[ Lífið í Køben ] | ||
|
Þá erum við komin aftur heim eftir frábæra helgi hjá Sillu og Hans.
Við komum um eittleytið á laugardeginum og tók Silla á móti okkur á lestarstöðinni. Við byrjuðum á því að kíkja heim til hennar með dótið og svo kíktum við aðeins í bæinn. Ég verð nú að segja fyrir mína hálfu að mér finnst Odense mjög krúttlegur og flottur bær. Allt er svo gamaldags og svo margar litlar götur með allskonar litlum sætu búðum... Eftir að hafa labbað aðeins um bæinn fórum við heim. Þar var eldaður dýrindis matur og drukkið gott rauðvín með. Það var kannski aðeins of mikið drukkið um kvöldið þar sem að maður fékk svolítið að finna fyrir því í gær :/ En við létum það ekkert stoppa okkur og fórum aftur í bæinn (þ.e.a.s við Silla því Hans greyið var miklu slappari en við). Þegar við vorum komin í bæinn langaði okkur svo mikið í makkara. Silla vissi ekki hvar hann væri þannig að við hringdum bara í símaskránna, svo mikil var þörfin fyrir þynnkuhamborgara hehehe... Eftir að hafað gætt sér á hamborgaranum fórum við á Íslensk kaffihús þarna í bænum. Rosa hippalegt kaffihús, húsgögnin voru öll gamaldags og gat maður keypt allt það sem var þarna inni. Svo gat maður setið á dýnum á gólfinu og spilað á gítar. Eigandinn sem var að sjálfsögðu Íslendingur var (örugglega fimmtugur) alskeggjaður hippi í lopapeysu með hringlótt gleraugu. Frekar fyndinn gaur :) Okkur fannst samt mjög fínt að koma þarna því það var allt öðruvísi stemning heldur en það er á flestum kaffihúsum. Svo á einni hillunni var brotinn eldgamall rammi með mynd af kind sem að fyrir neðan stóð Icelandic sheep hehe...Ekkert smá fyndið. Alexander sá bongótrommur sem honum langaði í og það var auðvitað tuðað soldið en ég gaf mig ekki, var ekki að nenna að draga hana með í lestina. Svo komum við heim í gærkvöldi, ég alveg búin á því og Alexander eiginlega líka. Þannig að við fórum bara beint að sofa. Silla og Hans!! Takk fyrir frábæra helgi!! :)
Annars erum við Alexander að fara til Sillu um helgina, hlakka bara ansi mikið til að fara :) Hefði samt ekkert á móti því að taka þessari helgi rólega þar sem að ég er svo þreytt eftir vikuna, en það verður örugglega rosa gaman hjá Sillu, það er nú svo sjaldan sem maður fer eitthvað þannig að mér finnst að við mæðginin eigum þetta alveg inni ;) Nýjasta nýtt er svo að ég var á foreldrafundi í dag, get alveg sagt það að ég er nokkuð ánægð með útkomuna, var búin að undirbúa mig undir að þær myndu segja eitthvað slæmt, en það var greinilegt að það var algjör óþarfi :) Þær sögðu meira að segja að hann væri yfir meðallagi í þroska og að hann væri svo rosalega músikalskur að ég bara yrði að reyna að koma honum í músikskóla. Ég er nú búin að vera að reyna það en því miður verður hann að vera orðinn 7 ára, þannig að um leið og að hann verður orðinn sjö þá verður hann skráður. Honum langar mest að læra á trommur, kemur kannski ekki á óvart, en það getur hann fyrsta lagi gert þegar hann er orðinn 8 eða 9 ára(man ekki alveg hvort það er). Mér finnst það nú frekar lélegt ef ég á að segja eins og er, en svona er þetta nú....
Annars notuðum við Alexander gærdaginn vel. Vöknuðum snemma, settum í þvottavélar,þrifum íbúðina og fórum í Jónshús. Það var ógeðslegt slabb úti og á ég ekki beint góða vetrar skó þannig að ég varð alveg rennandi blaut í fæturnar. Ég var eitthvað að reyna að þrjóskast við en svo gafst ég upp þannig að ég skellti mér í skóbúð og splæsti á mig stígvélum :) Var rosa ánægð með kaupin þó að buddan hafi ekki beint verið sátt (er hún það einhvern tímann hehe). Eftir þessi frábæru kaup fórum við í Jónshús, þar sem haldin var jólamarkaður. Þar var hægt að kaupa Íslensk nammi, malt, appelsín og nóa konfekt. Auðvitað voru keyptar birgðir af þessu öllu saman. Við stoppuðum stutt því það var svo troðfullt þarna, þannig að við ákváðum bara að fara heim. Kíktum svo í heimsókn til Eyrúnar og Birtu. Þar var kjaftað þangað til að ég fattaði að klukkan var orðin átta. Þá drifum við okkur heim og ég eldaði matinn. Kvöldinu var svo eytt í rólegheitunum yfir imbanum. Að sjálfsögðu gæddum við okkur á Íslenska varningum sem smakkaðist að venju mjög vel :) Íslenskt klikkar ekki!! Annars eiga Sæunn og Dagur Emil afmæli í dag, til hamingju með afmælið!! :)
Thinnkusvali Drykkir Einstaklega einfaldur og seidandi thinnkudrykkur vid allra hæfi. Nýmjólk Nesquik kokomjolkarduft Hellid nymjolk i glas ( stærd eftir thinnku og thorfum).Setjid 2 tsk. nesquik koko duft i og hrærid thar til drykkurinn verdur jafn mettur.Fordast skal ad setja duftid a undan mjold thar sem ad tha er meiri moguleiki aad drykkurinn verdi thræl kekkjottur, og thar med ekki jafn girnilegur... Sendandi: Jonas M. G 17/11/1997 Einkunn : 3,0 stjörnur. Gefðu einkunn:
Já helgin sídasta...Vid Sigga fórum saman í afmælid sem var mjög gaman. Nema hvad ad vid vorum svona rosalega vinsælar og gerdi karlpeningurinn ekki annad en ad reyna vid okkur. Ég verd nú bara ad segja thad ad ég hef aldrei lent í ödru eins... Vid vorum lang yngstar og thess vegna held ég thad hafi verid ástædan fyrir thvi afhverju vid vorum svona eftirsóttar. Audvitad átti enginn möguleika í mig thar sem ad hugurinn minn er allur hjá honum Orra mínum :) En annad get ég nú sagt um hana Siggu hehe...pass. En í sambandi vid færsluna sem ég skrifadi thegar ég kom heim, thá sagdi einn gaurinn e-d vid mig sem ég man ekki núna hvad var, ég er greinilega ordin soldid gleymin, hehe gamla konan. En thad var greinilega e-d ósmekklegt thví mér ofbaud gjörsamlega thví Sigga spurdi mig á sunnudeginum hvad gaurinn hefdi sagt, thví mér langadi bara ad fara eftir ad hafa talad vid hann. Fyndid ad ég skuli ekki muna thetta, en thetta hefur varla verid thad rosalegt víst ég man ekki hvad thad var. Svo á Sunnudeginum fórum vid Alexander med Eyrúnu og Birtu í bíó á De Utrolige eda eins og hún heitir á ensku The Incredibles. Ég mæli eindregid med henni, mjög skemmtileg mynd og flott grafík. Minnir svolítid á Shrek húmorinn, alveg ekta fjölskyldumynd. Á mánudeginum fór ég svo í heimsókn í sveitina til hans Orra. Thetta er sannköllud sveit thví hann býr svo langt í burtu, thad tekur nánast klukkutíma ad fara thangad med strætó!! Eyrún passadi fyrir mig thannig ad audvitad skellti ég mér í heimsókn. Thad var mjög gaman ad geta farid í heimsókn til hans thví hann kemur alltaf til okkar útaf Alexander. Mér finnst híbýli manns segja ansi margt um manneskjuna. Ég var allavega sátt vid útkomuna ;) Svo er madur bara búin ad vera svo bissy thannig ad thad hefur ekki getad gefst neinn tími til ad bladra. Núna er ég svo veik thannig ad ég er heima :( ætla ad hætta ad kjafta núna og reyna ad fara ad lesa e-d í dynamisk biokemi.
Hérna er ein mynd af dúllunni minni. Setti líka fullt af myndum inn á barnaland fyrir þá sem vilja skoða fleiri myndir af stjörnunni...
Áður en við förum langar mig að deila með ykkur hvað sonur minn er enn og aftur mikið krútt hehe..Þegar ég sótti hann á fritids í gær var hann að dansa uppi á palli. Þeir eru með dansaðstöðu á einni hæðinni. Maður er orðin ansi vanur að sjá hann vera að troða upp því hann er alveg sjúkur í það grallarinn hehe. En tónlistin sem hann valdi fannst mér frekar fyndin. Hann var að dansa við lagið Roses með Outkast. Þetta lag var ég að djamma við í sumar og núna er sonur minn farinn að dýrka þetta lag hehe...Nema hvað að hann syngur ekki Caroline heldur Gemmelej, en það þýðir feluleikur á Íslensku. Það er alveg sama hvað ég rétti hann oft alltaf segir hann gemmelej í staðinn hehe...Mér fannst þetta svo fyndið. Draugasaga 3. nóvember 2004 - 18:05 Það nýjasta nýtt er það að það býr draugur í íbúðinni minni. Ég sá hann með berum augum í gærkveldi. Ég var nýbúin að leggjast upp í rúm og ætlaði að fara að sofa en þá heyrði ég eins og einhver væri sífellt að dæsa inni í stofu....frekar óhuggulegt. Ég var ein heima með Ísak og frekar skelkuð en ákvað að nú yrði ég að vera hetja og fara inn í stofu og athuga hvað gengi nú á. Ég með mitt litla hjarta held af stað inn í stofuna og þegar ég kom hérna þá stendur maður á miðju stofugólfinu, í einkennisbúning (ekki viss hvernig samt) og ég vissi strax að þetta var ekki neinn innbrotsþjófur því hann var svona hálfgegnsær. Ég gat ekki hreyft mig en draugurinn horfði bara beint á mig með rosalega sorgmæddum augum, svo benti hann upp í loftið og hvarf....Allt í einu hvarf öll hræðsla og ég fór að sofa. Já það býr draugur hérna í íbúðinni hjá mér og ég er spennt að vita hvenær hann heimsækir mig næst. Oj...ekki hefði ég verið viljað að vera í hennar sporum!! Mér finnst hún samt ótrúlega róleg yfir þessu, ég gæti hinsvegar aldrei verið svona róleg. Myndi deyja úr hræðslu!!
Annars upplifði ég hrikalegt kvöld í gær. Ég fer alltaf í Aerobik hérna á kollegíinu klukkan fimm á mánud. og miðvikudögum. Alexander hefur nokkrum sinnum verið heima á meðan enda er þessi aerobik tími ekki nema klukkutími. Nema hvað í gær spyr ég hann hvort að hann yrði ekki bara heima á meðan ég væri í burtu. Hann sagðist ætla að gera það þannig að af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað ég að sleppa því að taka lyklana mína með og skyldi þá eftir á eldhúsborðinu. Svo þegar aerobik tíminn er búinn (klukkan sex) kem ég upp og eru þá ekki dyrnar læstar og enginn Alexander heima. Ég sest því á ganginn og ákvað að bíða eftir honum, því ég hélt að hann færi nú að koma heim þar sem að hann vissi að ég væri ekki með lykla. Ég bið þangað til að klukkan er orðin tuttugu mín í átta, þá ákvað ég að fara og leita af honum. Ég fer á alla staði sem mér dettur í hug. Til allra vina hans en enginn hafði séð hann. Þetta fannst mér mjög skrítið þar sem að hann fer alltaf á sömu staðina og lætur alltaf vita af sér. Í millitíðinni er ég alltaf að koma aftur heim og ath hvort að hann væri nokkuð kominn heim. Þegar klukkan er orðin átta fer ég niður til Eyrúnar (nágranni minn). Alexander leikur nánast á hverjum degi við dóttur hennar Birtu. Þær voru þá nýkomnar heim úr Balletttíma og höfðu þær ekkert séð hann. Þá fyrst fór ég að panikka og ímyndaði mér allra verstu hluti. Ég hafði bannað honum að vera úti eftir fimm á daginn þar sem að þá er orðið svo dimmt en ég hugsaði með mér ansk...hann hefur farið út og einhver hefur rænt honum!!! ég var komin í algjört panikk...Nema hvað að ég fer í gulu blokkirnar (þær eru við hliðina á kollegíinu), þar búa mjög margir krakkar sem Alexander þekkir. Þessar blokkir eru held ég átta og eru fjórir stigagangar og 16 íbúðir í hverjum stigagangi, frekar stórar. Ég ákvað samt að dingla öllum bjöllunum, kynna mig og segja að ég væri að leita af syni mínum og spurði hvort að það sé möguleiki á að sonur minn sem héti Alexander skyldi vera hjá þeim. Þar fékk ég ekkert nema neikvæð svör. Og þegar ein manneskjan spurði mig hvort að ég hafði hringt á lögguna missti ég mig alveg og fór að hágráta. Ég hugaði með mér að ef hann væri ekki fundinn klukkan hálf tíu myndi ég hringja í lögguna. Ég fer aftur til Eyrúnar og hún kemur með mér út að leita. Við leitum og leitum og finnum ekkert. Þegar klukkan er orðin níu ákváðum við að fara aftur á kollegíið. Þegar við komum inn ganginn sé ég glókollinn minn. Þá var hann að labba heim með mömmu hans Felix (strákur sem Alexander var með á leikskóla). Þá hafði hann verið allan tímann heima hjá honum en hafði farið nokkrum sinnum að ath hvort að ég væri komin heim. Þau skyldu ekkert hvar ég væri og hafði Alexander gleymt því að ég væri ekki með neina lykla. Einhvern veginn datt mér ekki í hug að hann væri þarna þar sem að hann leikur mjög sjaldan við Felix. En ég hugsaði auðvitað ekki rökrétt þar sem að ég var gjörsamlega að missa mig á þessum tímapunti og hausinn á mér snérist bara í hringi. Alexander var auðvitað mjög miður sín þar sem að hann sá að ég bara grét og gat varla talað þegar ég sá hann. Púff...þetta var hræðilegt. Þetta mun aldrei aftur koma fyrir. Þegar ég var að bíða eftir honum á ganginum var ég alveg búin að ákveða að straffa hann þar sem að ég hélt að hann hefði farið út í myrkrið en svo þegar ég sá hann eftir allan þennan tíma gat ég engan veginn skammað hann. Heldur töluðum við um þetta þegar við komum heim og þar sem að ég er búin að róa mig niður núna ætlum við að tala betur um þetta í dag. Púff..maður er samt varla búinn að ná sér. Ég held bara að ég hafi aldrei verið svona hrædd áður. Eða jú, einu sinni áður, þegar hann lenti í bílslysinu. Ótrúlegt hvað maður panikkar..En samt alveg skiljanlega eftir að hafa leitað í svona langan tíma. Þetta var hrikaleg tilfinning...
Ég ætla að skella inn nokkrum myndum frá gærkvöldinu.... Eins og sjá má voru fyrstu tvær teknar í byrjun kvöldsins.
Annars hlakkar mig mjög mikið til að fara á djammið. Það var J dagur í gær (þá kemur jólabjórinn í búðir) og að sjálfsögðu fóru allir á fredagsbar í skólanum. Það er þannig í skólanum mínum að á J deginum klukkan 13:45 er byrjað að gefa bjór!! jamm það eru nokkrir kassar fríir í boði Carlsberg, þannig að það myndast alltaf rosa röð. Ég fór ekki í fyrra og heldur ekki í gær :( Langaði samt svo að fara í gær, en það verður bara að bíða þangað til á næsta ári :) En jæja ætla að fara að læra og hætta þessu bulli....
Annars lítur allt út fyrir að komandi helgi verði skemmtileg. Á morgun ætlum við Orri að elda eitthvað gott saman hérna heima og hafa það svo næs um kvöldið :) Á laugardaginn ætlar bekkurinn minn að halda matarboð heima hjá Rikke. Maj bekkjarsystir mín ætlar svo að halda partý heima hjá sér eftir matinn. Þar sem að það er búið að vera frekar strembið í skólanum undanfarið langar mig svo að fara. Mér finnst líka að bekkjarfélagar mínir geri mjög sjaldan eitthvað saman þannig að maður ætti að sýna lit og mæta. Það er bara eitt vandamál og það er að redda pössun...
![]() |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|