--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



föstudagur, maí 30, 2008  

Þessi vika hefur fengið nafnið "klippingarvikan" hjá okkur fjölskyldunni. Allir voru klipptir nema Máney Mist. Ég byrjaði á því að klippa Alexander fyrst...og ákváðum við í sameiningu að snoða strákinn. Það er svo þægilegt í þessum hita og svo fer þetta honum bara nokkuð vel...Orri var síðan tekinn í gegn og svo fékk ég að fara á stofu í gær...ég hef ekki farið í klippingu síðan ég fór í jólaklippinguna mína þann 12.des síðastliðinn...Það hefur aldrei liðið svona langt á milli klippinga hjá mér og var ég orðin eins og versta white trash pía hehe....Í dag líður mér ekkert smá vel...enda ný manneskja...
Eyrún passaði Máney í gær og svo tók Orri við þegar að hann kom heim úr vinnu. Það tók nefnilega frekar langan tíma að taka hárið á mér í gegn, eða aðeins 6 klukkutíma!! þannig að ég var fyrst að koma heim kl.19:30 eftir að hafa setið á rassinum síðan um hádegisbilið...Þegar að Máney sá mömmu sína koma inn úr dyrunum byrjaði hún bara að gráta...hún var sko ekki sátt..enda vön að ég fari varla úr augnsýn. En hún verður víst að venjast þessu áður en ég byrja í skólanum.

Við eigum því miður í þvílíkum vandræðum með að koma henni inn á vuggestue. Hún kemst að öllum líkindum ekki inn í sumar og er víst mjög erfitt að fá pössun fyrir hana því allar dagmömmur eru uppbókaðar. Ég verð að byrja í skólanum í haust, get helst ekki verið að fresta náminu um heilt ár í viðbót og Orri verður að vinna fyrir heimilinu...þannig að við erum í bobba.
Ég var að tala við mömmurnar úr dönsku mömmugrúbbunni og þar komst ég að því að ekkert af börnunum eru komin með pláss! og við erum 5 í þessum hóp...alveg ótrúlegt...Þau svör sem við fáum frá kommúnunni er að við verðum bara að taka lengra frí eða þá að redda barnapíu til þess að passa fyrir okkur...en það er því miður ekki auðvelt :(

Af húsinu er það að frétta að á mánudaginn er Orri kominn í 3ja vikna frí frá vinnu til að geta haldið áfram með húsið...Það verður því sett í fimmta gír og mun hann nota allann frítíma sinn til að vinna eins og brjálæðingur í kjallaranum...

Að lokum verð ég að koma með smá update af veðrinu...því að sumarið er svo sannarlega komið hjá okkur :o) Það er spáð 28 stiga hita á morgun og 29 á sunnudaginn! púff...það verður sennilega of heitt fyrir litlu krílin...maður verður þá bara að reyna að halda sig í skugganum...
Jæja Máney Mist er að vakna og ætlum við að drífa okkur út í sólina ;)

Posted by: Sandra @ 08:11

miðvikudagur, maí 07, 2008  

Ási er farinn aftur til Íslands..Hann flaug heim á laugardeginum. Það var rosa mikil hjálp í að fá hann. Þeir feðgar náðu að skipta um glugga á öllum kjallaranum og svo er dreinið langt komið :o)

Pabbi er væntanlegur á morgun. Hann ætlar að hjálpa okkur með rafmagnið.
Árni og Harpa koma svo á fimmtudaginn :)

Svo að lokum langar mig bara til þess að segja ykkur frá því að sumarið er komið til okkar :o) ég brann á öxlunum í dag :/Það er spáð sól næstu daga og um 22 stiga hita þannig að það er eins gott að maður verði duglegur að bera á sig sólarvörn svo maður fari nú ekki að brenna meira...

Posted by: Sandra @ 00:44
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4