[ Lífið í Køben ] | ||
|
Það er allt að gerast hjá okkur...Ási gamli er mættur á svæðið...Hann kom til okkar í gær.
Alexander byrjaði á föstudaginn með gubbupest. Ég tók svo við á laugardeginum og Máney Mist í gær...Ætli Orri fái pestina í dag? Ég vona að hann sleppi..það er enginn tími til þess að verða veikur núna... Svo rétt áðan var ég að finna fyrstu tönnina hennar Máneyjar!! er ótrúlega stolt móðir núna hehehe...ég hélt að fyrsta tönnin ætlaði aldrei að láta sjá sig :o)
En snúum okkur aftur að fundinum... Það var mjög fyndið að fara á þennan fund þar sem að við höfum jú aldrei prófað þetta áður. Fundurinn var haldinn í einhverju samkomuhúsi í hverfinu og komu fullt af pensjónistum á staðinn. Ég spurði einn "ungan" pabbann hvort að það væri mikið um börn í hverfinu og þá sagði hann: "líttu í kringum þig! hehehehe..." já...hann þurfti ekki að segja mikið meira.. En svo sagði hann mér að það væri nú alltaf að bætast fleiri krakkar í hverfið þannig að Alexander hlýtur að kynnast einhverjum á sínum aldri þegar við flytjum inn í sumar. Þessi fundur var nú frekar langdreginn, það var auðvitað ýmislegt diskuterað og tekur það nú alltaf ágætis tíma hjá dönunum. En eftir þennan fund var boðið upp á rúgbrauð með síld. Ég, sem borða ekki síld, leist nú ekkert á þetta en þar sem að við sátum á borði með nýju nágrönnunum okkar gat ég ekki annað en fengið mér. Orri hló bara að mér þegar ég tók fyrsta bitann enda var svipurinn á mér örugglega frekar fyndinn...Með rúgbrauðinu var boðið upp á íslenskt brennivín sem ég varð náttúrulega að fá mér líka, þar sem allir fengu sér á borðinu...Svo var komið að því að skála!...ojjjj...þvílíkur viðbjóður....*hrollur*....ég fæ mér þetta sko ekki aftur... Þegar allir voru síðan búnir að gæða sér á rúgbrauðinu var boðið upp á smørrebrød...og við Orri sem vorum búin að fá okkur að borða fyrir fundinn þar sem að Sonja sagði okkur að það væri sko aldrei neitt að borða á þessum ársfundum....hehe....þannig að við gátum ekki annað en fengið okkur eina á mann! við vorum gjörsamlega að springa...allavega ég...en þetta var skemmtilegt kvöld...fengum allavega að sjá framan í þá sem eiga heima í götunni okkar og við hliðina á :) P.S það gekk mjög vel að passa Máneyju..hún var voða stillt fyrir utan smá þreytu..en við vitum það allavega núna að það er óhætt að fara með hana í pössun (enda ætti það nú líka að vera í lagi þar sem að hún er nú alvega að verða 7 mánaða)
Harpa! það verður pottþétt orðið rosa gott veður þegar að þið komið til Köben ;) ;) Eftir að þeir verða búnir að vera hérna getum við séð betur hvenær við munum geta flutt inn. Markmiðið er að flytja inn áður en Máney verður eins árs en hún mun eiga afmæli þann 26.september...en við erum að vonast eftir því að við getum flutt inn fyrr, við krossleggjum allavega fingur að allt muni ganga upp... Ég hef í samráði við Orra, ákveðið að taka mér smá pásu aftur frá húsinu...ég ætla ekki að vera mikið inni í því hvað er nákvæmlega að gerast hverju sinni. Ástæðan fyrir þessu er að þetta risa verkefni er að gera mig geðveika...Það er alveg gríðarlega mikið álag á okkur. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta myndi vera svona erfitt. Ég persónulega, mun allavega aldrei nokkurn tímann fara út í svona stórt verkefni aftur. Þetta er bara ekki fyrir fjölskyldufólk að taka heilt hús í gegn og að fjölskyldufaðirinn skuli vera einn að vinna í húsinu...Þetta er bara allt of mikið! Ég mæli allavega ekki með þessu... En að allt öðru... Inga Ósk vinkona mun koma og gista hjá okkur yfir eina nótt á meðan að tengdó verður hérna. Harpa og Árni koma svo til Dk 8-19.mai :) þannig að það er greinilegt að sommer seasonið er að byrja ;) Svo er ég byrjuð í saumaklúbbi hérna á kolleginu einu sinni í viku. Það er mjög fínt. Ég held að þetta sé einmitt það sem ég þarf á að halda...að umgangast aðrar fullorðnar manneskjur án barnanna. Þetta eru hressar stelpur sem eru duglegar að hittast reglulega...akkurat fyrir mig, mömmuna sem á ekkert félagslíf þessa dagana..hehe...
En yfir í annað... Afmælisveislan var svo haldin í gær í barnaherberginu hérna á kollegiinu. Það komu 10 krakkar, áttu að vera 12 en 2 voru veikir. Síðan bauð ég nokkrum fullorðnum til að koma í kaffi eftir veisluna. Þetta heppnaðist ansi vel en við vorum svoleiðis algjörlega búin á því í gærkvöldi, enda búin að vera að baka allann daginn áður og í gærmorgun. En það er ansi gott að vera búin að ljúka þessari afmælisveislu af, nú er bara ein eftir á þessu ári og verður hún ekki fyrr en í september...ljúft....þetta er nefnilega ekki það skemmtilegasta sem ég geri, að halda afmæli..það er bara svo mikil vinna í þessu að maður fer alveg á haus við að undirbúa þessi blessuðu afmæli.... Því miður förum við ekki í sundið á morgun vegna veikinda litlu snúllu...ég vona bara að litla skinnið verði ekki í marga daga með þessa flensu... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|