--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 fimmtudagur, september 30, 2004  

Jæja talandi um ad fara ad slaka á...Erna var ad spurja mig hvort ad vid myndum ekki taka gott djamm saman thegar hún kemur. Audvitad get ég ekki sagt nei vid thví thannig ad ég thori ekki segja til um ad fara ad slaka adeins á, thad er alltaf eitthvad meira ad bætast vid á dagskránna. Ekkert annad en gaman af thví, nema hvad ad heilsan nennir ekki ad standa í thessu...

Posted by: Sandra @ 23:51  

Thad var langur dagur í skólanum í dag thannig ad ég bad Siggu um ad taka hann med sér heim til mín eftir vinnu hjá henni (hún vinnur á fritids). Thegar ég kem heim mæti ég theim á lódinni. Ég var ekki alveg ad thekkja son minn thar sem ad hann var í skærbleikum buxum. Èg byrjadi náttúrulega ad hlæja og svo hló ég og hló og Sigga tók undir. Greyid Alexander fór ekkert smá hjá sér. Thetta er víst búinn ad vera hrædilegur dagur hjá litla gaurnum. Hann vaknadi klukkan sex í morgun og vildi fara ad horfa á barnatímann. Svo thegar vid komum í skólann thá vard allt ómögulegt, hann var í ljótum buxum, ljótum skóm og ég veit ekki hvad var ekki ad. Svo vildi hann ekki fara inn í kennslustofuna. Ég skipadi honum ad fara thar sem ad tíminn var byrjadur en hann thverneitadi. Eftir smá baráttu vid hann sagdi ég ad hann fengi bara einn séns til thess ad fara inn i stofuna. Hann hlýddi ekki thannig ad núna er hann kominn í straff. Ég ákvad ad hann fengi ekki ad fara út ad leika eftir fritids i viku (svo minnkadi ég thad,fannst thad adeins of mikid fyrir fyrstu refsingu thannig ad thad er komid nidur í 2 daga, thad ætti ad vera nóg). Hann er nebbla búinn ad vera soldid óthekkur undanfarid í skólanum og vid mig lika thannig ad ég var búin ad tala vid hann um ad hann fengi einn séns til ad hætta thessum stælum. Hann var stilltur í tvo daga og svo ekki meir. Samtalid okkar dugdi víst ekki lengur en thad :/ Ég veit bara ekkert hvad ég ad gera vid hann. Thad er svo týpist ad thegar madur er nýbúinn ad hrósa barninu sínu thá verdur thad óthekkt.

Posted by: Sandra @ 17:00

miðvikudagur, september 29, 2004  

Èg er víst á leidinni til Svithjódar um helgina. Vid Sigga, Lilja og Laufey ætlum ad fara í smá verslunarferd og svo um kvöldid er búid ad bjóda okkur í partý thannig ad thetta verdur örugglega rosalega gaman ;) Ég er reyndar komin med soldid mikid samviskubit yfir öllu thessu djammi, en thetta verdur bara ad vera sídasta djammhelgin í langan tíma!! Eftir helgina er ég svo komin í vikufrí. Thad verdur ekkert smá næs ad geta tekid thví rólega og geta kjaftad langt fram eftir nóttu vid Ernu ;)

Posted by: Sandra @ 21:12  

Erna frænka er ad koma í heimsókn til mín!!! Mig hlakkar ekkert smá mikid til ad fá hana. Hún kemur á thridjudeginum og stoppar alveg fram á sunnud (held ég). Ég verd akkurat í efterårsfríi thessa viku thannig ad thetta verdur snilld :) Vid vorum ad spá í ad skella okkur til Svithjódar í einn dag og túristast thar eitthvad..Ohh thad verdur svo gaman ad fá hana ;)

Posted by: Sandra @ 14:43

þriðjudagur, september 28, 2004  

Var ad koma heim úr skólanum, kveiki á sjónvarpinu og getidi hvad er í thvi?!?! Beverly Hills 90210 !!!! Ekkert smá fyndid hvad thetta er hallærislegt. Og ég sem mátti alls ekki missa af thætti thegar ég var yngri, thetta voru sko uppáhaldsthættirnir. Ég held ég eigi meira ad segja flesta thættina á spólu uppá háaloftinu hjá m&p. Thad eru sennilega ófáar stelpurnar tharna úti sem gláptu á thessa thætti stundunum saman hér ádur fyrr...

Posted by: Sandra @ 17:04

mánudagur, september 27, 2004  

Vá hvad dagurinn er búinn ad vera erfidur :( Ég er bara enganvegin búin ad jafna mig eftir helgina. Var í skólanum til fjögur í dag, fór og sótti Alexander og skellti mér i Aerobik klukkan fimm. Núna er ég ad elda matinn sem ég vona ad heppnist vel thví ég er ad prófa soldid nýtt. Plan kvöldsins er ad læra og reyna ad fara snemma ad sofa thví thad er mæting klukkan átta í fyrramálid. Pùff..er strax farin ad hlakka til helgarinnar!!!

Posted by: Sandra @ 18:54

sunnudagur, september 26, 2004  

Jæja ég fór á djammid med Siggu og vinkonum hennar í gær. Thær komu allar til mín ádur en vid fórum í íshokkípartýiid. Um ellefuleytid fórum vid í thetta blessada partý sem mér leist ekkert á. Ì fyrsta lagi var thad uppi í Gladsaxe sem er lengst í rassgati og í ödru lagi voru thetta thvílíkir lúdar. Um leid og vid löbbudum inn (vorum 12 stelpur) thá var horft á okkur úr öllum áttum. Svo stuttu seinna heyrist í míkrafóninum ad núna væru Íslensku gellurnar komnar á svædid og nú skyldu allir fara á dansgólfid og dansa vid okkur!!! Greyid dönsku stelpurnar gáfu okkur bara daudalúkk og voru greinilega engan veginn ad fíla thetta. Vid vorum tharna i klukkutíma og fórum svo í bæinn. Aldrei thessu vant var farid á Ketchup og audvitad var dansgólfid tekid med stæl. Um thrjú stakk ég stelpurnar af og fór ad hitta gæjann...veit samt ekki hvort ad ég má kalla hann thad, en já...ég veit hvad thid erud ad hugsa hummm..hver er gæjinn ekki satt??

Posted by: Sandra @ 18:33

laugardagur, september 25, 2004  

Til ad koma mér í betra skap fór ég hlusta á tónlist og skoda gamlar myndir. Ég rakst á thessa sem mér finnst svo frábær. Hún var tekin thegar ég útskrifadist. Eins og sjá má á myndinni vorum vid vel drukkin tharna hehe..Vid vorum nýkomin heim af djamminu og teknar voru nokkrar myndir thegar vid vorum í kasti ;) Alltaf gaman ad rifja upp gamlar minningar...
Their sem kannast ekki vid familíuna mína thá eru thetta Ingó bródir, Erna frænka, ég og Hrefna mágkona.

Posted by: Sandra @ 18:17  

Thetta er búinn ad vera thvílikt skrítinn dagur. Èg er eitthvad svo pirrud út í sjálfan mig, er alveg ad mygla hérna....arrgg. Thetta er greinilega ekki minn dagur!!!

Posted by: Sandra @ 17:17  

Ég baud Siggu vinkonu í mat í gær. Ég eldadi kínverskan kjúklingarétt sem heppnadist mjög vel. Seinna um kvöldid kom Lilja vinkona Siggu sem býr líka á Amagerkollegíinu. Thær vilja endilega draga mig med í íshokkipartý sem er í kvöld en ég er bara enganvegin ad nenna thví ad fara, langar frekar ad taka kvöldinu rólega og vera heima eda kíkja í bío. Madur er bara ordin svo threyttur eftir allar thessar djammhelgar :/ Èg er búin ad vera frekar dugleg undanfarid vid ad stunda djammid en ég held ad thad sé komin tími til ad slaka adeins á...

Posted by: Sandra @ 11:15

miðvikudagur, september 22, 2004  

Sonur minn er svo mikid krútt. Thegar hann fer ad sofa bidur hann alltaf bænirnar sínar. Thegar hann er búinn ad bidja fadir vorid segir hann alltaf góda nótt vid gud og gódu englana og tekur thad fram ad hann sé ad bara ad meina gódu englana en alls ekki vondu. Svo í kvöld sagdi hann :"Góda nótt gud, góda nótt allir gódu englarnir nema vondu. Og góda nótt elsku besta Perla og amma og afi." Perla er gamli hundurinn okkar og alltaf bætir hann henni inn í hehe..algjört krútt ;)

Posted by: Sandra @ 21:03  

Ég er svo ánægd ad thad skuli vera midvikudagur í dag, thví thad thýdir ad á morgun er fimmtudagur!!! :)

Posted by: Sandra @ 19:29  

Thegar ég horfdi á Alexander í dag tók ég eftir thví hvad hann var kominn med mikinn lubba. Thannig ad ég ákvad ad taka málin í mínar hendur. Ég spurdi hann hvort ad ég mætti ekki klippa lubban af en hann var ekki alveg á thví ad segja já. Á endanum samthykkti hann ad ég mætti klippa "bara smá". Thannig ad ég tók hann inn á bad og klippti thangad til ad mér fannst hann ordinn fínn. Thegar ég var búin sagdi ég honum ad fara fram ad skoda sig í speglinum. Hann fór og leit í spegilinn en var greinilega ekki sammála mömmu sinni thví hann vard alveg brjáladur og fór ad hágráta. Hann vard alveg fokíllur og öskradi á mig ad nú gæti hann ekki ROKKAD!!! hehe mér fannst thetta svo fyndid. Hann er greinilega ekkert ólíkur honum pabba sínum ;)

Posted by: Sandra @ 16:33  

Adal stjarnan!!
Ég tók thessa af sídunni hennar Aldísar. Vona ad thad hafi verid í lagi!?! ;)
Thessi var tekin í 70 ára afmæli hjá Bigga langafa hans Alexanders í sumar. Alexander söng lagid afmæli (med á móti sól) fyrir afa sinn og Hávardur (t.v) og pabbi hans(t.h) spiludu undir. Textanum var adeins breytt úr tvítugur í sjötugur ;) Fyrir thá sem thekkja til var thetta uppáhaldslagid hans Alexander thegar hann var 3ja ára. Ég á einmitt upptöku af thví thegar hann var 3ja ára ad syngja thetta lag og pabbi hans spiladi á gítar undir ;)

Posted by: Sandra @ 14:46

þriðjudagur, september 21, 2004  

Hjólid hans Alexanders er fundid!!! Thad var einhver litill ormur sem tók thad og hjóladi á thví med lásinn á. Lásinn var kominn nokkra hringi um dekkid en vid nádum honum af sem betur fer. Vid fundum thad í nágrannablokkunum hérna vid hlidina á. Thad kom mér ekkert á óvart ad hjólid skyldi finnast tharna thví thar búa nokkrir vandræda gemlingar. Thetta bjargadi svo sannarlega deginum :)

Posted by: Sandra @ 18:10  

Ég hef svona adeins verid ad spá í thví hvar ég á ad láta mörkin liggja á thessari sídu minni. Hingad til hef ég látid allt flakka, en ég er ad spá í thví ad minnka thad. Hvad finnst ykkur??

Posted by: Sandra @ 14:56  

Sjáidi litlu sætu fjölskylduna :) Ekkert smá sæt mynd ;)

Posted by: Sandra @ 14:52

mánudagur, september 20, 2004  

Ég er komin med nýtt gemsanúmer sem er +45 30282770

Posted by: Sandra @ 09:43  

Nú er ég alveg snar....Ég byrjadi á thví ad sofa yfir mig í morgun og kom thví hálftíma of seint med Alexander í skólann. Thegar vid vorum ad labba út og ætludum ad sækja hjólid hans var thad horfid!!!!já thad hefur einhver stolid thvi og thad er adeins 2ja vikna gamalt..djö....helv.thjófar!!!

Posted by: Sandra @ 09:05

sunnudagur, september 19, 2004  

Thad var mjög gaman í gær. Skemmti mér mjög vel. Heilsan er reyndar ekki gód hjá mér í dag og thess vegna var ekki mikid lært thví midur, heldur kúrdi ég bara uppí sófa med sængina mína og horfdi á Along came Polly. Alveg frábær mynd í alla stadi. Núna tharf ég hinsvegar ad fara ad skila henni, en er bara enganveginn ad nenna ad hreyfa mig. Á svona dögum langar manni bara til thess ad vera í náttfötunum allan daginn.

Posted by: Sandra @ 19:19  

Hún módir mín er svo fyndid kona. Hún var ad hringja í mig til thess ad segja mér thad ad hún hafi verid ad skoda heimasíduna mína. Henni fannst alveg hrædilegt hvad ég væri ad skrifa hérna á thessa sídu. Ég sagdi henni bara ad hún ætti ekkert ad vera ad skoda síduna ef hún væri ekki sátt vid hvad ég væri ad skrifa og ad hún gæti nú bara skodad heimasíduna hans Alexanders hehe..thessar mömmur eru alveg ótrúlegar.

Posted by: Sandra @ 19:15  

Thad er búid ad skíra litlu prinsessuna theirra Svanalaugar og Halla. Hún heitir Bryndís Hekla :)
Mig langadi til ad nota tækifærid og óska theim til hamingju med thetta fallega nafn!! Hlakka til ad fá ad sjá skírnarmyndirnar af skvísunni ;)

Posted by: Sandra @ 18:57

föstudagur, september 17, 2004  

Djö...er ad fyllast af kvefi :( og ég sem er búin ad plana ad fara á djammid á morgun. Thad er búid ad bjóda mér í thritugs afmæli hjá Bryndísi nágranna. Thad verdur örugglega mikid fjör ;) Annars er mér er búid ad lída hálf druslulega undanfarid. Ég vona bara ad ég sé ekki ad verda veik, annars verdur thad bara drukkid í burtu á morgun hehe :)

Posted by: Sandra @ 22:56

fimmtudagur, september 16, 2004  

Je dúdda mía, haldidi ekki ad Jóakim og Alexandra séu ad fara ad skilja. Danirnir eru alveg ad missa sig yfir thessum fréttum. Ì kvöld var meira ad segja haldinn sérstakur tháttur um skilnadinn, alveg ekta danir. Næstu vikurnar verdur thessi frétt á forsídum allra blada og í öllum tháttum. Thad er alltaf gert svo rosalega mikid mál úr öllu...

Posted by: Sandra @ 20:53  

Brrr..thad er ordid svo kallt úti núna ad manni langar helst til thess ad kúra undir sæng. En blessadur lærdómurinn kemur í veg fyrir ad thad sé hægt :( Ætla ad skella mér á bókó og fara ad lesa...

Posted by: Sandra @ 10:06

miðvikudagur, september 15, 2004  

Ég er svo í ruglinu hérna, veit ekkert hvad ég er ad gera thessa dagana. Í gærkvöldi fékk ég sms frá gaurnum sem beiladi á mér sídasta lau. Hann spurdi hvort ad ég hefdi áhuga á ad kíkja á kaffihús med honum um kvöldid. Mér brá eiginlega vid ad fá thessi skilabod thví ég var alveg búin ad útiloka hann. Hélt bara ad hann hefdi gugnad á thessu öllu saman. En ég var svo forvitin ad fá ad vita hver thetta væri thannig ad ég athugadi med pössun sem ég gat reddad hjá frábæra nágranna mínum henni Hildi :) Thannig ad planid var ad hann myndi koma og sækja mig á kollegiid. Svo ákvad ég ad skreppa adeins til Eyrúnar nágranna thví vid ætludum ad hittast thetta kvöld. Ég segi henni ad sjálfsögdu frá thessu og hún ýtir á mig ad fara, thví ég var e-d farin ad efast (vissi náttla ekkert um thennan gaur). Svo segir hún mér ad ég geti fengid mace údann hennar lánadan sem kærasti hennar hafi gefid henni. Èg tók audvitad thessu bodi og leid strax betur thar sem ég gæti allavega varid mig ef thessi gaur skildi vera eitthvad sækó. Svo kemur hann og ég fer út á móti honum, thegar ég sá hann fékk ég alveg áfall og hugsadi med mér, biddubíddu... hvernig fékk thessi gaur símanúmerid hjá mér!?! Ég hef greinilega verid algjörlega á hausnum thegar ég hitti hann hehe..mér fannst thetta svo fyndid. Hann er svo langt í frá mín týpa útlitslega séd. En ég ákvad ekkert ad vera ad dæma hann út af útlitinu thó ég skildi ekkert í thví hvernig ég gat gefid honum símanúmerid mitt hehe...
En svo kíkjum vid á e-d kaffihús og förum ad spjalla. Thetta reyndist alveg ágætur gaur en ég vard ekkert skotin. Svo fórum vid annad og reyndist thad vera "kaupfélagid" sem Fridrik Weisshappel er búinn ad opna. Hann er nú soldid snidugur kappinn. Thetta kaffihús er bædi thvottahús og kaffihús. Thetta lítur út eins og venjulegt kaffihús nema ad inni í einu lokudu skoti sérdu í 4 thvottavélar. Thannig ad á medan ad thú ert ad hinkra eftir thvottavélinni geturu setid og fengid thér kaffi, ekkert smá fyndid. En engu ad sídur mjög snidug hugmynd.
Tharna sátum vid og drukkum øllara og spjölludum thar til klukkan var ordin alltof margt thannig ad ég ákvad ad fara drífa mig heim. Thegar vid nálgudumst kollegíid hugsadi ég bara, OH ekki reyna ad kyssa mig!! Sem betur fer reyndi hann ekkert púff...
Ég sé samt ekkert eftir thví ad hafa skellt mér út med honum, thetta var ágætis skemmtun. Ég vona bara ad hann hafi ekkert samband aftur thví thá tharf ég ekkert ad vera vond.

Posted by: Sandra @ 08:39

þriðjudagur, september 14, 2004  

Hér kemur loksins mynd af bordinu.
Thad er ein skúffa, sem sést ekki á myndinni thví hún er hinum megin :) En eins og ég sagdi um daginn thá er thad adeins 2ja ára gamalt og mjög vel med farid. Ég hafdi hugsad mér ad selja thad á 10000kr. Hefur einhver áhuga??


Posted by: Sandra @ 16:47

mánudagur, september 13, 2004  

Thessi dagur byrjadi nú ekki vel thar sem ég ætladi aldrei ad sofna í gærkvöldi. Thad leidinlegasta sem ég veit um er ad vera andvaka. Og til ad gera málin betri byrjadi fyrsti fyrirlesturinn klukkan átta,en ég lét mig hafa thad og vaknadi eldsnemma til ad fara med Alexander á fritids. Sem betur fer var skólinn bara til tólf thví thad var frekar erfitt ad halda einbeitingunni. Svo seinnipartinn skellti mín sér í aerobik!! já thid heyrdud rétt. Í gærkvöldi ákvad ég ad skrá mig í aerobik hérna á kollegíinu, thannig ad nú er madur loksins kominn af stad. Svo langar mig svo mikid til ad æfa dans. Rakst á einn bækling hérna nidri í administrator kontoret og thad var ekki aftur snúid. En ég hef ákvedid ad byrja bara fyrst í aerobikinu og sjá svo til med dansinn, thó mig langi ógedslega ad fara ad æfa. Thetta kostar allt peninga og fátæki námsmadurinn getur ekki leyft sér allt :/

Eftir aerobikid í kvöld fann ég ad ég var ordin ansi aum undir fótunum, svo fór ég ad skoda thetta og thá sá ég ad ég er komin med blödru undir fótinn!!! Skórnir voru ad drepa mig i tímanum, alltof thröngir til táa og thar ad leidandi mjög óthægilegir, en ég lét mig hafa thad. Èg var ad rifja thad upp hvenær ég keypti thessa ágætu íthróttaskó. Their voru keyptir á fyrsta ári í menntaskólanum hehe.. Ég og Jóhanna ætludum ad taka okkur í gegn á einhverjum tímapunkti og sáum thessa flottu skó sem vid keyptum bádar :) Thó their séu gamlir thá eru their sko búnir ad gera sitt gagn í gegnum árin. En ég held ad ég thurfi ad fjárfesta í ödru pari víst ad bífurnar mínar hafa stækkad :) :) ótrúlegt en satt. Èg er ekkert smá ánægd med thad hehehe... Hverjar eru líkurnar á thví!?!

Posted by: Sandra @ 22:06

sunnudagur, september 12, 2004  

Jæja thá eru mín mál komin á hreint. Ég og Audunn erum hér med hætt ad vera saman. Ef vid vorum einhvern tímann saman. Mér fannst thad aldrei vera thannig. En allavega meikadi ég thetta ekki thannig ad ég komst ad thví ad thad væri best ad ljúka thessu. Thetta er búid ad vera ad angra mig soldid mikid. En vá hvad ég er fegin ad thetta sé búid. Klípan sem ég var ad tala um var thetta og einnig thad ad á djamminu um sídustu helgi hitti ég einn dana. Thad gerdist nú ekkert nema ad ég lét hann hafa númerid mitt, veit nú reyndar ekki afhverju ég gerdi thad, var gjörsamlega á hausnum thad kvöld hehe..En allavega thá sendir gaurinn mér sms á sunnudeginum og segir ad hann hafi áhuga á ad hitta mig einhvern tímann seinna. Ég svaradi honum ekki (mundi réttara sagt ekki mikid eftir honum og var thví ekkert ad spá í honum), en eftir 3 daga sagdi ég Siggu vinkonu frá thessu. Hún thrýsti gedveikt á mig á ad svara honum og thá mundum vid komast ad thví hver thetta væri. Thannig ad vid svörudum honum. Reyndar var thad Sigga sem var vid símann allan tímann thví hún var miklu spenntari fyrir thessu heldur en ég. Eftir nokkur sms komumst vid ad thví ad hann hafdi komid til Ìslands og ad hann væri ad vinna hjá IBM. Ég var engu nær og hann var ordinn frekar módgadur thar sem ég mundi nánast ekkert eftir honum. Einhvern veginn endadi thetta á thví ad Sigga segir já vid deiti. Ég var ekki alveg ad á thví thar sem ég vissi ekkert hver thetta væri og svo hugsadi ég líka um Audunn, thví mér fannst ég vera e-d skuldbundin honum. Eftir miklar pælingar komst ég ad thví ad thad væri allt í gódu ad fara á eitt deit thar sem ég var ekki beint skuldbundin Audunni. Sigga baudst til thess ad passa thannig ad thetta var ákvedid. Sama dag hringir gaurinn í mig. Ég var eins og asni, sagdi ekki mikid heldur stamadi hálfpartinn í símann. Ùt úr thessu símtali var ákvedid ad vid myndum hittast á föstudeginum (sídasta) og ad hann myndi koma og sækja mig um áttaleytid. Ég verd nú ad vidurkenna thad ad ég var ekkert spennt fyrir thessu heldur frekar kvídin thar sem ég vissi ekkert hvad ég var ad fara út í. En ok..ég hugsadi bara med mér ad madur lifir nú bara einu sinni og jeg er jo kun 22 år gammel ;) Föstudagurinn rann upp og ég var ordinn mjög stressud fyrir kvöldinu. Thegar klukkan var farin ad ganga hálf átta fer ég med Alexander til Siggu. Ég hafdi ekkert heyrt í gaurnum thennan dag en ég hélt ad hann myndi fara ad hafa samband thar sem ad hann ætladi ad koma um átta. Tíminn lídur og hann er ekki enn farinn ad hafa samband um hálf níu. Thá ákvad ég ad senda honum sms og spurja hvenær vid ætludum ad hittast í kvöld. Thá fæ ég tilbaka ad hann hafi lent í einhverri krísu hjá vini sínum og ad hann myndi ekki komast en hann ætladi ad hringja á morgun. Thá vorum vid nú frekar fúlar, Sigga fyrir mína hönd og ég thví ég var búin ad hafa mig til. Thannig ad Sigga sendi honum frekar bitchy sms um ad vid gætum alveg gleymt thessu ef ad hann vildi thad. Eftir thetta hef ég ekki heyrt í honum (sem betur fer) thví núna er ég gjörsamlega laus allra mála og get farid ad einbeita mér ad skólanum aftur!! :) Pùff...hvad svona ótharfa vandamál geta algjörlega skemmt allt fyrir manni. Ég get einhvern veginn ekkert einbeitt mér í skólanum thegar ad thad er e-d í gangi hjá mér.

Mér lídur samt hálf asnalega eftir ad hafa dömpad Audunni. Æi thad er e-d svo leidinlegt ad vera vonda manneskjan en halló thetta var ekki ad ganga (er ad hughreysta sjálfan mig hérna). Ég er ordin svo kröfuhörd ad thad hálfa væri nóg. Thad var gedveikt ad bögga mig ad hann væri 36 ára og ekki búinn ad mennta sig neitt. Mér finnst thad vera algjör standard hjá strákum ad their séu búnir ad mennta sig eda eru í námi. Their verda ad vera metnadargjarnir, engir helv.aumingjar!! ekkert ílla meint en thetta er bara mitt álit. Sídan fannst mér samband hans og fyrrverandi kærustunnar frekar lodid (hún á 3ja ára strák sem Audunn hefur alid upp frá thví ad hann var 7 mánada). Thau gerdu ekki annad en ad rífast um barnid og thegar Audunn kom í heimsókn í ágúst var hann helminginn af tímanum heima hjá henni ad "rífast". Og gisti meira ad segja eina nótt thar hmm..frekar skrítid. Svo fannst mér líka merkilegt ad madur á thessum aldri ætti ekki neitt. Thá er ég ad meina t.d. húsgögn, íbúd, bíl eda bara e-d. Heldur bjó hann heima hjá systur sinni...mér fannst thad e-d skrítid líka. Thad er audvitad betra heldur en ad búa heima hjá mömmu og pabba 36 ára gamall hehe... Ég fór mikid ad pæla í thessu dæmi eftir ömurlegu (og thá meina ég gjörsamlega ömurlegu) heimsóknina hans í ágúst og thá sá ég thetta allt saman í skýru ljósi. Èg var allavega ekki tilbúin í thennan pakka. Núna ætla ég ekki ad blanda mér í einhverja vitleysu, thad er miklu betra ad vera bara ein med krílid sitt, sem er nú reyndar ekkert kríli lengur :)

Posted by: Sandra @ 20:33  

Var ad passa 2 púka í gærkvöldi. Ótrúlegt hvad thessi grey verda thrjósk thegar thau koma nokkur saman. Thau sofnudu ekki fyrr en klukkan tólf í gærkvöldi. Svo voru thau vöknud fyrir allar aldir í morgun. Thad munar ekkert smá miklu ad hafa 2 krakka og 3. Var einmitt ad passa sama strák um sídustu helgi. En núna bættist ein stelpa vid. Strákarnir voru mjög stilltir um sídustu helgi, en núna thegar stelpan kom breyttist allt. Gaurarnir gerdu ekki annad en ad sýna sig fyrir stelpunni og audvitad voru miklu meiri læti. Madur verdur alveg búin á eftir ad hafa verid med thessa grislinga hehe.. Núna lét ég thau fara út, enda klukkan ordin ellefu og thau ordin frekar pirrud á hvort ödru. Thannig ad nú tharf ég ad taka til,thar sem íbúdin er í rúst og eftir thad hafdi ég hugsad mér ad læra, ekki veitir af thví.

Posted by: Sandra @ 11:03

laugardagur, september 11, 2004  

Mér vantar svo orkusprautu í líkamann. Ég get bara engan veginn komid mér í lærdómsgírinn arrgg... nú verd ég bara ad fara ad taka vítamín og fara á fullt í SATS. Thetta gengur ekki lengur. Mér lídur eins og gólftusku, er e-d svo ólík sjálfri mér thessa dagana. Ég er alveg viss um ad thetta mál sem ég var ad tala um í sídustu færslu sé ad gera mér thetta. Nú verd ég bara ad klára thetta dæmi...

Posted by: Sandra @ 11:44

miðvikudagur, september 08, 2004  

Ég er búin ad koma mér í svo mikla klípu ad ég veit ekki hvad ég á ad gera!!! púff....get ekki höndlad pressuna...

Posted by: Sandra @ 18:09

mánudagur, september 06, 2004  

Ég rakst á fyrrverandi vinnufélaga minn úr Borgarapóteki núna rétt ádan út á götu, ekkert smá fyndid ad hitta hana hérna í hverfinu mínu. Hún ætlar ad hringja í mig fljótlega og ætlum vid ad skella okkur á kaffihús og spjalla adeins saman :)

Posted by: Sandra @ 17:19  

Jæja thá er madur loksins búinn ad jafna sig. Ég er svo greinilega ekki í thjálfun hehe... En thetta var svo thess virdi. Ég hef ekki skemmt mér svona lengi í langan tíma.
Vid byrjudum á thví ad vera heima hjá Siggu. Thar vorum vid fimm svaka skvísur ad hafa okkur til og djúsa. Svo fórum vid á kokteilbar um ellefu leytid. Thar var ekkert smá stappad en vid létum okkur hafa thad thar sem thad fást svo sjúklega gódir kokteilar tharna og á fínu verdi líka. Vid vorum ekki fyrr komnar inn um dyrnar thegar hópur af strákum voru farnir ad kjafta vid okkur, enda svaka skutlur á ferd :) Eftir thad komu nokkrir af strákunum med okkur á ketcup, en thad er svona frekar fínn skemmtistadur. Enda var farid eftir thví hvernig fötum og skóm thú varst í. En vid komumst ad sjálfsögdu inn en ekki allir strákarnir...Greyin. Vid fórum samt inn og tókum smá trilling á dansgólfinu. Svo skelltum vid okkur á nokkra stadi í vidbót og kvöldid endadi á thví ad ég var kom heim klukkan sjö!!! Thetta var bara snilldarkvöld í alla stadi. En vá hvad ég fann fyrir thví í gær hvad ég drakk of mikid.

Steini frændi kom svo í heimsókn í gær. Ég gerdi heitan braudrétt fyrir okkur sem Steini bordadi af bestu lyst, en ég veika konan gat rétt nartad í hann :( Vid ætludum svo ad fara adeins út í góda vedrid eftir kaffid og kaupa okkur ís. Nema hvad ad vid byrjum ad labba en ég var ad snúa vid thar sem ég treysti mér einfaldlega ekki til ad halda áfram. Ég var gjörsamlega ad drepast!! Thannig ad Steini og Alexander fóru bara einir en ég fór heim, kveikti á friends og sofnadi í sófanum. Ég lofadi honum ad næst thegar ad hann kæmi thá myndi ég vera eiturhress hehe.. Ég fékk svo mikid samviskubit yfir thví ad vera svona slöpp. Thannig ad ég hef ákvedid ad taka ekki svona pakka ádur en ég fæ gesti í heimsókn. Púff...aldrei aftur. Madur á bara ad liggja í leti thegar heilsan er svona slæm. En thad var samt mjög gaman ad hitta Steina og kjafta adeins :)

Posted by: Sandra @ 16:50

sunnudagur, september 05, 2004  

Úff..ertu ekki ad grínast med thessa thynnku!! Ég hef ekki verid svona thunn í ár og aldir!! En vá hvad thad var gaman í gær :) skrifa meira um thad thegar heilsa leyfir...

Posted by: Sandra @ 11:58

laugardagur, september 04, 2004  

Thad er Íslensk stelpa sem er ad vinna á fritids hjá Alexander sem er búin ad bjóda mér í partý í kvöld. Ég ætla ad skella mér ad sjálfsögdu :) Gat reddad mér pössun hjá Bryndísi nágranna, mömmu hans Ása sem ég passadi einmitt um sídustu helgi. Í dag erum vid Alexander ad spá í ad kíkja á Rosenborg höllina. Svo var ég ad spá í thví ad baka thví Steini frændi er ad koma til DK á morgun. Hann millilendir hérna og verdur thví hérna í svona 6 tíma og ætlar hann audvitad ad kíkja á okkur.

Posted by: Sandra @ 10:08

fimmtudagur, september 02, 2004  

Mig langar svo ad taka smá nám annarstadar heldur en í DK eda á IS. Thad væri ekkert smá gaman ad næla sér í styrk til thess ad skreppa í nokkra mánudi til annars lands. Thess vegna gæti ég tekid specialid mitt annars stadar. Thad væri örugglega gedveikt skemmtilegt. En thad er ekkert á næstunni thví midur.. Thad er ekki fyrr en á fimmta ári. Alltof langt thangad til. Thá er ég kannski komin med nóg af DK og langar ad koma heim, hver veit. En núna langar mig helst ad fara prófa eitthvad annad land. Kannski ad fara til Ítalíu eda Bretlands. Eda jafnvel ad vera yfir sumarid einhversstadar og taka sumarnámskeid í einhverju allt ödru heldur en kemur ad lyfjafrædi.
Mig langar bara svo ad gera e-d meira heldur en bara ad mennta mig í einu fagi. Madur lifir bara einu sinni. Kannski eftir 4-5 ár geri ég e-d allt annad en ad flytja til Íslands, hver veit.

Kannski eru thetta bara draumórar sem detta úr mér á morgun. Thad er nú alltaf gaman ad láta sig dreyma. En jæja ætli ég verdi ekki ad hætta thessu og fara ad lesa mikrobiologi fyrir morgundaginn....

Posted by: Sandra @ 17:37  

Var ad kaupa skólabækurnar í dag. Díses hvad thær eru thykkar :( Thad lítur allt út fyrir thad ad bakid eigi eftir ad finna vel fyrir thví í vetur. Og svo ég tali nú ekki um thad hvad thetta er dýrt!! Madur fer bara á hausinn...


Posted by: Sandra @ 17:30  

Thá er ég loksins búin ad fá mynd af sófabordinu mínu. Thad var víst eitthvad vesen ad senda myndirnar en thad reddadist. En núna get ég svo ekki sett myndina inn á heimsíduna mína :( Veit einhver hvort ad thetta sé bloggerinn?? Ég hef oft ádur getad sett myndir inn en thad er ekki ad takast núna.

Posted by: Sandra @ 13:43

miðvikudagur, september 01, 2004  

Djö...var búin ad skrifa thvílíkt langa færslu og svo klikkar blogger....Nenni ekki ad skrifa thetta upp á nýtt.

Posted by: Sandra @ 22:31
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4