--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



laugardagur, febrúar 25, 2006  

Í kvöld er ég "þriggja barna móðir". Ég er að passa Tristan og Einsa. Það hefur gengið vel, enda ætti ég að vera orðin ansi vön barnapía eftir allar þessar passanir. Ég var líka að passa Tristan í gær og er það nánast orðið að vana að hann sé hérna um helgar. Ég þyrfti að fara að plana eitthvað djamm svo ég geti nýtt mér pössunina..á svo mikið inni. Ég er bara alltaf heima um helgar, er ekki alveg nógu dugleg að kíkja á djammið. Finnst svo gott að taka því rólega bara hérna heima..en maður getur nú alveg kíkt eitthvað út þó maður sé ekki að fara á djammið. Þannig að núna verð ég bara að fara að plana...

Annars fórum við Alexander að slá köttinn úr tunnunni í dag á Kultorvet niðri í bæ. Við fórum ásamt Tristani, Helga pabba hans og Breka vini Tristans. Við vorum gjörsamlega að frjósa úr kulda það var svo hrikalega kalt!! Og ég sem er alltaf að vonast eftir að vorið fari að koma. Það er búið að vera svo obboslega kalt undanfarið. Við fórum því strax heim eftir fjörið og tók þá hreingerningar við hérna heima. Ég fann gamlar myndir sem Halldór í BB tók af Alexander þegar hann var hva..3 ára held ég..
Sjáiði hvað hann er sætur...mömmumont hehe...



Mér finnst alveg ótrúlegt að hann hafi verið svona lítill hehe...

Við erum bara augun hérna..ekkert smá blá..

Sætastur

Það eru komnar fleiri myndir af litlu rúsínunni á barnalands heimasíðuna

Posted by: Sandra @ 21:42

föstudagur, febrúar 24, 2006  

Mér finnst alveg merkilegt að við séum ennþá að "berjast" við kerfið bæði á Íslandi og í Danmörku þegar við erum búin að búa hérna síðan í ágúst 2003!! þetta er orðið VEL þreytandi. Ég er nú búin að eyða ansi mörgum tímum í símanum að hringja á milli ÍS og DK. Manni er alltaf bent á að hringja eitthvað annað og tala við einhvern annan. Það hlaupa allir í burtu og benda á næsta mann. Púff...alveg ótrúlegt hvað er hægt að flækja einfalda hluti!!

Annars erum við hress. Það er nú frekar rólegt í skólanum hjá mér en ég er að reyna að vera dugleg að lesa anatomíuna, sem er mjög skemmtileg. Soldið erfitt og krefjandi, endalaust af latínskum heitum sem maður á að læra, þannig að maður þarf að eyða góðum tíma yfir bókunum.

Alexander er alltaf kátur. Hann slasaði sig reyndar um daginn. Var að renna sér á þotu og datt, fékk hökk á hnakkann og bakið. Hann er búinn að vera að kvarta soldið þannig að ég fór með hann til læknis í gær. Læknirinn sagði að hann hefði sennilega marist ílla á bakinu þannig að hann lét okkur hafa beiðni til að fara í röntgen sem hann fer í á mánudaginn. Maður krossar fingurnar yfir því að þetta skuli ekki vera neitt alvarlegt...púff.. Greyið Alexander hefur ekkert getað farið í breikið þar sem að hann finnur svo til þegar þau eru að dansa. Hann fór í tíma eftir slysið og hálfpartinn píndi sig þar sem að hann sagði ekki neitt, en kennarinn sá það á honum að hann meiddi sig þannig að hún bannaði honum að gera æfingarnar. Hann er alveg rosalegur. Hann hefur lítið kvartað við mig en svo þegar reynir á þá er hann alveg að drepast en lætur sig hafa það....litla skinnið...

Hef annars ekki mikið annað að segja...Verð víst að halda áfram að lesa...

Posted by: Sandra @ 11:38

mánudagur, febrúar 20, 2006  

Þá eru komnar inn nýjar myndir frá ferðinni og þorrablótinu undir MYNDAALBÚM 4....
Nennti ekki að skrifa texta undir túristamyndirnar..þær eru svo margar og þetta tekur alltof langan tíma..

Posted by: Sandra @ 20:27

sunnudagur, febrúar 19, 2006  

Þá erum við Alexander komin aftur heim frá London. Ferðin var alveg frábær í alla staði :) Dagarnir voru vægast sagt vel nýttir. Við vorum vöknuð eldsnemma, vorum að allan daginn og komum svo heim að kvöldi til, alveg búin á því. Við fórum m.a. á Natural History-/Science museum, Í Buckingham Palace, á safn drottningarinnar, London eye, River cruse, á Vaxmyndasafnið, í túristaferð um bæinn, í Zoo, í Covalent Garden, að versla og svo var bærinn skoðaður fram og tilbaka. Þetta var mjög þægileg ferð. Ekkert stress heldur tókum við bara einn dag í einu og vorum ekkert að stressa okkur á að ná öllu. Alexander kom á óvart, var mjög þægur og stóð sig bara vel. Við lögðum svo af stað í nótt heim á leið. Dagurinn í dag er því búinn að fara í rugl þar sem að við erum "bæði" búin að vera leka niður úr þreytu. Ég orkaði ekki meira en það að ég varð að leggja mig þegar ég kom heim en Alexander fór bara beint að leika við vini sína..púff..skil ekki hvar krakkinn hefur þessa orku hehe..

Aðsjálfsögðu reyndi ég að taka fullt af myndum þó svo að myndavélin hafi verið hálf batteríslaus allan tímann þar sem að hleðslutækið gleymdist heima hjá Árna og Hörpu *skandall*. Þannig að myndirnar eru ekkert voðalega góðar..en samt..góðar minningar. Það kláraðist allavega ekki allt batteríið þannig að þetta reddaðist..Ég er búin að setja flestar myndirnar inná heimasíðuna hans Alexanders. Set þær á myndasíðuna mína á morgun ásamt þorrablótsmyndunum...Nenni ekki meiru í bili...

Posted by: Sandra @ 20:20

föstudagur, febrúar 10, 2006  

Þar sem Alexander er í kominn í vetrarfrí, er hann í fríi alla næstu viku. Ég er búin að vera að skoða allskonar ferðir um Evrópu en ekki alveg litist á verðið. En í morgun fann ég mjög ódýran pakka til LONDON baby!! hótel+flug í 4 nætur á 3500 danskar fyrir okkur bæði!! Það kalla ég nú ansi gott verð þar sem að ég hef verið að skoða þetta undanfarna daga og ekki fundið neitt svo ódýrt. Hótelið er í suður Kensington og á það að vera ágætis staðsetning?!?! þó svo að ég átti mig nú ekki alveg á staðsetningunni þar sem að ég hef aldrei komið til London áður. En þetta verður BARA gaman...Get því ekki beeeeðið!!! ;) Held að þetta sé einmitt gott fyrir okkur Alexander. Aðeins að komast í burtu frá Köben....alltaf gott...

Þið sem hafið komið til London..mælið þið með einhverjum stöðum? Og eitthvað sem er skemmtilegt fyrir Alexander líka...ég þarf að fara að afla mér upplýsingar um hvað sé skemmtilegt að skoða þarna...Ohhh...þetta verður svoooo gaman!!

Posted by: Sandra @ 14:30

mánudagur, febrúar 06, 2006  

Mér finnst við ekki beint vera í öruggu umhverfi í augnablikinu út af þessu blessuðu Múhameð teikningum.Hérna er fjallað um þetta mál í fréttunum á hverjum degi og eru dagblöðin full af þessum fréttum. Þegar ég var á leiðinni í skólann í morgun sá ég eina frétt þar sem haft var eftir Al-Qaeda að þeir ætla að drepa dani og rifa þá í smástykki!! huggulegt..Já það er ekki beint þægilegt að vera að nota samgöngurnar á hverjum degi þegar manni finnst maður ekki vera öruggur...En samt á maður ekki alveg að missa sig. Vonandi fara þeir nú að róast..

Annars erum við búin að eiga snilldar helgi. Á föstudeginum vorum við að passa Tristan nágranna. Á laugardeginum fórum við Eyrún í innflutnings/afmælispartý hjá bekkjarbræðrum Eyrúnar. Þemað var rokk og skelltum við okkur í rokkbúðina á Hovedbane og keyptum okkur rokkoutfit. Það var ekkert smá gaman að dressa sig svona upp og skemmtum við okkur þvílíkt vel eins og sést á þessari mynd :)

Asskoti flottar!!

Í gær komu svo Erna og Bjarni frá Íslandi. Við vorum nú í hálfgerðu letikasti hérna heima allan daginn en drifum okkur svo út að borða um kvöldið. Fórum á Bøf og Ost sem er franskur/danskur veitingarstaður í miðbænum. Það var mikið gert grín að þessu nafni en sem betur fer þá var maturinn bara alveg ágætur. Það vantaði samt aðeins uppá að hann væri mjög góður...
Þau fóru svo í morgun til Brussel þannig að þetta var frekar stutt stopp hjá þeim. En engu að síður var gaman að fá þau þar sem að við hittum þau svo sjaldan. Við ætlum einmitt að stefna að því að hittast um páskana hjá Ingó bróður ef hann verður ekki með húsið fullt af gestum.

Svona eitt að lokum..Hér eru mynd af veðrinu í Köben eins og þessa dagana. Maður er orðinn nett þreyttur á þessu veðri..

Þessi var tekin í dag..en núna er bara slabb...

Posted by: Sandra @ 18:48

fimmtudagur, febrúar 02, 2006  

Ég hef voðalega mikla þörf fyrir að ferðast eitthvað í augnablikinu. Það er eitthvað svo lítið að gera í skólanum og er ég ekki að meika það. Vill helst að það sé brjálað að gera. Alexander er að fara í vetrarfrí eftir viku og passar það mjög vel uppá skólann minn. Það væri þess vegna alveg tilvalið að skella sér til útlanda og fara í smá frí. Væri svo til í það að hoppa upp í vél og ferðast eitthvað. Alexander hefði líka gaman af smá ferðalagi. Ég er búin að vera að skoða fullt af tilboðum á netinu en finn bara sólalandarferðir. Þar sem að ég má ekki vera í sól núna er það ekki beint sniðugt. Ég ætla samt að reyna að leita að einhverju góðu tilboði..gæti verið að við værum heppin að finna eitthvað súper gott tilboð...Mælið þið með einhverjum skemmtilegum löndum?? Nú er ég bara að spá í evrópu..vill ekki eyða tíma í langar flugferðir fyrir aðeins nokkra daga ferðalag.

Posted by: Sandra @ 18:24

miðvikudagur, febrúar 01, 2006  

Loksins er ég búin að skrá mig í dans!! það er aðeins búið að taka mig tvö ár að gera það og loksins lét ég verða af því!! Ég er búin að borga fyrir tímana þannig að ég verð að mæta. Svo var ég að skrá mig í áframhaldandi aerobik á kollegíinu tvisvar í viku. Það á sko að taka á því núna!! Þýðir ekki að halda áfram í þessari leti..iss..Mig hlakka svo til að byrja aftur að dansa..vona að það sé eins skemmtilegt og það var í gamla daga...

Í dag dreif ég líka í því að sækja um nýtt dankort. Ég er gjörsamlega búin að OFnota kortið mitt þannig að það er nánast orðið ónýtt og það rennur út 2012!! *úpps*
Ótrúlegt hvað maður bíður alltaf með svona smáhluti. Lætur þá bíða alveg fram að síðasta séns þó svo að það taki kannski bara 5 mín að stússast í þeim. Það er t.d búið að taka mig nokkra mánuði að fara í bankann og sækja um nýtt kort. Þegar ég loksins dreif í því í dag þurfti ég bara að skrifa undir eitt blað og búið...

Í hádeginu ákvað ég svo að dekra aðeins við sjálfan mig. Fór á laundromat café og ákvað að prófa eitthvað nýtt á matseðlinum. Ég er búin að komast að því að það er bara alveg það sama hvað maður velur það er allt svooo gott!! *jammí* Alveg snilldarstaður...

Eitt að lokum..þetta er hressandi eða hitt og heldur..Ég tók einmitt eftir þessu á mánudagsmorgninum þar sem að það voru mjög fáir á Nørreport. Frekar óþægilegt. Greinilegt að fólk er frekar hrætt.

Posted by: Sandra @ 17:21
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4