[ Lífið í Køben ] | ||
|
![]() Mamma og co. fóru ekki fyrr en sl. þriðjudag ég ruglaðist eitthvað í síðustu færslu og skrifaði að þau myndu fara á sunnudegi. Þau stoppuðu hjá okkur frá fimmtudegi til föstudags og fóru svo til suður jótlands að heimsækja vini sína. Þau tóku Alexander með sér yfir helgina og vorum við Orri því barnslaus. Alexander skemmti sér þvílíkt vel, var alveg í essinu sínu í sveitinni og gerði ekki annað en að slá grasið á sláttuvélinni allann tímann hehehe...þið getið skoðað myndir frá ferðinni á barnalandi ef þið hafið áhuga á því. Þau komu svo aftur á sunnudeginum til okkar og voru fram á þriðjudag. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn. Maður verður alltaf svo endurnærður eftir að fjölskyldan er búin að vera í kringum mann :o) ![]() Í fyrramálið ætlum við Alexander loksins að láta verða af því að fara í heimsókn til Sillu og co. og munum við þá sjá Lucas litla í fyrsta sinn!! alveg ótrúlegt að við skulum ekki enn vera farin í heimsókn þar sem að við búum nú einu sinni í sama landinu!! okkur hlakkar mikið til hitta þau, eða réttarasagt aðallega ég :o) við munum stoppa fram yfir helgina hjá þeim í sveitinni og að öllum líkindum koma endurnærð aftur til Kaupmannahafnar :) ![]()
Við erum annars búin að eiga góða helgi. Föstudagurinn var tekinn í afslöppun og var gærdagurinn svo notaður í íbúðarþrif og undirbúning fyrir matarboðið sem halda átti um kvöldið. Darri, bróðir Orra og Petra kona hans voru nefnilega í helgarferð hérna í Köben, þannig að við buðum þeim auðvitað í mat, ásamt Systu frænku hans Orra sem býr hér í Köben. Við vorum með raclette og heppnaðist það mjög vel...umm...það var ekkert smá gott...Við áttum saman mjög skemmtilegt kvöld þar sem kjaftað var fram eftir kvöldi... Sumarið er eiginlega komið aftur hérna í landi baunanna. Alla síðustu viku var hitastigið í kringum 25 stig, sólin lét sjá sig og maður naut þess að fá smá auka sumar. Spáin er svipuð næstu daga, nema að það er einn rigningardagur á þriðjudaginn og svo á hitastigið að vera í kringum 20 stig...ljúft...Mamma og pabbi eru einmitt að koma ásamt Köllu og Sigga á fimmtudaginn og ætla þau að stoppa í Dk fram á sunnudag...stutt stopp en það verður samt gaman að sjá þau, enda frekar langt síðan að við hittumst. Ég var að hugsa um að fara upp í rúm núna og lesa bók og fara bara snemma að sofa...aðeins að hvíla mig eftir síðustu nótt, sem var ekki svefnmikil að sökum manns sem lá við hliðina á mér og samkjaftaði ekki alla nóttina. Ég fékk að heyra dönsku, íslensku og ensku hvorki meira né minna!! hehehe..við erum ansi lík í þessari fjölskyldu...nema að ég held að ég hafi ekki þann hæfileika að geta talað öllum þessum tungumálum á einni nóttu...ég er aðallega sitt og hvað í rússneskunni, íslenskunni og dönskunni. Alexander talar bara íslensku og dönsku þannig að kallinn á metið...hehehe...
Annars er ég öll að koma til…Planið er að fara í skólann í þessari viku þannig að þá mun þessum leiðinda veikindatíma ljúka. Það er ekkert smá skrítið að vera í svona ástandi. Maður heldur að maður geti gert miklu meira en maður getur. Það er ekkert smá pirrandi að vera svona mikill sjúklingur...Ég má ekki lyfta neinu þungu né hreyfa mig af viti í 2 aðrar vikur...ahh...það verður gott að verða aftur eðlileg...þar sem ég hef lítið annað að segja ætla að fara og gera ekki neitt.... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|