--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



laugardagur, desember 30, 2006  

Ég vil byrja á því að þakka fyrir öll jólakortin og allar gjafirnar sem við á Dalslandsgade fengum í jólagjöf! Takk allir saman fyrir okkur :o) Gaman að hafa fengið svona margar gjafir þar sem að við vorum í Dk þessi jólin...Við erum annars búin að hafa það mjög gott :) Ég er búin að setja fullt af myndum inn á heimasíðuna hans Alexanders ef þið viljið kíkja...og fyrir þá sem vilja fá að vita hvað Alexander fékk í jólagjöf frá okkur Orra (aðallega Hulda hehe) þá var það BMX hjól! og er hann alveg í skýjunum yfir gjöfinni...hann er t.d búinn að segja ansi oft:" ég trúi því ekki að þið hafið gefið mér BMX hjól, ég bara trúi því ekki!". Hehe...Einn sem er ennþá í sjokki....Við tókum það upp þegar hann opnaði pakkann, það var frekar fyndið því að í pakkanum reyndust vera sokkar með lyklum inní. Hann vissi ekkert hvað hann væri eiginlega að fá...þið getið skoðað það á síðunni hans...

Ég er búin að næla mér í einhverja leiðinda pest...og er því eins og gólftuska þessa dagana. Ég fór nefnilega í vinnu á miðvikudaginn og versnaði ansi mikið eftir það :/ svo í dag átti ég að aftur að fara að vinna en ákvað að vera heima þar sem að ég er enganvegin búin að ná mér...argg...ég er með dálítið samviskubit yfir því að hafa ekki bara drifið mig en hinsvegar hefði ég farið þá væri ég sennilega orðin fárveik núna...og ekki nenni ég að vera veik á gamlársdag....ég er búin að vera ansi dugleg við að dæla ofan í mig strepsils, hálstöflum, fjallagrasi og drekka heitt te..en ekkert virkar...ég er svo óþolinmóð þegar að það kemur að einhverju svona..vil bara vera frísk strax...það er alveg óþolandi að vera í svona gólftusku-ástandi...en jæja..það þýðir lítið að vera að velta sér upp úr þessu...

Við erum búin að kaupa flugelda fyrir litla gaurinn....Það er eiginlega búin að vera mun meiri spenna fyrir gamlársdag en fyrir aðfangadag á þessu heimili. Alexander er alveg að missa sig yfir öllum flugeldunum...annað en hún móðir hans...það er búið að bomba svo miklu undanfarna daga hérna að maður er liggur við hættur að taka eftir sprengingarhljóðunum...nema þegar að það koma rosa sprengjuhljóð að maður hrekkur alveg í kút..frekar óþægilegt að það sé verið að sprengja svona fyrir utan gluggann hjá manni...en við búum nú ekki beinlínis í rólegasta hverfinu þannig að það mátti svo sem alveg gera ráð fyrir þessu...við erum bara ekki alveg vön því að það sé sprengt svona mikið alla aðra daga en á gamlársdag...Það er líka búið að herða reglurnar hérna í Dk þannig að á flestum stöðum verður maður að panta flugeldana og koma svo að sækja þá í staðinn fyrir að mæta bara á staðinn og kaupa þá med det samme...Það er kannski ekki skrítið að það sé búið að breyta reglunum þar sem að það er mikið um ólöglegar sprengjur hérna...fyrr í mánuðinum voru tveir bræður að búa til heimatilbúnar sprengjur, það endaði þannig að þeir sprengdust í loft upp...gáfaðir sá menn að bjarga sér bara sjálfir...
Það er greinilega búið að breytast mikið hér í Dk í samb.við flugeldana..Pabbi sagði mér að þegar að þau bjuggu hérna (fyrir svona ca.26 árum) að þá hafi bara nánast verið engir flugeldar...en núna er greinilega alltof mikið um þetta...

Við ætlum að vera heima hjá Gunnhildi, Arnari og Róberti annað kvöld. Þar verða einnig frændfólk Arnars sem að við þekkjum reyndar ekki...Eftir matinn förum við kannski til Árna og Sonju..við ætlum að sjá til hvað við gerum...Það verður fínt að Alexander geti leikið sér við Róbert og að þeir geti grallarast soldið...við verðum bara að fylgjast vel með þeim..maður veit aldrei hvað svona gaurum dettur í hug...Það verður allavega gaman að upplifa áramótin í Dk :)

Skemmtið ykkur vel á morgun!!

Posted by: Sandra @ 16:26

sunnudagur, desember 24, 2006  

Eins og við var að búast náði pakkinn frá Þýskalandi ekki að koma í tæka tíð! Argg....þetta er svo týpiskt. Ég sem ætlaði svo að vera tímanlega í þessari gjöf, keypti hana 23 nóvember og bjóst við að fá hana ca.6 dögum seinna. En nei....þetta er svo ekta danskt! Það gerist allt svoooo hægt hérna! Púff...þið getið ímyndað ykkur hversu pirruð og reið ég var útaf þessu veseni...en ég ætla ekki að fara frekar útí þetta...enda búin að eyða alltof mikilli orku í þetta. Við náðum nú samt að redda pakkanum á síðustu stundu sem betur fer. Pakkinn var keyptur hér í Dk. Hann fær það sama og ég keypti á netinu en það var bara helmingi dýrara...ég ætla ekkert að vera að skrifa það hvað það er því hann er orðinn svo flinkur að lesa..kemur bara í ljós á barnalandssíðunni hans eftir jól :)

En að öðrum málum...mig langar svolítið að skrifa smá um hvernig ég upplifi okkar fyrstu jól í Dk. Bara svona svo að ég geti lesið þetta eftir nokkur ár og hlegið (yfir því hversu ný ég var í jólabransanum). Hér í Kaupmannahöfn er alls ekki mikið skreytt, heldur einstaka gluggar skreyttir í heimaheimahúsum. Mér finnst bara alls ekki jólalegt hérna þar sem að maður er vanur þvílíkum skreytingum heima. Í dag er rigning, s.s langt í frá að vera eitthvað jólalegt...það vantar svo snjóinn...

Ég held að ég hafi aldrei upplifað eins tómt kollegi og það er núna...oftast er mikið af fólki á göngunum þar sem að það búa ca.1200 manns hérna en núna er bara allt tómt..greinilegt að nánast allir fara “heim” um jólin. Ég fór nefnilega í þvottahúsið í vikunni og það var bara allar vélarnar lausar, mér fannst það æði! Oftast þarf maður að bíða eftir þeim en núna var bara hægt að velja hehehe...

Mér finnst mjög gaman að vera búin að undirbúa jólin alveg sjálf þe.a.s ekki mamma. Það er nú voða næs að geta bara farið til mömmu og að allt sé bara tilbúið en maður verður nú einhverntímann að fara að sjá um þetta sjálfur. Mér finnst æðislegt að vera bara heima hjá mér og geta sofið í mínu eigin rúmi...

Peningalega séð er þetta alveg hrikalega dýrt...maturinn, pakkarnir, sendingarkostnaðurinn, jólakortin, jólafötin og allt sem fylgir þessu. Ég hef nú samt verið að dreifa þessu niður, þar sem að ég byrjaði í oktober að undirbúa jólin en samt hefur þetta verið mjög dýrt...kannski er þetta líka bara svona dýrt þegar maður er að byrja að halda sín fyrstu jól, því það þarf að kaupa allt jólaskrautið á tréð, jóladúkinn undir tréð, seríur og ýmislegt fleira.

Í samb.við nýarskvöld þá finnst mér frekar skrítið að það er löngu byrjað að selja rakettur hérna. Á sumum stöðum byrjuðu þeir 15.des að selja...það finnst mér nú full snemmt...og ég tala nú ekki um það hvað það er verið að sprengja mikið núna og jólin eru ekki einu sinni búin! Ég sem að hélt að það væri bannað að selja flugelda svona snemma...og svo er eitt annað í samb.við flugeldana, þeir eru svo MIKLU ódýrari en heima...vá hvað það er mikill munur...Heima er þetta bara brjálæði! Ég er mjög ánægð yfir þessu þar sem að buddan er orðin ansi tóm....

Ástandið á heimilinu er bara ansi afslappað núna..ég hélt að þetta myndi vera miklu meira stress á þessum tíma. En sem betur fer að þá er bara nánast allt tilbúið J Við ætlum bara að fara að horfa á smá jólatíví og hafa það næs...svo kemur Systa eftir vinnu og þá ætlum við að borða..við ætlum að reyna að hlusta á íslenska messu í gegnum netið á meðan við borðum hehe...já maður er frekar vanafastur með sumt...

Á jóladag er planað bara að slappa af, horfa á jólamyndir, borða hangikjöt, lesa góða bók og borða konfekt :) Svo á annan í jólum erum við að spá í að fara í jólabíó og kannski kaupa flugelda....

Að lokum vil ég þakka öllum lesendum mínum fyrir að lesa bullið í mér undanfarið ár og takk fyrir að kommenta á það sem ég er að skrifa (það er alltaf svo gaman að fá að vita hver er að lesa).

Gleðileg jól :o) Vonandi eigið þið eftir að hafa það gott um jólin og slappið vel af í faðmi fjölskyldunnar ;)

Posted by: Sandra @ 12:59

þriðjudagur, desember 19, 2006  

Loksins er ég búin að koma öllum jólakortunum út...ég fór með slatta í gær og restin fór í póst í dag. Ég ætla rétt svo að vona að þau nái að komast til ykkar fyrir jól...Annars voru skrifuð 45 jólakort í ár. Í fyrra voru þau í kringum 60 þannig að það munar ansi miklu að minnka þau um 15 stk þegar þau eru hand made, ekkert neitt rosalegt samt, en þetta tók samt ótrúlega langan tíma...ég er allavega fegin að vera búin að þessu....

Allir jólapakkarnir eru klárir og fara þeir með Boga til Íslands á fimmtudaginn. Þá get ég slakað á.. mér finnst þetta vera óttarlegt stress...

Litli gaurinn fær ansi flotta gjöf frá okkur Orra þessi jól. Hún var sérpöntuð frá Þýskalandi í nóvember en er því miður ekki enn komin til okkar. Hel****s sendingafyrirtækið er sko engan vegin að standa sig..það er búið að vera þvílíkt vesen og svo loksins þegar þeir lofuðu mér að koma með pakkann í gær komst ég að því eftir að hafa beðið í símanum í 47 mín. að pakkinn væri ónýtur og að það væri búið að senda hann aftur til Þýskalands!!!! Þetta er svo DANSKT að það hálfa væri nóg...það er aldrei hægt að fá góða þjónustu hérna, alveg óþolandi..svona er þetta með allt hér í DK...argg....púff....ástandið er það slæmt að þjónustulund þyrfti helst að vera skólaskyld!!!! en allavega í sambandi við pakkann..að þá ætlaði gaurinn að senda nýjan med det samme í gær...vonandi nær hann að koma fyrir helgina því annars er gjöfin ónýt :( þetta hlýtur bara að reddast...(er að reyna að vera bjartsýn!)

Það eina sem við eigum þá eftir að gera fyrir jólin er að þrífa heilu 40 fermetrana og kaupa jólatré og skreyta það...þá er bara allt ready fyrir fyrstu jólin okkar :o)

Eitt að lokum...ég var að fá einkunnirnar mínar í hús...ég fékk fjórar níur og fjórar tíur, er bara ansi sátt við vinnu vetrarins....kannski er ég bara á réttri hillu??

Posted by: Sandra @ 16:33

mánudagur, desember 11, 2006  

Jólapakkarnir streyma inn til okkar frá Íslandi og hef ég varla undan við að taka á móti þeim...Alexander er nú alveg ótrúlegur. Hann talar við ömmurnar og afana á Íslandi og biður þau um að senda sér súkkulaði dagatal, sem ég veit svo ekkert um fyrr en þau koma inn um lúguna. Hann á nefnilega 3 dagatöl fyrir, eitt súkkulaðidagatal, eitt sjónvarpsdagatal og eitt pakkadagatal. Mér fannst það nú alveg vera meira en nóg en núna á hann 5 dagatöl!! því núna eru 2 súkkulaðidatatöl búin að bætast í hópinn... ef hann er ekki prins þá veit ég ekki hvað hehehehe....

Annars er ég á fullu að reyna að finna góða mynd af honum fyrir jólakortin í ár. Það ætlar ekki að vera auðvelt þar sem að hann er alltaf með einhverja svipi á flestum myndunum, eins og um helgina þá fórum við á skauta og ætluðum við aldeilis að taka góðar myndir, en flestar voru svona eins og þessi til vinstri...hehehe....ekki alveg að gera sig á jólakortin.....Ég verð nefnilega að fara að skrifa á jólakortin og drífa þetta af svo þau verði komin fyrir jól til ykkar!
Plan dagsins eftir skóla er að klára jólagjafirnar, pakka þeim inn og senda asap... Maður veit ekkert hvað það tekur langan tíma að senda þetta og ekki er nú skemmtilegt að fá jólapakkana til sín eftir jól þannig að ég verð bara að gjöra svo vel að klára þetta í dag...
P.s það eru komnar inn fleiri myndir inn á heimasíðuna hans Alexanders frá helginni :)

Posted by: Sandra @ 09:47

fimmtudagur, desember 07, 2006  

Heimsókn Ingó og co. var frábær í alla staði. Þau komu hingað á föstudagskvöldinu og voru við búin að hafa til mat fyrir þau, eins og sést á myndinni. Laugardagurinn fór í að rölta um nýhöfn og kíkja á jólamarkaðinn þar. Ég þurfti reyndar að vinna en það var ekkert svo brjálað að gera þannig að ég náði að hitta þau um miðjan daginn í tívolíinu. Þar vorum við fram á kvöld ásamt Sigga frænda og konunni hans. Síðan var eldaður kvöldmatur og gerði ég sjúklegu frönsku súkkulaðikökuna í eftirrétt, sem var aldeilis vinsæl meðal stelpnanna hehe :o) Á sunnudeginum fóru þau svo heim...Það var frábært að hafa þau og get ég ekki beðið eftir að hitta þau aftur í januar! :)

Það er ansi mikið að gerast þessa dagana hér á dalslandsgade....Ég er búin að plana alla dagana fram að jólum þar sem að það er svo mikið sem þarf að gera...ég man ekki eftir því að hafa verið svona bissy í desember, en það er sennilega vegna þess að í ár er ekki brjálað að gera í skólanum eins og venjan hefur verið...mér finnst það bara frábært, þá hefur maður meiri tíma fyrir Alexander og ýmislegt stúss sem fylgir þessum mánuði...

Sigga Birna vinkona var að koma í bæinn í gær og stoppar fram á mánudag :o) Við Alexander ætlum að fara að hitta hana í dag og kannski eitthvað meira á meðan hún er hér í Köben. Harpa vinkona er svo að koma á laugardaginn og verður mikið húllumhæ þá :) Hún ætlar að stoppa fram á miðvikudag í næstu viku. Ég leigði bara fyrir hana gestaherbergi hér á kollegiinu þannig að hún getur verið alveg útaf fyrir sig....annars er Harpa alveg að redda okkur því við erum búin að vera að fatta hvað við megum ALLS ekki vera án á jólunum, eins og t.d ORA, grænar baunir með hangikjötinu...það fæst ekki hér og er það algjört MUST að hafa sem meðlæti á jóladag...

Svo er ég að klára lokaverkefni í skólanum sem á að framleggja á þriðjudaginn. Eftir þann dag er ég því komin í jólafrí!! ekkert smá snemmt, algjör lúxus ;) en það verður ekki mikið slappað af fram að jólum eins og ég var að segja ykkur, þar sem að það er plan alla daga! Svo verður maður að fara í jólaklippingu, taka myndir fyrir jólakortið í ár, skrifa á jólakortin og senda....Ég er annars búin að ákveða það að ég ætla bara að senda þeim jólakort sem sendu okkur jólakort í fyrra. Þetta er svo gríðalega mikið vinna, því ég hef verið að senda svona ca.60 kort hver jól og það er bara þvílíkur fjöldi. Svo erum við að fá svona ca. 20 kort inn um lúguna þannig að ég ætla ekkert að vera að halda þessari geðveiki áfram.....

Mér finnst ekkert smá gaman að undirbúa okkar eigin jól núna. Ég er búin að kaupa eiginlega allt sem á að fara á jólatréð, nánast allar jólagjafirnar tilbúnar, en á reyndar eftir að senda slatta..þannig að það er bara tími fyrir að "hygge sig" :o)

Um síðustu helgi gerðum við piparkökuhús og konfekt og hlustuðum á íslenska jólatónlist :) Þið getið skoðað myndir inná heimasíðunni hjá guttanum.
Um þessa helgi ætlum við svo að fara í bæinn og kaupa eina jólagjöf og fara á skauta á Kongens Nytorv. Sunnudagurinn fer í það að baka íslenskar smákökur, aðsjálfsögðu, en ekki hvað? :) heima hjá Gunnhildi, sem er með mér í skólanum. Hún á einn 7 ára strák sem Alexander hefur ekki hitt ennþá...og svo er það bara hygg með Hörpu skvís :0)

Posted by: Sandra @ 10:28
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4