[ Lífið í Køben ] | ||
|
Ja thessi oskalisti okkar er frekar fyndinn hehe..enda er thetta ekki bara oskalistinn minn heldur einnig Orra eins og sest mjøg greinilega hehe...eg veit ekki einu sinni hvad kuttari er hehehe...
En thad fer heldur betur ad lida ad afmælinu mikla...adeins nokkrir dagar til stefnu. Vid reiknum med ad 40 manns munu koma thannig ad thetta litla afmæli okkar verdur ekkert litid eftir allt saman. Vid erum buin ad kaupa risa partytjald sem vid ætlum ad setja i gardinn. Thad er einmitt spad sol og godu vedri um helgina thannig ad vid krossleggjum fingur yfir thvi ad thad muni haldast thannig..Madur er ordin frekar threyttur a thessari rigningu endalaust... A morgun koma mamma og Alexander. Hann er buinn ad vera a Islandi undanfarnar tvær vikur i godu yfirlæti hja ømmu og afa. I thessum skrifudu ordum er hann i heimsokn hja Gullu ømmu og afa Asa, thannig ad thad er buid ad vera nog ad gera hja guttanum vid ad heimsækja alla. Eg fekk fri i Blend a morgun svo ad eg geti nu nad i thau a flugvøllinn, thannig ad eg mun bruna af stad eftir skuringadjobbid og fara beint upp a flugvøll. Vid erum annars buin ad plana daginn vel thar sem ad thad mun koma madur fra HTH (eldhus innrettingaverslun) i husid og mæla allt og mun hann svo koma med tilbod i eldhusid og badid. Thannig ad eg mun bara taka mømmu og Alexander med i thad. Tha getur kellan loksins fengid ad skoda husid. Svo um kvøldid koma Harpa og Arni. Thau ætla ad stoppa fram a manudag eins og flestir. A fimmtudaginn koma svo vinir hans Orra...Thannig ad thad er bara ad fara ad streyma folk til okkar! gaman, gaman :o) Annars er eg med godar frettir ad færa ykkur. Eg er buin ad fa svar fra skolanum og eg komst inn i Tannfrædina :o) eg er s.s med øruggt plass a næsta ari!! thannig ad eg mun taka mer heilt ar i fædingarorlof og svo mun eg byrja namid :o) Thetta nam tekur adeins 2½ ar thannig ad thad er mjøg passlegt thar sem ad eg er ordin frekar threytt a ad vera endalaust namsmadur. Eins og planid er i dag tha mun eg væntanlega vera ordin Tannfrædingur arid 2011!! :o) uff...langt thangad til...en samt ekki...timinn er svo fljotur ad lida...
![]() Annars er nú ekki mikið að frétta héðan. Alexander var í vikunni í sumarbúðum. Hann fór á mánudegi og kom aftur á föstudegi. Við vorum alveg vængbrotin að hafa hann ekki hjá okkur, en við reyndum að nýta tímann vel og fórum m.a að hitta arkitektinn okkar, í IKEA að kíkja á eldhúsinnréttingar og í HTH. Á meðan skemmti hann sér konunglega og kynntist fullt af krökkum. Hann var meira að segja svo ánægður með ferðina að hann er ákveðinn í því að fara aftur á næsta ári :o) já svona var þetta líka þegar við Orri vorum á þessum aldri og fórum í sumarbúðir..maður man ennþá eftir því hvað það var gaman ;) Framkvæmdirnar á húsinu ganga ágætlega. Við erum að stefna að því að sækja um byggingarleyfið fyrir kvistana í vikunni. Það verður spennandi að sjá hvað það mun taka langan tíma að fá það í gegn því eins og danirnir eru nú ligeglad, þá megum við alveg búast við því að þurfa að bíða í 2-3 mánuði...en þá verðum við bara að vinna í einhverju öðru á meðan..þetta verður bara að hafa sinn gang...en við erum nokkurnveginn komin að niðurstöðu hvernig við ætlum að innrétta hæðarnar. Það er mjög gaman að spá í þessu og það verður ennþá gaman þegar maður er farinn að sjá eitthvað gerast :o) En fyrir þá sem ætla að koma í afmælið okkar, þá verður það haldið í húsinu þann 4.ágúst kl:17:00. Við reyndum nú að senda sms til flestra en höfum ekki fengið svar frá öllum. Þið megið endilega láta vita svo að við vitum hversu margir ætla að koma. Eins og er þá mun það verða ansi flottur flokkur sem mun koma frá Íslandi :) ég er allavega búin að fá lánuð 2 gestaherbergi og eina íbúð fyrir gestina. Svo munu nú einhverjir vera hjá okkur á kollegíinu ;) Eitt er allavega víst...það mun vera mikið fjör að Ærtelandsvegi þann 4.ágúst ;)
Eftir að hafa verið í góðu yfirlæti hjá þeim hjónakornum drifum við okkur í húsið okkar að Baunalandsvegi og byrjuðum framkvæmdirnar!! ;) Mig langaði til þess að setja nokkrar myndir hingað inn svona til þess að leyfa fólki að fylgjast með. Ég ætla mér svo að setja enn fleiri myndir inn á barnalandssíðuna hans Alexanders. |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|