--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



fimmtudagur, desember 29, 2005  

Þetta er rosalegt...

Posted by: Sandra @ 18:28  

Ég dreif loksins í því að henda inn myndum inná heimasíðuna hans Alexanders. Ætla svo að skella inn djammmyndunum frá 2 í jólum ballinum hér inn á næstu dögum...ég tók alveg trylling á myndavélina þá...Hér er smá sýnishorn...við skemmtum okkur vel eins og sjá má...hehehe..

Posted by: Sandra @ 15:46  

Núna erum við Alexander búin að vera á klakanum í 10 daga og eigum eftir að vera í 6 daga í viðbót. Ég er eiginilega búin að fá nóg. Ekki það að það fari ekki vel um okkur. Það er búið að dekra þvílíkt við okkur, kannski of mikið. En þetta er orðið gott. Ég er búin að fá nóg af letinni og langar til að fara heim. Enda erum við búin að slappa mjög mikið af hérna. Mig langar til að skella mér í prófgírinn og komast í rútínu. Alexander þolir heldur ekki svona misjafnan svefntíma, verður pirraður og vantar rútínuna. Það er einhvern veginn ekki hægt að hafa reglu á þessum tíma. Þannig að það verður mjög gott að komast aftur heim til sín. Ég veit vel að litli gaurinn vill stoppa lengur en það verður bara ekki hægt í þetta sinn, skólarnir bíða okkar..

Posted by: Sandra @ 13:16

þriðjudagur, desember 27, 2005  

Maður er nú búinn að hafa það alltof gott hérna í kotinu hjá mö&pa. Er bara búin að borða og liggja í leti..Enda á maður að gera það um jólin :)
Í gær fórum við Hulda, Svanlaug, Rakel, Össi, Helga Sigríður, Sandra Dís, Þórey og Finney á annan í jólum ball út í Hnífsdal. Mér fannst miðinn á ballið vera vægast sagt dýr, neitaði gjörsamlega að borga og það borgaði sig hehe..komst inn án þess að borga...já hefði sko aldrei borgað 1800 kall á þetta ball!! Algjört rán.. En ég hitti marga..Það var gaman..og það var mikið spjallað. Heyrði eina hallærislegustu pickup línu sem ég hef heyrt áður"svona falleg stelpa eins og þú ætti að geta sungið svona fallegt lag". Æi..frekar sorglegt..karlmenn geta verið fyndnir..var að berjast við það að fara ekki að hlæja fyrir framan hann...Hehehe..

Í dag var ég hinsvegar gjörsamlega ónýt..ég drakk bara nokkra bjóra en það þurfti greinilega ekki meira til en það...Held ég taki því rólega á gamlárskvöld..púff..

Posted by: Sandra @ 23:55

laugardagur, desember 24, 2005  

Maður var aldeilis "kærulaus" í gær...iss...ég hef nú alltaf verið heima að hjálpa mömmu í einhverju stresskasti en í gær þá var það öðruvísi þar sem að allt var tilbúið...Reyndar fór maður í bæinn og var aðeins að stússast. Þar var ekkert smá mikið af fólki sem maður þekkti. Maður lennti náttúrulega í því að kjafta aðeins þannig að þetta tók aðeins lengri tíma en ég hafði áætlað, en þetta var skemmtilegt..maður komst alveg í jólafíling. Um ellefuleytið fór ég heim til Svanlaugar þar sem að Össi, Sandra Dís, Helga Sigríður, Hulda og Svanlaug sátu og sötruðu bjór og spjölluðu. Það var ekkert smá gaman að hitta þau, enda ansi langt síðan síðast... Við kíktum á langa manga og svo í krúsina. Það kom mér ekkert smá á óvart hvað það var mikið af fólki þar. Ég hef nú reyndar aldrei farið út á þorláksmessu en það er alveg greinilegt að það eru sumir sem fara á djammið þá...Það var rosa stemning í krúsinni því Biggi Olgeirs, Valdimar og einhver gaur úr víkinni voru að spila. Ég hef aldrei heyrt Bigga syngja áður..hann kom mjög á óvart, syngur bara mjög vel. Þeir tóku einnig góð lög þannig að það var rosa gaman. Þegar klukkan var orðin tvö ákvað ég að tía mér heim...Algjört kæruleysi...iss...á djamminu á þorláksmessu..

Núna er allt í fullum undirbúningi hérna á Urðarveginum. Alexander er kominn í bað og heimtar að fara strax í jólafötin eftir það hehe..ég sagði við hann að hann yrði bara að horfa á sjónvarpið svo að tíminn líði hraðar, hann neitaði því...spennan alveg að fara með hann :) Við fórum í bæinn í morgun og það er bara mannsdrepandi nánast því það er svo mikil hálka. Og ég á eftir að fara með nokkur jólakort..púff eins gott að ég keyri ekki á!!

En mig langaði til að óska ykkur gleðilegra jóla!! Vonandi eigið þið eftir að hafa það rooosa gott!!

Posted by: Sandra @ 12:05

fimmtudagur, desember 22, 2005  

Þá er maður mættur á klakann. Við komum til landsins aðfaranótt Þriðjudags og svo í gær komum við til Ísafjarðar. Það var vægast sagt dekrað við okkur fyrir sunnan og höfðum við það mjög gott. Ég er mjög fegin að hafa ákveðið að vera á Íslandi yfir jólin, þar sem að ég er búin að finna það núna hvað það er gott að hafa fjölskylduna í kringum sig á þessum tíma. Planið var nú ekki að koma en ég sé sko ekki eftir því núna. Maður kann virkilega að meta það að fólk hafi gefið sér tíma til að hitta okkur. Við hittum auðvitað fullt af fólki á Þriðjudeginum og var það ekkert smá gaman.

Dagurinn í dag er búinn að fara í það að hitta fólk. Fór í apótekið og heilsaði uppá Jónas kallinn. Hann er alltaf jafn glaður að sjá hana Söndru sína :) Síðan kíkti ég á gamla settið. Þau voru hress...Afi sagði mér að hann les alltaf bloggið mitt hehe..það var gaman að heyra það. Fór síðan til Oddnýjar og var þar í dágóða stund. Í kvöld ætlum við Víðir að fara á Langa Manga á drekktu betur. Það verður gaman að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ætli maður fái sér ekki smá öllara þar sem að ég er búin að fá leyfi frá lækninum!! Já ég spurði hana hvort að ég mætti nokkuð drekka en hún sagði að það væri bara alveg í góðu lagi. Ég er nú smá skeptísk á það þannig að maður fer varlega í þeim málum. Ég var nú samt mjög glöð að heyra að ég mætti fá mér bjór..hehe er svo mikil bjórkona...
Ætli maður fari ekki aftur út annaðkvöld..ég ætla mér sko alveg að nýta mér pössunina...enda er Alexander alveg í essinu sínu hjá ömmunum og öfunum, sem er kannski ekki skrítið þar sem að þau halda svo mikið uppá hann...

Posted by: Sandra @ 21:21

laugardagur, desember 17, 2005  

Ég var andvaka til fjögur í nótt takk fyrir!! ég hugsa svo mikið stundum að ég er hissa á að heilinn á mér skuli ekki bara springa!! ég er svo mikið jojo, er alltaf hoppandi frá einu í annað..alveg óþolandi!!! Svo var ég vakin fyrir allar aldir með væli og tuði..skemmtilegt. Drengirnir voru ekkert smá erfiðir eins og alltaf!! púff púff...alltaf að klaga hvern annan og rífast...Ég fékk alveg nóg núna og sendi þá út..þarf að fara að læra og mundi aldrei fá neinn frið ef þeir væru hérna. Þegar ég passa þennan ákveðna strák gerir hann mjög oft nr.2 í buxurnar og hann er 5 ára gamall!! mér finnst það rosalegt...mikið er ég fegin að Alexander gerði það ekki þegar hann var á þessum aldri...sísus...

Annars finnst mér skuggalegt hvað tíminn líður hratt..Við erum að fara til Íslands á mánudaginn og ég á eftir að gera svo mikið!! sé ekki alveg hvernig ég ætla að ná þessu...ætla ekki að spá í því núna og fara að læra...

Posted by: Sandra @ 10:10

föstudagur, desember 16, 2005  

Það ætlar naumast að vera erfitt að finna spariskó á Alexander fyrir jólin. Ég er búin að fara í allar búðir á strikinu, Købmagergade, Amagerbrogade og svo fór ég í Fields, Amagercenter, Fisketorvet og Frederiksberg center og hvergi eru til brúnir spariskór nr 34!! Alveg ótrúlegt.. og ég sem hélt að það væri ekkert mál að fá brúna spariskó!!*púff*. Nú þarf maður að reyna að stússast í þessu þegar maður kemur á klakann og kaupa þá á uppsprengdu verði!! Auk þess höfum við varla tíma fyrir svoleiðis stúss þar sem að það verður þétt dagsskrá á meðan við erum í borginni...Og ekki býst maður við því að fá flotta spariskó á Ísafirði!! *pirr pirr*

Annars vorum við Alexander að koma af julehygge á skóladagheimilinu hans. Guttinn átti að vera með í Lucia optog en ákvað í gær að hann vildi ekki vera með, þar sem að þetta varð allt í einu bara leiðinlegt!! :/ En þetta var samt mjög fínt, hann skemmti sér vel og ég var á fullu að spjalla við foreldrana. Foreldrarnir í bekknum hans eru alveg frábærir. Þau eru frekar ung, eða í kringum þrítugt og allir svo hressir!! Danir eignast nefnilega að meðaltali fyrst börn þegar þeir eru í kringum þrítugt. En þessir hafa aldeilis byrjað "snemma". Það er ansi mikill munur á foreldrunum í þessum bekk og gamla bekknum hans Alexanders. Maður getur allavega talað við foreldrana í þessum bekk án þess að þurfa að nota túlk!! Í gamla skólanum hans voru svo margir múslimar að helmingurinn af foreldrunum kunnu ekki að tala dönsku og því voru börnin notuð sem túlkar!! Mjög heilbrigt!!....Og þar sem að foreldrarnir í nýja skólanum eru ekki af "gamla skólanum" er maður nokkurn veginn á sama leveli og þau og þarmeð sammála þeim í mörgum efnum. En nóg um þetta...

Í kvöld erum við Alexander að passa nágranna okkar sem er 5 ára. Hann er ótrúlega mikið krútt. Þeir Alexander geta samt stundum verið eins og tveir villikettir saman þannig að ég er að vonast til að kvöldið í kvöld verður eitt af þeim "vel heppnuðu kvöldum". Jæja..ætla að fara að elda ofaní grallarana...

Posted by: Sandra @ 18:04

fimmtudagur, desember 15, 2005  

Var að skoða árgangssíðuna okkar. Þar eru duglegustu stelpurnar í árgangnum okkar búnar að setja inn nokkrar myndir...ég fann eina mynd af mér síðan 1992, alveg gríðarlega smart,kíkið á þessa síðu mynd nr.2, alveg í tískunni bwhahahaha...þegar ég skoða þessar myndir hrannast minningarnar upp..Ég man sérstaklega eftir því hvað Matti var mikið hönk!! allar stelpurnar voru vitlausar í hann hehehe..Það er svo fyndið að skoða þessar myndir!! gæti hlegið endalaust..iss hvað við vorum líka hallærisleg á menntaskólaárunum og það er ekkert svo langt síðan það var!! og Benidorm myndirnar hehehe...ekkert smá gaman að skoða þetta :)

Posted by: Sandra @ 09:27

þriðjudagur, desember 13, 2005  

Í gær fórum við Alexander aðeins í bæinn. Ég ætlaði að reyna að finna spariskó á hann þar sem að gömlu skórnir hans eru orðnir of litlir. Auðvitað var úrvalið lítið sem ekki neitt þannig að við fundum ekkert (það er alltaf þannig þegar maður er að leita af einhverju ákveðnu!). Hinsvegar freistaðist ég til þess að kaupa vekjaraklukku í svefnherbergið. Þetta er svona klukka sem lýsir upp í loftið þannig að maður þarf ekki að kveikja á símanum sínum ef maður vaknar um miðja nótt til að ath hvað klukkan er. Þar sem að það var svo góður afsláttur ákvað ég bara að skella mér á hana. Fyrsta nóttin var ansi skrautleg get ég sagt ykkur. Ég var alltaf að vakna til að kíkja á klukkuna..og þar sem að þessi klukka er ný og ég ekki vön hringingunni ákvað ég að stilla vekjaraklukkuna á símanum mínum líka svona til öryggis í gærkvöldi. Ég byrja á því að vakna um sexleytið en var enganveginn að nenna því að fara á fætur svo snemma þannig að ég legg mig aftur. Svo byrjar ballið, fyrst hringdi nýja klukkan og ég ýtti á takkann, sem ég hélt að væri stopptakinn. Svo eftir tíu mínutur hringir síminn, en ég snúsa hann þar sem að mér finnst svo gott að kúra smá lengur á morgnana :) Eftir nokkrar mínutur byrjar nýja klukkan aftur og ég ýti aftur á takkan, svo síminn og svo loks gamla klukkan. Þá var ég svo rugluð að ég ýtti óvart alarminu í gang á gömlu klukkunni í fyrra skiptið sem fór af stað eftir nokkrar mín. Ég ýtti þá einu sinni á allar klukkurnar en gafst svo upp þegar þær byrjuðu aftur..hehehe hef aldrei lent í öðru eins. Og þær ætluðu aldrei að hætta að hringja þar sem að ég var svo rugluð og utanvið mig að ég ýtti alltaf á snús..hehe...þessi mistök verða sko ekki endurtekin í fyrramálið!!

Annars var ég að setja nokkrar myndir inn á barnaland..og svo er komin ný færsla í vefdagbókina!!

Posted by: Sandra @ 19:24

sunnudagur, desember 11, 2005  

Það er búnar að vera þvílíkar sveiflur hérna í veðrinu. Undanfarið hefur verið ógeðslega kalt en í dag er 10 stiga hiti!! Og það er desember!! ekki slæmt...

Í gær fórum við Alexander í bæinn. Það gerum við ekki aftur svona rétt fyrir jól..þvílíkt og annað eins.. Það var hrikalega mikið af fólki!! Við löbbuðum niður strikið þar sem að ég þurfti að kíkja í nokkrar búðir og klára jólagjafirnar. Það var svo stappað af fólki að við gáfumst upp að labba niður strikið og löbbuðum því inní næstu hliðargötu. Það var allt annað, nánast ekkert af fólki. Merkilegt að það voru ekki fleiri sem hugsuðu eins og við. Svo fórum við í Build a bear búðina við hliðina á tívolíinu. Þar voru þessar þvílíkar raðir inn í tívolíið. Ég skil ekki hvernig fólk nennir að fara í tívolíið á laugardegi fyrir jól!! púff...endalausar biðraðir...Ég var búin að lofa Alexander að við myndum fara áður en við færum til Islands þannig að við ætlum að fara í vikunni. Eins gott að það verði ekki stappað..er engan veginn að nenna því....En svo þegar við loksins komumst inn í þessa búð tók það okkur 1½ tíma að versla einn bangsa og smá fylgihluti með honum. Oddný hringdi nefnilega í okkur í gær og bað mig um að fara með hann í þessa búð og kaupa jólagjöfina frá þeim fyrir hann. Þessi bangsi er búinn að vera lengi á óskalistanum. Þetta er voða sport þar sem að maður fær sjálfur að "búa til" bangsann sinn. Þar sem að hann er svo mikill hundakall valdi hann að sjálfsögðu hund. Hann er ekki búinn að sleppa honum síðan að við keyptum hann. Um leið og við komum heim klæddi hann Axel (heitir það í augnablikinu en er alltaf að breytast hehe) í karatefötin sín og svo var hann með hann í fanginu það sem eftir var af dags. Dagurinn í dag er búinn að vera eins, hann sleppur honum ekki hehe..svo sætur...

Annars er maður á fullu að reyna að klára þessi jólakort. Ég ætla að gera þau sjálf þessi jól. Það er nú meira en að segja það þegar að maður er með 55 jólakort sem maður þarf að gera..Ég byrjaði í fyrradag og er langt í frá að geta klárað þau. Þannig að ég ætla að hætta þessu netstússi og halda áfram!!

Posted by: Sandra @ 14:07

föstudagur, desember 09, 2005  

Undanfarna daga hafa snilldar gullkorn "dottið" uppúr Alexander. Mig langar að deila þeim hér með ykkur:

Ég sagði við hann áðan að hann yrði að taka til í herberginu sínu á morgun svo hann "ætti það skilið” að fá pakka úr pakkadagatalinu. Þá sagði hann: mamma, ég skal borga þér fyrir að henda ruslinu í herberginu mínu í ruslið..Ekkert smá mikill bisness kall í sér hehe..

Um daginn var ég ekki með linsurnar mínar og við vorum niðrí bæ að leita að ákveðinni búð. Ég píri augun og tek í þau sitthvoru megin til að sjá betur og ýti þeim í sundur svona eins og kínverji. Þá segir Alexander: Mamma, þú verður að passa þig þú gætir fest svona!! hehehehe...

Svo í dag fórum við á kaffihús eftir að ég hafði sótt hann á frítids. Strákurinn sem var að afgreiða okkur byrjaði að spjalla við mig og spyr aðeins út í það hvaðan við kæmum o.s.frv. Alexander sat á meðan og fylgdist vel með. Svo þegar ég kem og sest hjá honum segir hann: Mamma ég held að hann sé skotinn í þér!! heheheh algjör dúlla...

Posted by: Sandra @ 22:02  

Afhverju heldur maður alltaf að grasið sé grænna hinum megin!?!?

Posted by: Sandra @ 18:43

fimmtudagur, desember 08, 2005  

Ég er að mygla hérna yfir bókunum. Fagið sem ég er að lesa í er mjög skemmtilegt en ég er bara ekki að geta einbeitt mér...arrgg..ógeðslega pirrandi...Það er eitthvað svo erfitt að einbeita sér þessa dagana og koma sér almennilega að verki!! Er svo sammála Siggu vinkonu en hún var einmitt að tala um að vera að morkna þessa dagana á heimasíðunni sinni!! iss..þetta gengur ekki....

Í kvöld ætlum við Alexander að fara til Hörpu og Árna og horfa á íslenska bachelorinn. Það verður gaman að sjá þáttinn "women tell all" hehe...maður er alveg húkkt á þessum þáttum. Ég get ekki einu sinni hugsað út í það hvar maður væri án netsins!! Það er svo mikil snilld að geta horft á alla þessa íslenska þætti þegar maður býr ekki á Íslandi!! :)

En nóg í bili..bækurnar eru að kalla á mig!!

Posted by: Sandra @ 12:45

mánudagur, desember 05, 2005  

Komnar inn myndir frá helginni!! Ég set texta inn við tækifæri..

Posted by: Sandra @ 23:00  

Var að komast að því að Alexander er búinn er gleyma nánast öllum Íslensku jólalögunum!! mér til mikillar skelfingar..iss nú verður bara sungin Íslensk jólalög svo krakkinn læri þau uppá nýtt!! ekki það að ég kunni eitthvað mörg jólalög en þá verður maður bara að fara á netið og leita af textum og rifja upp!!

Posted by: Sandra @ 19:12  

Yes!! Við vorum að skila af okkur Samfundsfarmaci verkefninu, aldrei meira samfundsfarmaci grúbbuvinna!!! Þvílíkur léttir...núna er bara prófið eftir...úff..verð ekkert smá fegin að klára þetta fag!!!!!

Annars var helgin mjög skemmtileg. Árhátíðin á föstudeginum kom á óvart. Maturinn var mjög góður, og var fólk orðið ansi skrautlegt í restina hehe..
Það voru margir sammála mér um kjólinn flotta og fékk ég mörg hrós út af honum. Hann skar soldið úr því hann er ekki þessi hefðbundni galakjóll heldur stuttur pallíettukjóll..iss ég er svo ánægð með hann
:)
Við skelltum okkur svo á ballið um miðnætti og var aðsjálfsögðu byrjað á því fara á dansgólfið. Það er hefð hérna fyrir því að dansa dans sem heitir langedans (held ég að hann heiti) á árshátíðum. Þegar ég fór á árshátíðina á fyrsta ári fékk ég hálfgert sjokk yfir því að sjá alla vera að dansa einhvern gamaldags dans. Ég hugsaði með mér að þetta myndi maður aldrei sjá á Íslandi..allavega ekki hjá fólki á mínum aldri!! Ég var nú ekki alveg að þora að taka í einn dans þá og lét mér nægja að horfa á og fylgjast með. En núna langaði mig svo að prófa þannig að ég lét mig hafa það og prófaði. Púff púff..þetta var sko ekki auðvelt. Maður þarf allavega að hafað dansað þetta nokkrum sinnum til að geta dansað þennan dans. Og þá þarf maður að hafa fólk sem kann að dansa hann með sér. Það voru nefnilega nokkir með okkur (maður þarf að vera 8 saman) sem voru í sömu sporum og við sem vissu ekkert í sinn haus og það ruglaði okkur náttúrulega enn meira. En það var ekkert smá gaman að prófa..maður verður kannski orðinn betri á næsta ári. Bekkjarsystir mín er nefnilega búin að bjóðast til að kenna mér dansinn..en við skulum nú alveg sjá til hvort að það verði nokkuð úr því!! Það eru meira að segja sumir skólar hérna í Dk með námskeið nokkrum vikum fyrir árshátið í þessum dansi, en minn skóli er ekki einn af þeim...enda bara rétt yfir 1000 nemendur í skólanum..
Þegar það fór svo að líða á nóttina fór Dj-inn að spila svo leiðinlega tónlist (danska og rólega púff púff..) að við gáfumst upp og héldum heim á leið. Ég hitti aðra Íslenska stelpu á ballinu sem er á fyrsta ári í lyfjafræði. Hún býr á sama kollegí og ég þannig að það var tilvalið að taka taxa saman heim.Við fórum að tala um það hvað það væri ”riski” að taka leigubíl ein því það er soldið um það að stelpur séu að lenda í því að leigubílstjórarnir nauðgi þeim!! Púff..og ég veit ekki hversu oft ég hef tekið ein leigubíl eftir djammið eða jafnvel labbað ein heim um miðja nótt!! Úff..ekki sniðugt og þá sérstaklega ekki í þessu hverfi sem við búum í. Þá sagði hún mér að kærasti hennar kæmi alltaf að sækja hana þegar hún færi á djammið með vinum sínum!! spáið í því!! Það minnti mig bara á pabba einnar vinkonu minnar sem kom alltaf að sækja hana eftir djammið í menntaskóla..enginn smá lúxus!!

Svo var það laugardagurinn. Afmælisboð og kveðjupartý hjá Siggu og Lilju. Það var líka rosa gaman. Voða kosý, þar sem að við vorum bara 8. Við fengum rosa gott íslenskt lambalæri að hætti Lilju!! Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina..það var svo gott!!
Cille hélt ekkert smá flotta ræðu til stelpnanna. Maður táraðist og hló til skiptis!! enda alveg rosa flott ræða..
Síðan var haldið í bæinn en ég ákvað að fara heim. Var ekki alveg að meika að fara í bæinn þar sem að ég var soldið þreytt eftir föstudagskvöldið. En ég skemmti mér mjög vel. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk flytur heim. En það eiga margir eftir að gera það á meðan að við eigum eftir að búa hérna!! Þannig að maður ætti að venjast því..

Í gær var ég svo rosa dugleg hérna heima. Setti í 8 þvottavélar hvorki meira né minna og þreif litla kotið okkar hátt og lágt, kláraði að hengja jólaskrautið upp og straujaði nokkra jóladúka. Þannig að núna er orðið rosa kósý hjá okkur :)

Jæja ætla að hætta núna..þetta er orðið gott..engin smá ritgerð!!iss..
Ég ætla að reyna að henda inn myndum frá helginni inn í kvöld..verð að fara að lesa...

Posted by: Sandra @ 12:47

fimmtudagur, desember 01, 2005  

Þar sem að það er enginn skóli hjá mér í dag ætla ég að vera kærulaus með lærdóminn og nota tímann til að fara í Frederiksberg center og versla. Reyndar er ég ekki að fara að kaupa neitt á sjálfan mig (er víst alveg búin með kvótann hehe) heldur þarf ég að kaupa afmælisgjafir fyrir Siggu og Lilju. Þær stöllur ætla að halda afmælis/kveðjupartý á laugardaginn þar sem að þær eiga báðar afmæli í þessum mánuði og svo er Lilja að fara að flytja heim í næstu viku...

Á morgun er svo árshátíð í skólanum mínum. Helgi og Halla ætla að passa Alexander svo að ég komist!! :) Við stelpurnar ætlum að hittast seinnipartinn og hafa okkur til heima hjá einni bekkjarsystur minni. Svo um kvöldmatarleytið förum við út að borða á tælenskum veitingarstað sem er rétt hjá skólanum. Bekkurinn minn fór á þennan veitingarstað í fyrra og töluðu þau um að matur hefði verið góður og síðast en ekki síst var svo gott tilboð á barnum. Maður gat valið hvort maður vildi fá hlaðborðið á 100kr eða hlaðborð+frían bar á 160 kr!! Ekkert smá ódýrt!! Ég fór reyndar ekki í fyrra þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta verður...Það voru víst allir á perunni í fyrra þannig að maður býst við því að það verði svipað í ár!! hehe..

Svo er það laugardagurinn..á eftir að fá pössun en það hlýtur að reddast...langar svo að kíkja til stelpnanna þar sem að það er orðið svo langt síðan að ég djammaði með þeim...rosalegt að vera að fara út tvö kvöld í röð...það hefur ekki gerst í aldarraðir!! en það er bara gaman!! :)

Posted by: Sandra @ 09:36
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4