndið mér finnst ég alltaf vera miklu eldri en ég er...Sennilega útaf Alexander...En allavega þá ætlum við að skella okkur á strikið í dag. Um miðjan daginn ætlum við svo að koma heim og gera heitann rétt og köku í tilefni dagsins :)

Í gær gerðum við met í tívolíinu...vorum þar í heila 10 tíma...geri aðrir betur!!

Posted by: Sandra @ 10:18

sunnudagur, ágúst 07, 2005  

Þá eru Ingó og co.mætt á svæðið. Komu í gærkveldi og var ég búin að elda dýrindis mat fyrir þau. Þau voru ekkert smá fegin þar sem að þau voru búin að vera á ferðalagi allann daginn. Við sátum eitthvað frameftir að spjalla og hafa það kósý. Gaman að hafa þau í heimsókn í kofanum :) Planið í dag er að kíkja í tívolí..spurning samt með veðrið. Það eru þrumur og eldingar í augnablikinu :/

Annars var ég að bæta við link undir afþreyingu, Útivistaparadísin Fljótavík. Ingó bróðir er að gera þessa síðu og er hún í vinnslu.

Jæja við erum að fara!!

Posted by: Sandra @ 11:23

föstudagur, ágúst 05, 2005  

jiii...það er ekki í lagi með mig..Ég misskildi bróðir minn svona svakalega. Hélt að þau væru að koma eftir viku en þau eru að koma á morgun!! og það er allt í rúst hérna :/ Iss...það verður þá mikið að gera hjá mér á morgun við að taka til...

Posted by: Sandra @ 22:12  

Í dag á Orri minn afmæli. Ekki er það nú leiðinlegt að vera í Afríku á afmælisdaginn :)


Orri Zoolander



Til hamingju með afmælið smiffinn minn!!!

Posted by: Sandra @ 10:31  

Vorum að koma frá grillveislu hjá stelpunum á amagerkollegíinu...Þær eru að fara til Tyrklands eftir viku. Ég er alvarlega að spá í að skella mér með þeim og taka Alexander að sjálfsögðu með, það yrði bara geðveikt!! 35 stiga hiti!! :) Kostar ingenting og við höfum svosem ekkert að gera....ætla að ath með peningalegu hliðina...Þetta yrði bara snilld!!!

Posted by: Sandra @ 00:30

fimmtudagur, ágúst 04, 2005  

Ég er eitthvað svo löt þessa dagana. Nenni engu..Er bara að bíða eftir að tíminn líði...skemmtilegt....

Annars var ég tala við Orra í gær. Hann var að segja mér frá því að það verða kosningar í Zanzibar þann 29.okt og þá verða alltaf soldið mikil læti, þannig að honum leyst nú ekki vel á að ég væri akkurat að koma á þessum tíma. Þannig að við erum eiginlega búin að ákveða í sameiningu um að flýta ferðinni um eina viku. Þá myndi ég fara sennilega 30 sept. og koma til baka 15 okt. En þetta skýrist allt á næstu dögum. Langar svo að fara að panta farið svo ég geti farið að telja niður dagana!!! get ekki beðið eftir því að hitta hann aftur :) Finnst eins og að hann sé búinn að vera í burtu í heila eilífð!! en það eru bara 2 vikur síðan að hann fór :( *snökt*snökt*

Posted by: Sandra @ 15:36

þriðjudagur, ágúst 02, 2005  

þetta á mbl.is...

Hughreistandi að lesa 3ju síðustu línuna, já maður er ekki lengur á saklausa Islandi...

Posted by: Sandra @ 21:26  

Var að komast að því að við fáum íbúðina í fyrsta lagi á þriðjudegi í næstu viku ef við verðum heppin!! :( Hún er víst alveg í rúst og þarf að gera ansi mikið við hana. Ohh..og ég sem ætlaði að flytja í þessari viku..Er að mygla á draslinu hérna, pappa- og IKEA kassar útum allt að það er varla hægt að komast inn í svefnherbergi. Og svo þurfum við að bíða í heila viku...úff..veit ekki hvort að ég meiki það...

Posted by: Sandra @ 13:56
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4