[ Lífið í Køben ] | ||
|
Komnar inn nýjar myndir á barnaland!
Ég er ekki ennþá búin að finna gjöf fyrir hann. Ég mun því eyða morgundeginum í að stússast í því ásamt öðru. Vonandi finn ég eitthvað sem hittir beint í mark! Helgin fer svo í dúllerí með syninum á afmælisdaginn að hans hætti og svo verður auðvitað lærdómur og þrif fyrir afmælið á listanum á sunnudeginum... Vonandi eigið þið eftir að eiga góða helgi!!
Annars er allt gott að frétta héðan. Alexander verður 8 ára á laugardaginn..8 ára!! ég verð alltaf jafn hissa þegar nýtt ár líður og talan hækkar og hækkar!! púff..hehe...hann verður farinn að heiman áður en maður veit af!! :/ Við ætlum nú ekki að halda uppá afmælið um helgina þar sem að það hentar betur að gera það á þriðjudeginum eftir viku. En samt sem áður ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt á afmælisdaginn. Við spurðum hann hvort að það væru einhverjar óskir og þá sagði hann: já..fyrst vil ég að við förum í sund, svo í bolchefabrikken (brjóstsykursverksmiðja) og svo á kaffihús!! hehe..veit sko alveg hvað hann vill drengurinn... Ég er aðeins að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að fá mér aukavinnu með skólanum. Það verður þó varla skúringar þar sem að maður er alveg búinn að fá sinn skammt af þeim í gegnum tíðina þannig að ég hef hugsað mér að leita að einhverju öðru... Verð víst að drífa mig í skólann..er að fara á labóið í farmakologi...Maður verður víst að vera með allt á hreinu þar sem að ég geri allt sjálf í hópavinnunni. Það er nú samt ástæða fyrir því þar sem það er ekki hægt að fá mikla hjálp frá makkerunum mínum, annar fatlaður og hinn litblindur og hálf sjónlaus!!
Alexander er loksins að jafna sig og þar sem að við höfum bara verið inni hefur ekki mikið gerst síðan ég bloggaði síðast. Þessa dagana er ég að stússast í skattaskýrslunum. Þetta er eiginlega í fyrsta skiptið sem það er eitthvað vesen með þær báðar. Ég fékk rukkun uppá 11.600 danskar frá danska ríkinu sem passar auðvitað enganveginn. Þannig að það þarf að stússast ýmislegt í því. Svo fattaði ég það fyrst um síðustu helgi að það átti að skila Íslensku skattaskýrslunni sl.mánudag!! Þannig að ég sótti um frest sem rennur út á mánudaginn!! púff...Það er eiginlega alltof stuttur tími þar sem að ég hef ekki náð að redda þeim pappírum sem þarf að redda. Það er ekkert smá leiðinlegt að standa í þessu... Annars er bara voða lítið að frétta..er að leka niður úr þreytu...blogga meira við tækifæri...
Við erum búin að vera heima í dag þar sem litli gaurinn er veikur. Ég mældi hann í morgun og þá var hann með 39 stiga hita, mældi hann svo aftur í dag og þá var hitinn kominn niður í 38,3 gráður. Í morgun fékk ég svo hringingu frá einum nágranna mínum. Strákurinn hennar var kominn með gubbupest og þurfti hún nauðsynlega að fara til læknis þannig að hana bráðvantaði pössun. Jújú ég tók hann og greyið litli ældi bara og ældi útum allt og var ég eins og límband með skálina við hann því hann gat ekki látið vita því hann er svo lítill. En það dugði ekki til og var íbúðina ein æla þegar hún kom og sótti hann fjórum tímum seinna. Ég verð að viðurkenna það að það var nú ekki auðvelt að vera með tvo litla gaura sem þurftu báðir konstant athygli. En þetta reddaðist á endanum... Annars áttum við góða helgi. Höfðum það huggulegt á föstudeginum og horfðum á Scenen er din eins og við gerum alltaf á föstudagskvöldum. Laugardeginum var svo eitt í þvottahúsinu og svoleiðis stússi. Um kvöldið fórum við Orri í innflutningspartý hjá dönskum vini frænda hans Orra. Þetta voru allt nýútskrifaðir tannlæknar eða læknar, eða við það að vera búnir. Ég átti alveg eins von á því að það myndi vera erfitt að spjalla við liðið þar sem að ég þekkti engann, en það var bara mjög auðvelt þar sem allir voru svo kammó. Maður fékk samt að finna vel fyrir því í gær..iss...kenni skotunum um..hehe.. Okkur var síðan boðið í mat í gærkveldi hjá Systu, frænku hans Orra ásamt frænda hans og kærustu hans. Sem betur fer vorum við búin að jafna okkur þannig að við gátum notið matarins og haft það huggulegt. Við áttum skemmtilegt kvöld saman og var það góður endir á vel heppnaðari helgi...núna hinsvegar býst ég við því að vera inni næstu daga..ekki alveg nógu gott útaf skólanum :/ en svona er þetta...
Hugsiði ykkur ef þið mynduð lenda í þessu sem þetta fólk lenti í...maður hugsar alltaf: Það kemur ekkert fyrir mitt barn...en það getur allt gerst og það á einni nóttu eins og hjá dóttur þessara stelpu. Ég hef fylgst aðeins með þessari síðu í nokkurn tíma og get ekki ímyndað mér hvað þetta hlýtur að vera erfitt fyrir þau.... Maður er greinilega alltof fáfróður um barnaspítala Hringsins..ég hélt t.d að það væri ALLT til staðar þar sem að hann er svo nýr og flottur, en það er langt í frá... Að lokum vil ég benda á þennan línk...
Annars setti ég inn nokkrar myndir á heimasíðuna hjá Alexander í gær..og svo er komin ný vefdagbókarfærsla...Einnig bætti ég við nokkrum nýjum linkum á heimasíðuna mína... Ætla að drífa mig í því að lesa áður en ég fer og sæki guttann....
( ) klesst bíl vinar/vinkonu ( ) stolið bíl (x) verið ástfangin/n (x) verið sagt upp af kærasta/kærustu ( ) verið rekin/n (x) lent í slagsmálum (já það hefur gerst á yngri árum) ( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum (x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki ( ) verið handtekin/n (x) farið á blint stefnumót (x) logið að vini/vinkonu (x) skrópað í skólanum (x) horft á einhvern deyja ( ) farið til Canada ( ) farið til Mexico (x) ferðast í flugvél ( ) kveikt í þér viljandi (x) borðað sushi ( ) farið á sjóskíði (x) farið á snjóskíði ( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu (x) farið á tónleika (x) tekið verkjalyf (x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna (x) legið á bakinu úti og horft á skýin (x) búið til snjóengil (x) haldið kaffiboð (x) flogið flugdreka (x) byggt sandkastala (x) hoppað í pollum (x) farið í "tískuleik" (x) hoppað í laufblaðahrúgu (x) rennt þér á sleða (x) svindlað í leik (x) verið einmana (x) sofnað í skólanum (x) notað falsað skilríki (x) horft á sólarlagið ( ) fundið jarðskjálfta (x) sofið undir berum himni (x) verið kitluð/kitlaður (x) verið rænd/rændur (x) verið misskilin/n (x) klappað hreindýri/geit/kengúru (x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi ( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla ( ) lent í bílslysi ( ) verið með spangir/góm (x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni (x) borðað líter af ís á einu kvöldi (alveg örugglega..isss..) (x) fengið deja vu ( ) dansað í tunglskininu (x) fundist þú líta vel út ( ) verið vitni að glæp (x) efast um að hjartað segði þér rétt til ( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (erekkilagi?) ( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni (x) verið týnd/ur (x) synt í sjónum (x) fundist þú vera að deyja (x) grátið þig í svefn (x) farið í löggu og bófa leik ( ) litað nýlega með vaxlitum (x) sungið í karaókí (x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki (x) hringt símahrekk ( ) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér (x) stungið út tungunni til að ná snjókorni (x) dansað í rigningunni (x) skrifað bréf til jólasveinsins (x) verið kysst/ur undir mistilteini (x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem mér þykir vænt um (x) blásið sápukúlur (x) kveikt bál á ströndinni (x) komið óboðin/n í partý (hver hefur það ekki á Ísó hehe) ( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í (x) farið á rúlluskauta/línuskauta (x) fengið ósk mína uppfyllta ( ) farið í fallhlífastökk (það er draumurinn…) ( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig (x) pissað úti
Já þetta er ansi erfitt fyrir þá...
Skrítið að þetta skildi gerast í fyrradag. Því að deginum áður var ég að tala við Orra um að það hefðu Íslendingar lent í bruna hér í Köben deginum áður og þá var það reykskynjarinn sem bjargaði þeim. Ég var að segja við hann að ég þyrfti að fara að ath hvort að reykskynjarinn minn virkaði þar sem að það var svo langt síðan ég hafði tékkað á því. Það fór ekki á milli mála að hann virkaði ekki þegar þetta gerðist!! ég fór því strax að kaupa nýtt batteríi svo að hann er í lagi núna!! þetta er ekkert smá fljótt að gerast...
Lífið gengur sinn vanagang hérna á Dalslandsgade. Þessa dagana heldur maður sig bara innandyra útaf kuldanum og snjónum..alveg ömurlegt... Ég er að vinna í umsóknarferlinu í sambandi við annað nám. Já..ég er búin að ákveða að hætta í lyfjafræðinni fyrir þá sem ekki vita það!! Ég er bara löngu búin að komast að því að hún er ekki fyrir mig. Tók mig alveg þokkalega langan tíma að átta mig á því, en sem betur fer er ég búin að sjá þetta þannig að það er ekki spurning að stefna á eitthvað annað. Ég er búinn að vera að hugsa um að skipta yfir í tannlækninn og ætla ég að prófa að sækja um hann. Ég fór á kynningarfund um daginn og leist bara mjög vel á það nám. Ég get fengið eitthvað af þeim fögum sem ég er búin með í lyfjafræðinni metin yfir í tannsann. En það þarf auðvitað fyrst að komast inn og er það frekar erfitt. Í fyrra sóttu 745 um og komust aðeins 107 inn!! 20% af þeim voru umsóknir í gegnum kvóta 2. Ég verð að sækja um í kvóta 2 þar sem að ég er útlendingur...Þetta eru skelfilegar tölur..en vonandi verð ég ein af þessum 20% sem komast inn...hef einhvernveginn ekki mikla trú á því þar sem þessar tölur eru alveg rosalegar..En maður vonar það besta..... Annars áttum við góða helgi. Á föstudeginum eftir fyrirlestrana skellti ég mér með Erlu, sem er skiptinemi hérna í lyfjafræðinni, á Laundromat..hvað annað. Fengum okkur brunch sem var algjör snilld!! Um kvöldið fórum við kallinn svo út að borða á kínverskum veitingarstað. Ágætis staður og fínn matur. Á laugardeginum tókum við smá leti á þetta, en rifum okkur á fætur og fórum að stússast í matreiðslunni því við vorum búin að bjóða Hörpu og Árna í mat til okkar um kvöldið. Við vorum með aspas vafin í skinku með dijon sinnepi og rucola í forrétt. Önd með perum, grænmeti og karteflugratíni í aðallrétt og svo heimalagaðann toblerone ís í eftirrétt. Við hjónin fórum létt með þetta og heppaðist þetta mjög vel. Á sunnudeginum vorum við ótrúlega hress miðað við áfengismagnið sem var drukkið kvöldið áður..neeeei..það var ekki svo slæmt, vorum allavega hress á sunnudeginum. Dagurinn var nýttur í lærdóm og þvott..Um kvöldið var svo frænka hans Orra búin að bjóða okkur í heimsókn. Við redduðum pössun sem var ekkert mál þannig að við fórum bara tvö. Ekki skynsamlegt að taka litla kall með þar sem að það var skóli daginn eftir hjá guttanum. Í kvöld ætlum við hinsvegar að leyfa honum að koma með okkur á handboltaleik með FC Guðrúnu á móti liði sem ég held að heiti Stadium...er samt ekki viss... Jæja..þetta er orðið gott..ætla að fara að gera eitthvað af viti...
Sem betur fer er komin mars, þannig að það styttist óðum í vorið... En að öðru..Það er ekki ennþá komið út úr myndatökunni hjá Alexander. Við eigum að fá svar á morgun þannig að við krossleggjum fingur... Mamma og pabbi eru á skíðum í Aspen þessa stundina. Ég væri nú ekki á móti því að skipta við þau. Ekki slæmt að vera bara á skíðum alla daga, slappa svo af á kvöldin og fara í pottinn...*maðurmáalveglátasigdreyma* Annars hef voða lítið að segja þessa dagana. Held ég sleppi því að blogga þangað til að andinn hefur komið yfir mig aftur..... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|