--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 mánudagur, desember 27, 2004  

Það er komið ansi langt síðan að ég skrifaði síðast. Ég er eins og flestir búin að hafa það rosalega gott um jólin. Þó að ég gæti alveg sagt að ég hafi haft það betra á öðrum dögum heldur en í dag.Ástæðan fyrir þvi er að það var skellt sér á ball í gær. Þar sem að ég skemmti mér bara mjög vel. Það er alltaf gaman að hitta kunningja og vini sem maður hefur ekki séð lengi. Auk þess er ég að hugsa um að flýta flugmiðanum mínur suður og koma í bæinn þá á föstudaginn eða jafnvel fyrr (fer eftir veðri). Ég á nefnilega pantað far á sunnudeginum suður og út til Köben. Eins og veðrið er búið að vera hérna undanfarið er ég ekki að treysta á það að það verði flogið á sunnudeginum. Þannig að ég ætla að eyða áramótunum fyrir sunnan. Þá er bara spurning hvar maður eigi að vera á gamlárskvöld?!?! Þeir staðir sem koma til greina er að vera heima hjá Orra og m&p hans eða Köllu systur mömmu. Ætli ég gæti ekki líka verið hjá Ingó bróðir en ég held samt að valið verði á milli Orra eða Köllu. Hvað á ég að gera???

Posted by: Sandra @ 14:48

sunnudagur, desember 19, 2004  

Ég var að fara með Alexander út á flugvöll rétt áðan. Mér finnst nú þegar frekar skrítið að vera barnlaus og það er aðeins, en ég held að við höfum bara gott að því að vera frá hvort öðru í smá tíma. Annars er alveg ágætt að vera komin heim, reyndar er ég ekki komin "heim" þar sem að það verður ekki fyrr en á Þorláksmessu. Ætla að vera ansi bjartsýn að reyna að komast þá (samkvæmt ættingjum mínum). Þnnig að það er eins gott að veðrið fari ekki að stríða mér, því það er ekki séns að ég eyði jólunum án Alexanders. En við skulum nú sjá hvort að þetta reddist ekki.

Annars er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar nema eina, það er sú fyrir m&p. Alltaf er það erfiðasta gjöfin. Ég er samt enganveginn að nenna því að fara í Kringluna eða í Smáralindina. Þannig að ætli ég fari ekki bara í bæinn í staðinn. Íslendingar eru að mínu mati hrikalega stressaðir um jólin og alveg að missa sig í kaupæði. Ég er alltaf að gera mér meiri grein fyrir því hvað þessi þjóð okkar er orðin nett geðveik. Búðirnar eru opnar alla daga fram að jólum til tíu eða ellefu. Allir eru að keppast um það að kaupa jólagjafirnar á síðustu stundu, gleyma börnunum sínum í öllu stressinu og verða svo bara pirruð við þau þar sem þá ná ekki að gera allt á ákveðnum tíma. Þar sem þetta er nú einu sinni hátíð barnanna finnst mér foreldrarnir ættu aðeins að slaka á og sinna þeim meira. Og hana nú!! ein geðveikt bitur út í foreldrana hehe...ekkert ílla meint en mér finnst bara merkilegt að foreldrarnir skulu ekki sjá þetta sjálf.
Ok..er hætt að pirra mig út í þetta. Þar sem að það eru sennilega ekki margir foreldrar sem lesa þetta ætti ég bara að hætta þessu...


Posted by: Sandra @ 17:39

fimmtudagur, desember 16, 2004  

Jæja þá erum við bara að koma til landsins á morgun!! Lendum um miðnætti þannig að það verður sennilega bara farið beint í háttinn þegar við komum heim til Ingólfs bróðurs.

Er annars búin að vera internetlaus eins og þið vitið allt of lengi að mínu mati. Get ekki farið með tölvuna í viðgerð fyrr en eftir áramót. Eina góða við að vera netlaus er að ég læri meira þegar ég kem heim, þannig að það er nú ekki slæmt.

Annars er líka búið að vera brjálað að gera í skólanum, endalaust um verkefnaskil og svo á morgun er ég að fara að halda fyrirlestur i videnskabteori um endalausa
"baráttu" um lyfið Glucosamin í Danmörku. Get ekki sagt að mig hlakki mikið til þess, en ég get alveg litið á björtu hliðarnar sem eru þær að eftir klukkan fjögur á morgun verður þessu lokið!!! Get ekki beðið, þá get ég loksins þrifið íbúðina, pakkað og svo verður brunað út á flugvöll.

Þannig að frá og með morgundeginum verð ég með íslenska símanúmerið mitt ef ykkur vantar að ná í mig.

Posted by: Sandra @ 17:47

mánudagur, desember 06, 2004  

Er í hádegismat í skólanum núna thannig ad ég ætti ad geta skrifad nokkrar línur. Ég er ekki ennthá búin ad fara med tölvuna mína í vidgerd. Nágranni minn er búin ad kíkja á hana og hann sagdi ad thad væri ekkert sem ad hann gæti gert thannig ad ég neydist til thess ad fara med hana i vidgerd :( Netkortid í henni virkar nefnilega ekki thannig ad ég er hálf lömud svona internetlaus :( en ég ætla ad drifa mig med hana á morgun.

Annars er búid ad vera nóg ad gera. Thad er alltaf jafn mikid ad gera i skólanum og á thad eftir ad vera thannig thangad til ad vid komum til Islands, sem er btw eftir 11 daga!!! Úff..tíminn lídur allt of hratt...

Ég held ad ég hafi bara aldrei verid í svona miklu jólaskapi eins og ég er núna. Á föstudeginum tókum vid Eyrún okkur til og föndrudum heilan heilling med Alexander og Birtu. Krakkarnir fengu ad vaka alveg til eitt!! og héldum vid áfram til thrjú, en thá kom Orri thannig ad vid urdum ad hætta, hehe vorum alveg ad missa okkur í föndrinu. Svo á laugardeginum ætladi ég ad fara á árshátid í skólanum nema hvad ad ég var enganveginn ad nenna ad fara thannig ad ég bara hætti vid og ákvad ad vera í stadinn heima med Alexander. Vid tókum okkur bara video og höfdum thad voda næs. Svo notadi ég gærdaginn í ad thrífa thvott,threif íbúdina, setti upp jólaskraut, bjó til adventukrans og hlustadi á jólalög :) Thvílíkt aktiv... Thetta hefdi eg aldrei gert í thynnkunni thannig ad ég sá ekkert eftir thví ad hafa ekki farid á árshátidina.

Kannist thid ekki vid thad ad thad er svo mikid af smáhlutum sem thid thurfid ad gera en hafid aldrei tima fyrir thad? Thannig er thad akkurat núna hjá mér. Hef 100 hluti sem ég tharf ad klára ádur en ég kem á klakann en finn enganveginn tíma....Posted by: Sandra @ 11:57

föstudagur, desember 03, 2004  

Talvan mín er að alveg í rusli þannig að ég get ekki bloggað fyrr en hún kemst í lag.....

Posted by: Sandra @ 13:27
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4