--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



sunnudagur, október 31, 2004  

Ég var að tala við mömmu í símann áðan og Alexander var að fikta e-ð í tölvunni. Þegar ég kom til baka sá ég að hann hafði opnað msnið og þar hafði hann breytt nafninu í Sangra go alexander..heheh algjör rúsina :)

Posted by: Sandra @ 11:04

laugardagur, október 30, 2004  

Klukkan tvö í nótt verður skipt yfir í vetrartímann. Það verður fínt þar sem að maður græðir klukkutíma, sem verður að sjálfsögðu notaður í lærdóm...Annars er voða lítið að frétta héðan. Mig er farið að hlakka til að koma heim um jólin :) Bara tveir mánuðir þangað til...

Posted by: Sandra @ 23:18

föstudagur, október 29, 2004  

Vá það er bara kominn föstudagur!! Tíminn líður alltof hratt. Við erum að fara að skila slatta af skýrslum í microbiologi á mánudaginn og við erum varla byrjaðar!! :/ Það er bara enginn tími til að gera þær.. Púff..ég er búin að vera að nota morgunin til að byrja á þessu, það gengur alveg ágætlega fyrir utan það hvað þetta tekur langan tíma. Er svo að fara í skólann eftir smá stund á labóið enn og aftur....

Í dag ætlum við að reyna að hitta Oddný og Sigurjón, en þau eru í helgarferð med vinafólki sínu. Alexander er rosa spenntur fyrir að hitta þau, skiljanlega. Það er bara svo týpist að það skuli vera svo mikið að gera akkurat þegar þau eru hérna. Ég þyrfti helst að vera heima alla helgina og klára þessar skýrslur en það er ýmislegt annað sem að þarf að gera. Skólinn hans Alexanders er 30 ára á morgun og verður afmælisveislan haldin í fyrramálið. Það verður að sjálfsögðu farið þangað. En annars verð ég að nota allan frítíma sem ég hef til að læra þannig að þessi helgi verður ekki beint skemmtileg :( Væri sko ekkert á móti því að fá nokkra auka klukkutíma í sólahringinn!!

Posted by: Sandra @ 11:24

þriðjudagur, október 26, 2004  

Í kvöld er ég búin að vera súper dugleg. Ekki í lærdómnum heldur sem húsmóðir. Er ekki að skilja hvar ég fæ alla þessa orku eftir þessar svefnlausar nætur. En ég var svo dugleg að setja í 5 þvottavélar og baka bananabrauð umm....Ætlaði að reyna að taka íbúðina í gegn líka (smá bjartsýni í gangi) en ég held að ég hafi ekki orku í meir :/

Posted by: Sandra @ 23:52  

Púff púff...nú er maður alveg búinn á því. Síðustu tvær nætur hafa verið að mestu leiti svefnlausar. Alexander greyið hóstar svo mikið að hann getur nánast ekkert sofið :( Þannig að ég fór með hann aftur til læknis í gær og þar fékk ég sama svarið og á þriðjud. þ.e.a.s. að hann sé með vírus og að það sé lítið hægt að gera nema að gefa honum hóstasaft. Það hefur því miður ekki mikið hjálpað þannig að hann getur lítið sofið og þar að leiðandi ég líka. Ég er vonast til þess að þetta fari nú að ganga yfir þar sem að hann er búinn að vera svona í 3 vikur!! Og læknirinn sagði að ef hann yrði ennþá svona eftir 2 vikur ættum við að koma aftur. Pælið í þessu, þetta myndi aldrei vera svona heima... Þá hefur hann verið með hósta í 5 vikur...dises..ég vona bara að þetta verður farið þá. Það er bara svo týpist að hann skuli vera svona slappur akkurat þegar það er brjálað að gera í skólanum. Það væri miklu betra ef ég gæti verið með hann heima og hann gæti jafnað sig, en það er bara ekki möguleiki :(

Annars er lítið að frétta héðan. Það er bara brjálað að gera í skólanum eins og ég var að segja, hef varla tíma til að gera neitt annað en að læra. Næstu dagar verða enn brjálaðari ef eitthvað er. Þar að leiðandi býst ég ekki við því að skrifa mikið á bloggið...

Posted by: Sandra @ 17:39

sunnudagur, október 24, 2004  

Keypti mér friends í safnið í dag. Að þessu sinni keypti ég aðra seríu þar sem að hana vantaði. Er að horfa á þetta núna, ekkert smá fyndið hvað þetta eru gamlir þættir hehe...

Posted by: Sandra @ 01:04  

Það eru komnar jólaauglýsingar í blöðin hérna!!! alltof snemmt... Var að fletta bæklingi frá matvörubúð og þar var heil opna með jólaskrauti...það er ekki í lagi með fólk.

Posted by: Sandra @ 01:01

laugardagur, október 23, 2004  

Í dag rignir í Köben, það er svona ekta vetrarveður núna. Kallt og blautt..brr...ég og Eyrún nágranni ætluðum að gera e-ð skemmtilegt með Alexander og Birtu (dóttir hennar). Höfðum hugsað okkur að fara í hjólatúr en það þýðir víst lítið í svona veðri :( Ætli við gerum nokkuð, ekki nennir maður að hanga úti í svona veðri. Annars á ég von á bekkjarfélaga mínum klukkan fjögur í dag, erum að fara að gera skýrslu saman. Mér langar svo að gera eitthvað annað en að læra áður en hún kemur. Maður á að gera eitthvað um helgar annað en bara að læra. Maður má ekki alveg kæfa sig í lestri...

Posted by: Sandra @ 11:40

föstudagur, október 22, 2004  

Annars gleymdi ég að segja ykkur frá því,forvitnu lesendur mínir, að ég og Orri höfum ákveðið í sameiningu að það sé kominn tími á að leyfa Alexander að hitta Orra...Jepps..það er þá komið að því. Ég er að spá hvort að ég eigi að bjóða honum í mat um helgina..Ætla samt að melta þetta aðeins, maður verður að höndla þetta rétt, ekki satt??

Posted by: Sandra @ 20:41  

Jæja þá er þessi stress dagur á enda. Það gekk svo vel hjá okkur Cathrine í microbiologi að ég er alveg í skýjunum. Kennararnir töluðu um það að við höfðum verið óvenju snöggar og auðvitað er maður ánægður með það ;)
Annars verð ég alveg að viðurkenna það að ég er alveg að leka niður núna. Loksins þegar maður nær að slaka á, finnur maður hvað maður er þreyttur.
Því ætlum við Alexander að hafa kósýkvöld í kvöld og svo eiga skýrslur og þess háttar skemmtilegheit hug minn allan á morgun.

Posted by: Sandra @ 18:41

fimmtudagur, október 21, 2004  

Púff hvað þetta var erfiður og langur dagur!!
Ekki verður morgundagurinn skárri að sögn kennarans sem tilkynnti okkur í gær að föstudagurinn væri nasistadagurinn!!! Þar hafiði það...
Get ekki beðið!! Það er alltaf jafn skemmtilegt að vera á labóinu langt fram eftir degi, og það á föstudegi!!!

Posted by: Sandra @ 21:44

miðvikudagur, október 20, 2004  

Í dag er ég löt. Nenni ekki að elda matinn, nenni ekki að læra, nenni ekki að setja í þvottavél og ég nenni ekki að blogga, nenni ekki neinu!!! Langar helst að kúra uppí sófa í allt kvöld með Orra mínum og horfa á skemmtilega bíomynd en það er víst ekki hægt, heldur verður kvöldinu eytt í lærdóm :( Afhverju er ég að pína mig með þessari hugsun...

Posted by: Sandra @ 17:35

þriðjudagur, október 19, 2004  

Það er svo týpist að þegar að maður ætlar að vera þvílíkt duglegur að læra þá stoppar síminn ekki. Er búin að liggja í símanum í allt kvöld :/ Símarnir hringja til skiptis...iss..maður er bara vinsæll í kvöld og ég sem þarf að lesa svo mikið fyrir morgundaginn...

Posted by: Sandra @ 23:32

mánudagur, október 18, 2004  

Nú er litli kúturinn minn orðinn veikur :( Þar sem að það er svo leiðinlegt að hanga heima fórum við fórum út á videoleigu áðan og leigðum 3 dvd diska. Ég hef varla tíma til að vera heima þar sem að það er brjálað að gera í skólanum en ég neyðist víst til þess. Akkurat núna er ekki alveg nógu gott að vera ein með hann hérna í DK. Það væri nú ansi þægilegt ef ömmurnar og afarnir væru í göngu fjarlægð, en það þýðir víst lítið að svekkja sig á því.

Annars er allt að verða vitlaust í skólanum, sé bara fram á að ég flytji lögheimilið mitt þangað. Ég veit bara ekki hvernig maður á að komast yfir allt sem þarf að gera, en maður reynir auðvitað sitt besta.


Posted by: Sandra @ 17:53

sunnudagur, október 17, 2004  

Það er svo skrítið að hlusta á tónlist sem maður hlustaði á einu sinni. Núna er ég að hlusta á gömul lög með Pearl Jam og minningar hrannast alveg upp...

Posted by: Sandra @ 15:05  

Akkurat núna langar mig svo í sund á Íslandi, skella mér í heitann pott og hafa það næs. Ég held ad það sé það mesta sem ég sakna frá Íslandi, fyrir utan fjölskylduna og vini. Sundlaugarnar hérna eru svo ömulegar og svo er ógeðslega dýrt að fara í sund. Það kostar 78kr. danskar en það er 936 kall Íslenskar!! þvílíkir blóðpeningar. En það er svo sem skiljanlegt að þetta sé dýrara hérna en mér finnst þetta samt alveg fáranlega dýrt...

Posted by: Sandra @ 13:06

laugardagur, október 16, 2004  

Þá er leynimakkið í kringum Orra búið. Alexander sá hann í morgun og það var enganveginn hægt að koma sér út úr þessu :/ þannig að ég verð bara að sætta mig við ad Alexander viti að ég eigi "vin". Ég hefði samt alveg viljað að bíða með þetta aðeins lengur en það þýðir víst lítið að vera að svekkja sig á þessu.

Annars er ég að bíða eftir Esben, danski strákurinn sem ég leigði hjá á Halmtorvet. Hann ætlar að koma með póstinn minn og kíkja í leiðinni á íbúðina okkar. Ég ætlaði að vera svo dugleg að baka en ég er ekki að nenna því núna. Kannski ég verði dugleg á morgun og baki grófar bollur fyrir okkur ;)


Posted by: Sandra @ 16:49

föstudagur, október 15, 2004  

Það er alveg ótrúlegt hvað krakkar geta verið þrjóskir. Ég var fyrst að koma gemlingunum niður núna og klukkan er orðin hálf tólf!! púff...en annars ætla ég að fara að læra þar sem að sjónvarpsefnið er svo gífurlega skemmtilegt og svo á eftir ætlar gæjinn að koma ;) Það verður ekki auðvelt að leyna þessu fyrir strákunum í fyrramálið. Alexander fattaði nebbla um daginn þegar Orri gisti að það væri einhver inni í herberginu. Ég lét sem ekkert væri og snéri bara út úr. Hann var ætlaði bara ekki að gefa sig og fann alltaf eitthvad nýtt, eins og t.d sá hann skóna hans(sem við vorum búin að setja inn í skáp svo Alexander mundi ekki sjá þá, svo sá hann þá,alveg týpist) og svo sagði hann að hann hefði séð hár og löpp hreyfast inni í herberginu. Ég varð eins og hálfviti og sagði að það væri nú bara rugl, hann hefði sennilega bara séð fatahrúu á rúminu. Hehe :/ vissi ekkert hvað ég var að segja. Alexander varð bara fúll út í mig og vildi fá að vita sannleikann en ég snéri bara út úr og hann gleymdi þessu þangað til að ég fór og sótti hann á frítids þá fór hann aftur að spurja (var sko ekki að fara að gleyma þessu) en einhvern veginn náði ég að koma mér út úr þessum umræðum og hann gleymdi þessu.
Ég vona að drengirnir verði nú stilltir í fyrramálið og skelli sér út í garð að leika svo ég þurfi ekki að vera að stressa mig á þessu. En jæja lærdómurinn bíður....

Posted by: Sandra @ 23:38  

Helgarnar mínar eru annaðhvort þannig að ég er að passa eða þá er ég á djamminu. En þessi helgi verður sennilega ekki fjörug þar sem ég er að fara að passa í kvöld, læra á morgun, fæ reyndar heimsókn seinnipartinn og svo býst ég við því að gera lítið sem ekkert annaðkvöld. Sunnudeginum verður svo mjög sennilega eytt í lærdóm þar sem að það er brjálað að gera í skólanum :/ Samt langar mig að gera eitthvað, veit bara ekki hvað...

Posted by: Sandra @ 18:57

fimmtudagur, október 14, 2004  

Þessa dagana er ég mjög mikið á labóinu og í dag vorum við að vinna með enzym úr rottuhjarta. Ekkert smá gaman, frekar ógeðslegt svona í fyrstu en svo vandist það. Þessir tímar eru eiginlega skemmtilegustu tímarnir. Er alveg að mygla i fysisk kemi (eðlis-efnafræði), en nóg um það..þarf að fara að gera verkefni fyrir morgundaginn.

Posted by: Sandra @ 18:26

þriðjudagur, október 12, 2004  

Mér finnst alveg rosalega óþægilegt þegar fólk fer inn á leitarvél á netinu og flettir manni upp...ég verð alltaf svo forvitin. Ég get nebbla séð það, nema hvað að ég sé ekki hver það arrggg...

Posted by: Sandra @ 18:08  

Víí er búin að fá nýjan ísskáp!!! eins og ég var búin að segja ykkur þá dó gamli ísskápurinn á sunnudaginn. Maturinn minn var því kominn í poka sem hékk út um gluggann. Það reddaði málunum tímabundið, en sem betur fer þurfum við ekki að vera lengur ísskápalaus :) Þvottavélin og ísskápurinn eru án efa mikilvægustu tæki heimilisins, er alveg búin að sjá það. En nóg um það, það virðist vera að lesendur mínir séu alveg að missa sig yfir gæjanum mínum hehe....þið eruð svo forvitin að það er ekkert smá fyndið :) Treystið mér bara hann er roooosa sætur ;) Ekki beint mín týpa, kannski afþví að hann er ljóshærður en það er greinilega að breytast :) En þið fáið að sjá hann á endanum...

Posted by: Sandra @ 17:27

mánudagur, október 11, 2004  

Þá er Erna farin :( Mér finnst alltaf svo tómlegt þegar gestir fara, en samt er það gott því þá hefst hversdagslífið aftur eins og það á að vera. Við sem ætluðum að fara á bókasafnið og lesa eitthvað je right...það var ekki mikið gert af því, fórum ekki einu sinni :/ Í staðinn var mjög gaman hjá okkur. Við slöppuðum mikið af, fórum að versla, bökuðum saman(ekta við hehe), fórum á djammid og kjöftuðum nánast öll kvöldin langt fram eftir nóttu og drukkum rauðvín og höfðum það kósý. Það var frábært að hafa hana hérna ;)

Núna ætti ég að vera að þrífa íbúðina en ég er bara ekki að nenna því. Hún er samt í rúst!! Ég er að reyna að koma mér í þrífskapid, en það er ekki alveg að ganga upp.
Í gær tók þessi elskulegi ísskápur minn upp á því að eyðileggjast ;( snökt, snökt... Þannig að nú þurfum við að fara að henda öllum matnum og reyna að borða það sem er ætt úr honum. Ohh ég þoli ekki svona óþarfa vesen, skrifstofan sem sér um svona mál á kollegíinu er bara opin frá 8:30-9:30 á morgnana, alveg ekta danir. Þannig að í morgun náði ég ekki að fara þar sem að við vorum löt og sváfum til tíu.

Svo á morgun er ég að byrja í skólanum og þarf að vera til hálf fimm!! Það má ekki gera fólki þetta sem er búið að vera í fríi...Púff..kvíði morgundeginum :/

Posted by: Sandra @ 17:20

fimmtudagur, október 07, 2004  

Jæja, nú gefst smá tími til ad skrifa um Svíþjóðarferðina. Þetta byrjaði á því að við misstum af lestinni sem við ætluðum að taka, en sem betur fer koma þær svo oft þannig ad við biðum bara eftir næstu. Mér fannst ekkert smá skrítið að koma aftur til Svíþjóðar þar sem að ég var þar síðast þegar ég var 12 eða 13. Það var alveg eins og að maður væri að koma í fyrsta skiptið, enda orðið alltof langt síðan síðast. Það var nú reyndar ekki verslað mikið, buddunnar minnar til mikillar gleði. Þetta var bara frekar næs dagur. Við fórum og fengum okkur ad borða og svo kom einhver gaur og sótti okkur á lestarstöðina. Við keyrðum í einhvern bæ sem er fyrir utan Malmö, okkur leist allavega ekkert á þetta þar sem að við vissum ekkert hvert við vorum að fara. Þegar inn í húsið var komið var hræðileg tónlist í botni. Okkur fannst þetta svo fyndið því þetta var rosalegt píkupopp og þetta voru allt strákar á fertugsaldrinum. Við vorum ekki lengi að redda tónlistinni, heldur fórum við í það að downloada af netinu fullt af góðum lögum (ekkert smá leiðinlegir gestir hehehe) en þetta reddaði okkur alveg því við hefðum gjörsamlega drepist úr leiðindum hefðum við hlustað á þetta píkupopp allt kvöldið. Það var mjög gaman um kvöldið, en svo þegar við ætluðum að panta taxa ætlaði hann aldrei ad koma (þetta var alltof langt upp í sveit), þannig að við vorum í því að panta taxa. Loksins fengum við taxa eftir alltof langan biðtíma. Þegar hann var komin fóru einhverjir strákar úr partýinu að slást og lentum við akkurat inn í þeim. Þá datt ég nú algjörlega úr djammskapinu, og langaði bara að fara heim. Ég var svo þreytt því ég svaf ekkert nóttina áður. Nema hvað að það var einhver gaur sem býðst til þess að fylgja mér heim. Ég tók þessu boði þar sem að mér fannst ekki beint sniðugt að rölta um bæinn ein um miðja nótt. Þegar við komum á lestarstöðina rétt misstum við af lestinni þannig að við þurftum að bíða í klukkutíma eftir næstu. Það var svo kallt að ég var gjörsamlega að frjósa. Ég var ekki að fýla þetta því það var nánast enginn á lestarstöðinni nema við og ég þekkti ekkert þennan gaur. Sem betur fer reyndist hann besta skinn. Hann fylgdi mér allaleiðina til DK og tók lestina aftur til Se á Nørreport (lestarstöð). Ekkert smá almennilegur að nenna að fylgja mér alla þessa leið. Ég fékk nú soldið mikið samviskubit þannig að ég bauðst til þess að borga ferðina fyrir hann. Hann var ekki alveg á þeim nótunum en þáði að ég myndi borga aðra leiðina. Ég komst heil heim og greinilega hann þar sem ég fékk að vita næsta dag frá Siggu að hann vildi endilega fá númerið mitt. Ég hélt nú ekki, enda eðallúði á ferð (hehehe ógeðslega vond) og auk þess er ég frátekin :)

Posted by: Sandra @ 08:26

þriðjudagur, október 05, 2004  

Ég veit ad ég var búin ad lofa ad segja e-d frá Svithjódarferdinni en ég bara hreinlega nenni thví ekki. Thad verdur bara ad bída betri tíma, er ekki í bloggstudi thessa dagana.

En eftir klukkutíma kemur Erna!!!! Mig hlakkar svo til ad fá hana :) Ég býst thví ekki vid ad blogga neitt mikid á næstunni.....

Posted by: Sandra @ 18:44

sunnudagur, október 03, 2004  

Pùff...er búin ad mæla mér mót vid Greip í bænum eftir klukkutíma en ég bara kem mér ekki upp úr rúminu. Vid ætlum ad skella okkur á kaffihús og kjafta, ég veit nú ekki hvernig thad fer thar sem ad heilsan er svona gód í dag...

Posted by: Sandra @ 13:27  

Jæja ég er byrjud aftur. Er ad blogga undir áhrifum sem er ekki ad gera goda hluti, tekur allt of langan tima thví eg er alltaf ad eyda stafsetningarvillum hehehe... thetta er samt fyndid. Var ad koma heim og er gjørsamlega ad leka nidur...búin ad vera á fullu í dag og otrulegt en satt er eg ekki buin ad versla mikid. Thad var rosa stud, segi frá thví meira í dag. Ætla ad fara ad leggja mig ádur en grislingurinn kemur heim.


Posted by: Sandra @ 05:42

föstudagur, október 01, 2004  

Ég er bara ordin nokkud spennt fyrir morgundeginum. Vid ætlum ad leggja af stad um hádegi og verdur deginum eytt í búdarráp. Persónulega ætla ég ekki ad eyda miklu heldur ætla ég adallega ad kíkja á föt á Alexander. Madur gæti nú samt misst sig í búdunum púff..ég verd bara ad vera sterk hehe..thad er ekki audvelt fyrir stelpur ad eyda litlu í verslunarferdum eins og thid vitid. En ég ætla, ég skal halda fast utan um veskid!!!
Um kvöldid erum vid svo ad fara í partý sem einhver gaur sem er ad vinna med Siggu baud okkur í. Hann var ad kaupa sér hús í Malmö og ákvad thví ad bjóda í innflutningspartý (NB thad var bodid í thad fyrir 3 vikum sídan, sem er alveg týpískt danir). Svo tökum vid lestina til baka um nóttina, sem betur fer. Væri ekki til í ad sofa á einhverjum ógedslega óthægilegum sófa hjá ókunnugu fólki. Thetta verdur örugglega ógedslega gaman!!!

Posted by: Sandra @ 21:29  

Thad er alltaf ad koma svona tímabil hjá mér núna thar sem mig dreymir um hitt og thetta í sambandi vid íbúdina mína. Mig langar alltaf ad kaupa meira og meira í hana. Ég er alveg búin ad sjá fyrir mér hvernig næsta íbúd verdur. Núna kitlar mig svo í puttana ad ég er alveg ad missa mig. Mig langar í skenk í stofuna, hillur, fataskáp,lampa,eldhúsdóterí, hillur á badid, skóhillu og svo mætti lengi telja. Ohhh..thad er svo leidinlegt ad vera fátækur námsmadur!!! :(

Svo finnst mér ekkert ganga í thessum íbúdarmálum mínum, er kannski ekki beint tholinmædasta manneskjan í heiminum, en mér finnst bidlistinn ekkert ganga. Er búin ad vera númer 16 ansi lengi. Madur ætti kannski ekkert ad vera ad kvarta, heldur bara ad vera sáttur vid thad sem madur hefur, ekki satt?? Ég er bara svo spennt yfir thví ad fá stærri íbúd, get ekki bedid eftir thví ad Alexander fái sitt eigid herbergi. Er meira ad segja löngu farin ad plana hvernig thad eigi ad líta út og hvernig húsgögn eiga ad vera í thví, thad er ad segja ef ég fæ ad ráda einhverju um thad.

Jæja ég ætla ad hætta thessum draumórum og fara á bókasafnid og lesa....

Posted by: Sandra @ 09:29
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4