--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



föstudagur, september 30, 2005  

AFRIKA HERE I COME!!! :)

Posted by: Sandra @ 12:44

þriðjudagur, september 27, 2005  

Jahérna bara 3 dagar í brottför, iss tíminn er bara búinn að fljúga áfram!! :)

Eins og að lesið þá er nú ekki mikið að gerast þessa dagana nema Afríkuferðin, skiljanlega kannski..
Ég hef lítið getað sofið og svo er maður bara hálf slappur. Er alltaf að fá þessi blessuðu svimaköst sem eru að gera mig brjálaða. Ekkert smá óþægilegt að missa allt í einu jafnvægið...En ég kenni stressi og spennu um þetta...Lagast vonandi þegar maður kemur í afslöppunina á Zanzibar...

Biggi mætir svo á svæðið annaðkvöld og ætlum við að nota fimmtudaginn í að sýna honum skólann, músikskólann og svona flestu staðina sem maður þarf að vita til að geta sinnt rútínunni okkar..

En jæja þarf að fara að elda fyrir guttalinginn...

Posted by: Sandra @ 18:15

laugardagur, september 24, 2005  

VIKA í Zanzibar!!! :o)

Posted by: Sandra @ 14:22  

Alexander talar frekar vitlaust þessa dagana. Til dæmis sagði hann við mig í gær: "Ég fæ þetta bara á hugann" Þá meinti hann aðsjálfsögðu að hann fengi þetta lag á heilann hehe.. Svo er alltaf eitthvað að detta upp úr honum en ég klikka alltaf á því að skrifa það niður...

Ég var að fletta í gegnum gamlar myndir og fann þessa mynd af honum og Perlu..Hann er svo lítill og sætur á þessari mynd :o)

Posted by: Sandra @ 13:36

fimmtudagur, september 22, 2005  

Þá eru ma og pa mætt á svæðið. Það þarf ekki að spyrja að því að það sé hugsað vel til manns. Þau komu með fullt af Íslenskum mat, þannig að núna er frystirinn fullur af ýmsum góðgætum :) Ég ætla sko ekkert að spara þetta og gæða mér á harðfiskinum góða í kvöld...það er sko uppáhaldið!! :o)

Plan helgarinnar er svo að túristast e-ð með hjónakornunum. Plan morgundagsins er að fara í siglingu um Kbh og svo er restin af deginum óráðið. Þau eru að fara að stússast á Lau. með kórnum og á meðan ætlum við Alexander að hitta Esben á kaffihúsi og taka smá spjall, enda orðið langt síðan síðast. Að sjálfsögðu förum við og hlustum á kelluna syngja á sunnudaginn og eftir það er leiðinni haldið í tívolí, þar sem að verður leikið sér og síðan borðað um kvöldið. Þetta er síðasti dagurinn sem tívolíið verður opið þannig að það er um að gera að nýta sér það...

Í dag á annars Svava Rún sætasta afmæli og er hún 3ja ára skvísan :o)

Posted by: Sandra @ 22:05

miðvikudagur, september 21, 2005  

Það gengur einhver tilgangaslaus klukkuleikur sem gengur um bloggheiminn þessa dagana. Þessi leikur gengur víst út á það að einhver "klukkar" mann og þá á maður að skrifa 5 hluti um sjálfan sig á bloggið sitt og klukka svo 5 aðra sem verða að gera slíkt hið sama á þeirra síðu... Karen "klukkaði" mig þannig að hér koma 5 hlutir um mig...

  1. Ég er að farast úr spenningi yfir því að vera að fara til Orra minns, sem er btw.aðeins eftir eina og hálfa viku!! :o)
  2. Mér finnst svo skrítið að sonur minn sé orðinn 7 ára gamall!! styttist í unglingsárin, púff!!
  3. Ég get ekki beðið eftir því að geta keypt mína eigin íbúð sem verður stærri 39,5 fermetra hehe..
  4. Mig hlakkar til að geta farið oft og mörgum sinnum í heimsókn til bróa og co. til Þýskalands í vetur.
  5. Ég ætla að halda innflutningspartý þegar ég kem aftur heim frá Afríku og þér er boðið!! :)
Harpa-klukk, Sæunn-klukk, Sigga Birna-klukk,Helga Sif-klukk og Halla-klukk.

Posted by: Sandra @ 14:57

mánudagur, september 19, 2005  

Ég er búin ad fá SU!!!! Er ekki ad trúa thví!! Bara snilld, núna get ég losad mig vid LIN :) :)

Posted by: Sandra @ 10:46

sunnudagur, september 18, 2005  

Sigga og Aníta voru að fara frá mér eftir notalegt og skemmtilegt kvöld. Borðuðum saman og var svo drukkið rauðvín og gætt sér á ostum og spjallað fram eftir kvöldi. Bara stille og roligt aften, enda stór og erfið vika loksins búin. Mig hlakkar svo til að fá að sofa út í fyrramálið, sé það alveg í hyllingum!! :o)

Synopsen í samfundsfarmaci er nánast búin þar sem að við kláruðum það mesta í dag. Núna þarf bara að fínpússa og rétta stafsetningarvillur. Það verður þvílíkur léttir að skila....

Annars er voða lítið að frétta. Plan morgundagsins er að taka því rólega. Við Alexander ætlum að baka saman og svo verður restin af deginum bara eytt í hygge, eigum það nefnilega alveg skilið :) Auðvitað má ekki gleyma að lesa fyrir mánudaginn þannig að þetta verður sennilega frekar rólegur dagur. Ég er þó mest ánægð með að þurfa ekki að fara uppí skóla og vinna gruppearbejde. Merkilegt hvað maður fær alltaf samviskubit yfir því að vera svona mikið upp í skóla. Manni finnst eins og að maður skuldi barninu sínu eitthvað þar sem að maður er svo lítið búinn að vera að sinna því. Ekki beint þægileg tilfinning. Og ekki er það hollt fyrir barnið þar sem að maður á til að dekra það útaf samvisku sinni....iss...

Posted by: Sandra @ 01:35

föstudagur, september 16, 2005  

Ojojoj nú er sko komið haust í baunalandinu. Við Alexander þurftum að fara í úlpurnar okkar í morgun...brrr..og það var þokkalega kalt, ekki nema 10 stiga hiti!! Frekar mikil viðbrigði, þar sem að það er svo stutt síðan að það var sumar :/ Ég ætti svo sem ekki að vera að kvarta þar sem að það er stutt þangað til að ég fer aftur í sólina muhahahaha :o)

Posted by: Sandra @ 09:24

fimmtudagur, september 15, 2005  

Þessi vika er búin að vera hrein geðveiki. Verkefnavinnan er í hámarki þar sem að við stefnum á að skila 23 sept, sem er sem sagt á fimmtudaginn í næstu viku!! ég get ekki beðið eftir að þetta verði búið. Því þá verð ég komin í frí úr þessu verkefnastússi alveg þangað til að ég kem til baka frá Afríku!!

Svo er ég búin að vera að taka nokkuð margar ekstra vaktir í vinnunni, eiginlega of mikið þar sem að ég er algjörlega búin á því þegar ég kem heim, sem er búið að vera svona oftast um níuleytið á kvöldin. Þegar við erum komin heim þarf svo að koma Alexander í háttinn, lesa fyrir næsta dag og hafa matarboxið tilbúið fyrir guttalinginn. S.s. bara brjálað að gera...

Á morgun er svo klassefest hjá Alexander. Ég var víst búin að lofa að mæta klukkan hálf þrjú til að sækja krakkana ásamt tveimur öðrum foreldrum úr bekknum. Þar sem að þetta er eini dagurinn sem við verðum ekki í hópvinnu sé ég soldið eftir því að hafa tekið þetta að mér..Úff.. En það er of seint að bakka út úr þessu núna.
Svo verður helginni eytt uppí skóla, gaman...

Það eina góða við þetta allt saman er að það eru bara TVÆR vikur þangað til að ég fer til Orra!! Finnst það ótrúlega óraunverulegt, er engan veginn að átta mig á þessu :o)

Posted by: Sandra @ 21:24

þriðjudagur, september 13, 2005  

Endilega kíkið á þetta og kvittið fyrir ef þið eruð sammála. Ég var einmitt að hneikslast á þessu í sumar þegar ég keyrði með danina til Ísafjarðar. Alveg sorglegt hvað þetta er að skemma náttúruna...

Posted by: Sandra @ 23:42

mánudagur, september 12, 2005  

Það er ótrúlega fyndið hvað sonur minn er orðinn mikill gaur. Núna er hann kominn á það tímabil að mér er bannað að koma inn í herbergið hans. Hann er búinn að teikna myndir á hurðina sína, annars vegar af krakka einum og sér. Fyrir ofan þá mynd stendur barn= börn mega s.s koma inn í herbergið. Svo er hann búinn að teikna aðra mynd af einum fullorðnum og barni saman og yfir þá mynd er búið að gera stóran kross= fullorðnir og börn saman eru bönnuð. Síðast en ekki síst er mynd af konu í kjól. Ég geri ráð fyrir að það sé ég þar sem að það er einnig stór kross yfir þá mynd hehe..

Svo í hvert skipti sem ég stig inn fyrir hurðina öskrar hann: Mamma þú mátt ekki fara inn í herbergið mitt!!!

Mér finnst þetta svo fyndið þar sem að ég man alveg eftir þessu þegar ég var að ganga í gegnum þetta tímabil, enda er nú ekki svo langt síðan hehehehe...

Posted by: Sandra @ 20:52

föstudagur, september 09, 2005  

Sit hérna og er að "hygge" með hvítvín og góða tónlist. Venjulega eru föstudagskvöld kósýkvöld hjá okkur Alexander og er þetta föstudagskvöld engin undantekning, fyrir utan það að við erum með einn auka gest. Pössunarstarfið er s.s komið á fullt aftur. Í kvöld er ég að passa Tristan nágranna. Það er svo sem í góðu lagi þar sem að drengirnir eru farnir að sofa. Foreldrar hans spurðu mig svo hvort að ég gæti nokkuð passað aftur næstu helgi. Það yrði þá þriðju helgina í röð!! En það vill svo til að við Alexander erum að fara í klassefest(bekkjarpartý á íslensku) á föstudeginum þannig að við getum því miður ekki passað. Ef Gunnar kemur þá helgi (óljóst því mður), þá var ég búin að ákveða að taka hann með mér í klassefesten og e.v.t taka smá djamm á'etta þar sem að maður er frekar slappur í þeim geiranum þessa dagana.

Plan morgundagsins annars vegar að fara að vinna uppí skóla og svo ætla ég að vera dugleg við að lesa smá biokemi. Ég er að taka nokkrar auka vaktir í skúringunum þannig að það verður nóg að gera þennan mánuðinn. Maður varð að vekja áhugann hjá guttanum til fá hann með, þannig að ég samdi við hann um að við myndum fara í tívolíið á sunnudaginn. Hann tók því boði að sjálfsögðu vel og verður maður nú standa við loforð sitt :)

Posted by: Sandra @ 23:10

fimmtudagur, september 08, 2005  

Við fengum ansi skemmtilega heimsókn í kvöld. Steini og Solla komu til okkar og var spjallað aðeins frameftir. Alltaf jafn gaman að fá ættingjana í heimsókn :)
Það var líka frábært að þau skyldu hringja þar sem að það gaf mér spark í rassinn við að klára að þrífa íbúðina. Þegar ég var búin að þrífa hana ákvað ég að drífa mig í að taka myndir af íbúðinni svo ég gæti nú sýnt ykkur þær :o)
Og hér er höllin okkar...

Svefnherbergið mitt

Stofan orðin kósý :)

Séð frá eldhúsinu

Imbinn og fleira

Og svo er það eldhúsborðið..Vantar samt hilluna sem á að vera fyrir ofan borðið..Er ekki enn búinn að finna hana :/

Þið getið svo kíkt á heimsíðuna hans Alexanders, þar eru fleiri myndir.

Hvernig líst ykkur svo á? Nú er það bara að drífa sig í heimsókn og sjá hana með berum augum hehe :o)

Posted by: Sandra @ 23:10

miðvikudagur, september 07, 2005  

Það er nú bara snilldar veður hérna í köben þessa dagana. Búið að vera sól og þvílíkur hiti, bara ennþá sumar. Við Alexander vorum að vinna í dag. Eftir vinnu skruppum við á besta pastastaðinn í bænum og þegar við vorum að hjóla heim hjóluðum við framhjá hitamæli, 22 gráður takk fyrir og klukkan orðin átta!! þvílíkt næs!!

Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna á Öresundskollegíinu. Skólinn er að rúlla almennilega í gang og er maður bara búinn að vera nokkuð duglegur að halda sér við efnið. Svo erum við nokkrar stelpur byrjaðar í Pilates hjá usg og líst okkur nokkuð vel á þetta. Það er reyndar bara einu sinni í viku, en það er svo sem passlegt. Ég er búin að ákveða að kaupa mér kort í VTG líkamsræktarstöðinni hérna á kollegíinu þar sem að planið er að taka almennilega á því.. Það þýðir sko ekki að vera með bumbu á ströndinni á Zanzibar hehe :)

Posted by: Sandra @ 20:57

mánudagur, september 05, 2005  

Núna er allt að vera tilbúið í íbúðinni. Loksins!! Er búin að vera að bora upp og skrúfa í dag og í gær og loksins er þetta að klárast. Sem betur fer fékk ég hjálp frá Helga nágranna við að setja upp spegilinn og ljósin. Hefði sennilega ekki getað það ein þar sem að spegillinn er 150x60, frekar stór fyrir eina manneskju að setja upp. Þannig að núna á bara eftir að tengja ljósin og festa snúrurnar upp í loft og þá er allt tilbúið!! Vá hvað það verður næs að geta hætt að spá í þessu. Fínt líka að vera búin að þessu áður en Gunnar Pétur kemur. Hann ætlar að koma í heimsókn til okkar í næstu viku og stoppa yfir helgina. Viku seinna koma svo mamma og pabbi, en þau gista nú ekki hjá okkur heldur verða þau á hóteli þar sem að þau eru að koma hingað með kórnum hennar mömmu. Svo viku seinna fer ég út!! iss tíminn á eftir að fljúga áfram!! :o)

Posted by: Sandra @ 21:56

sunnudagur, september 04, 2005  

Það fer nú ekki á milli mála að maður búi á kollegíi. Um helgar er bara partý, partý og aftur partý. Og það heyrist bara ALLT!! Og ef það er ekki partý þá er það barnagrátur. Já, og ekki má gleyma fótboltaleikjunum þegar danir eru að keppa. Þá hristist allt húsið þegar skorað er mark!
Í kvöld var Dk að keppa á móti tyrkjum og það varð allt vitlaust. Og strax eftir leikinn var aðsjálfsögðu haldið partý!! Það liggur við að maður þurfi að fara að sofa með eyrnatappa á hverri nóttu. Þetta fer nú að vera soldið þreytandi :( og við sem ætlum að vera hér í nokkur ár í viðbót...úff..

Posted by: Sandra @ 00:42

föstudagur, september 02, 2005  

Það er nú lítið að gerast þessa dagana. Núna er ég að passa nýja nágrannann, hann Tristan. Það var nú ekki alveg að ganga upp fyrir strákana að fara að sofa, en á endanum gáfu þeir sig. Rosalegir þessir gauralingar... Svo á morgun er ég að fara að passa Birtu. Já!! það er sko mikið að gera í pössunarstarfinu hehe..En maður er bara hálffeginn að þetta eru engin smábörn, þar sem að maður er nánast búinn að gleyma hvernig á að passa þau...iss...

Annars er plan helgarinnar að bora og læra..já þið heyrðuð rétt. Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að bora!! Nenni ekki að hafa allar myndirnar út um allt. Þetta er farið að pirra mig of mikið. Þessi íbúð bíður ekki upp á að hafa drasl þannig að ég ætla bara að drífa mig í þessu. Gerði allt í gömlu íbúðinni og ætti alveg að geta það í þessari. Hef bara smá áhyggjur af loftinu. Veit ekki alveg hvernig það fer. Ef allt klikkar þá get ég hringt í nágrannann (pabbi Tristans) og beðið hann um smá hjálp. Annars var Árni hennar Hörpu búinn að bjóðast til þess að hjálpa, en ég ætla nú að prófa og sjá hversu langt þolinmæði mín kemur mér...

Posted by: Sandra @ 22:24
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4