--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 



fimmtudagur, janúar 31, 2008  

Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana. Ég er orðin barnapía og er farin að passa Eystein litla á daginn. Það gengur bara vel enn sem komið er. Það eru samt dálítil viðbrigði að vera komin með tvo lítil börn, en það lærist fljótt held ég. Máney þarf líka að venjast þessu þar sem að ég finn á henni að hún þarf meiri athygli þegar hann er hérna. Hún vill t.d bara vera í fanginu á mömmu sinni þegar hann er hjá okkur...það má ekki einu sinni leggja hana niður eða setja hana í ömmustólinn og það hefur henni alltaf fundist skemmtilegt...en það er víst ekki þannig lengur...alveg ótrúlegt að svona lítil börn finna fyrir því að athyglin hjá mömmunni sé ekki einungis á þeim sjálfum...

En að öðru...Alexander er að fara í vetrarfrí í næstu viku. Við ætlum að því tilefni að gera eitthvað skemmtilegt saman...erum að spá í að fara í dýragarðinn með Eyrúnu,Birtu og Eysteini...annars munum við bara sjá til hvernig hlutirnir þróast og einnig hversu mikið ég verð að passa.

Mér finnst þetta blogg vera bara orðið hálfgert barnablogg..líf mitt snýst þessa dagana nánast einungis um börnin og fjölskylduna...ekkert voðalega spennandi fyrir ykkur lesendur...veit varla hvað ég á að skrifa lengur...finnst eins og að það sé ekkert voðalega mikið til að segja frá...það er kannski þessi tími..veit það ekki...þetta lagast kannski þegar að það fer að vora hehehe...

Posted by: Sandra @ 18:50

miðvikudagur, janúar 09, 2008  

Gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir það gamla :)

Núna erum við komin heim eftir vel heppnaða Íslandsferð. Mér finnst alveg ótrúlegt að við vorum 3 vikur heima á Íslandi. Tíminn var rosalega fljótur að líða. Enda var maður á fullu allann tímann.
Við byrjuðum á því að fara til Ísafjarðar beint í 80 ára afmæli hjá Ingólfi afa. Afmælið var æðislegt. Það var rosa gaman að hitta alla ættingjana, þá hittir maður nú sjaldan þar sem að maður á heima í útlandinu. Ég var að hitta suma eftir að hafa ekki séð þá í ca. 6 ár!
Eftir vel heppnað afmæli tók við vika í afslöppun heima hjá mömmu. Ég notaði þessa viku í að fara í nokkrar heimsóknir og út að labba með Máneyju. Þegar við komum suður leið tíminn ansi hratt. Orri kom sama dag til landsins og við komum aftur suður. Tíminn eftir það fór í jólaundirbúning, skírnarundirbúning, heimsóknir, jólaboð og svo var slakað á inn á milli.
Við erum mjög sátt við þessa ferð. Skírnin heppnaðist rosalega vel og vil ég enn og aftur þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur við að gera þennan dag svo frábæran, takk allir kærlega fyrir hjálpina!! Við hefðum aldrei getað gert þetta án ykkar :)

Því miður náði ég ekki að hitta alla þá sem ég var búin að plana að reyna að hitta...ótrúlegt en satt að þá var bara ekki tími til þess að hitta alla...ég verð bara að hitta þá sem ég náði ekki að hitta í næstu ferð til Íslands...

Við vitum reyndar ekki hvenær við komum aftur til landsins þannig að maður verður bara að lifa á þessari ferð þangað til að við komum aftur...það gæti þessvegna liðið einhver ár þangað til að við munum hafa efni á því að koma aftur heim..en það mun bara tíminn leiða í ljós...En annars eru allir alltaf velkomnir í heimsókn til okkar :o)

Það var annars mjög gott að koma aftur heim til sín fyrir utan kuldann sem tók á móti okkur..brrr...hann var ekkert eðlilegur...maður var gjörsamlega frosin þegar maður rétt fór út fyrir dyrnar...sem betur fer er orðið hlýrra núna þannig að það er allavega hægt að vera úti.

Ég fór svo með Máneyju Mist í fyrstu sprauturnar sínar á föstudagsmorgninum og fékk hún hita út frá þeim seinna um daginn..hún var frekar lítil í sér og átti voða erfitt..en sem betur fer gekk þetta hratt yfir og var hún orðin hress á laugardeginum. Við erum svo bara búin að vera að ganga frá öllu dótinu okkar, þrífa og komast aftur í rútínuna. Orri farinn að vinna aftur og Alexander byrjaður í skólanum.

Það eru komin inn 5 ný albúm inn á barnaland. Það voru teknar mjög margar myndir í þessari ferð og hefur það tekið alveg ágætis tíma að setja þær allar á netið. Ég fékk einmitt hringingu frá mömmu í dag sem spurði hvort að ég ætlaði ekki að fara að setja skírnarmyndirnar inn..þannig að það voru nokkrir að bíða..ég get allavega glatt ykkur með því að þær eru allar komnar inn núna :)

Að lokum langar mig til þess að þakka fyrir allar þær sængjur-, jóla-og skírnargjafir sem við í fjölskyldu minni fengum á meðan að við vorum á Íslandi, takk enn og aftur fyrir okkur :o)

Posted by: Sandra @ 19:35
 



Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4