[ Lífið í Køben ] | ||
|
Í byrjun þessarar viku fór ég að fara með Alexander í skólann og sækja hann. Það hefur verið hreint út sagt algjört hell því það tekur AÐEINS 3½ tíma að fara með hann og sækja hann svo aftur á hverjum einasta degi!! ég gerði mér enganveginn grein fyrir því hversu erfitt þetta myndi verða áður en ég fór út í þetta. Ég hef aldrei pælt í því að það er enginn með barnavagna hvorki í lestunum né strætó svona snemma á morgnana, þar sem að við höfum alltaf hjólað í skólann. Það er svo gríðalega mikill fjöldi af fólki sem notar samgöngurnar að það er bara ekki pláss fyrir vagninn. Maður þarf að bíða eftir næstu lest og næstu og næstu til að sjá hvort að það sé pláss fyrir mann og svo er það bara að troða sér áfram...algjör vitleysa! og svo er þetta eins með strætó...þetta hefur bara kallað fram stress og þreytu hjá mér og er ég engan veginn að höndla þetta. Svo allt í einu í gær mjólkaði ég bara nánst sem ekkert. Ég var algjörlega úrvinda og var hreinlega ekki að geta meira. Skildi ekkert í því hvað væri að gerast því ég mjólka mjög vel undir venjulegum kringumstæðum fyrir litluna en núna var líkama mínum greinilega nóg boðið. Þannig að núna höfum við ákveðið að ég verði að hvíla mig fyrstu mánuðina og taka því rólega ef ég ætla að halda brjóstagjöfinni áfram. Mitt plan er að reyna að vera með hana á brjósti í 9 mánuði ef að allt gengur upp. Ég talaði við nágranna okkar sem eru með strákinn sinn í sama skóla og Alexander og spurði þau hvort að það væri mögulegt að Alexander gæti fengið að fara með þeim á morgnana og þau sögðu að það væri nú minnsta málið þar sem að þeim munar ekkert um það. Ég fór einmitt að spá í því að ég hef ekki fengið almennilegan nætursvefn í um mánuð því hún vaknar oft á nóttunni og fær að drekka og stundum þarf að skipta á henni líka. Maður var gjörsamlega búinn að gleyma öllu þessu...en fyrir 9 árum var ég heldur ekki með tvö börn og heimili þannig að það er ekki beint hægt að miða við það....já það tekur sinn tíma að aðlagast nýjum að stæðum... En nóg um barnamálin í bili... Við erum búin að ákveða að fara til Íslands um jólin. Ég, Alexander og litla komum til landsins þann 12.desember en Orri mun koma 21.des. Við ætlum að fara vestur 14.des því afi Ingólfur á afmæli 16.des og verður karlinn áttræður hvorki meira né minna og finnst mér það vera ansi góð ástæða til þess að fara heim og fagna því með honum :) Við munum svo fara suður þann 21.des og vera fyrir sunnan yfir jól og áramót. Það verður svo skírt þann 30.des í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ :) Við fundum nafnið á meðgöngunni og þegar sú stutta kom í heiminn fannst okkur það passa svo vel við hana þannig að það var ákveðið þá að hún mun fá það nafn :) Það má náttúrulega ekkert segja fyrr en í skírninni þannig að þið verðið bara að bíða þolinmóð þangað til ;) Aðeins þeim nánustu verður boðið og svo verður veisla heima hjá tengdó í Mosó eftir skírnina... Þar sem að við erum ekki búin að segja Alexander frá því að við erum að fara heim vil ég biðja ykkur um að hjálpa okkur að halda þessu leyndu fyrir honum. Hann á það nefnilega til að verða mjög spenntur við að heyra svona fréttir :o) Þangað til næst....
Ég var að einmitt að setja inn nýjar myndir inn á barnaland rétt í þessu. Fleiri myndir koma inn þegar að ég hef meiri tíma. Ætla bara að hafa þetta stutt í bili..bara rétt að láta vita að allt gangi vel :o) Erum að fara í afmæli til Sonju núna, þannig að ég verð víst að fara að hafa okkur mæðgurnar til svo við mætum á réttum tíma... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|