--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



miðvikudagur, mars 30, 2005  

Arrgg...nú er talvan mín aftur komin í vidgerd thannig ad thad verdur sennilega ekki mikid bloggad á næstunni. Ég er alveg komin med nóg af thessari tölvu. Ég var alveg brjálud í gær, fór med hana í búdina thar sem hún var keypt og heimtadi ég nýja!! Thetta var nú ekki beint gert med nógu mikilli hörku thar sem ad karlinn vard bara vondur á móti og sagdi ad thad eina sem ad hann gæti bodid mér var ad fara med hana aftur í vidgerd... úff..mér fannst thetta allt of erfitt. Er ekki med nógu mikid bein i nefinu :( En núna hef ég ákvedid ad fá einhvern hardann tölvukarl med mér næst til ad rifast og skammast svo ad thetta komist almennilega til skila.... En vá hvad ég er engan veginn ad nenna ad standa i thessu veseni.

Annars á Alexander afmæli núna á föstudaginn og verdur kappinn 7 ára gamall!!! Thetta er ekkert smá fljótt ad lída, hann er bara nánast ordin fullordinn hehe....
Vid vorum búin ad ákveda ad halda afmælisveisluna á laugardaginn en thad er bara enganveginn mögulegt thar sem ad thad er brjálad ad gera i skólanum hjá mér og hef ég engan tíma til ad baka og standa i afmælisstússi núna :/ thannig ad vid höfum ákvedid ad fresta henni um viku. Hann fær samt sem ádur ad fara med nammi í skólann og á fritids thannig ad thad verdur eitthvad gert á afmælisdaginn. Svo sagdi ég vid hann ad hann mætti opna pakkana frá Íslandi og pakkan frá mér á afmælisdaginn. Hann er audvitad mjög sáttur vid thad thar sem ad pakkarnir góna á hann á hverjum degi og thad er nú ekki beint audvelt fyrir svona litinn(stórann) gutta :)

Ad lokum vil ég thakka theim sem skrifudu i gestabókina :) Og innilega til hamingju med bumbubúann Stefania!!! :)

Posted by: Sandra @ 10:29

laugardagur, mars 26, 2005  

Það mætti halda að ég væri hætt að blogga...en það er ég nú ei, ég hef bara enganveginn nennt því að blogga undanfarið. Það er búið að vera mikið að gera og svo höfum við verið að bralla ýmislegt.

Við Alexander skelltum okkur til Ebeltoft á Jótlandi um páskana. Kirstine bekkjarsystir mín og Jónas kærasti hennar buðu okkur að koma og vera með þeim í sumarbústaði sem foreldrar hennar eiga. Við stoppuðum í 4 daga og var það rosalega fínt. Við slöppuðum þvílíkt af , Alexander naut sín í botn, var alltaf úti í garði að leika og ég gerði ekkert annað en að sofa. Við gerðum margt skemmtilegt og höfðum það bara rosalega gott. Eftir að við komum heim héldum við áfram að slappa af... Erum bara búin að vera með Orra og hafa það þvílíkt næs. Mér finnst við eiga þetta svo sannarlega skilið því tíminn fyrir páskafríið var búinn að vera þvílíkt erfiður.

Ótrúlegt en satt þá hef ég enga heimþrá núna. Í fyrra fannst okkur páskarnir vera rosalega erfiðir því okkur langaði svo heim, þekktum engan og vorum bara ein. Frekar ömurlegt. En núna erum við bara sátt.. Þó svo að ég finni að Alexander langi svolítið að fara heim. En það verður að bíða fram til 28 júni, þá komum við í stutt stopp á klakann....

p.s hvernig væri það nú að kvitta í gestabókina?!?

Posted by: Sandra @ 19:49

föstudagur, mars 11, 2005  

Ég er alveg ad missa mig í kaupæði þessa dagana. Í dag keypti ég skenkinn, skápinn, vínrekka, lampa,snaga og verkfæratösku!! já... nú á ég orðið svo mikið af verkfærum að ég varð bara að kaupa tösku undir þetta blessaða drasl. Nú fyrst finnst mér ég eiga mitt eigið heimili þó svo að við Alexander séum nú búin að búa nokkur ár útaf fyrir okkur. Núna á ég fullt af húsgögnum og verkfæratösku, það er allt sem þarf fyrir alvöru heimili!!

Annars brá mér nú soldið þegar skenkurinn var kominn inn í íbúðina. Hann er svo stór (hafði ekki alveg reiknað þetta nógu nákvæmlega út) að sjónvarpið, sem ég setti ofan á virkar pínulítið hehe...og ekki er það neitt lítið. Auk þess hækkaði það um svona ca 50 cm þannig að það eru frekar mikil viðbrigði að horfa á það svona, en ætli maður venjist þessu ekki bara, tekur bara smá tíma.

Á morgun er litli gaurinn að fara í afmæli hjá einum af nýja bekkjarfélaga sínum. Þar sem að það er frekar púkó að hafa mömmu sína með var ég að hugsa um að reyna að finna eitthvað kaffihús í nágrenninu og lesa örverufræði á meðan. Svo seinnipartinn ætlum við að fara í bíó með Orra :)
Á sunnudaginn erum við svo að fara að mála sloppa upp í skóla. Alexander var nú ekkert sérstaklega ánægður að þurfa að koma með þannig að ég gerði díl við hann, hann fær að mála einn af sloppunum mínum. Það verður gaman að sjá þá útkomu hehe...

Talandi um Alexander þá sagði hann nokkuð skemmtilega setningu þegar við vorum að horfa á imbann hér fyrr í kvöld. Mig langar endilega að deila þessu með ykkur þannig að hér kemur hún:
Alexander: Mamma þegar við fáum son...
Ég: Ha!! þegar við fáum son?!?
Alexander: hehe nei ég meina þegar þú færð son, má ég þá velja hvað hann á að heita?
Ég: hehe hvaða nafn myndir þú þá velja?
Alexander: PUFF DADDY!! ( og hann meinti þetta hehehe)

Posted by: Sandra @ 22:26

miðvikudagur, mars 09, 2005  

Jeg er total smadred lige nu, eins og danirnir segja, eda med ödrum ordum alveg búin á thví!! Thessi dagur er búinn ad vera langur..Skólinn var frábær :) Alexander er ekkert smá ánægdur og ég líka. Thad er bara ekki hægt ad líkja thessum skóla saman vid hinn. Thetta er sko alvöru skóli!! Vona bara ad thetta verdi alltaf svona og ad hann verdi sáttur vid thennan...

Eftir skólann fórum vid í skóla minn, thar sem ad ég var búin ad mæla mér mót vid eina bekkjarsystur mína. Vid thurftum víst ad gera nokkrar skýrslur thannig ad vid drifum thad af í dag. Eftir thad fórum vid Alexander ad vinna. Hann er nú frekar duglegur ad hjálpa mér thessi elska thó ad honum finnist thetta ekki beint skemmtilegt. Svo eftir hreingerningarnar fórum vid ad versla og svo loksins var haldid heim á leid. Vid vorum ekki komin heim fyrr en átta og thá vorum vid bædi ordin ansi threytt. Hann er ad sjálfsögdu löngu sofnadur og er ég jafnvel ad spá í thví ad fara ad skrída upp í rúm...Tharf ad lesa nokkrar frædigreinar um Insulin-pumpu fyrir morgundaginn...

Posted by: Sandra @ 21:49

þriðjudagur, mars 08, 2005  

Laugardagskvöldid var frábært í alla stadi!! Ég hef ekki skemmt mér svona vel í mjög langan tíma. Thad er greinilegt ad strákurinn kann thetta :) :)

Annars hef ég thetta ad segja:
  • Alexander er ad fara byrja "fyrsta" skóladaginn sinn í nýja skólanum á morgun. Thad verdur spennandi ad sjá hvernig fer...
  • Ég skrifadi undir leigjusamninginn í morgun, vid fáum íbúdina 1 ágúst, en getum samt sem ádur reiknad med ad flytja inn í sídasta lagi thann 14 ágúst.
  • Vid erum svo heppin ad eiga yndislega og gjafmilda fjölskyldu. Elskulega amma min og afi voru ad gefa öllum barnabörnunum og barnabarnabörnunum 100.000 kall!! :) thannig ad vid Alexander fengum sitthvoran 100.000 kallinn. Hans peningur fór audvitad inn á framtídarreikninginn hans, en ég ákvad ad kaupa mér eitthvad nytsamlegt og veglegt fyrir minn hlut. Thannig ad í morgun fór ég og keypti skenkinn sem ég er búin ad vera ad horfa á sídastlidna mánudi. Svo sá ég bókahillu í stíl og skellti mér á hana líka. Er ekkert smá ánægd med thessi kaup, er alveg ad klikkast á thessu drasli sem ég hef engan stad til ad geyma, en á föstudaginn verdur breyting thar á jibbý!! (ætli ég verdi ekki alla helgina ad dást ad nýju húsgögnunum hehe)
  • Annars hef ég ekkert ad annad ad segja.....

Posted by: Sandra @ 20:44

föstudagur, mars 04, 2005  

Kvöldid í kvöld verdur haldid á rólegu nótunum. Sigga og Valdís vinkona hennar ætludu ad kíkja til okkar í kvöld og var planid ad horfa á óskarinn. En Valdís veiktist thannig ad thad vard ekkert úr thví. Vid Alexander ákvádum thví ad hafa kósýkvöld og horfa á scenen er din, thad er svona underholdningsprogram thar sem fólk tredur upp í ýmsum katagoríum. Thetta er ekkert ósvipad og Idol, nema ad thad er ekki bara sungid heldur er líka keppt um dans, grín, fullordins söng og barna söng. Ekta fjölskylduskemmtun, mjög skemmtilegt :)

Á morgun erum vid Orri svo ad fara út ad borda. Verd nú ad segja ad ég er ordin ansi spennt :)

Posted by: Sandra @ 21:24

fimmtudagur, mars 03, 2005  

Er ad bara muffins fyrir bekkinn hans Alexanders. Foreldrarnir eiga ad skiptast á ad baka annanhvern föstudag og núna er rödin víst komin ad mér. Ég ætladi nú ad baka köku en thar sem ad ég tharf ad mæta í skólann klukkan átta í fyrramálid er ég ekki alveg ad treysta guttanum til ad halda á henni frá fritids og í skólann sinn. Thannig ad ég ákvad bara ad gera muffins....

Annars er allt ad gerast thessa dagana. Í gær fórum vid Alexander í vidtal í nýja skólanum hans. Hann á ad prófa ad vera í skólanum í eina og hálfa viku. Byrjar sem sagt á midvikudag í næstu viku og svo ætlum vid ad sjá til hvort ad thessi skóli passi fyrir hann eda ekki. nThad verdur spennandi ad sjá hvort ad hann plummi sig thar....Reyndar verdur thetta eitthvad púsluspil thar sem ad thad tharf ad koma og sækja hann alla dagana klukkan korter í tólf. Thar sem ad skólinn minn er nú enginn lúxus thá lendi ég í smá vandrædum. Orri ætlar ad hlaupa í skardid fyrir mig einhverja dagana thannig ad thetta ætti ad reddast. En ég hef thad samt á tilfinningunni ad thetta verdi óttarlegt stress...En sem betur fer er thetta bara í stuttan tíma...

Svo thegar vid komum heim í dag beid okkar bréf í póstinum frá kollegíinu, thad var verid ad bjóda okkur íbúd á 3ju hædinni í blokk J. Thegar ég leit á dagsetninguna vard ég fyrir miklum vonbrigdum, áætladur flutningur er 1 ágúst!!! :( Thegar ég flyt inn verd ég búin ad bída í 14 mánudi eftir thessari íbúd. Ekkert smá lélegt. Ég ætla ad ath hvort ad thad sé ekki möguleiki ad fá einhverja adra fyrr..thad er sagt ad thad virki vel ad væla adeins hérna i Dk, en ég hef aldrei látid á thad reyna, kann thad einfaldlega ekki. En núna ætla ég ad kvarta!!

Posted by: Sandra @ 22:38
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4