mánudagur, apríl 30, 2007
Þá er alveg að koma að því...við erum að fara í sónarinn á morgun!! spennan er alveg að fara með mig....mig dreymdi í fyrrinótt að ég hefði átt annan strák þannig að það verður gaman að sjá hvort hvort kynið leynist í bumbunni :o)
Posted by: Sandra @
20:53
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Ég sem er búin að pakka niður vetrarfötunum...soldið mikil breyting frá föstudegi til Þriðjudags...hmm...ekki nógu gott...eins gott að það kólni ekki meira en þetta....

Posted by: Sandra @
08:44
mánudagur, apríl 23, 2007
Núna eru komnar u.þ.b tvær vikur síðan að við komum aftur heim frá Íslandi. Þessi ferð var nú ekkert frábrugðin hinum Íslandsferðunum, endalaust stress og brjálað að gera. En það var samt fínt að koma heim og fá mömmumat og hitta alla. Ég var samt voða fegin að koma aftur út þar sem að ég var algjörlega búin á því eftir þessar tvær vikur. Þegar við komum heim þá var Orri yndislegi búinn að parketleggja ganginn okkar. Þvílíkur munur verð ég að segja..íbúðin er allt önnur :o)
Við erum svo búin að vera í breytingarfíling hérna því um helgina tókum við allt í gegn. Á föstudeginum fórum við í IKEA að versla nokkra hluti..við ætluðum nú bara rétt að kíkja en duttum í kaupgírinn og keyptum kommóðu/skiptiborð, skrifborð og barnarúm. Svo á laugardeginum tók Orri svefnherbergið í gegn og setti upp skrifborðið og kommóðuna á meðan ég fór í gegnum skápana og endurraðaði og pakkaði slatta niður í kassa sem fór síðan niður í geymslu. Alexander var líka settur í verkefni en það var að taka til í herberginu sínu...það er alltaf jafn mikil pína fyrir hann og tekur það oftast allan daginn að fara í gegnum allt dótið, hann er alltaf svo sallarólegur í þessum málum...
Annars er bara allt gott að frétta héðan. Ég er búin að vera að reyna að henda inn myndum frá Íslandsferðinni en það gengur eitthvað brösulega þannig að það mun líða einhver tími þangað til að barnalandssíðan hans Alexanders verður uppfærð. En þangað til verð ég víst að skella inn einni bumbumynd þar sem að það eru svo margir búin að biðja mig um að vera duglega að setja myndir inn á heimasíðuna....Við Orri fórum út að borða með vinum okkar sl.laugardagskvöld og voru teknar nokkrar bumbumyndir áður en við fórum út....eins og þið sjáið á þessari mynd þá er vex bumban ansi hratt :o)
Núna er aðeins vika þangað til að við förum í 20 vikna sónarinn :o) Get ekki beðið!!
Posted by: Sandra @
12:33