[ Lífið í Køben ] | ||
|
Jæja..þá er stresstímabilið hafið. Ég er ekki að nenna þessu. Orri er að klára prófin á morgun og ég er rétt að byrja!! Pirr....Sem betur fer ætlar hann að vera með Alexander fyrir mig svo að ég get einbeitt mér betur að prófunum...
Ég fattaði allt í einu í gærkvöldi hvað það væri stutt í prófin. Fór að stressa mig og ætlaði aldrei að sofna. Svefnleysi er eitthvað sem einkennir próftímabilið. Maður getur ekki sofið almennilega útaf stressi...þoli ekki að vera andvaka og geta ekki sofnað fyrr en um miðja nótt. Í gærkvöldi ætlaði ég mér að fara að sofa snemma. Ég lagðist á koddann um ellefu leytið og ætlaði mér að sofna strax..en nei það gerðist auðvitað ekki...ég sofnaði ég ekki fyrr en klukkan þrjú í nótt!! Þar sem hugsanirnar voru alveg á milljón ákváð ég að taka fram blað og penna og skrifa niður það sem var að snúast í hausnum á mér. Varð bara að koma þessu frá mér. Leið auðvitað miklu betur eftir að hafa skrifað nokkrar blaðsíður niður og sofnaði auðvitað mjög fljótt eftir það. Í morgun var rise and shine klukkan sjö...Hressandi....þannig að núna verður maður bara að lifa á orkudrykkjum til að halda manni vakandi...púff...jæja verð að halda áfram...má ekki vera lengur í pásu...þetta internetstúss er tímaþjófur í prófunum....
Innilega til hamingju litla fjölskylda!!
Ég er að spá í að baka köku með lærdómnum í dag...langar eitthvað svo að baka...Stressið er ekki enn farið að hrjá mig enda finnst mér alltof langt í fyrsta prófið...Ég hef alltaf byrjað að læra fyrir prófin mjög snemma þannig að próftíminn verður MJÖG langur eða um 1-2 mánuðir. Eftir hvert tímabil er maður algjörlega búinn á því andlega, því hef ég ákveðið að nota ekki svona mikinn tíma í undirbúning þess önn. Ég ætla að taka max 10 daga fyrir hvert próf...oh..hvað mér hlakkar til að komast í sumarfrí, en það verður ekki fyrr en 23 júni!!
Thad er annars allt gott ad frétta hédan. Thýskalandsferdin var frábær í alla stadi!! Mig langar bara strax aftur í heimsókn :) Ingó og Hrefna tóku ekkert smá vel á móti okkur og dekrudu okkur alveg upp ur skonum!! Vid fengum frábært vedur og nutum thess i botn ad vera hjá theim. Thad gekk nú ekkert sérstaklega vel á leidinni til theirra thar sem ad vid misstum af ferjunni og lentum i umferdarteppu! Thad var thvi enntha betra ad komast i kaldan bjórinn hja brósa eftir ad hafa sitid i bilnum allan daginn... Um kvøldid grilludum vid og bordudum uti i gardi. Tókum i nokkur spil, drukkum vin og hlustudum a tonlist. A laugardeginum forum vid i bæinn en thar var Mai Wochen i gangi og thvi mikid um manninn. Thar voru allskyns básar med thvilikt girnilegum mat, alveg fra sukkuladihududum ávøxtum til heillar máltidar. Thar var einnig ad finna tivolitæki og allskonar sølubása. Vid gæddum okkur á ýmsum gódgætum, smøkkudum jardaberjardrykk (held ad thad hafi verid einhver thjódardrykkur), røltum um bæinn, fórum á kaffihus og høfdum thad gott. Svo var farid heim ad slappa af, sumir horfdu á Liverpool leikinn medan adrir dottudu i lazyboy stólnum :o) Vid endurtókum leik føstudagskvøldins thar sem adrir en spilameistarinn sjálfur *hóst*Orri* fengu ad sýna sig hehe ;) A sunnudeginum forum vid i gøngutur upp ad vatni og fengum okkur kaffi adur en vid løgdum af stad. Ferdin heim gekk mjøg vel og vorum vid aftur i kotid okkar um tiu. Vid vorum mjøg ánægd med ferdina og hløkkum mikid til ad hitta thau aftur. Ég ætla ad setja myndir fra ferdinni inn a heimasiduna hans Alexanders sennilega i dag, ef ekki a morgun...Thangad til næst....
Eftir þessa tónleika er maður alveg veikur fyrir því að fara á sem flesta tónleika sem eru í boði hér í Köben. Ég er búin að kaupa miða á Massive Attack sem verða 25 ágúst. Svo er ég að reyna að fá miða á Madonnu sem verða 24.ágúst og á George Michael sem verða 11 nóvember, en það var uppselt á þá tónleika nánast strax. En hva...það hlýtur að reddast að fá miða á þá ;) Það er svo loksins að koma að Þýskalandsferðinni. Við förum snemma á föstudaginn og komum aftur á sunnudagskvöldið. Mig hlakkar ekkert smá mikið til að hitta Ingó og co. Það verður fínt að fá smá frí áður en prófin byrja...Og svo er víst hitinn búinn að fara upp í 27 stig þar..þannig að ég vona að það haldist bara þannig þangað til að við komum hehe...En núna ætla ég að fara út á gras með teppi og lesa í sólinni....
Eftir laaangan dag á bókasafninu (þar sem veðrið var svo gott) dreif ég mig í því að sækja Alexander. Þegar ég var búinn að sækja hann hjóluðum við í Paradís og splæstum á okkur ljúffengan heimatilbúinn ís... Röltum svo niður að vatninu hérna rétt hjá og höfðum það huggulegt í sólinni...ekkert smá næs...Það verður gaman þegar prófin eru búin, því þá hefst pils-hlýrabola-strandar-tímabilið!! Á svona tímum langar mér helst til að eiga minn eigin garð svo maður geti haft það notalegt án þess að hafa fullt af fólki í kringum sig...en það er víst ekki að fara að gerast á námsárum... Á morgun er bekkurinn minn að fara út að borða og ætla ég að skella mér með. Það er afslutningsfest í skólanum og er planið að kíkja þangað líka. Ég hef nú ekki farið á fredagsbar síðan í fyrsta bekk þannig að ég má til með að fara núna... Á laugardaginn er það svo RADIOHEAD!!!!!!! :)
|
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|