[ Lífið í Køben ] | ||
|
Nýjasta nýtt hjá okkur er að Alexander er að fara að skipta um skóla. Við fundum skóla í hverfinu þar sem að húsið er og mun það aðeins taka hann um 10 mín að labba í skólann. Hinn skólinn sem hann var að hætta í sl.föst. er í ca. klukkutíma og korters fjarlægð frá húsinu. Þannig að hann væri að eyða um 2,5 tímum á dag til þess að fara í skólann og koma heim. Það er bara rugl...þannig að við ákváðum að kíkja á aðra möguleika. Ég er búin að vera mjög efins í marga mánuði hvort að við ættum að vera að láta hann skipta um skóla aftur, en á endanum ákvað ég að við yrðum að skoða þetta því það er ekki hægt að leggja það á hann að vera að ferðast svona mikið alla daga. Við fórum því á fund hjá skólastjóranum og Alexander leist það vel á skólann að hann vildi bara endilega byrja í haust. Ég var ekkert smá hissa þar sem að ég hélt að þetta myndi nú ekki alveg vera svona auðvelt...Hann var nefnilega búinn að segja mér það að hann vildi ekki skipta um skóla. Þannig að ég ákvað bara ekki að vera að pressa hann, heldur leyfa honum að ákveða þetta sjálfur. Eftir fundinn hafði ég samband við klúbbinn þar sem að allir krakkarnir úr nýja bekknum eru í eftir skóla. Yfirmaðurinn þar sagði mér að það væri erfitt að fá pláss þar sem að þetta væri mjög vinsæll klúbbur. Hann bætti því við að Alexander yrði sennilega látinn á biðlista en að hann þyrfti að skoða þetta mál betur og svo ætlaði hann að hafa samband aftur. Næsta dag hringir hann í mig og segir mér að starfsmennirnir hafi haldið fund um þetta mál og að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir ætluðu að láta Alexander fá pláss frá og með 18.ágúst!! Við vorum ekkert smá ánægð með þetta þar sem að það hefði nú ekki verið alveg ómögulegt ef hann hefði ekki komist inn, því þá yrði hann bara að hanga heima á daginn eftir skóla. Við fórum því að skoða klúbbinn, þar sem að við fengum algjört sjokk, þetta var alveg geggjaður klúbbur! allt til alls...borðtennisborð, 2 poolborð, stórt músíkherbergi(ekta fyrir hann), rollespil verkstæði, saumaverkstæði, "bar"(sem selur gos og nammi!!!úff...),Nintento Wii og Playstation herbergi, körfu-og fótboltavöllur og margt fleira. Alexander var alveg í skýjunum eftir að við vorum búin að vera þarna...Þannig að núna er hann rosa spenntur fyrir því að byrja í ágúst! ;) Frábært alveg.... Af hinum fjölskyldumeðlimunum er einnig allt gott að frétta. Máney Mist er farin að "skríða" út um allt. Hún dregur sig um á rassinum hehe..frekar fyndið. Svo er hún komin með 3 tennur og dafnar bara nokkuð vel þó hún sé voða fíngerð öll. Ég er orðin ansi stressuð yfir því að fá ekkert vuggestue-pláss fyrir hana í ágúst. Ég á að byrja í skólanum 1.sept og verðum við að vera búin að redda pössun fyrir hana fyrir þann tíma...þannig að við krossleggjum fingur..ég er með plan um að reyna að fara í hverri viku uppá skrifstofuna og ýta á þá...sakar ekki að reyna... Darri og Petra koma einnig 6.júlí og verða í Dk í tvær vikur. Funi og co.koma 5.júlí og verða í mánuð. Þau gista reyndar hvorug hjá okkur en það verður gaman að hitta þau öll :o) Síðan ætlar Víðir bróðir að koma í byrjun ágúst og einhverntímann í ágúst kemur líka Gulla tengdamamma. Þannig að það verður nóg um að vera í sumar hjá okkur :o) Svona í lokin er nú gaman að segja frá því að Hulda vinkona átti strák þann 26 júní :o) Þann dag varð Máney Mist 9 mánaða, þannig að það eru akkurat 9 mánuðir uppá dag á milli þeirra ;)
Annars eru mamma og pabbi að fara að millilenda í köben í fyrramálið og ætlum við að koma mömmu á óvart með því að mæta út á völl og vera með þeim í tvo tíma eða svo...ansi stutt stopp hjá þeim..en smá stopp er betra en ekkert stopp :) Það verður rosa gaman að sjá aðeins framan í þau..ég veit að mamma verður rosa ánægð með að fá að sjá barnabörnin...enda ansi langt síðan að hún sá þau síðast... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
|