[ Lífið í Køben ] | ||
|
Við erum farin að skrifa niður á blað það sem við þurfum að kaupa því það verður að byrgja sig upp fyrir fyrstu dönsku jólin okkar ;) Annars var okkur líka að detta í hug að ef einhverjir vilja nýta sér fríian sendingarkostnað, þá erum við alveg tilbúin til að taka einhverja jólapakka með okkur út. Það er svo hrikalega dýrt að senda pakka út þannig að það er um að gera að nýta sér þetta ef einhver vill.....Annars hlakka ég til að sjá ykkur!! ég mun sennilega verða með íslenska númerið mitt, þ.e.a.s ef það virkar ennþá...endilega verið í sambandi ef þið hafið tíma til að hitta okkur :)
Við skruppum svo yfir til Þýskalands þar sem keyptur var slatti á vínlagerinn okkar Orra. Silla lánaði mér ferðatösku sem var svo stútfull að maður gat varla lyft henni hehehe....ég slapp nú reyndar við að bera hana þar sem að ég mátti það ekki, þannig að greyið maðurinn við hliðina á mér lenti í því að þurfa að hjálpa mér.... Um þessa helgi er Orri svo með félaga sína frá Íslandi í heimsókn. Þeir eru úti að borða núna á meðan við Alexander erum búin að hafa huggókvöld ;) Í dag eru annars liðnar 6 vikur síðan aðgerðin var gerð, sem þýðir að ég er að byrja að vinna á morgun. Úff...mér kvíður svo fyrir því að þurfa að hlaupa upp og niður alla þessa stigaganga þar sem að ég er algjörlega dottin úr öllu formi. En það verður vonandi bara fljótt að koma...Annaðkvöld erum við svo að fara í afmæli hjá Sonju...Það verður gaman að kíkja aðeins á tjúttið....en jæja, ég verð víst að fara að sofa þar sem að það er rise and shine klukkan korter í sex í fyrramálið...hressandi... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|