--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



föstudagur, apríl 28, 2006  

Ég ákvad ad sýna smá lit og skrifa nokkrar linur thar sem ad ég er í skólanum ad bida eftir ad klassetime byrjar...

Thad er annars allt gott ad frétta hédan...
Mér finnst vikurnar fljúga áfram...vid erum ad fara á Radiohead tónleikana eftir viku!! Hlakka ekkert smá mikid til :) Helgin eftir thad fer svo í langthráda Thýskalandsferd og svo taka prófin vid!! iss...timinn er alltof fljótur ad lida!! svo má ekki gleyma thvi ad á næstu vikum mun ein úr vinkonuhópnum eignast litinn króa...thad verdur nú aldeilis skritid hehe...

Annars erum vid ad fara i klassefest i kvøld heima hjá einum bekkjarfélaga hans Alexanders. Thetta er i annad skiptid sem vid førum og er ég ekki i vafa um ad thetta verdur hressandi kvøld eins og thad var sídast. Allir mæta med einn rétt og drykki og svo er thetta allt sett saman á hladbord...Thannig ad thad verdur gaman ad sja hvad verdur ut ur thessu kvøldi.

Ég var annars bedin um ad leggja inn gott ord fyrir nágranna minn sem sá eina mømmuna i afmælinu hans Alexanders um daginn. Honum leist svona lika vel á hana thannig ad ég verd nú ad nefna hann vid hana. Hehe..finnst thad frekar fyndid ad vera einhver matchmaker...en hva..madur verdur nu ad hjálpa til hehe...

Posted by: Sandra @ 10:19

sunnudagur, apríl 23, 2006  

Ég komst að því fyrir "alvöru" að við búum í stórborg í nótt. Ég ákvað að skella mér á djammið með stelpunum og reddaði pössun á síðustu stundu. Var komin til Siggu um tíu þar sem Íris var líka. Við dressuðum okkur upp og höfðum okkur til áður en við héldum af stað á Mexibar.Þar fengum við okkur uppáhaldskokteilinn minn, Strawberry daiquiri!! Við vorum ekki alveg nógu sáttar þar sem að barþjóninn blandaði hann ekki rétt...Það var frekar svekkjandi þar sem að við fórum á þennan bar bara útaf þessum drykk...Við létum okkur því hverfa fljótt og fórum á Vinbaren en stelpurnar eru fastagestir á þeim stað. Eftir smá tíma brutust út slagsmál á staðnum. Á meðan þeim stóð voru ljósin kveikt og tónlistin stoppuð. Ég hef nú aldrei lent í því inná skemmtistað að ljósin eru kveikt og hvað þá að tónlistin er stoppuð þegar það eru slagsmál í gangi. En eftir að það var búið að stoppa slagsmálin var haldið áfram að djamma. Við vorum ekki alveg að fíla tónlistina þannig að við ætluðum að fara á Dakota í staðinn. Þegar við vorum á leiðinni út komumst við ekki þar sem að þar sem allt var stopp við útidyrahurðina. Við litum út um gluggan og sáum fullt af löggum. Þeir voru búnir að setja borða út um allt og svo kom sjúkrabíll. Við fórum eitthvað að spurja fólkið á staðnum hvað hefði gerst og komumst að því að það hefði verið skotárás fyrir utan!! ja...þetta er enginn Ísafjörður!! Okkur var ekki hleypt út í dágóðann tíma en þegar við vorum á röðinni til þess að komast út komumst við að því að þetta hafði ekki verið skotárás heldur hnífsstunga!! Og að einn hafi verið drepinn og 3 særðir!! Díses..við vorum alveg í sjokki...Þegar við komum út var tekin af okkur skýrsla þar sem það var gert við alla á staðnum. Við sáum náttúrulega ekki neitt en þeir sögðust verða að gera þetta ef einhver myndi benda á okkur.....Já...þetta drap aðsjálfsögðu niður stemninguna og við héldum heim á leið....Frekar óhugnalegt að hafa verið svona nálægt þessu. En þetta er bara orðið þannig að maður er hvergi öruggur!! Rétt í þessu var ég að fá hringingu frá lögreglunni. Þeir eru á leiðinni hingað til að fá að tala við mig og fá meiri lýsingu á öllu sem við sáum þar sem að þeir eru ekki ennþá búnir að finna gaurana sem gerðu þetta!!!

Posted by: Sandra @ 16:21

þriðjudagur, apríl 18, 2006  

Jæja..best að koma með nýtt blogg...í síðasta bloggi var ég í einhverju kasti...þannig að hér kemur eitt venjulegt blogg...

Við höfðum það mjög gott í páskafríinu. Slöppuðum mikið af og höfðum það mjög huggulegt. Fórum í bíó, tókum heimilið í gegn, fórum í matarboð og héldum svo eitt matarboð líka. Þetta voru bara vel heppnaðir páskar miðað við það sem maður mátti búast við....þá er ég að meina að vera ekki staddur á Ísafirði um páskana hehe...

Í gær ætluðum við svo að hjóla í bæinn og fá okkur göngutúr hjá hafmeyjunni með Systu frænku hans Orra þegar við komumst að því að Alexander hafi gleymt að læsa hjólinu sínu á leikplássinu eina ferðina enn!! í þetta skiptið gleymdi hann hjálminum líka. Það var farið að leita og hjálmurinn fannst en ekki hjólið....þetta er alveg ótrúlegt!! hel**** þjófar!! Núna verður bara keypt gamalt og notað hjól fyrir hann þar sem hann greinilega lærði ekkert af því að týna fyrsta hjólinu!! Púff....

Posted by: Sandra @ 15:21

laugardagur, apríl 15, 2006  

Varúð.....væmið blogg!!!

Ég held að mig hafi aldrei langað svona mikið ”heim” eins og mig langar núna. Langar eiginlega miklu meira núna heldur en í sumar. Mér finnst soldið eins og að "grasið sé grænna hinum megin" í augnablikinu. Er það ekki alltaf þannig??? Þar sem að það eru svo margir ættingjar mínir í heimsókn á heimaslóðum mínum og það er svo mikið um að vera í skíðavikunni langar mig alveg sjúklega mikið "heim"!!!

Ég er soldið búin að vera að upplifa de ja vú þar sem að ég hef fundið mikið fyrir því að vera ung mamma undanfarið. Í gegnum tíðina hef ég alltaf upplifað erfið tímabil þar sem að það hefur verið soldið erfitt fyrir mig að hafa misst af unglingsárunum. Ég hef auðvitað fengið að upplifa yndislega hluti sem ég sé alls ekki eftir og mundi engan veginn vilja að hafa misst af, en ef ég gæti breytt hlutunum myndi ég vilja að fresta þeim um nokkur ár. Það eru örugglega ekki margir sem skilja hvað ég er að tala um þar sem að það eru nú ekki margir sem hafa gengið í gegnum það sama og ég hef gengið í gegnum. Ég vil samt taka það fram að ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki Alexander. Ég sé mig engan veginn án hans, hann er mitt líf og yndi!! Ég gæti aldrei lifað án hans!!

Það var samt ótrúlega erfitt að vera unglings-mamma þegar allir voru að djamma og skemmta sér. Þar sem að ég var svo heppin að eiga góða að fékk ég mikla hjálp á hans fyrstu árum, en ég fékk langt í frá að upplifa unglingsárin eins og þau eiga að vera. Ég er mjög þakklát ömmunum og öfunum núna. Þau hjálpuðu mér mjög mikið...ég væri ekki stödd hér í Dk ef það væri ekki fyrir þau. Ég hefði aldrei klárað menntaskólann og þar með aldrei komist inn í lyfjafræðina. Þau voru yndisleg við okkur...Ég kann mikið að meta það hvað þau voru frábær við okkur, það eru ekki margir sem eru svo lánsamir að eiga svona góða að....

Ég veit ekki alveg afhverju ég fór að tala um þetta....hafði bara einhverja þörf fyrir að tjá mig um þetta...

Posted by: Sandra @ 00:01

föstudagur, apríl 14, 2006  

Við erum búin að njóta þess í botn að sofa út í fríinu okkar. Ekkert smá notalegt....
Í gær tókum við heimilið í gegn. Orri gerði nú mest, þar sem að þetta voru þannig verk sem ég neita hreinlega að koma nálægt. Allt það sem þurfti að gera er miklu meira mál fyrir mig heldur en hann..hann fer nú létt með svona hluti... En núna er to do-listinn nánast tómur sem er alveg frábært :)

Í kvöld erum við að fara í påskefrokost með öllum Íslendingunum á kollegíinu. Ég er bara orðin svo kvefuð!! þoli ekki að vera svona....en ég verð bara að vera dugleg að drekka sólhatt og fjallagrasate...það er svo ömurlegt að vera svona þegar maður er að fara eitthvað....vonandi finn ég bragð af matnum!! við fengum að vita að það verður þriggja rétta máltíð í boði og í aðalrétt verður Íslensk lambalæri!! nammi namm...það er svo langt síðan að ég fékk lambalæri...ég slefa alveg hérna við tölvuna hehehe....

Við ætlum svo að bjóða Funa, Siggu og Mist í Íslenskan veislumat á páskadag....Það verður gaman að sjá hvað kemur útúr því hjá okkur...

Posted by: Sandra @ 00:23

föstudagur, apríl 07, 2006  

Jahérna...hef ekkert bloggað í heila viku! En ég hef ágætis afsökun fyrir því...það er bara búið að vera nóg að gera. Við héldum afmælið hans Alexanders á Þriðjudeginum og fór alveg ágætistími í að undirbúa það. Silla og bumbubúinn komu í heimsókn til okkar í gær og skelltum við okkur á sýningu í skólanum hans Alexanders þar sem hann var að syngja í gervi kjúklings :) Ég ákvað svo að sækja Alexander snemma í dag og fórum við í Build a bear búðina og versluðum aðeins fyrir afmælispeninginn. Síðan skelltum við okkur í gæludýrabúð og keyptum okkur skjaldböku!! Hún er ekkert smá sæt en alveg rosalega vitlaus greyið...Það er búið að nefna hana og fékk prinsinn á heimilinu að nefna hana, hún var nefnd Sara. Við erum alltaf að kíkja á hana þar sem að hún er dálítið óróleg þar sem þetta er allt svo nýtt fyrir hana. Það er samt svo fyndið að fylgjast með henni þar sem hún er svo vitlaus, alltaf að klessa á vegginn og svo finnur hún ekki leiðina upp á steininn þó svo að við séum búin að vera að reyna að sýna henni hvert á að fara...hehe...

Annars erum við komin í páskafrí. Ég verð nú alveg að viðurkenna það að mig langar soldið til Ísafjarðar núna. Það er alltaf svo mikil stemning á skíðavikunni, Aldrei fór ég suður, allskonar skemmtilegheit fyrir krakkana, skemmtilegt djamm, fullt af fólki og bara rosa gaman!! en það verður víst að bíða betri tíma...við munum hinsvegar eyða okkar páskum í rólegheitum hérna heima. Njóta þess að sofa út og slappa af...Kannski við kíkjum í tívolíið þar sem það er að opna á miðvikudaginn..hver veit...annars ætlum við líka að taka heimilið í gegn. Það er kominn rosa listi um hluti sem þarf að gera og ætlum við að drífa í því að klára það í fríinu....svo verður örugglega lesið inn á milli í farmakologi...ætli maður kíki ekki aðeins á djammið þar sem það er alveg kominn tími á að taka trylltan dans hjá kellunni :o)

Posted by: Sandra @ 20:47
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4