--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



sunnudagur, september 30, 2007  




















Þá er ég bara orðin 2ja barna móðir! Alveg ótrulega yndisleg tilfinning :o) Hún var greinilega að flýta sér í heiminn litla daman, þar sem að hún kom á mettíma...allavega miðað við Alexander. Ég byrjaði að taka tímann á hríðunum kl.14:30 á miðvikudeginum, bara til að sjá hvort að þetta væri eitthvað reglulegt..mér fannst þessir verkir nú ekkert rosalegir til að byrja með, hélt meira að segja að þetta gæti alveg verið smá fyrirvaraverkir en þegar ég var búin að taka tímann í hálftíma og það var 8-10 min á milli verkja þá ákvað ég að hringja í Orra og biðja hann um að sækja Alexander. Mér fannst nú ekkert sniðugt að vera að fara og sækja hann á hjólinu þar sem að það er alltaf klukkutíma hjólatúr. Eftir því sem að leið á daginn fóru verkirnir að versna. Um fimmleytið var ekki nema 3-4 mín á milli. Ég ætlaði bara ekki að flýta mér upp á fæðingardeild því ég vildi ekki verða send heim aftur þannig að ég ákvað bara að ég myndi elda matinn og sjá svo bara til. Eyrún kom til mín og var hjá mér, tók tímann og við vorum bara að spjalla í rólegheitunum. Fórum út í búð, sem er mjög stutt hjá kollegiinu til þess að kaupa það sem vantaði í matinn. Við þurftum að stoppa 17 sinnum á leiðinni því verkirnir voru orðnir svo slæmir. Orri og Alexander komu sem betur fer þegar við vorum að koma heim að dyrum og þá var ákveðið að fara beint upp á spítala þar sem að það var það stutt á milli hríða. Alexander var sendur til Eyrúnar í pössun og ætlaði Orri að ná að fara í sturtu og raka sig áður en við færum, en það var bara enginn tími fyrir það því það var einungis mínota á milli verkja. Orri náði því rétt að klára að pakka niður í töskuna og við brunuðum upp á spítala. Þegar þangað var komið var klukkan orðin átta og ég sem ætlaði að fara í bað og jafnvel að eiga í vatninu, en það var sko enginn tími til þess þar sem að hún var bara að koma!! Svo bað ég um að fá að standa, en það var heldur ekki tími til þess. Klukkan korter í níu fæddist hún svo, dökkhærð lítil dama sem vóg 3754g og var 53 cm á lengd. Fullkomin alveg!! :) Okkur finnst hún vera ansi lík mér svona til að byrja með, en það á örugglega eftir að breytast. Mamma segir allavega að hún sé alveg eins og ég þegar ég fæddist..frekar fyndið...
Okkur heilsast öllum vel og erum rosalega ánægð yfir því að vera komin heim, enda er það langbesti staðurinn til að vera á :o)
Ég er búin að setja inn fyrstu myndirnar inn á barnaland og svo er ég búin að reyna að uploada fleirum en það er eitthvað bilað hjá þeim þannig að það gengur ekkert. Ég mun setja þær inn um leið og barnaland.is fer að virka aftur. Er þegar búin að gera tvær tilraunir en það gengur ekkert þannig að þið verðið bara að bíða þolinmóð eftir nýjum myndum.

Ég vil enda þessa færslu á að þakka öllum fyrir allar þær kveðjur sem að við höfum fengið, það er alltaf gaman að fá kveðju þegar að maður er svona langt í burtu frá fjölskyldu og vinum...Takk allir! :o)

Posted by: Sandra @ 14:14

miðvikudagur, september 26, 2007  

Það er víst kominn tími á smá blogg. Fólk er farið að senda sms og hringja og spurja hvort að eitthvað sé að gerast..En litla bumbulínan ætlar greinilega ekkert að flýta sér í heiminn því það er hreinlega ekkert að gerast....ég er að halda í vonina að hún komi ekki mikið á eftir áætlun því ég man hvað það var hrikalegt að fara 10 daga framyfir með Alexander...það tók sko á þolinmæðina..en það þýðir víst ekkert að vera að pirra sig yfir þessu..maður þarf bara að anda djúpt og reyna að vera duglegur að finna sér eitthvað að gera. Hún kemur þegar hún er tilbúin til þess að koma..ég mun láta ykkur vita ef eitthvað gerist...

Posted by: Sandra @ 09:54

þriðjudagur, september 18, 2007  

Jæja nú styttist þetta allt saman..aðeins nokkrir dagar í settan dag...en svo er aldrei að vita nema að hún komi bara 14 dögum á eftir áætlun...púff...vonum ekki...

Allavega þá er dagurinn í dag ansi sérstakur...Við Orri eigum 3 ára afmæli :o) og í dag hefði Sigrún Sólbjört heitin einnig átt afmæli, hún hefði orðið 27 ára...

Í tilefni dagsins ætlar minn heittelskaði að bjóða óléttu konunni sinni út að borða. Alexander kemur með þar sem að við viljum ekki vera að skilja hann eftir heima..hann yrði nú frekar sár ef hann fengi ekki að vera með...enda er það voða sport að fara út að borða...það er nefnilega ekki það algengt á þessu heimili....

Svo er það annarsvegar helst í fréttum að við erum búin að fá BYGGINGARLEYFIÐ í gegn!!! loksins!! :) það rann bara í gegn og megum við gera allt það sem okkur langaði að gera...3 kvistar og franskar svalir á eftir hæðina :o) við erum aðsjálfsögðu í skýjunum með að hafa fengið þetta samþykkt ;)
Þar sem að leyfið er komið í hús ætlar Ási tengdó að skella sér hingað yfir til okkar. Hann er væntanlegur á fimmtudagskvöld og ætlar hann að stoppa fram á mánudag. Þær feðgar ætla að nýta tímann vel og undirbúa framkvæmdirnar saman. Það er ekki slæmt að geta fengið svona góða hjálp þar sem að hann Ási kallinn kann sig fag, enda búinn að vera í þessum bransa í mörg ár...við erum þessvegna að vonast til þess að bumbulínan bíði allavega fram á mánudag svo að þeir geti nú nýtt tímann vel...

Posted by: Sandra @ 13:05

miðvikudagur, september 12, 2007  

Jæja...ætli ég verði ekki að skrifa nokkrar línur þar sem að það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði síðast...

Það er allt gott að frétta héðan. Í dag eru aðeins 16 dagar í settan dag..já tíminn flýgur áfram. Ég er ekki orðin óþolinmóð ennþá..kannski kemur hún bara í október..hver veit..hún ákveður þetta víst alveg sjálf. Það er allavega allt tilbúið fyrir komu hennar. Vantar bara að sækja vögguna sem við ætlum að leigja og þá er allt komið :0)

Það er gaman að segja frá því að ef að ég myndi reikna út frá þessu mánarlega þá ætti litla bumbulínan að koma eftir 5 daga en sónarinn sagði víst 24.sept og svo var því seinkað til 29. sept...þannig maður veit aldrei..ég fer allavega eftir síðustu dagsetningu...29/09...svo kemur hún bara þegar henni hentar...

Ég er allavega ansi dugleg við að nota tímann vel. Er að stússast á hverjum degi og inn á milli reyni ég að slappa af. Næturnar eru nefnilega orðnar frekar leiðinlegar þar sem að það er ekki mikið um svefn. Þegar að maður sefur ekki mikið á nóttunni er maður eitthvað svo tuskulegur og orkulaus allan daginn þannig að dagarnir eru voða misjafnir.

Fyrir utan óléttuna sem fyllir annars ansi mikið þessa dagana er voða lítið annað að frétta. Orri og Alexander eru hressir og gengur lífið bara sinn vanagang...

Posted by: Sandra @ 22:32
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4