[ Lífið í Køben ] | ||
|
Ég ákvad ad sýna smá lit og skrifa nokkrar linur thar sem ad ég er í skólanum ad bida eftir ad klassetime byrjar...
Thad er annars allt gott ad frétta hédan... Mér finnst vikurnar fljúga áfram...vid erum ad fara á Radiohead tónleikana eftir viku!! Hlakka ekkert smá mikid til :) Helgin eftir thad fer svo í langthráda Thýskalandsferd og svo taka prófin vid!! iss...timinn er alltof fljótur ad lida!! svo má ekki gleyma thvi ad á næstu vikum mun ein úr vinkonuhópnum eignast litinn króa...thad verdur nú aldeilis skritid hehe... Annars erum vid ad fara i klassefest i kvøld heima hjá einum bekkjarfélaga hans Alexanders. Thetta er i annad skiptid sem vid førum og er ég ekki i vafa um ad thetta verdur hressandi kvøld eins og thad var sídast. Allir mæta med einn rétt og drykki og svo er thetta allt sett saman á hladbord...Thannig ad thad verdur gaman ad sja hvad verdur ut ur thessu kvøldi. Ég var annars bedin um ad leggja inn gott ord fyrir nágranna minn sem sá eina mømmuna i afmælinu hans Alexanders um daginn. Honum leist svona lika vel á hana thannig ad ég verd nú ad nefna hann vid hana. Hehe..finnst thad frekar fyndid ad vera einhver matchmaker...en hva..madur verdur nu ad hjálpa til hehe...
Við höfðum það mjög gott í páskafríinu. Slöppuðum mikið af og höfðum það mjög huggulegt. Fórum í bíó, tókum heimilið í gegn, fórum í matarboð og héldum svo eitt matarboð líka. Þetta voru bara vel heppnaðir páskar miðað við það sem maður mátti búast við....þá er ég að meina að vera ekki staddur á Ísafirði um páskana hehe... Í gær ætluðum við svo að hjóla í bæinn og fá okkur göngutúr hjá hafmeyjunni með Systu frænku hans Orra þegar við komumst að því að Alexander hafi gleymt að læsa hjólinu sínu á leikplássinu eina ferðina enn!! í þetta skiptið gleymdi hann hjálminum líka. Það var farið að leita og hjálmurinn fannst en ekki hjólið....þetta er alveg ótrúlegt!! hel**** þjófar!! Núna verður bara keypt gamalt og notað hjól fyrir hann þar sem hann greinilega lærði ekkert af því að týna fyrsta hjólinu!! Púff....
Varúð.....væmið blogg!!! Ég held að mig hafi aldrei langað svona mikið ”heim” eins og mig langar núna. Langar eiginlega miklu meira núna heldur en í sumar. Mér finnst soldið eins og að "grasið sé grænna hinum megin" í augnablikinu. Er það ekki alltaf þannig??? Þar sem að það eru svo margir ættingjar mínir í heimsókn á heimaslóðum mínum og það er svo mikið um að vera í skíðavikunni langar mig alveg sjúklega mikið "heim"!!! Ég er soldið búin að vera að upplifa de ja vú þar sem að ég hef fundið mikið fyrir því að vera ung mamma undanfarið. Í gegnum tíðina hef ég alltaf upplifað erfið tímabil þar sem að það hefur verið soldið erfitt fyrir mig að hafa misst af unglingsárunum. Ég hef auðvitað fengið að upplifa yndislega hluti sem ég sé alls ekki eftir og mundi engan veginn vilja að hafa misst af, en ef ég gæti breytt hlutunum myndi ég vilja að fresta þeim um nokkur ár. Það eru örugglega ekki margir sem skilja hvað ég er að tala um þar sem að það eru nú ekki margir sem hafa gengið í gegnum það sama og ég hef gengið í gegnum. Ég vil samt taka það fram að ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki Alexander. Ég sé mig engan veginn án hans, hann er mitt líf og yndi!! Ég gæti aldrei lifað án hans!! Ég veit ekki alveg afhverju ég fór að tala um þetta....hafði bara einhverja þörf fyrir að tjá mig um þetta...
Í gær tókum við heimilið í gegn. Orri gerði nú mest, þar sem að þetta voru þannig verk sem ég neita hreinlega að koma nálægt. Allt það sem þurfti að gera er miklu meira mál fyrir mig heldur en hann..hann fer nú létt með svona hluti... En núna er to do-listinn nánast tómur sem er alveg frábært :) Í kvöld erum við að fara í påskefrokost með öllum Íslendingunum á kollegíinu. Ég er bara orðin svo kvefuð!! þoli ekki að vera svona....en ég verð bara að vera dugleg að drekka sólhatt og fjallagrasate...það er svo ömurlegt að vera svona þegar maður er að fara eitthvað....vonandi finn ég bragð af matnum!! við fengum að vita að það verður þriggja rétta máltíð í boði og í aðalrétt verður Íslensk lambalæri!! nammi namm...það er svo langt síðan að ég fékk lambalæri...ég slefa alveg hérna við tölvuna hehehe.... Við ætlum svo að bjóða Funa, Siggu og Mist í Íslenskan veislumat á páskadag....Það verður gaman að sjá hvað kemur útúr því hjá okkur...
Annars erum við komin í páskafrí. Ég verð nú alveg að viðurkenna það að mig langar soldið til Ísafjarðar núna. Það er alltaf svo mikil stemning á skíðavikunni, Aldrei fór ég suður, allskonar skemmtilegheit fyrir krakkana, skemmtilegt djamm, fullt af fólki og bara rosa gaman!! en það verður víst að bíða betri tíma...við munum hinsvegar eyða okkar páskum í rólegheitum hérna heima. Njóta þess að sofa út og slappa af...Kannski við kíkjum í tívolíið þar sem það er að opna á miðvikudaginn..hver veit...annars ætlum við líka að taka heimilið í gegn. Það er kominn rosa listi um hluti sem þarf að gera og ætlum við að drífa í því að klára það í fríinu....svo verður örugglega lesið inn á milli í farmakologi...ætli maður kíki ekki aðeins á djammið þar sem það er alveg kominn tími á að taka trylltan dans hjá kellunni :o) |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|