--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



fimmtudagur, apríl 28, 2005  

Púff!! suma daga langar manni til að skriða undir sæng og láta sig hverfa!!! nenni ekki beint að fara út í smáatriði...en í dag áttum við að fara á fund hjá skólanum hans Alexanders, nema hvað að við vorum búin að undirbúa okkur þvílíkt vel, alveg komin í gírinn þegar skólastjórinn hringir og segir mér að hann verði að fresta vegna veikinda!!! Þannig að við eigum að fara á morgun klukkan eitt á fundinn. Krossleggið fingur fyrir okkur, því okkur veitir ekki af smá stuðningi!!!

Posted by: Sandra @ 21:09

mánudagur, apríl 25, 2005  




Þetta gerist bara á Ísafirði hehehe...

Skar niður læri og gaf fólki sneiðar.
Að kvöldi síðasta vetrardags var lögreglunni á Ísafirði tilkynnt um mann með hníf á skemmtistað í bænum. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn hugðist nota hnífinn til að skera niður hangikjötslæri sem hann hafði meðferðis og gefa fólki í kringum sig sneiðar af kjötinu. Maðurinn ógnaði engum, en hnífurinn var stærri en lög leyfa og var hann því haldlagður. Maðurinn fékk þó að halda lærinu.

(sá þetta á bb.is)

Posted by: Sandra @ 20:34  

Nýjustu fréttir hér í Dk er að Mary er loksins ólétt!!! Erfinginn er væntanlegur í lok okt!! Allt að verða vitlaust hér í Dk...

Posted by: Sandra @ 18:35

sunnudagur, apríl 24, 2005  

Jæja...loksins þá sest ég niður til að skrifa nokkar línur af okkur köbenbúunum. Það hefur ýmislegt gerst síðan að ég bloggaði síðast....

Við héldum afmælisveisluna fyrir Alexander um daginn. Hún var rosaleg, allt of mörg börn sem létu eins og villingar allan tímann!! Þetta verður sko ekki endurtekið aftur. Það verða sko max 13 börn eða eitthvað álíka í framtíðarafmælum. Við buðum 20 krökkum að mig minnir en það komu BARA 17!!! úff....Aldrei aftur...hehehe...

Það hefur því miður ýmislegt gengið á með hann Alexander minn. Hann er ekki alveg sáttur og undanfarið er hann búin að sýna það með ofbeldi :( Hann lenti í slagsmálum í skólanum sínum í þar síðustu viku þar sem að Alexander "rakst" í einn bekkjarfélaga sinn. Hann bregst þannig við að segja fock you við hann. Alexander trompast við það og kýlir hann. Bekkjarfélaginn kýldi að sjálfsögðu á móti og Alexander svarar með því að sparka í hann. Þá sparkaði bekkjarfélaginn í hann og endar þetta með því að Alexander klórar strákinn svona harkalega í andlitið. Kennararnir fengu alveg sjokk, reyndu að róa hann niður en þá klóraði hann kennarann. Hún fór með hann í næstu kennslustofu þar sem að hann róaðist niður. Þar grenjaði hann í 20 mín. Hann þorði ekki að fara einn á frítídshjemmet eftir þetta þannig að kennarinn fylgdi honum þangað. Kennararnir voru alveg í sjokki yfir þessu eins og krakkarnir í bekknum sem voru vitni af þessu þannig að núna hafa þeir ákveðið ásamt skólastjóranum að reka hann úr skólanum!!! Við erum alveg í sjokki yfir þessu, þeir vilja ekki einu sinni gefa honum séns. Eftir þetta erum við búin að tala við íslenskan barnasálfræðinema sem býr hérna á kollegíinu. Hann ætlar að taka hann að sér. Hann er búin að koma til okkar 3svar sinnum, hitti okkur Orra fyrst, svo mig eina og svo Alexander einan. Við erum aðsjálfsögðu ennþá í sjokki yfir því að það skuli vera búið að reka hann úr skólanum, þannig að við erum búin að ákveða að við ætlum að reyna að fá annan tíma hjá skólastjóranum og þá ætlar Orri og Funi (sálfræðingurinn) að koma með mér.

Verð að fara núna...klára þetta seinna.

Posted by: Sandra @ 14:19

mánudagur, apríl 18, 2005  

Ég fékk tölvuna mína loksins úr viðgerð í dag þannig að ég get farið að blogga aftur...

Posted by: Sandra @ 23:19
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4