--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



mánudagur, apríl 28, 2008  

Það er allt að gerast hjá okkur...Ási gamli er mættur á svæðið...Hann kom til okkar í gær.
Alexander byrjaði á föstudaginn með gubbupest. Ég tók svo við á laugardeginum og Máney Mist í gær...Ætli Orri fái pestina í dag? Ég vona að hann sleppi..það er enginn tími til þess að verða veikur núna...
Svo rétt áðan var ég að finna fyrstu tönnina hennar Máneyjar!! er ótrúlega stolt móðir núna hehehe...ég hélt að fyrsta tönnin ætlaði aldrei að láta sjá sig :o)

Posted by: Sandra @ 12:13

föstudagur, apríl 25, 2008  

Máney Mist fór í fyrsta skiptið í pössun í fyrradag. Sonja, Dagur og Alexander voru með hana á meðan að við Orri fórum á Genaralforsamling (ársfund) hjá Grundejerforeningen Gylfe, en það er hverfisfélagið sem við verðum að vera félagar að þar sem að við eigum orðið hús hér í baunalandi. Það er nú þannig hérna í Dk að þeir sem eiga hús verða að borga árlegt gjald í sitt hverfisfélag. Í okkar félagi eru t.d aðeins tvær götur og svo eru fullt af öðrum félögum í nágrenni við okkur. Við eigum t.d að sjá til þess að það sé gert við göturnar og að leikvellirnir séu í góðu lagi. Svo á hver og einn eigandi að sjá um sína lóð og gangstéttina fyrir framan lóðina. Á veturna verðum við að setja salt ef að það er hálka og á sumrin eigum við að hreinsa mosa og sjá til þess að hekkið okkar standi ekki útá stétt svo að fólk geti gengið framhjá húsinu. Ef að einhver slasar sig fyrir utan húsið okkar t.d í hálku þá þurfum við að borga lækniskostnaðinn afþví að við berum ábyrgðina.
En snúum okkur aftur að fundinum...
Það var mjög fyndið að fara á þennan fund þar sem að við höfum jú aldrei prófað þetta áður. Fundurinn var haldinn í einhverju samkomuhúsi í hverfinu og komu fullt af pensjónistum á staðinn. Ég spurði einn "ungan" pabbann hvort að það væri mikið um börn í hverfinu og þá sagði hann: "líttu í kringum þig! hehehehe..." já...hann þurfti ekki að segja mikið meira.. En svo sagði hann mér að það væri nú alltaf að bætast fleiri krakkar í hverfið þannig að Alexander hlýtur að kynnast einhverjum á sínum aldri þegar við flytjum inn í sumar.
Þessi fundur var nú frekar langdreginn, það var auðvitað ýmislegt diskuterað og tekur það nú alltaf ágætis tíma hjá dönunum. En eftir þennan fund var boðið upp á rúgbrauð með síld. Ég, sem borða ekki síld, leist nú ekkert á þetta en þar sem að við sátum á borði með nýju nágrönnunum okkar gat ég ekki annað en fengið mér. Orri hló bara að mér þegar ég tók fyrsta bitann enda var svipurinn á mér örugglega frekar fyndinn...Með rúgbrauðinu var boðið upp á íslenskt brennivín sem ég varð náttúrulega að fá mér líka, þar sem allir fengu sér á borðinu...Svo var komið að því að skála!...ojjjj...þvílíkur viðbjóður....*hrollur*....ég fæ mér þetta sko ekki aftur...
Þegar allir voru síðan búnir að gæða sér á rúgbrauðinu var boðið upp á smørrebrød...og við Orri sem vorum búin að fá okkur að borða fyrir fundinn þar sem að Sonja sagði okkur að það væri sko aldrei neitt að borða á þessum ársfundum....hehe....þannig að við gátum ekki annað en fengið okkur eina á mann! við vorum gjörsamlega að springa...allavega ég...en þetta var skemmtilegt kvöld...fengum allavega að sjá framan í þá sem eiga heima í götunni okkar og við hliðina á :)
P.S það gekk mjög vel að passa Máneyju..hún var voða stillt fyrir utan smá þreytu..en við vitum það allavega núna að það er óhætt að fara með hana í pössun (enda ætti það nú líka að vera í lagi þar sem að hún er nú alvega að verða 7 mánaða)

Posted by: Sandra @ 11:09

föstudagur, apríl 18, 2008  

Þá er góða veðrið loksins komið til okkar...í dag var um 15 gráður þannig að þetta er allt að koma...á fimmtudaginn er spáð 17 stiga hita þannig að maður getur farið að grafa upp sumarfötin aftur :o)
Harpa! það verður pottþétt orðið rosa gott veður þegar að þið komið til Köben ;) ;)

Það er ýmislegt að fara að gerast á næstunni hjá okkur. Orri er búinn að vera á milljón að vinna í húsinu alla daga eftir vinnu og svo er hann búinn að vera í fríi undanfarna 6 daga frá vinnunni og hafa þeir dagar verið vel nýttir í húsinu. Hann er nefnilega að reyna að komast sem lengst með að dreina húsið þar sem að báðir feður okkar eru væntanlegir í heimsókn til okkar á næstu dögum. Þeir eru báðir svo elskulegir að vilja að koma hingað út og hjálpa okkur með húsið :) Við erum ekkert smá þakklát fyrir að eiga svona góða að :) Þetta mun hjálpa okkur alveg gríðarlega mikið.
Eftir að þeir verða búnir að vera hérna getum við séð betur hvenær við munum geta flutt inn. Markmiðið er að flytja inn áður en Máney verður eins árs en hún mun eiga afmæli þann 26.september...en við erum að vonast eftir því að við getum flutt inn fyrr, við krossleggjum allavega fingur að allt muni ganga upp...

Ég hef í samráði við Orra, ákveðið að taka mér smá pásu aftur frá húsinu...ég ætla ekki að vera mikið inni í því hvað er nákvæmlega að gerast hverju sinni. Ástæðan fyrir þessu er að þetta risa verkefni er að gera mig geðveika...Það er alveg gríðarlega mikið álag á okkur. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta myndi vera svona erfitt. Ég persónulega, mun allavega aldrei nokkurn tímann fara út í svona stórt verkefni aftur. Þetta er bara ekki fyrir fjölskyldufólk að taka heilt hús í gegn og að fjölskyldufaðirinn skuli vera einn að vinna í húsinu...Þetta er bara allt of mikið! Ég mæli allavega ekki með þessu...

En að allt öðru...
Inga Ósk vinkona mun koma og gista hjá okkur yfir eina nótt á meðan að tengdó verður hérna.
Harpa og Árni koma svo til Dk 8-19.mai :) þannig að það er greinilegt að sommer seasonið er að byrja ;)

Svo er ég byrjuð í saumaklúbbi hérna á kolleginu einu sinni í viku. Það er mjög fínt. Ég held að þetta sé einmitt það sem ég þarf á að halda...að umgangast aðrar fullorðnar manneskjur án barnanna. Þetta eru hressar stelpur sem eru duglegar að hittast reglulega...akkurat fyrir mig, mömmuna sem á ekkert félagslíf þessa dagana..hehe...

Posted by: Sandra @ 22:30

laugardagur, apríl 05, 2008  

Máney er orðin veik aftur, er komin með 38,9 stiga hita...ég er ekki að trúa því að þetta sé í þriðja skiptið á undanförnum tveimur mánuðum sem hún verður veik...þetta er orðið alveg gott...hvernig verður þetta þegar hún byrjar í vuggestue... En það er svona að búa í stórborg, alltof mikið af fólki og fullt af bakteríum út um allt...maður verður víst bara að vera þolinmóður...þetta gengur víst yfir og ónæmiskerfið styrkist með tímanum...

En yfir í annað...

Alexander varð 10 ára sl.þriðjudag. Við vöktum hann um hálf sjö með afmælissöng og köku. Honum fannst það mjög gaman, brosti allann hringinn þegar hann vaknaði við kertaljós og afmælissöng. Svo borðuðum við morgunmat saman og auðvitað fékk hann að opna þá pakka sem voru komnir í hús. Orri fékk að koma klukkutíma seinna í vinnuna þannig að við tókum því bara rólega og höfðum það huggulegt saman. Eftir að Alexander var búinn í skólanum kom hann beint heim og við fórum svo í ZOO með Eyrúnu, Birtu og Eysteini. Eftir skemmtilegan dag í dýragarðinum fórum við á strikið til þess að versla sumarföt fyrir guttann, en hann hafði fengið pening um morguninn í afmælisgjöf. Hann gat keypt alveg fullt fyrir peninginn og var hann þokkalega sáttur með það sem hann fékk. Hann fékk svo að velja hvað honum langaði í kvöldmat og valdi hann kebab hehe...þar sem að mér finnst kebab ekki góður fór Orri á KFC og náði í mat fyrir okkur tvö á meðan að Alexander fékk sinn kebab :o) Algjör lúxus fyrir afmælisbarnið ;)

Afmælisveislan var svo haldin í gær í barnaherberginu hérna á kollegiinu. Það komu 10 krakkar, áttu að vera 12 en 2 voru veikir. Síðan bauð ég nokkrum fullorðnum til að koma í kaffi eftir veisluna. Þetta heppnaðist ansi vel en við vorum svoleiðis algjörlega búin á því í gærkvöldi, enda búin að vera að baka allann daginn áður og í gærmorgun. En það er ansi gott að vera búin að ljúka þessari afmælisveislu af, nú er bara ein eftir á þessu ári og verður hún ekki fyrr en í september...ljúft....þetta er nefnilega ekki það skemmtilegasta sem ég geri, að halda afmæli..það er bara svo mikil vinna í þessu að maður fer alveg á haus við að undirbúa þessi blessuðu afmæli....

Um síðustu helgi fengum við svo lánaða myndavél sem getur tekið myndir í vatni. Við nýttum því tækifærið og tókum fullt af myndum í ungbarnasundinu sem við fórum í á sunnudeginum. Þið getið skoðað myndirnar inn á barnalandi..er búin að setja fullt af myndum þar inn :o)
Því miður förum við ekki í sundið á morgun vegna veikinda litlu snúllu...ég vona bara að litla skinnið verði ekki í marga daga með þessa flensu...

Posted by: Sandra @ 22:32
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4