[ Lífið í Køben ] | ||
|
Ég var að tala við Ingó bróðir og fjölsk. og voru þau að tilkynna mér að þau eru að koma í heimsókn til okkar í næstu viku!! Það verður svo gaman að hitta þau!! :) Vonandi verðum við flutt og allt komið á sinn stað (je right!! smá bjartsýni í gangi hehe).
En allavega þá voru þau að flytja til Þýskalands í síðustu viku. Þar sem að það er búið að vera brjálað að gera hjá þeim ætla þau að skella sér í smá ferðalag til Danmerkur og fara síðan á gamlar heimaslóðir í Skövde í Svíþjóð...Þetta verður bara snilld!! ;)
Var að skrifa Jóhönnu vinkonu meil í fyrradag þar sem að ég ætlaði að segja henni hvernig planið væri í samb.við Afríkuferðina þegar það kom eitthvað upp á og gat ekki klárað meilið þannig að ég hætti við að senda það. Svo kommentaði hún í gær og spurði hvenær ég ætlaði út, hehe... Svo var ég að hugsa til Hörpu áðan þegar hún hringir hehe ekkert smá fyndið!! Annars fær þessi vika nafnið eyðsluvika ársins hjá familyunni..isss..við fórum í IKEA og versluðum fyrir upphæð sem ég hef aldrei verslað fyrir á einu bretti..úff...En þetta voru hlutir sem eru nauðsynlegir, ok..kannski ekki alveg, en allt sem við vorum að kaupa eru hlutir sem hafa fengið að bíða í ansi langan tíma eftir að vera keyptir inn á heimilið. Ég sé sko engan vegin eftir að hafa keypt allt þetta dót. Get bara ekki beðið eftir því að setja það allt upp, sem verður vonandi í vikunni. Það kemur í ljós á Þriðjudaginn hvenær við fáum íbúðina þannig að það verður aðsjálfsögðu hringt um leið og skrifstofan opnar...Jæja..núna ætla ég að hætta að tala um þessa blessuðu íbúð, er alveg að missa mig hérna hehe.... Í gærkveldi voru hinir margumræddir tónleikar með Nik&Jay í tívolíinu. Að sjálfsögðu fórum við og var mikil gleði og spenna hjá guttanum. Það má segja að þetta hafi verið fyrstu stórtónleikarnar sem hann hefur farið á. Hann starði bara á skjáinn í smá tíma (var bara í skýjunum) og svo voru tekin nokkur töffaraspor í takt við lögin þegar hann hafði áttað sig á þessu hehe... En núna ætla ég að fara að mála nýju hillurnar hans Alexanders. Og svo er stefnan tekin á Amagerkollegíið þar sem Harpa og Árni eru búin að bjóða okkur í mat í kvöld :) Læt fylgja myndir frá gærkveldinu...
Er annars orðin rosa spennt að flytja!! Var að skoða íbúðina hennar Bryndísar sem var að flytja í K blokkina. Eyrún er nýflutt í L og svo flytjum við í J. Get ekki beðið eftir því að Alexander fái sitt eigið herbergi :) Á morgun erum við svo að fara í morgunkaffi til systu, frænku hans Orra. Hún ætlar sennilega að koma með mér til Afríku í október. Ég ætla að sýna henni ýmisskonar blöð um Zanzibar, svona aðeins til spenna okkur aðeins meira upp!! ja...það er sko eintóm spenna og gleði í gangi þessa dagana!!! :)
Er svo búin að mæla mér mót við Eyrúnu, ætlum að fara og ath með fótboltaæfingar fyrir börnin okkar. Ætlum svo að fara í IKEA í vikunni og versla fyrir nýju íbúðirnar okkar :) Alexander er loksins að fá sitt eigið herbergi og er statusinn þannig að hann á engin húsgögn inn í það :/ Þannig að nú verður herbergið hans innréttað að hætti IKEA. Ég er búin að ákveða að mála nýju íbúðina í lit og er guttinn búinn að velja sér lit, sem er að sjálfsögðu blár :) Stofan verður sennilega ljósbrún og svefnherbergið í sama lit ef það verður afgangar af málningunni (er orðin soldið dönsk, því ég er sko ekki að tíma að kaupa extra málningu). Þetta eru nú ekki beint stór íbúð sem við erum að fara að flytja í, heilir 39,5 fermetrar. Mér fannst samt alltaf eins og að hún væri miklu stærri (hélt alltaf að hún væri 42 fermetrar), en svo var ég að mæla allt hátt og lágt hjá Eyrúnu, til að sjá hvað kæmist inn í hana og núna er ég í vandræðum með að koma rúminu mínu fyrir inni í svefnherberginu :( sem er 9 fermetrar...Þannig að þetta verður eitthvað púsluspil :/ Þess má geta að íbúðin sem við erum í núna er 33,9 fermetrar. Munar s.s 5,6 fermetrum, verður ótrúlegur munur...
Það er ótrúlegt hvað maður er latur þegar maður er í fríi. Núna er ég bara að bíða eftir því að fá íbúðina afhenta svo ég geti farið að mála, þrífa og flytja. Nenni ekki þessu hangsi....
Svo ákvað ég að gera mér glaðan dag og fara aðeins að versla. Skellti mér í Vero Moda og keypti mér nokkrar flottar flíkur. Sé sko ekki eftir því hehe..Það er nú ekki oft sem maður gerir það... Oh væri ekkert á móti því að vera þarna isss...sjáiði bara...ég er ekkert öfundsjúk..nei...Það er bara hitabylgja þarna núna og rigning í Köben...
Ég er allavega búin að ákveða það að þetta geri ég aldrei aftur, kannski max ein vika en aldrei aftur tvær!!! púff... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|