[ Lífið í Køben ] | ||
|
![]() ![]() Þá er það komið í ljós að það mun lítil Orradóttir koma í heiminn í september!! :o) Henni líður greinilega mjög vel þar sem að hún er frekar stór eftir aldri og með rosa bollukinnar og sæta undirhöku hehe... Við erum alveg í skýjunum yfir þessum fréttum, það verður yndislegt að eiga bæði kynin :o) Núna get ég farið og verslað smá BLEIKT fyrir litlu skottuna..það er nefnilega bara til strákaföt á þessu heimili ;) Það eru komnar fleiri myndir inn á barnaland ef þið viljið skoða ;)
En að öðru...við höfum ákveðið að fara í 3víddar sónarinn!!! :) :) Það var ansi löng umræða um þetta hjá okkur Orra hvort að við ættum að fara eða ekki þar sem að við ættum í rauninni að vera að eyða þessum pening í verkfæri! skemmtilegt...en við komumst að samkomulagi...þetta verður sennilega eina gleðin(fjarhagslega séð) í lífi okkar á næstunni þannig að það er um að gera að vanda valið vel..og mér fannst það ekki vera spurning um að velja sónarinn...Maður á eftir að lifa á þessu lengi! :o) Við erum nefnilega að fara NÚNA á laugardaginn!! get ekki beðið!! og mér sem fannst vera svo langt síðan að ég pantaði tímann og núna er bara komið að þessu....Ég mun aðsjálfsögðu segja ykkur hvaða kyn barnið er...ohh..þetta er svo spennandi!! ;)
![]() Annars gleymdi ég að segja ykkur frá því í síðustu færslu að Ærtelandsvej þýðir baunalandsvegur hahahaha!! og við búum í baunalandi :) hélt að einhverjum myndi finnast þetta ansi fyndið ;) Við erum búin að ákveða að afmælin okkar verða haldin um verslunarmannahelgina því flestir vilja koma þá, þannig að þið hin sem eruð ekki búin að bóka ykkur ferð eruð velkomin til að gera það núna :) Ég er búin að panta auka gestaherbergi ef einhver vill fá það leigt...það kostar bara 100 kr danskar nóttin, nánast frítt! Af öðrum fréttum....Eyrún vinkona átti strák í dag! Hún var sett 15 júní en sá stutti ákvað bara að velja sína eigin dagsetningu...enda flottur dagur í dag 060607. Allt gekk rosalega vel og fórum við að skoða gripinn fyrr í kvöld. Það var yndislegt að sjá þau, hún svona hress og litli gaurinn svo mikið krútt...mér finnst ekkert smá skrítið að hún sé bara búin með meðgönguna sína...við vorum hjá henni í gærkvöldi og þá var hún bara kasólétt hehe..já þetta er fljótt að breytast....ég get ekki beðið eftir því að klára þessa meðgöngu og fá barnið mitt í hendurnar :o) |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|