[ Lífið í Køben ] | ||
|
Er núna uppi í Nærum, þar sem Orri býr. Við ætluðum að leigja okkur kanó í dag og fara að sigla, en veðrið er eitthvað að klikka þannig að það verður bara að bíða betri tíma... Annars var rosa gott veður í gær. Fórum í seinna laginu út þar sem að við vorum bæði að skemmta okkur á laugardagskvöldinu. Ég fór með Eyrúnu vinkonu og Maríu vinkonu hennar á tjúttið. Ákvað bara að njóta þess að vera barnlaus og slá þessu upp í kæruleysi. Við fórum á nokkur kaffihús sem María er fastagestur á en við Eyrún vorum að koma þarna í fyrsta skiptið, alltaf gaman að prófa nýja staði. Svo var skellt sér á kokteilbar og ansi margir kokteilar drukknir..iss...Síðan endaðum við kvöldið á Dakota þar sem dansað var allt kvöldið þar til að það var ekki til meiri orka...skemmti mér rosa vel!!
Svo var bara legið í leti í gær, kíkti aðeins á Hörpu skvís, hún átti afmæli skutlan og bauð upp á dýrindis pönnsur og muffins...umm..ekkert smá gott hjá henni ;) Takk fyrir mig Harpa!! Annars er það bara Ísland á morgun!! Maður er orðinn nokkuð spenntur að komast heim!! Býst annars ekki við því að ég bloggi neitt mikið á meðan að við erum að túristast..
![]() Það stendur:Hæ mamma, kvað segir þú gott. Ég hlakka til að við förum í fljótavíkur. Frá Alexander Erni *mwa* hlakka svo til að hitta hann!! Svo var aftur farið upp í villuna og djamminu haldið áfram. Við Kirstine vorum komnar heim klukkan sjö. Maður var frekar búinn á því. Hún þurfti svo að fara til Jyllands þannig að hún vaknaði upp fyrir allar aldir, eða klukkan ellefu. Ég vaknaði að sjálfsögðu við það þannig að maður var ekkert smá þreyttur, enda bara búinn að sofa í þrjá tíma. Þannig að dagurinn fór bara í það að sofa í sófanum. Iss...og það var geðveikt veður, þvílík synd!!Svo hringi Berglind, lyfjafræðiskiptinemi,í mig klukkan fimm og bauð hún mér að koma með henni og íslenskum vinum hennar að grilla á Íslandsbryggju. Þau voru að fara að fagna prófslokum þar sem að síðasta prófið þeirra var í gær. Að sjálfsögðu ákvað ég að skella mér með, annars hefði maður bara verið límdur við sófann allt kvöldið!! Og ég sé sko ekki eftir því. Þegar ég kom út var 31 stiga hiti og sól, takk fyrir!! Það var ekkert smá mikið af fólki og geðveikt skemmtileg stemning. Við vorum þarna þar til tvö í nótt, en þá vorum við Berglind orðnar ansi þreyttar, þannig að við ákváðum bara að fara heim. Við löbbuðum framhjá hitamæli sem sýndi að hitastigið var 21 gráða, klukkan tvö um nóttina...ekkert smá næs ;) Úff maður á sko eftir að fá sjokk þegar við komum til Íslands... En í dag er bara leiðindar rigning þannig að ég ætla að skella mér í magasín og kaupa föt á son minn og færa honum þegar ég kem heim. Svo er þvottakarfan að springa og vaskurinn orðinn fullur að óhreinu uppvaski..ohh.. er ekki að nenna því, en það er best að nýta daginn og gera eitthvað að viti, þar sem að maður getur ekki verið úti í sólbaði.... Ég skelli kannski inn myndum frá fimmtudeginum í dag ef ég hef tíma...
Ég hélt að ég væri alveg búin á því eftir þessa próftörn og ætlaði aldeilis að njóta þess að fara að sofa án þess að vera stressuð og svo ætlaði ég svooo að sofa út. En nei...það var ekki að gerast. Ætlaði aldrei að sofna og svo vaknaði maður eldsnemma í morgun :( Það er greinlegt að það er ennþá smá spenna í manni eftir þetta böl... En annars er Skt.Hans dagur í dag hjá okkur í Dk. Þá er haldið upp á það þegar nornirnar voru brenndar í gamla daga. Margir danir halda grillveislu og reisa bál. Ég er einmitt að fara í svoleiðis veislu hjá einni bekkjarsystur minni. Það verður haldið í einhverri villu sem foreldrar hennar eiga uppi í Greve. Flestir úr bekknum ætla að mæta og ætlum við að byrja á því að grilla á ströndinni. Svo verður gleðinni haldið áfram í villunni langt fram eftir nóttu!! Það var nú spáð rosa góðu veðri en það bólar bara ekkert á sólinni eins og er þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta fer.... Svo styttist óðum í Íslandsferð. Ég kem á þriðjudagskvöldinu og danirnir koma á miðvikudagskvöldinu. Orri minner búinn að ákveða að hann ætli líka að skella sér á klakann, en það verður ekki fyrr en 3 júlí. Planið er að stoppa nokkra daga í borginni, sýna þeim Gullfoss og Geysi, Þingvelli,bláa lónið, perluna, miðbæinn og svona það helsta sem er í boði. Svo brunum við til Ísafjarðar í kringum 4-5 júlí og stoppum þar í tvo daga. Orri ætlar að koma með okkur þannig að það verður ennþá skemmtilegra!! :) Ég hafði hugsað mér að fara með þau upp á Bolafjall, í sund á Suðureyri og keyra svo bara um sjávarþorpin og sýna þeim lífið þar í þessa tvo daga... Síðan er leiðinni haldið til Fljótavíkur og munum við stoppa þar í 3-4 daga. Svo væri það rosa gaman að taka danina út á djammið á laugardeginum (9 júlí) og sýna þeim smábæjardjammið, en það er spurning hvort að það sé eitthvað að gerast þá helgin, veit það einhver??? Svo er stefnan haldin aftur suður, sennilega á mánudeginum, þar sem að þynnkan mun mjög líklega ráða ríkjum á sunnudeginum :) Þá eiga danirnir bara tvo daga eftir á landinu, veit ekkert hvað ég á sýna þeim þá, en ætli það fari ekki bara eftir veðrinu... Eru einhverjar aðrar tillögur hvað við gætum gert og skoðað??
Ísland á þriðjudaginn!! vá!! stutt í það!! :) :)
Við skelltum okkur á þessa líka skemmtilegu tónleika. Þetta voru Snoop Dogg, Avril Lavigne,Nephew, Nik og Jay og Natasha Bedingfield (sem ég btw.veit ekkert hver er). En þetta var ekkert smá gaman, við skemmtum okkur þvílíkt vel. Tróðum okkur alveg fremst og vorum þar nánast allann tímann. Við dönsuðum eins og hálfvitar og vorum líka alveg búnar á því eftir allt þetta hopp. Ég gerði nú tilraun til þess að hringja í Alexander þegar Nik og Jay voru að spila ( þeir eru sko uppáhaldið), en hann var ekki heima :/ Það hefði verið gaman að leyfa honum að heyra í þeim svona "live", en hann fær nú að sjá þá sjálfur á tónleikum, því ég er búin að ákveða að við förum að sjá þá þegar þeir verða með tónleika í tívolíinu í lok júlí. Annars er ég búin að finna skóla fyrir guttann. Það er einkaskóli sem er frekar miðsvæðis. Þessi skóli er einn af minnstu skólunum í Köben. Það eru aðeins 150 nemendur og ca.16 börn í hverjum bekk. Reyndar er það nú þannig að í bekknum hans Alexanders verða bara 9 nemendur þannig að hann ætti nú að fíla sig í þeim bekk. Þar sem að nemendafjöldinn er svona lítill þá er þetta mjög persónulegur skóli, sem er frábært. En hann kostar líka sitt, aðeins 1765 danskar á mánuði, og svo þarf að borga 2000 í tryggingu!!! En sem betur fer eigum við svo góða að þannig að það ætla allir að hjálpa svo ég sitji ekki ein uppi með að borga þetta..úff gæti það aldrei þar sem að það er LÍN sem heldur okkur uppi þessa dagana....
Svo maður bara búinn að vera á fullu að reikna í dag, er alveg komin með nóg núna :/ Þannig að ég er búin að ákveða að ég ætla að skella mér út í kvöld. Það er íslensk hljómsveit með tónleika hérna á kollegíinu. Harpa skvísa og gestirnir hennar ætla að kíkja, þannig að það gæti verið að maður kíkti þangað. Svo var ég að tala við Siggu vinkonu og var hún að bjóða mér að koma með þeim gellunum út. Langar líka aðeins að fara með þeim þar sem að það er komið svo langt síðan að maður hitti þær... Svo var Jói að hringja rétt í þessu og bjóða mér að koma með þeim hjúunum út að borða á Nyhavn, að sjálfsögðu ætla ég skella mér, þannig að ég ætla ekki að hafa þetta lengra....
Hlakka til að sjá ykkur öll á klakanum, styttist óðum í það!!!
Ég var búin að vera mjög spennt yfir því hvað þeir myndu skrifa. Svo las ég bréfið. Í byrjun var það þvílíkt sleikjulegt eins og t.d hvað hann sé duglegur strákur og að hann sé langt yfir meðallagi faglega séð. Svo sögðu þeir að hann hafi fljótlega farið að sýna ofbeldislega hlið á sér og það endaði með slagsmálum við einn bekkjarfélaga sinn. Í lok bréfsins var svo þessi setning: "Vi traf derfor den beslutning, at klassen ikke kunne ramme Alexander, idet hensynet til de øvrige børn vejede tungt". Fyrir þá sem skilja þetta ekki þá þýðir þetta : "Við tókum því þá ákvörðun að bekkurinn gæti ekki "höndlað" Alexander, þar sem að hin börnin taka of mikið á (get ekki orðað þetta beint, en þau meina sem sagt að hin börnin taki of mikla "orku" frá kennurunum og að Alexander minnki ekki álagið á þeim). Aha..einmitt...gott að geta sett þetta svona upp...Þeir gáfu honum ekki einu sinni séns. Kalla þetta sko ekki góðan skóla. Það er auðvitað lang auðveldasta lausnin að henda bara útlendingnum út úr skólanum...
Vaknaði svo í hádeginu og hafði svona rosalega mikla löngun til þess að baka. Bakaði því bollur og muffins, vakti Orra og gaf honum nýbakaðar bollur. Er svo bara búin að liggja í leti í dag...iss...ætla að byrja snemma á morgun að læra. Er búin að mæla mér mót við stelpurnar upp í skóla..Úff..er samt engan vegin að nenna því. Get ekki beðið eftir því að miðvikudagurinn 22 júní renni upp!!!
Fyrir tónleikana fórum við svo á myndina Million dollar baby. Hún er ekkert smá góð, mæli eindregið með henni!! Er svo að spá í að skella mér aðeins út á tjúttið í kvöld, er alveg að mygla hérna yfir bókunum..
Annars var ég að horfa á lokaþáttinn af Lost, getur það virkilega verið að þáttaröðin endar svona? ef einhver er búinn að sjá hann þá vil ég endilega fá að vita hvort að þetta hafi virkilega átt að vera svona...vill samt ekki vera að segja frá því ef einhver er ekki búin að sjá hann. En eru bara 25 þættir í seríunni? og endar þetta bara með hlerann? Bara trúi því ekki...Einhver Lost fan??
Svo fór ég og skráði Alexander í musikskóla. Fáum svar eftir sumarið...vona svo innilega að hann komist inn!! Það yrði sko toppurinn á tilverunni hjá guttanum :) Svo bíð ég spennt eftir hringingu frá Christianshavn skole til að ath hvort að það sé laust pláss fyrir guttalinginn minn... En allt í allt er ég bara nokkuð ánægð með daginn...Núna er það bara að klára að finna skóla og frítids og svo er það bara instrumental analytisk kemi sem á hug minn allann....veiii..get ekki beðið...
Fórum á staðinn og þar var búið að setja fullt af blómum á gangstéttina og höfðu sumir vinir hennar skrifað kort til hennar sem lá með blómunum..Ekkert smá sorglegt...
Nágranni minn var að hringja í mig alveg að pissa í buxurnar af hræðslu...Greyið hún er svo mikil mús þessi elska... Þetta gerist bara í útlöndum... Ætla að skella mér á kaffihús með Kirstine vinkonu núna á eftir. Svo er ég búin að mæla mér mót við hana Eyrúnu seinnipartinn, þannig að mér ætti ekki að leiðast í dag. Það sem mér finnst nefnilega erfiðast við próflestrartímann er að maður verður svo einangraður. Ég einfaldlega þrifst ekki svona ein, er allt of mikið félagsvera.... Ætla annars að reyna að gera eitthvað skemmtilegt þessa helgina. Vonandi verður gott veður!!! Væri samt týpist að það myndi rigna alla helgina....
Er annars að fara í annað prófið mitt á morgun. Mikið rosalega verð ég fegin þegar það er búið. Þá er bara eitt eftir og er það ekki fyrr en 22 júní. Er samt búin að ákveða að taka mér frí á mánudag og þriðjudag til þess að stússast. Ætla að finna nýjan skóla fyrir guttan, nýtt frítidshjem, vesenast í skattinum, fara og tala við kommúnuna, klára bréfið til Margrétar drottningu og svo er alveg fullt af allskonar hlutum sem að maður þarf að klára. Þið vitið..svona hlutir sem maður bíður alltaf með þangað til á síðustu stundu og nennir enganveginn að gera þó svo að það sé kannski bara eitt símtal sem tekur kannski max 2 mín. En jæja ætla að horfa á einn Sex and the city þátt fyrir svefninn.... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|