--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



sunnudagur, febrúar 25, 2007  

Jæja....þá er ég sest og ætla að reyna að skrifa smá fréttir af okkur...

Orri er kominn með vinnu og byrjaði hann á mánudeginum í síðustu viku. Það er aldeilis dekrað í kringum kallinn þar sem að hann fær sér vinnubíl, tölvu og síma...ekki slæmt það...

Annars er ég að klára grunnnámið í tannsmíðinni í næstu viku. Ég þarf að bíða fram í maí til að komast inn í skólapraktík, þar sem að það hefur ekkert gengið hjá mér að finna praktíkpláss....Það er mjög erfitt að fá praktíkpláss hér í Köben og þarf maður að vera ansi flexible ef maður virkilega ætlar sér að fá pláss....Ég á t.d að sækja um út um allt land en það er bara ekki hægt í mínu tilfelli útaf litla gaurnum. Þannig að ég ætla bara að sækja um að komast í skólapraktík. Ég er svo búin að vera að leita mér að vinnu fyrir þessa tvo mánuði en það gengur bara alls ekki nógu vel...enda eru ekki margir sem vilja ráða manneskju í aðeins tvo mánuði....ég var að hugsa um að fara í póstinn...en nei.....allt annað en það....þetta hlýtur að reddast...ég hlýt að finna eitthvað...

Það er bara búið að snjóa og snjóa hér í Dk undanfarna daga. Sem betur fer er ástandið ekki það slæmt í höfuðborginni þannig að við ættum að geta hjólað í skólann í vikunni. Það var ekki hægt í síðustu viku þar sem að það snjóaði bara og var veðrið mjög slyddulegt og ógeðslegt. Sem betur fer var Orri á bíl þannig að hann gat skutlað Alexander í skólann. Við hefðum sennilega verið 2 tíma á leiðinni ef við hefðum tekið lestina og strætó þar sem allt gekk afar hægt og samgöngurnar voru troðfullar af fólki sem gátu ekki notað hjólin sín né bíla (sumir voru lokaðir inni).

Í gær var Þorrablót Íslendingafélagsins haldið hér á Amager. Miðinn kostaði aðeins 600 kr! fyrir mat og ball með hljómsveitinni Sixties. Við vorum sko ekki að tíma því að fara þannig að við ákváðum bara að fara út að borða og í bíó. Við förum nánast aldrei neitt þannig að okkur fannst þetta tilvalið tækifæri að gera eitthvað skemmtilegt þar sem að við vorum búin að redda pössun. Við fórum því út að borða á Cafe Zirup og fengum okkur dýrindis nautasteik og súkkulaðiköku með ís í eftirrétt *slurp* þetta var ekkert smá gott....Eftir matinn fórum við svo á myndina Departed. Ég bjóst nú við að hún yrði betri þar sem að hún er tilnefnd til 6 óskarsverðlauna en mér fannst hún bara allt í lagi, ekkert geðveik svosem...
Þetta kvöld var því vel heppnað, ég er mjög sátt við að hafa ekki farið á þorrablótið í ár. Mér finnst 1200 kall bara vera blóðpeningar...ótrúlegt að þeir geta leyft sér að láta miðann kosta 600 kall á mann þar sem að við erum íslendingar sem búum í útlandinu. Það er ekki eins og að við séum alveg að missa okkur yfir þorramatnum...allavega get ég alveg sleppt honum...

Eitt að lokum...við erum að spá í því að koma heim um páskana, við ætlum nefnilega ekki að koma heim í sumar. En það kemur víst í ljós á næstunni...það fer allt eftir fjárhaginum...þetta lítur ekki beint vel út í augnablikinu þar sem að ég verð að öllum líkindum atvinnulaus í heila tvo mánuði (púff....það verður erfitt...) en maður verður víst að vera bjartsýnn...maður veit aldrei....

Posted by: Sandra @ 16:14

laugardagur, febrúar 10, 2007  

Loksins lét ég verða af því að logga mig inn á bloggerinn...Þetta er búið að vera erfitt get ég sagt ykkur...hehehe... Það var ekki fyrr en að mér var farið að berast kvartanir frá hinum og þessum að ég ákvað að núna yrði ég að láta í mér heyra....ég er ekki beint í bloggstuðinu þessa dagana...en ég verð víst að sýna smá lit og skrifa smá fréttir á þessa síðu fyrir ykkur, fréttaþyrsta fólkið :)

Það er annars allt gott að frétta héðan úr kuldanum...já veturinn er svo sannarlega kominn til okkar...það er ógeðslega kalt úti, ekta Köben vetrarveður. Ég fékk aldeilis að finna fyrir því í morgun þegar ég var að vinna...ég er búin að vera að þrjóskast við það í nokkrar vikur að segja ekki upp í póstinum. Ég er orðin ansi þreytt á þessari vinnu en er að þrjóskast við...öll föstudagskvöld eru nánast ónýt þar sem að ég þarf alltaf að fara snemma að sofa svo að ég geti mætt hress í vinnuna kl.6:15 á laugardagsmorgnum. Eftir vinnu er ég svo hauslaus þar sem að ég er svo búin á því eftir að hafa hlaupið upp og niður ca.50-60 stigaganga sem eru allir upp á 6 hæð! þannig að það verður ekki mikið úr helgunum hjá mér...Strax eftir helgi ætla ég því loksins að segja upp...skil ekkert í mér að vera að þrjóskast svona...

En að öðrum málum...Það sem hefur gerst síðan ég skrifaði síðast:

Orri kláraði lokaverkefnið sitt og fékk 10 fyrir það! Ég er ekkert smá stolt af kallinum, þetta getur hann :) Núna er hann bara í því að leita sér að vinnu...spennandi tímar framundan...




Víðir kom í heimsókn til okkar og stoppaði í viku. Við leigðum okkur bíl og fórum til Þýskalands yfir helgina.
Það var mikið fjör hjá Ingó og co. þessa umræddu helgi. Meðal annars var farið í Singstar, grillað, rölt um bæinn,farið á kaffihús og verslað. Svo var það aðalpunktur ferðarinnar, HM!! Við sáum Ísland vs. Slóvenía, ekkert smá skemmtilegur og spennandi leikur!! Auðvitað unnum við 32-31!! við vorum að missa okkur á síðustu mínútunum..spennan var svo rosaleg :)

Aðsjálfsögðu var bílinn fylltur í grensubúðinni á leiðinni til Þýskalands og á leiðinni heim....Eins og sést á myndinni þá var hann ansi þungur á heimleiðinni. Keyptir voru 18 bjórkassar, 12 rauðvínsflöskur, gin,koníak,viskí og smá nammi fyrir nammigrísina...

Eftir að við komum heim fórum við í bæinn með Víði, þar var kallinn dressaður upp og síðan var auðvitað horft á Ísland vs. Danmörk....

Allt í allt var þetta frábær tími! :) Við vorum rosalega ánægð með ferðina. Það var mjög gaman að fá Víði bróður í heimsókn og vonandi kemur hann aftur í heimsókn til litlu systur og co. :)

Að lokum vil ég benda ykkur á að myndir frá ferðinni er hægt að skoða á heimsíðunni hans Alexanders....

Posted by: Sandra @ 23:38
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4