[ Lífið í Køben ] | ||
|
Ég ætla að byrja á þessu bloggi að óska elsku vinkonu minni henni Jóhönnu og tilvonandi eiginmanninum hennar honum Gunna enn og aftur til hamingju með litla prinsinn þeirra,Gunnar Egil. Hann er algjört augnayndi! maður gjörsamlega bráðnar við að sjá myndir af honum..ég get ekki beðið eftir að fá að knúsa hann :)
Annars byrjaði að snjóa í Kaupmannahöfn í dag..Veturinn er fyrst að koma núna. Það er búið að vera þvílíkt gott og milt veður í allan vetur þannig að það hlaut að koma að því að kuldinn kæmi...sem betur fer verður ekki kalt í mjög langan tíma þar sem að vorið kemur mjög snemma... Lífið gengur sinn vanagang hérna á Öresundskollegiinu. Orri er að fara að verja verkefnið sitt á morgun, ég er á fullu að búa til tennur alla daga og Alexander er í skólanum sínum. Hann æfir svo breik dansinn af fullum krafti og lærir á bassa einu sinni í viku. Það er komið að því að ég þurfi að fara að kaupa eitt stykki bassa fyrir strákinn, það gengur víst ekki lengur að hann geti ekki æft sig fyrir tímana...púff...þetta er allt svo dýrt...fyrst voru það trommur og svo er það bassi..sem betur fer var ég ekki búin að kaupa trommusett hehe...Ég er að velta því fyrir mér að bassinn verði afmælisgjöfin í ár. Hann mun bara fá afmælisgjöfina í fyrri kantinum í þetta skiptið.... Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það hefur verið alveg klikkað veður undanfarið í Evrópu. Við Orri skelltum okkur til Svíþjóðar um síðustu helgi, fórum í smá verslunarleiðangur á sunnudeginum til Malmö og náðum að versla alveg ágætis slatta...Við vorum nú ekkert að spá í veðrinu þangað til að við heyrðum í kallkerfinu í lestinni að það væri búið að aflýsa öllum lestarferðum frá Malmö og lengra inn í Svíþjóð...stuttu seinna var sagt að það væri líka búið að loka fyrir allri umferð á brúnni og þá fórum við fyrst að spá í því hvort að við myndum komast til baka...Það voru nú ekki margir á ferðinni í bænum sem skýrir kannski veðrið hehe... Við vorum nú reyndar aðallega að skoða mollinn þannig að við vorum nú ekki mikið úti... Þegar við vorum á heimleið sáum við að það væri búið að aflýsa öllum ferðum frá og með kl.18:00 þannig að við rétt sluppum...Þegar við vorum svo komin heim sáum við á netinu að það höfðu 3 látist í veðrinu og þar á meðal enn í Malmö...þessir Íslendingar geta verið nett klikkaðir stundum....við gerðum okkur enganveginn grein fyrir hvað veðrið var brjálað.... Á miðvikudaginn er Víðir bróðir að koma til okkar í heimsókn. Hann ætlar að stoppa í viku og munum við keyra saman til Þýskalands á fimmt.og fara á HM! Aðsjálfsögðu erum við líka að fara í heimsókn til Ingó og co. Það verður gaman að fá brósa í heimsókn þar sem að þetta mun vera í fyrsta skiptið sem hann kemur :o) Þetta er orðið alltof langt blogg...ætla að hætta núna...skrifa ferðasöguna í næstu viku....
Í þetta skiptið keypti ég 2ja ára tryggingu á símann þannig að núna er ég góðum málum... P.s Ég er missti öll símanúmerin mín þar sem að gamli síminn minn er ónýtur. Ég er búin að prófa að setja simkortið í annan síma en það koma ekki öll númerin þannig að ef að þið sendið mér sms þá megið þið endilega skrifa nafnið ykkar í lokin...annars er ég búin að vera að reyna að finna flest númerið á netinu en það eru ekki því miður bara allir skráðir...þannig að það mun taka sinn tíma að fá öll þessi númer aftur....
Núna er rútínan að komast aftur í gang hjá okkur, skólarnir eru byrjaðir hjá okkur Alexander og Orri sést varla heima hjá sér þar sem hann er nánast fluttur upp í skóla...það eru skil hjá honum á mánudag og svo er vörnin í kringum 17 jan..þannig að þetta er alveg að verða BÚIÐ!! Guð sé lof fyrir það!! Okkur Alexander hlakkar endalaust mikið til að fá hann aftur heim...enda við bæði orðin þreytt á að vera Orralaus alla daga.... Ég er ennþá að berjast við að rétta sólarhringinn við og hef ég sofið ansi ílla undanfarnar nætur...ég er því miður ennþá í "gólftuskufarinu" og þar afleiðandi með stanslausann hausverk út af þessu blessaða kvefi...þetta ætlar bara ekkert að fara! og ég er orðin hundleið á þessu ástandi...ég ætla því að drífa mig í háttinn strax eftir þetta blogg og reyna að fara að sofa á skikkanlegum tíma í kvöld... p.s fyrir þá sem vantar að ná í mig/eða hafa verið að reyna það þá er gemsinn minn ónýtur! :( þannig að það er bara hægt að ná í mig í heimasímanum....ég veit ekki hvenær ég kaupi nýjan síma..þarf að sjá hvað fjárhagurinn leyfir þennan mánuðinn... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|