--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



mánudagur, júní 27, 2005  

Er núna uppi í Nærum, þar sem Orri býr. Við ætluðum að leigja okkur kanó í dag og fara að sigla, en veðrið er eitthvað að klikka þannig að það verður bara að bíða betri tíma... Annars var rosa gott veður í gær. Fórum í seinna laginu út þar sem að við vorum bæði að skemmta okkur á laugardagskvöldinu. Ég fór með Eyrúnu vinkonu og Maríu vinkonu hennar á tjúttið. Ákvað bara að njóta þess að vera barnlaus og slá þessu upp í kæruleysi. Við fórum á nokkur kaffihús sem María er fastagestur á en við Eyrún vorum að koma þarna í fyrsta skiptið, alltaf gaman að prófa nýja staði. Svo var skellt sér á kokteilbar og ansi margir kokteilar drukknir..iss...Síðan endaðum við kvöldið á Dakota þar sem dansað var allt kvöldið þar til að það var ekki til meiri orka...skemmti mér rosa vel!!

Svo var bara legið í leti í gær, kíkti aðeins á Hörpu skvís, hún átti afmæli skutlan og bauð upp á dýrindis pönnsur og muffins...umm..ekkert smá gott hjá henni ;) Takk fyrir mig Harpa!!

Annars er það bara Ísland á morgun!! Maður er orðinn nokkuð spenntur að komast heim!! Býst annars ekki við því að ég bloggi neitt mikið á meðan að við erum að túristast..

Posted by: Sandra @ 13:24

laugardagur, júní 25, 2005  

Ég var að fá bréf sent frá Alexander. Það er svo sætt..sjáiði bara

Það stendur:Hæ mamma, kvað segir þú gott. Ég hlakka til að við förum í fljótavíkur. Frá Alexander Erni
*mwa* hlakka svo til að hitta hann!!

Posted by: Sandra @ 16:47  

Það var geðveikt gaman á fimmtudaginn. Þegar við komum var búið að dekka borð á veröndinni þar sem að allir sátu og drukku fordrykk og nörtuðu í niðurskorna ávexti. Það var þvílíkt gott veður, eitthvað um 30 stiga hiti og sól. Við grilluðum alveg dýrindis mat og skelltum okkur á ströndina sem var 5 mín í burtu. Þar var búið að kveikja fullt af bálum alla strandarlengjuna með nokkra metra millibili. Þar sátum við og sungum drykkjulög og tjilluðum. Einn bekkjarfélagi minn hafði svo rosalega mikla lyst til þess að skella sér í sjóinn. Hann reyndi að fá einhvern með sér en það var enginn alveg tilbúinn í það þar sem að maður var ekki alveg að meika kaldann sjóinn svona snemma kvölds. Þannig að hann skellti sér bara einn. Fór úr öllu nema boxernum og skellti sér út í sjóinn. Ég tók þetta auðvitað upp á video hehe..verst að geta ekki sett það hingað inn, en ég kann það víst ekki. En allavega..svo eftir strandarferðina var ferðinni haldið aftur í villuna. Þar sátum við og spjölluðum langt fram eftir nóttu. Ég tók sporin með Lasse bekkjarfélaga mínum og við skemmtum okkur þvílíkt vel, ekkert smá gaman að fílfast svona... Svo um miðja nóttina fórum við nokkur aftur á ströndina og skelltum okkur í sjóinn..Úff..hann var ekkert smá kaldur..en þetta var þvílíkt gaman hehehe :)
Svo var aftur farið upp í villuna og djamminu haldið áfram. Við Kirstine vorum komnar heim klukkan sjö. Maður var frekar búinn á því. Hún þurfti svo að fara til Jyllands þannig að hún vaknaði upp fyrir allar aldir, eða klukkan ellefu. Ég vaknaði að sjálfsögðu við það þannig að maður var ekkert smá þreyttur, enda bara búinn að sofa í þrjá tíma. Þannig að dagurinn fór bara í það að sofa í sófanum. Iss...og það var geðveikt veður, þvílík synd!!Svo hringi Berglind, lyfjafræðiskiptinemi,í mig klukkan fimm og bauð hún mér að koma með henni og íslenskum vinum hennar að grilla á Íslandsbryggju. Þau voru að fara að fagna prófslokum þar sem að síðasta prófið þeirra var í gær. Að sjálfsögðu ákvað ég að skella mér með, annars hefði maður bara verið límdur við sófann allt kvöldið!! Og ég sé sko ekki eftir því. Þegar ég kom út var 31 stiga hiti og sól, takk fyrir!! Það var ekkert smá mikið af fólki og geðveikt skemmtileg stemning. Við vorum þarna þar til tvö í nótt, en þá vorum við Berglind orðnar ansi þreyttar, þannig að við ákváðum bara að fara heim. Við löbbuðum framhjá hitamæli sem sýndi að hitastigið var 21 gráða, klukkan tvö um nóttina...ekkert smá næs ;)
Úff maður á sko eftir að fá sjokk þegar við komum til Íslands...

En í dag er bara leiðindar rigning þannig að ég ætla að skella mér í magasín og kaupa föt á son minn og færa honum þegar ég kem heim. Svo er þvottakarfan að springa og vaskurinn orðinn fullur að óhreinu uppvaski..ohh.. er ekki að nenna því, en það er best að nýta daginn og gera eitthvað að viti, þar sem að maður getur ekki verið úti í sólbaði....

Ég skelli kannski inn myndum frá fimmtudeginum í dag ef ég hef tíma...

Posted by: Sandra @ 12:59

fimmtudagur, júní 23, 2005  

Skrítið að vera komin í frí... Er varla að trúa því. Finnst eins og að ég eigi að vera að læra, en það er sko langt í frá að það gerist eitthvað á næstu tveimur mánuðum!!
Ég hélt að ég væri alveg búin á því eftir þessa próftörn og ætlaði aldeilis að njóta þess að fara að sofa án þess að vera stressuð og svo ætlaði ég svooo að sofa út. En nei...það var ekki að gerast. Ætlaði aldrei að sofna og svo vaknaði maður eldsnemma í morgun :( Það er greinlegt að það er ennþá smá spenna í manni eftir þetta böl...

En annars er Skt.Hans dagur í dag hjá okkur í Dk. Þá er haldið upp á það þegar nornirnar voru brenndar í gamla daga. Margir danir halda grillveislu og reisa bál. Ég er einmitt að fara í svoleiðis veislu hjá einni bekkjarsystur minni. Það verður haldið í einhverri villu sem foreldrar hennar eiga uppi í Greve. Flestir úr bekknum ætla að mæta og ætlum við að byrja á því að grilla á ströndinni. Svo verður gleðinni haldið áfram í villunni langt fram eftir nóttu!! Það var nú spáð rosa góðu veðri en það bólar bara ekkert á sólinni eins og er þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta fer....

Svo styttist óðum í Íslandsferð. Ég kem á þriðjudagskvöldinu og danirnir koma á miðvikudagskvöldinu. Orri minner búinn að ákveða að hann ætli líka að skella sér á klakann, en það verður ekki fyrr en 3 júlí. Planið er að stoppa nokkra daga í borginni, sýna þeim Gullfoss og Geysi, Þingvelli,bláa lónið, perluna, miðbæinn og svona það helsta sem er í boði. Svo brunum við til Ísafjarðar í kringum 4-5 júlí og stoppum þar í tvo daga. Orri ætlar að koma með okkur þannig að það verður ennþá skemmtilegra!! :) Ég hafði hugsað mér að fara með þau upp á Bolafjall, í sund á Suðureyri og keyra svo bara um sjávarþorpin og sýna þeim lífið þar í þessa tvo daga...
Síðan er leiðinni haldið til Fljótavíkur og munum við stoppa þar í 3-4 daga. Svo væri það rosa gaman að taka danina út á djammið á laugardeginum (9 júlí) og sýna þeim smábæjardjammið, en það er spurning hvort að það sé eitthvað að gerast þá helgin, veit það einhver???
Svo er stefnan haldin aftur suður, sennilega á mánudeginum, þar sem að þynnkan mun mjög líklega ráða ríkjum á sunnudeginum :)
Þá eiga danirnir bara tvo daga eftir á landinu, veit ekkert hvað ég á sýna þeim þá, en ætli það fari ekki bara eftir veðrinu...
Eru einhverjar aðrar tillögur hvað við gætum gert og skoðað??

Posted by: Sandra @ 11:00

miðvikudagur, júní 22, 2005  

Ég er komin í sumarfrí!!!!
Ísland á þriðjudaginn!! vá!! stutt í það!! :) :)

Posted by: Sandra @ 22:29

mánudagur, júní 20, 2005  

Helgin var frábær frá upphafi til enda. Á föstudeginum kíkti ég með Siggu og skvísunum á Vega. Við skemmtum okkur rosa vel. Ég ákvað að vera skynsöm og koma snemma heim, stóð meira að segja við það og var komin heim um þrjú. Ég var búin að ákveða að taka mér frí á laugardeginum þar sem ég var búin að ákveða að fara með Siggu, Cille, Lilju, Ósk og vinkonu þeirra á tónleika. Fyrr um daginn var Íslendingafélagið með 17 júni hátíðarhöldin á Amagerstrand. Auðvitað var kíkt þangað þar sem að það var geðveikt veður. Þar var búið að koma upp fullt af tjöldum með allskonar íslenskum góðgætum. Svo lá fólk bara og sleikti sólina og hyggede sig. Ég þekkti nú ekki marga en Orri virtist þekkja nánast helminginn af liðinu. Ég lét mig nú hverfa um fimmleytið og fór og hitti stelpurnar, en Orri varð eftir hjá vinum sínum.
Við skelltum okkur á þessa líka skemmtilegu tónleika. Þetta voru Snoop Dogg, Avril Lavigne,Nephew, Nik og Jay og Natasha Bedingfield (sem ég btw.veit ekkert hver er). En þetta var ekkert smá gaman, við skemmtum okkur þvílíkt vel. Tróðum okkur alveg fremst og vorum þar nánast allann tímann. Við dönsuðum eins og hálfvitar og vorum líka alveg búnar á því eftir allt þetta hopp. Ég gerði nú tilraun til þess að hringja í Alexander þegar Nik og Jay voru að spila ( þeir eru sko uppáhaldið), en hann var ekki heima :/ Það hefði verið gaman að leyfa honum að heyra í þeim svona "live", en hann fær nú að sjá þá sjálfur á tónleikum, því ég er búin að ákveða að við förum að sjá þá þegar þeir verða með tónleika í tívolíinu í lok júlí.

Annars er ég búin að finna skóla fyrir guttann. Það er einkaskóli sem er frekar miðsvæðis. Þessi skóli er einn af minnstu skólunum í Köben. Það eru aðeins 150 nemendur og ca.16 börn í hverjum bekk. Reyndar er það nú þannig að í bekknum hans Alexanders verða bara 9 nemendur þannig að hann ætti nú að fíla sig í þeim bekk. Þar sem að nemendafjöldinn er svona lítill þá er þetta mjög persónulegur skóli, sem er frábært. En hann kostar líka sitt, aðeins 1765 danskar á mánuði, og svo þarf að borga 2000 í tryggingu!!! En sem betur fer eigum við svo góða að þannig að það ætla allir að hjálpa svo ég sitji ekki ein uppi með að borga þetta..úff gæti það aldrei þar sem að það er LÍN sem heldur okkur uppi þessa dagana....

Posted by: Sandra @ 22:36

föstudagur, júní 17, 2005  

Jói frændi hringdi í mig í síðustu viku og var að tjekka hvort að það væri möguleiki á að fá gistingu fyrir hann og kærustuna í tvær nætur. Mér fannst það nú meira en sjálfsagt þannig að þau komu til mín í gær eftir að hafa gist tvær nætur á hóteli. Alltaf gaman að fá gesti :) Við fórum í tívolíið í gær og það var svooo gaman. Ég fer nú alltaf í barnatækin með Alexander og hef því ekki oft farið í "stóru" tækin en í gær var auðvitað farið í öll aðaltækin. Ég skemmti mér þvílíkt vel og ætlaði hreinlega ekki að hætta að hlæja í öllum þessum tækjum hehe...Held samt að maður sé að verða of gamall..mig svimaði nefnilega eftir þessar ferðirnar, frekar óþægilegt, þannig að þetta hlýtur bara að vera aldurinn hehe...En ég sé svo engan veginn eftir því að hafa skellt mér með þeim. Ætlaði bara að vera heima, hafði átt ömurlegan leiðinlega lærdómsdag þannig að þetta reddaði deginum alveg :)

Svo maður bara búinn að vera á fullu að reikna í dag, er alveg komin með nóg núna :/ Þannig að ég er búin að ákveða að ég ætla að skella mér út í kvöld. Það er íslensk hljómsveit með tónleika hérna á kollegíinu. Harpa skvísa og gestirnir hennar ætla að kíkja, þannig að það gæti verið að maður kíkti þangað. Svo var ég að tala við Siggu vinkonu og var hún að bjóða mér að koma með þeim gellunum út. Langar líka aðeins að fara með þeim þar sem að það er komið svo langt síðan að maður hitti þær...

Svo var Jói að hringja rétt í þessu og bjóða mér að koma með þeim hjúunum út að borða á Nyhavn, að sjálfsögðu ætla ég skella mér, þannig að ég ætla ekki að hafa þetta lengra....

Posted by: Sandra @ 18:51

miðvikudagur, júní 15, 2005  

Það er komið í ljós að ég kem heim 28 júni og fer aftur heim 17 júlí!! Er orðin nokkuð spennt að komast heim, get eiginlega ekki beðið. Svo lítur það allt út fyrir að ég eigi ekkert eftir að kíkja aftur til Íslands fyrr en á næsta ári. Planið er að vera hérna um jólin eða jafnvel í Þýskalandi hjá bróa :)
Hlakka til að sjá ykkur öll á klakanum, styttist óðum í það!!!

Posted by: Sandra @ 22:42

þriðjudagur, júní 14, 2005  

Þegar ég fór af stað í skólann í morgun ákvað ég að kíkja í póstlúguna eftir bréfinu frá gamla skólanum hans Alexander (er búin að bíða í 2½ viku eftir því), en ég bjóst svo sem ekki við því að vera búin að fá það, nema hvað að það var þá loksins komið.
Ég var búin að vera mjög spennt yfir því hvað þeir myndu skrifa. Svo las ég bréfið. Í byrjun var það þvílíkt sleikjulegt eins og t.d hvað hann sé duglegur strákur og að hann sé langt yfir meðallagi faglega séð. Svo sögðu þeir að hann hafi fljótlega farið að sýna ofbeldislega hlið á sér og það endaði með slagsmálum við einn bekkjarfélaga sinn. Í lok bréfsins var svo þessi setning: "Vi traf derfor den beslutning, at klassen ikke kunne ramme Alexander, idet hensynet til de øvrige børn vejede tungt". Fyrir þá sem skilja þetta ekki þá þýðir þetta : "Við tókum því þá ákvörðun að bekkurinn gæti ekki "höndlað" Alexander, þar sem að hin börnin taka of mikið á (get ekki orðað þetta beint, en þau meina sem sagt að hin börnin taki of mikla "orku" frá kennurunum og að Alexander minnki ekki álagið á þeim). Aha..einmitt...gott að geta sett þetta svona upp...Þeir gáfu honum ekki einu sinni séns. Kalla þetta sko ekki góðan skóla. Það er auðvitað lang auðveldasta lausnin að henda bara útlendingnum út úr skólanum...

Posted by: Sandra @ 17:30

sunnudagur, júní 12, 2005  

Skemmti mér bara nokkuð vel í gær. Fórum á stað sem heitir Sevilla. Flottur staður og fín tónlist, allvega fyrripart kvöldsins. Við tókum að sjálfsögðu sveiflu á dansgólfinu og skemmtum okkur mjög vel, þar til að þeir fóru að spila hrikalega leiðinlega tónlist. Danirnir voru alveg að fíla hana en ekki við Íslendingarnir. Við gerðum samt heiðarlega tilraun til þess að reyna að "fíla" hana en það var ekki að gera sig. Þannig að við ákváðum bara að fara heim. Við sóttum jakkana, fórum í þá og þegar við vorum komnar hálfa leiðina út kom loksins skemmtilegt lag!! alveg týpist. En við vorum ekki að nenna að vera lengur þannig að kvöldið endaði bara nokkuð snemma, var komin heim um fjögur, eftir að hafa komið við í seven eleven og keypt mér smá að borða. Vaknaði svo við að lykli var snúið í skrárgatinu (fyndið hvað undirmeðvitundin er vel vakandi þó að maður hafi verið á djamminu). Þá var þetta Orri. Það er nefnilega búið að vera soldið um rán á kollegíinu og hefur fólk lent í því að koma að fólki inni í íbúðinni sinni, frekar óhugnalegt. Þannig að ég er búin að vera ekstra vel vakandi yfir því ef einhver er eitthvað að fikta í hurðinni. Hrekk upp við minnstu hjóð!!

Vaknaði svo í hádeginu og hafði svona rosalega mikla löngun til þess að baka. Bakaði því bollur og muffins, vakti Orra og gaf honum nýbakaðar bollur. Er svo bara búin að liggja í leti í dag...iss...ætla að byrja snemma á morgun að læra. Er búin að mæla mér mót við stelpurnar upp í skóla..Úff..er samt engan vegin að nenna því. Get ekki beðið eftir því að miðvikudagurinn 22 júní renni upp!!!

Posted by: Sandra @ 18:49

laugardagur, júní 11, 2005  

Það var frekar fyndið að vera á tónleikunum í gær. Danirnir alveg að missa sig og sérstaklega píurnar sem gerðu ekki annað en að öskra skærum píkuöskrum alla tónleikana. Helmig er svo sannarlega rosa hönk hér í Dk. Hann var klæddur í fjólubláu leðurdressi frá toppi til táa, gífurlega smart, alveg ekta danskt. Svo var hann í rosa fíling, alltaf að taka sporin, tók meira að segja shaking that ass atriðið, ekkert smá fyndið!! og þá misstu píurnar sig algjörlega hehehe...

Fyrir tónleikana fórum við svo á myndina Million dollar baby. Hún er ekkert smá góð, mæli eindregið með henni!!

Er svo að spá í að skella mér aðeins út á tjúttið í kvöld, er alveg að mygla hérna yfir bókunum..

Posted by: Sandra @ 13:42

fimmtudagur, júní 09, 2005  

Það er búið að vera rosa gott veður úti í dag. Ég ákvað að lesa úti í staðinn fyrir að hanga inni og vera alltaf að horfa út um gluggann. Þegar ég var búin að vera úti í nokkra tíma ákvað ég að nú væri nóg komið. Kom inn og fann þá að ég var soldið heit öðru megin. Ákvað að líta í spegil. Þá hef ég snúið allann tímann með hægri öxl að sólinni þannig að ég var orðin ansi rauð þeim megin. Frekar fyndið að vera bara rauð öðrum megin hehehe...Það verður bara að taka hina hliðina á morgun!!

Annars var ég að horfa á lokaþáttinn af Lost, getur það virkilega verið að þáttaröðin endar svona? ef einhver er búinn að sjá hann þá vil ég endilega fá að vita hvort að þetta hafi virkilega átt að vera svona...vill samt ekki vera að segja frá því ef einhver er ekki búin að sjá hann. En eru bara 25 þættir í seríunni? og endar þetta bara með hlerann? Bara trúi því ekki...Einhver Lost fan??

Posted by: Sandra @ 19:35

miðvikudagur, júní 08, 2005  

Fyndið hvað danir eru ótrúlega tímanlegir í öllu. Við Orri erum tvisvar búin að reyna að fara í bíó, svona spontant og það var fullt í bæði skiptin. Danirnir eru náttla löngu búnir að panta miða þegar þeir fara í bíó þannig að núna erum við orðin ansi dönsk, erum búin að panta miða 2 dögum fyrir bíóferðina :) Ætlum að fara snemma í bíó og skella okkur svo á fredagsrock í tívolíinu. Thomas Helmig er að spila, dani sem er ansi frægur hérna úti. Hlakka nú soldið til..verður örugglega rosa gaman :)

Posted by: Sandra @ 22:09

þriðjudagur, júní 07, 2005  

Eins og ég sagði ykkur frá um daginn þá hafa þessir dagar sem af eru af vikunni farið í að stússast. Mér til mikillar ánægju heppaðist dagurinn í dag mun betur en gærdagurinn. Komst t.d. að því að ég fæ loksins barnabætur frá danska ríkinu. Þvílíkt og annað eins vesen. Fékk síðast barnabætur frá Íslandi í ágúst síðasta ári. Þetta er búið að vera þannig að íslendingarnir segja að danirnir eigi að borga þær og danirnir segja að íslendingarnir eiga að borga þær. Svo í morgun fór ég og talaði við kommununa á spaniensgade og var svo heppin að hitta á almennilega konu. Hún sagði mér að það hafi greinilega eitthvað yfirfarist hjá dönunum í "fína" systeminu þeirra og að ég eigi að fá barnabætur frá danmörku!! húrra!! loksins...Þannig að núna er ég að bíða eftir að fá bréf frá þeim. Það verður spennandi að sjá hvort að þeir borgi eftirágreitt eða bara frá og með júlí 2005. Býst alveg við því að þurfa að standa í frekari veseni út af þessu :/
Svo fór ég og skráði Alexander í musikskóla. Fáum svar eftir sumarið...vona svo innilega að hann komist inn!! Það yrði sko toppurinn á tilverunni hjá guttanum :)

Svo bíð ég spennt eftir hringingu frá Christianshavn skole til að ath hvort að það sé laust pláss fyrir guttalinginn minn...

En allt í allt er ég bara nokkuð ánægð með daginn...Núna er það bara að klára að finna skóla og frítids og svo er það bara instrumental analytisk kemi sem á hug minn allann....veiii..get ekki beðið...

Posted by: Sandra @ 18:02

mánudagur, júní 06, 2005  

Ég er byrjuð í Yoga hérna á kollegíinu. Reyndar er þetta ekki langt námskeið, bara einn mánuður en ég ákvað að skella mér þar sem að maður er nokkuð stressaður þessa dagana. Í kvöld var fyrsti tíminn, sem var svo sem allt í lagi, þó svo að mér hafi fundist kennarinn tala allt of mikið og þar af leiðandi var ekki mikið gert í tímanum. En ég vona að þetta verði betra næst. Ég hef svo sem prófað þetta áður á Íslandi, þá var ég reyndar ólétt en mér finnst tímarnir hafa verið betri þar. En ég er allavega búin að ákveða að Yoga er eitthvað alveg fyrir mig og hef ég því ákveðið að fjárfesta í Yoga-mottu og geisladisk svo ég geti gert æfingar hérna heima....væri samt svo týpist ég að það myndi safnast ryki á mottuna og geisladiskinn, væri alltaf svo bissy og myndi aldrei finna tíma til að gera æfingar...Sjáum til...

Posted by: Sandra @ 22:51  

Átti góða og rólega helgi...Var minnt á það hvað lífið getur breyst snögglega. Það var stelpa sem var með Orra i bekk sem var að vinna sem praktikant á fimmtudaginn, þegar steypubíll bakkar á hana og hún lést samstundis...Hræðilegt...
Fórum á staðinn og þar var búið að setja fullt af blómum á gangstéttina og höfðu sumir vinir hennar skrifað kort til hennar sem lá með blómunum..Ekkert smá sorglegt...

Posted by: Sandra @ 19:12

föstudagur, júní 03, 2005  

Það eru brjálaðar þrumur og eldingar úti núna...Hef ekki upplifað svona rosalegar þrumur síðan að ég flutti hingað út. Húsið hrystist gjörsamlega og himininn lýsist geðveikt upp..Flott að sjá þetta...
Nágranni minn var að hringja í mig alveg að pissa í buxurnar af hræðslu...Greyið hún er svo mikil mús þessi elska...

Þetta gerist bara í útlöndum...

Posted by: Sandra @ 23:58  

Vííi er búin í prófinu!! og gekk bara vel!! :) Ekkert smá fegin að vera búin. Er að mygla hérna yfir bókunum...

Ætla að skella mér á kaffihús með Kirstine vinkonu núna á eftir. Svo er ég búin að mæla mér mót við hana Eyrúnu seinnipartinn, þannig að mér ætti ekki að leiðast í dag. Það sem mér finnst nefnilega erfiðast við próflestrartímann er að maður verður svo einangraður. Ég einfaldlega þrifst ekki svona ein, er allt of mikið félagsvera....

Ætla annars að reyna að gera eitthvað skemmtilegt þessa helgina. Vonandi verður gott veður!!! Væri samt týpist að það myndi rigna alla helgina....

Posted by: Sandra @ 14:12

fimmtudagur, júní 02, 2005  

Ég var fyrst að fatta það núna að það er 2 júní í dag...já svona er maður með hlutina á hreinu þessa dagana...
Er annars að fara í annað prófið mitt á morgun. Mikið rosalega verð ég fegin þegar það er búið. Þá er bara eitt eftir og er það ekki fyrr en 22 júní. Er samt búin að ákveða að taka mér frí á mánudag og þriðjudag til þess að stússast. Ætla að finna nýjan skóla fyrir guttan, nýtt frítidshjem, vesenast í skattinum, fara og tala við kommúnuna, klára bréfið til Margrétar drottningu og svo er alveg fullt af allskonar hlutum sem að maður þarf að klára. Þið vitið..svona hlutir sem maður bíður alltaf með þangað til á síðustu stundu og nennir enganveginn að gera þó svo að það sé kannski bara eitt símtal sem tekur kannski max 2 mín.

En jæja ætla að horfa á einn Sex and the city þátt fyrir svefninn....

Posted by: Sandra @ 23:21
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4