[ Lífið í Køben ] | ||
|
Fyndið þegar að maður kemur frá svona litlum bæ að þá kemur auðvitað allt í bb. Skoða síðuna þeirra daglega og núna fannst mér mjög gaman að sjá þessa frétt. Maður missir þá allvega ekki af miklu. Finnst hún samt voðalega litrík hjá þeim..verð að segja eins og er...Virkar líka alveg jafn lítil eins og TF-POL en það er kannski bara svona á mynd. Það verður gaman að geta farið bara eina ferð í Fljót í sumar með danina í stað tveggja. Hlakka mest til þess að sjá hvernig þau bregðast við að þurfa að fljúga í svona lítilli vél...
Það er nefnilega komið í ljós að Orri er að fara til Afríku. Hann fer í lok júlí og kemur tilbaka sennilega í lok janúar. Þetta er ekkert smá frábært tækifæri fyrir hann. Á eftir að vera rosaleg upplifun og þessi staður er alveg geðveikur. En...vá hvað þetta á eftir að vera erfitt...
Annars ætla ég nú að reyna að vera dugleg að læra í dag. Held samt að það verði nú ekki mikið út úr deginum þar sem að við Orri erum að fara í barnaafmæli hjá fjölskyldunni hans klukkan tvö. Við ætlum samt að vera dugleg og fara á bókasafnið núna og lesa þangað til að afmælið byrjar. Við vöknuðum við póstmanninn í morgun klukkan hálf átta. Finnst það nú full snemmt miðað við það að það sé laugardagur. En mér fannst það samt sem áður ekki taka sig að leggja sig í klukkutíma þannig að ég ákvað að fara á fætur. Svo fór ég í þvottahúsið, fékk mér að borða og núna er ég að bíða eftir þurkkaranum. Finn það samt hvað ég er þreytt þegar ég skrifa núna, þannig að það þýðir ekkert að hanga meira við tölvuskjáinn, ætla að fá mér orkudrykk og drífa mig af stað á bókó því annars verður ekkert úr deginum.... P.s það er 18 stiga hiti og sól og klukkan er ekki orðin 10!! Loksins er sumarið komið!!
Annars var ég að tala við Kirstine, bekkjarsystur mína sem ætlar að koma með mér til Íslands í júní ásamt kærastanum sínum, honum Jónasi. Hún var að segja mér að Jónas hafi verið að kaupa bók um Ísland. Í þessari stórskemmtilegri bók var sagt að Íslendingar væru svo tískusinnaðir (snobbaðir) að maður kæmist hvergi inn á skemmtistaði ef maður væri í gallabuxum. Svo var varað við því að maður yrði að muna að taka bensín oft þar sem að maður gæti lent í því að verða bensínlaus einhversstaðar í rassgati!! Kirstine hafði áhyggjur af þessu þar sem að Jónas á nánast bara gallabuxur og svo eitt stykki smóking. Hann var að velta því fyrir sér hvort að hann þyrfti að taka hann með!! hehehe...
Á erfitt með að einbeita mér, en er að þrjóskast áfram... Verð að halda áfram að lesa :( bara 8 dagar í fyrsta prófið!!
Annars er orðið rosa gott veður hérna í Köben. Í dag var mjög heitt, skrapp aðeins út og fannst ekkert smá súrt að vera inni og lesa :/Það hefur örugglega verið um 20 stig!! Í gær gerði ég heiðarlega tilraun til að fara á bókasafnið. Sá að það var smá rigning en var ekkert að pæla meira í því. Svo legg ég af stað og þegar ég er komin hálfa leið kom þvílík demba og ég varð gjörsamlega rennandi blaut í gegn!! þannig að ég ákvað að snúa við og lesa heima. Svo um leið og ég var komin inn og búin að skipta um föt hætti að rigna og svo stuttu seinna kom sól!! alveg ótrúlegt...týpist ég að lenda í þessu hehe...
Rosalega innileg og með undirhöku!!! hehehehe Sumir dagar eru svona.... Ætli maður verði ekki að redda þessu blessaða hjóli sem fyrst því það er ekki hægt að vera hjólalaus hérna :/ Það er bara eins og að vera bíllaus í Rvk, engan veginn hægt!! Annars er ég að vona að dagurinn haldi ekki áfram svona hrikalegur, er á leiðinni á bókasafnið og verður leikur gærdagsins endurtekinn þar, þ.e.a.s endalaus lestur og skemmtilegheit!! Eina jákvæða við þennan dag er að ég er að fara að hitta Orra minn í kvöld. Er ekki búin að hitta hann í laaaangan tíma þar sem að hann býr bókstaflega þessa dagana í skólanum sínum þannig að það verður bara gaman að fá loksins að hitta karlinn :)
Annars var ég að hugsa um að fara að þrífa íbúðina,þar sem að það er kominn tími á það og þar sem að það verður ekki hægt neitt á næstunni er það auðvitað besti tíminn til að gera það núna *hóst*. Alveg merkilegt hvað ég verð alltaf andlaus þegar litli guttinn er ekki hjá mér. Þá verð ég alltaf rosalega löt við að vaska upp, á til að safna því upp (gerist annars nánast aldrei), nenni ekki að taka til, né setja í þvottavél. Það fer bara allt í vaskinn og ég fúnkera bara enganveginn rigtigt!! Ég get ekki beðið eftir því að vera búin í þessum prófum því þá tekur það við að fara til Íslands, túristast um landið með Kirstine og Jonas, fara á ættarmót, fara til Fljótavíkur og slappa af í góða veðrinu ohh..sé það alveg í hyllingum!! :)
Svo í kvöld borðaði ég hjá Eyrúnu og ætlum við líka að elda eitthvað saman á morgun. Já maður á svo sannarlega góða vini hérna í Köben sem og á Íslandi!! :)
En það þýðir ekkert að sitja og vorkenna sjálfum sér. Núna ætla ég að hella mér í lærdóminn til að dreifa huganum.Var að hugsa um að lesa úti þar sem að það er svo rosalega gott veður, 17 stig og glampandi sól. Maður getur eiginlega ekki verið inni í svona veðri. Svo í kvöld ætlum við Sigga að elda saman heima hjá henni þannig að maður hefur engan tíma til að velta sér upp úr hlutunum sem betur fer. En jæja, ætla að drífa mig út í garð að lesa...
Alveg sorglegt, get ekki sagt annað...Skil samt ekki afhverju ég er eitthvað að pirra mig yfir þessu. Get alveg sjálfri mér um kennt þar sem að ég skrifa ýmislegt sem er allt of persónulegt á þetta blessaða blogg mitt. En mikið rosalega finnst mér þetta leiðinlegt. Þannig að ef það er eitthvað sem ykkur vantar að vita þá megið þið vinsamlegast spurja mig um það í staðinn fyrir að fara og spurja næsta mann að því.... Það er enginn fullkominn, bara að benda ykkur á það...
Í gær fékk ég heimsókn frá henni Hörpu. Við kjöftuðum og kjöftuðum og fannst mér rosa gaman að fá hana í heimsókn :) Eftir að hún var farin, fór ég að velta því fyrir mér að það væri sennilega best að senda Alexander heim til Íslands sem fyrst. Það helltist yfir mig að það eru ekki nema 19 dagar í Mikrobiologi-prófið mitt og ég á eftir að lesa svo mikið :( Þannig að ég sá að (eina?) skynsamlegasta lausnin væri að senda hann heim. Núna er ég hinsvegar mjög efins. Mig langar svo enganveginn að senda hann heim :( Ég var löngu búin að ákveða að ég ætlaði ekki að senda hann á undan mér, en eftir allt þetta vesen þá er maður farinn að tvístíga. Mér finnst allt ganga svo hægt hérna með þetta skólamál hans Alexanders. Ég hringdi í gamla skólann hans í gær og talaði við ritarann. Hún sagði mér að skólastjórinn myndi sennilega hringja í mig seinna um daginn, en það gerði hann auðvitað ekki. Þannig að vonandi hringir hann í dag. Svo fór ég að velta því fyrir mér hvenær Alexander gæti byrjað í nýjum skóla. Það er bara ca. einn mánuður eftir af skólaárinu hjá honum þannig að það er nú ekki mikið. En ef við lítum á dæmið þá gætum við sagt að ef skólastjórinn frá gamla skólanum myndi hringja í dag, þá myndi hann sennilega vilja að fá okkur á fund. Það myndi vera í fyrsta lagi á morgun eða í byrjun næstu viku. Þegar sá fundur væri búinn myndum við evt. vera búin að finna annan skóla. Þá þyrftum við að hafa samband við hann og fara á annan fund með þeim skóla. Það myndi sennilega gerast í sömu viku (ef maður er heppinn). Og ef allt myndi ganga upp þá gæti Alexander byrjað í nýja skólanum í vikunni á eftir. Þá væru aðeins nokkrir dagar í próf hjá mér!!! Og svo tekur alltaf tíma í að aðlaga þessi grey þannig að það tæki einhverja daga og þá væru nú ekki margir dagar sem ég gæti notað til að lesa :( Þannig að ég er alveg lost í þessu máli!!! Mér finnst það vera algjörlega neyðarúrræði að senda hann heim, en það er kannski skynsamlegast :( hvað á ég að gera?!?
En það þýðir víst ekkert að vera svona neikvæð. Það er bara erfitt að komast hjá því þegar að allt er á niðurleið hjá manni. Danska kerfið er bara algjörlega búið að bregðast okkur. Djö..þoli ég ekki þetta helv.kerfi!!! Sorry blótsyrðið en maður er bara alveg búin að fá nóg af þessu. Það er enginn, ENGINN sem vill hjálpa manni. Allir benda bara á næsta mann og forða sér í burtu!!! Við værum aldrei í þessari stöðu á Íslandi, það þarf enginn að segja mér annað. Í fyrsta lagi hefði Alexander aldrei verið hent út úr skólanum heima og í öðru lagi væru allir til í að hjálpa manni. Hérna hugsa allir bara um rassgatið á sjálfum sér og öllum er svo nákvæmlega sama um útlendingana!! Að auki er allt svo flókið hérna að það hálfa væri nóg!! OHHH....ég er svo pirruð á þessu!!!
Annars er kominn linkur inn á Árna og Hörpu, endilega kíkið á þau hjónakornin :)
Annars er nýjasta nýtt í þeim málum að ég hafði samband við PPR (skólasálfræðingafélag) og bað þá um að aðstoða okkur við að finna nýjan skóla. Það er náttúrulega endalaust af skólum hérna í þessari borg þannig að maður veit ekkert hvern maður á að velja. Í þetta skiptið verður að vanda valið ansi vel þar sem að við viljum alls ekki að hann skipti um skóla aftur. Þeir hjá PPR tilkynntu okkur að sá sálfræðingur sem hefði umsjón með okkar svæði væri í fríi og að hún kæmi aftur á þriðjudag. Þannig að það verður fyrst unnið í þessu máli á þri. eða mið. í næstu viku. Ég var ekkert voða ánægð að heyra þetta þar sem að mig langar að klára þetta dæmi og snúa mér að öðrum málum. Þetta er að taka allt of mikla orku frá manni og munu skólamálin mín lenda ansi ílla í því ef þetta reddast ekki fljótlega. Ég er nefnilega að fara í fyrsta prófið mitt 31 mai og er það mjög stórt próf (tveggja anna efni í örverufræði). En vonandi reddast þetta allt saman.... Svo átti Alexander að fara í hyttetur með skólanum sínum á mánudaginn og stoppa fram á miðvikudag, en kennararnir vilja ekki taka hann með :( þannig að hann verður að vera heima. Ekkert smá ömurlegt. Það var búið að vera að tala svo mikið um þessa ferð í skólanum þannig að hann var orðinn svo spenntur fyrir því að fara :( Og svo hafði ég einmitt hugsað mér að vera dugleg að lesa á meðan að hann myndi vera í burtu, en það lítur ekki beint út fyrir það núna. En við verðum bara að gera eitthvað gott úr þessu þar sem þetta er svona....
Annars eru komnar nýjar myndir inn á barnaland ef þið hafið áhuga á að kíkja. Þar getið þið forvitnu lesendur séð meðal annars nokkrar myndir af sætasta stráknum í Køben :) Hér er t.d ein mynd af honum Langsætastur :-)
En þar sem að þetta var niðurstaða fundarins verðum við halda áfram og finna enn einn skólann og það sem fyrst því þeir vildu ekki einu sinni að leyfa honum klára þessa önn!! Þetta á seinnilega ekki eftir að hafa góð áhrif á greyið barnið sem verður búinn að vera í þremur skólum á einum vetri!!! :( En við ætlum að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hann verður sáttur. Funi (barnasálfræðingurinn) ætlar að vinna með hann áfram þannig að maður vonar bara það besta.... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|