|
[ Lífið í Køben ] | ||
|
|
Þá er alveg að koma að því...við erum að fara í sónarinn á morgun!! spennan er alveg að fara með mig....mig dreymdi í fyrrinótt að ég hefði átt annan strák þannig að það verður gaman að sjá hvort hvort kynið leynist í bumbunni :o)
Ég sem er búin að pakka niður vetrarfötunum...soldið mikil breyting frá föstudegi til Þriðjudags...hmm...ekki nógu gott...eins gott að það kólni ekki meira en þetta....![]()
Við erum svo búin að vera í breytingarfíling hérna því um helgina tókum við allt í gegn. Á föstudeginum fórum við í IKEA að versla nokkra hluti..við ætluðum nú bara rétt að kíkja en duttum í kaupgírinn og keyptum kommóðu/skiptiborð, skrifborð og barnarúm. Svo á laugardeginum tók Orri svefnherbergið í gegn og setti upp skrifborðið og kommóðuna á meðan ég fór í gegnum skápana og endurraðaði og pakkaði slatta niður í kassa sem fór síðan niður í geymslu. Alexander var líka settur í verkefni en það var að taka til í herberginu sínu...það er alltaf jafn mikil pína fyrir hann og tekur það oftast allan daginn að fara í gegnum allt dótið, hann er alltaf svo sallarólegur í þessum málum... Núna er aðeins vika þangað til að við förum í 20 vikna sónarinn :o) Get ekki beðið!! |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|