[ Lífið í Køben ] | ||
|
En við erum komin með nýtt heimanúmer....það er: +45 32169323
Ætla ekki ad hafa thetta lengra..tharf ad fara a Su skrifstofuna og svo ad sækja litla gullid...
Síminn minn var að koma úr viðgerð í dag eftir að Máney mín henti honum í gólfið og frontið brotnaði af. Þeir þurftu BARA að skipta út frontinu en ekki fara inn í hugbúnaðinn...en viti menn þeir gerðu það að sjálfsögðu og þetta tók aðeins 2 vikur...núna er síminn minn tómur því það er búið að tæma öll símanúmer og sms!!! er alveg brjáluð yfir þessu...Þannig að ég vil biðja ykkur kæru lesendur að senda mér eitt sms svo ég geti fengið sem flest símanúmer aftur inn í símann minn :) takk kærlega fyrir ;) P.s. Það er brjálað að gera í öllu þessa dagana..húsið er komið ansi langt áleiðis...Orri er að setja hurðirnar upp þessa dagana...núna eigum við "bara" eftir að taka baðherbergið í gegn, setja upp eldhúsið, mála, setja gólfefni á gólfin, múra ganginn og geymslurnar,klára að sparsla og flísaleggja útitröppurnar...Já ég sagði bara...hmm...og við ætlum að vera búin eftir 3 vikur....spennandi!!! :)
Viku áður en mamma kom tókum við næturgjafirnar út..Orri sá um Máney og ég svaf á sófanum á meðan...þannig var það í 5 nætur, síðan skiptum við og Orri var á sófanum því hann varð að fara að vinna aftur. Þegar að mamma kom var Máney með hita þar sem að tennurnar voru að riðjast niður, eða alls 3 tennur í einu og var sú stutta ekki alveg í essinu sínu þá dagana. Mamma fékk því að kynnast pirruðu barnabarninu sínu...og ekki skánaði það...Máney var eitthvað svo lystarlaus allan tímann að mamma var farin að hafa áhyggjur af því hvað hún borðaði lítið. Ég sagði við hana að þetta væri nú bara tímabil,hún væri nú ekki svona venjulega, ég var alveg viss um að þetta væru bara tennurnar. Svo á fimmtudeginum var hún alveg rosalega pirruð og ólík sjálfri sér þannig að við fórum með hana til læknis og viti menn, hún var komin með eyrnabólgu og hálsbólgu :( ekki skrítið að hún hafi verið pirruð, litla skottan hafði ekki sofið almennilega í 10 nætur! Þannig að hún var sett á pensillín. Sem betur fer er hún öll að koma til núna, farin að borða og hefur það fínt. Á miðvikudeginum fór ég að finna fyrir óþægindum á tungunni, ég hélt að ég hefði brennt mig á einhverju en mér fannst það frekar skrítið þar sem að ég mundi nú ekki eftir því. Svo líða dagarnir og alltaf versnar tungan. Alexander byrjaði síðan einnig að kvarta yfir því að vera orðinn aumur í tungunni...Ég spurði Orra og þá var hann líka farinn að finna fyrir smá óþægindum. Ég ákvað því að hringja í lækni og spurja hann hvort að það gæti verið að öll fjölskyldan væri komin með sýkingu í munni. Hann sagði þá að við værum að öllum líkindum komin með Hand-foot and mouth disease betur þekkt sem gin og klaufaveikina!!! Hehehehe....frekar fyndið! Við erum því búin að vera frekar out en sem betur fer erum við öll að lagast núna.... Í morgun fékk ég loksins bréfið sem ég hef beðið eftir í langan tíma...Máney er komin með pláss á vuggestue frá og með 1.ágúst næstkomandi!!! ég er svo ánægð að ég er að rifna!! það leit alls ekki vel út fyrir mánuði síðan en núna eru hlutirnar bara allir að ganga upp!! :) Svo að lokum er gaman að segja frá því að við höfum ákveðið að við munum flytja í húsið okkar þann 1. september!! :o) Það verður sennilega ekki allt tilbúið en við verðum bara að sætta okkur við það...bara að við séum loksins að fara að flytja í draumahúsið okkar er alveg frábært!!! Get ekki beðið eftir því að fara að pakka og flytja af kollegiinu og komast í helmingi stærra rými!! er algjörlega komin með nóg af plássleysinu hérna....
Nýjasta nýtt hjá okkur er að Alexander er að fara að skipta um skóla. Við fundum skóla í hverfinu þar sem að húsið er og mun það aðeins taka hann um 10 mín að labba í skólann. Hinn skólinn sem hann var að hætta í sl.föst. er í ca. klukkutíma og korters fjarlægð frá húsinu. Þannig að hann væri að eyða um 2,5 tímum á dag til þess að fara í skólann og koma heim. Það er bara rugl...þannig að við ákváðum að kíkja á aðra möguleika. Ég er búin að vera mjög efins í marga mánuði hvort að við ættum að vera að láta hann skipta um skóla aftur, en á endanum ákvað ég að við yrðum að skoða þetta því það er ekki hægt að leggja það á hann að vera að ferðast svona mikið alla daga. Við fórum því á fund hjá skólastjóranum og Alexander leist það vel á skólann að hann vildi bara endilega byrja í haust. Ég var ekkert smá hissa þar sem að ég hélt að þetta myndi nú ekki alveg vera svona auðvelt...Hann var nefnilega búinn að segja mér það að hann vildi ekki skipta um skóla. Þannig að ég ákvað bara ekki að vera að pressa hann, heldur leyfa honum að ákveða þetta sjálfur. Eftir fundinn hafði ég samband við klúbbinn þar sem að allir krakkarnir úr nýja bekknum eru í eftir skóla. Yfirmaðurinn þar sagði mér að það væri erfitt að fá pláss þar sem að þetta væri mjög vinsæll klúbbur. Hann bætti því við að Alexander yrði sennilega látinn á biðlista en að hann þyrfti að skoða þetta mál betur og svo ætlaði hann að hafa samband aftur. Næsta dag hringir hann í mig og segir mér að starfsmennirnir hafi haldið fund um þetta mál og að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir ætluðu að láta Alexander fá pláss frá og með 18.ágúst!! Við vorum ekkert smá ánægð með þetta þar sem að það hefði nú ekki verið alveg ómögulegt ef hann hefði ekki komist inn, því þá yrði hann bara að hanga heima á daginn eftir skóla. Við fórum því að skoða klúbbinn, þar sem að við fengum algjört sjokk, þetta var alveg geggjaður klúbbur! allt til alls...borðtennisborð, 2 poolborð, stórt músíkherbergi(ekta fyrir hann), rollespil verkstæði, saumaverkstæði, "bar"(sem selur gos og nammi!!!úff...),Nintento Wii og Playstation herbergi, körfu-og fótboltavöllur og margt fleira. Alexander var alveg í skýjunum eftir að við vorum búin að vera þarna...Þannig að núna er hann rosa spenntur fyrir því að byrja í ágúst! ;) Frábært alveg.... Af hinum fjölskyldumeðlimunum er einnig allt gott að frétta. Máney Mist er farin að "skríða" út um allt. Hún dregur sig um á rassinum hehe..frekar fyndið. Svo er hún komin með 3 tennur og dafnar bara nokkuð vel þó hún sé voða fíngerð öll. Ég er orðin ansi stressuð yfir því að fá ekkert vuggestue-pláss fyrir hana í ágúst. Ég á að byrja í skólanum 1.sept og verðum við að vera búin að redda pössun fyrir hana fyrir þann tíma...þannig að við krossleggjum fingur..ég er með plan um að reyna að fara í hverri viku uppá skrifstofuna og ýta á þá...sakar ekki að reyna... Orri er alltaf jafn duglegur í húsinu og að vinna alla virka daga. Það gengur bara nokkuð vel með kjallarann...Þetta er náttúrulega bara brjáluð vinna! Þessa dagana er hann að múra veggina. Mamma er að fara að koma í heimsókn þann 6.júlí og mun hún stoppa í viku hjá okkur. Ég ætla nú að reyna að hjálpa til í húsinu og fá hana til þess að passa eitthvað fyrir okkur... Darri og Petra koma einnig 6.júlí og verða í Dk í tvær vikur. Funi og co.koma 5.júlí og verða í mánuð. Þau gista reyndar hvorug hjá okkur en það verður gaman að hitta þau öll :o) Síðan ætlar Víðir bróðir að koma í byrjun ágúst og einhverntímann í ágúst kemur líka Gulla tengdamamma. Þannig að það verður nóg um að vera í sumar hjá okkur :o) Svona í lokin er nú gaman að segja frá því að Hulda vinkona átti strák þann 26 júní :o) Þann dag varð Máney Mist 9 mánaða, þannig að það eru akkurat 9 mánuðir uppá dag á milli þeirra ;)
Annars eru mamma og pabbi að fara að millilenda í köben í fyrramálið og ætlum við að koma mömmu á óvart með því að mæta út á völl og vera með þeim í tvo tíma eða svo...ansi stutt stopp hjá þeim..en smá stopp er betra en ekkert stopp :) Það verður rosa gaman að sjá aðeins framan í þau..ég veit að mamma verður rosa ánægð með að fá að sjá barnabörnin...enda ansi langt síðan að hún sá þau síðast...
Eyrún passaði Máney í gær og svo tók Orri við þegar að hann kom heim úr vinnu. Það tók nefnilega frekar langan tíma að taka hárið á mér í gegn, eða aðeins 6 klukkutíma!! þannig að ég var fyrst að koma heim kl.19:30 eftir að hafa setið á rassinum síðan um hádegisbilið...Þegar að Máney sá mömmu sína koma inn úr dyrunum byrjaði hún bara að gráta...hún var sko ekki sátt..enda vön að ég fari varla úr augnsýn. En hún verður víst að venjast þessu áður en ég byrja í skólanum. Við eigum því miður í þvílíkum vandræðum með að koma henni inn á vuggestue. Hún kemst að öllum líkindum ekki inn í sumar og er víst mjög erfitt að fá pössun fyrir hana því allar dagmömmur eru uppbókaðar. Ég verð að byrja í skólanum í haust, get helst ekki verið að fresta náminu um heilt ár í viðbót og Orri verður að vinna fyrir heimilinu...þannig að við erum í bobba. Ég var að tala við mömmurnar úr dönsku mömmugrúbbunni og þar komst ég að því að ekkert af börnunum eru komin með pláss! og við erum 5 í þessum hóp...alveg ótrúlegt...Þau svör sem við fáum frá kommúnunni er að við verðum bara að taka lengra frí eða þá að redda barnapíu til þess að passa fyrir okkur...en það er því miður ekki auðvelt :( Af húsinu er það að frétta að á mánudaginn er Orri kominn í 3ja vikna frí frá vinnu til að geta haldið áfram með húsið...Það verður því sett í fimmta gír og mun hann nota allann frítíma sinn til að vinna eins og brjálæðingur í kjallaranum... Að lokum verð ég að koma með smá update af veðrinu...því að sumarið er svo sannarlega komið hjá okkur :o) Það er spáð 28 stiga hita á morgun og 29 á sunnudaginn! púff...það verður sennilega of heitt fyrir litlu krílin...maður verður þá bara að reyna að halda sig í skugganum... Jæja Máney Mist er að vakna og ætlum við að drífa okkur út í sólina ;)
Pabbi er væntanlegur á morgun. Hann ætlar að hjálpa okkur með rafmagnið. Árni og Harpa koma svo á fimmtudaginn :) Svo að lokum langar mig bara til þess að segja ykkur frá því að sumarið er komið til okkar :o) ég brann á öxlunum í dag :/Það er spáð sól næstu daga og um 22 stiga hita þannig að það er eins gott að maður verði duglegur að bera á sig sólarvörn svo maður fari nú ekki að brenna meira...
Alexander byrjaði á föstudaginn með gubbupest. Ég tók svo við á laugardeginum og Máney Mist í gær...Ætli Orri fái pestina í dag? Ég vona að hann sleppi..það er enginn tími til þess að verða veikur núna... Svo rétt áðan var ég að finna fyrstu tönnina hennar Máneyjar!! er ótrúlega stolt móðir núna hehehe...ég hélt að fyrsta tönnin ætlaði aldrei að láta sjá sig :o) |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|