[ Lífið í Køben ] | ||
|
![]() Annars fórum við familían í myndatöku hjá Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara í gær. Endilega kíkið inn á síðuna hjá henni, þá getið þið skoðað það sem hún hefur verið að gera... Við fengum þvílíkt margar flottar myndir í þessari myndatöku. Vorum í stúdíoinu hjá henni í allan gærdag, héldum nefnilega að svona myndataka tæki ekki nema 2 tíma eða svo, en við vorum þarna í 6 klukkutíma hehe..en það var sko aldeilis þess virði :) Svo þegar að litla fæðist þá mun hún koma til okkar og taka nokkrar myndir af henni og okkur saman. Það verður gaman að eiga þetta og geta sett einhverjar myndir í ramma og upp á vegg í nýja húsinu :o) ![]() Þess má geta að þetta er sami ljósmyndarinn sem tók bumbumyndir af mér og Eyrúnu í maí sl. Það er ótrúlega gaman að því hvað bumban er orðin sígin. Ég fann það bara allt í einu í gærmorgun, fannst eins og að ég væri komin með fótbolta á milli lappanna hehe... Svo sést það líka á myndinni hérna til vinstri hvar hausinn er...alveg ótrúlegt...það er hægt að klikka á myndirnar til þess að fá þær stærri...
Ég fór í síðustu læknisskoðunina í þessari viku. Það leit allt mjög vel út fyrir utan það að ég hef ekkert þyngst síðan fyrir um mánuði síðan..ekki einu sinni um eitt gramm. En það er sennilega útaf vinnunni...er búin að vera svo mikið á hlaupum þannig að það er kannski ekki skrítið...vonandi verð ég aðeins búin að bæta á mig í næstu skoðun hjá ljósmóðurinni... Ég er annars búin að gera to do list fyrir september mánuð..en ég er að hugsa um að taka fyrstu vikuna í aflsöppun(sjáum nú til hvort að það gangi upp fyrir ofvirku manneskjuna)....en ég ætla að reyna mitt besta... Fyrir utan þessar litlu fréttir þá hef ég nú ekki mikið annað að segja...
Annars var ég víst búin að lofa að koma með listann yfir hvað við Orri fengum í afmælisgjöf..þannig að hér er hann: Pimmie&Elnas(Bekkjarsystur Orra): Rauðvín og barnafatasett Joffi, Óli& Grímsi: Weber grillsett Silla,Hans&Lucas: Ostahnífasett Systa: Pott, bretti, Svuntu og pottaleppa Sonja,Árni,Dagur,Eva&Ágúst Máni: 1000 kr. gjafainneign í Fields Unnur,Björg&Aggi: Ostahníf, Rosendahl kökudisk,uppskrifabók og servíettur Funi&Sigga: Upptakarasett Gunnhildur&Arnar: Blómavasa Harpa&Árni: Íslensk málverk í ramma Lars,Jannik,Søren,Thomas,Daggert&Martin(bekkjarbræður Orra): Slípirokk og rauðvín Bryndís,Nikolai,Ási&Viggó: 2 útiluktir og olíulampa í garðinn Guðrún Björk: Hvítvín og sjal fyrir óléttu konuna Mamma&pabbi: Pening Kalla&Siggi: Pening Víðir: Glerskál Gulla,Ási,Þórhallur,Andrea,Úa,Darri,Petra,Oliver,Emilia&Nikulás: Pening Púff...þá er þetta búið...vona að ég hafi ekki gleymt neinum... Ástæðan fyrir því að ég er fyrst að setja þetta inn núna er sú að ég hef einfaldlega ekki haft tíma til þess að skrifa á bloggið...Skulda víst nokkur e-mail þannig að þið sem eruð að bíða verðið víst að bíða aðeins lengur..er ekki að hafa orku í að setjast fyrir framan tölvuna á kvöldin. Vill helst bara fara beint upp í rúm eftir uppvaskið. Heilsan er nefnilega aðeins farin að klikka. Ég er farin að fá ansi oft fyrirvaraverki og bakverki. Ég hef nú ekki fundið fyrir neinu alla meðgönguna þannig að það hlaut að koma að þessu...ég veit svo sem alveg upp á mig sökina í sambandi við þessa verki...ég er gjörsamlega að fara fram úr sjálfri mér og á erfitt með að hægja á mér. Mætti halda að ég væri ofvirk stundum. Er á fullu núna að pakka niður Blend búðinni á strikinu og er ég ein að því. Var að fá að vita það í gær að ég þyrfti ekkert að stressa mig á því að klára þetta. En ég er búin að vera á hundraði síðan að ég byrjaði þar sem að ég hélt að það þyrfti að drífa þetta af og núna er ég nánast búin! ég fæ hjálp á þriðjudaginn en þá held ég bara að það verði bara allt búið...en ég er nú að reyna að fara aðeins hægar í þetta, ætla allavega að hætta snemma á morgun og eiga frí alla helgina! planið er að slappa af....vona að það verði hægt....
Núna eru svo allir gestirnir farnir og við tekur hið daglega líf... Ég er ekki alveg að nenna að henda inn myndum frá afmælinu núna, mun gera það við tækifæri. Svo var ég víst búin að lofa Sillu um að setja það sem við fengum í afmælisgjöf inn á heimasíðuna...það mun líka koma fljótlega... Ætla að fara að hvíla mig fyrir síðasta daginn í búðinni á strikinu...Ætla að kaupa köku(er ekki að hafa tíma til þess að gera hana sjálf) í tilefni þess að ég verði orðin einu árinu eldri og að þetta sé síðasti vinnudagurinn okkar stelpnanna á strikinu. Síðan taka við flutningar í búðinni á næstu dögum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig restin af ágústmánuði verður vinnulega séð...verð áfram að skúra á fullu og mun svo sennilega taka vaktir í Field og fisketorvet...veit ekki einu sinni núna hvernig ég verð að vinna á fimmtudaginn....þangað til næst.... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|