[ Lífið í Køben ] | ||
|
Arrgg...nú er talvan mín aftur komin í vidgerd thannig ad thad verdur sennilega ekki mikid bloggad á næstunni. Ég er alveg komin med nóg af thessari tölvu. Ég var alveg brjálud í gær, fór med hana í búdina thar sem hún var keypt og heimtadi ég nýja!! Thetta var nú ekki beint gert med nógu mikilli hörku thar sem ad karlinn vard bara vondur á móti og sagdi ad thad eina sem ad hann gæti bodid mér var ad fara med hana aftur í vidgerd... úff..mér fannst thetta allt of erfitt. Er ekki med nógu mikid bein i nefinu :( En núna hef ég ákvedid ad fá einhvern hardann tölvukarl med mér næst til ad rifast og skammast svo ad thetta komist almennilega til skila.... En vá hvad ég er engan veginn ad nenna ad standa i thessu veseni.
Annars á Alexander afmæli núna á föstudaginn og verdur kappinn 7 ára gamall!!! Thetta er ekkert smá fljótt ad lída, hann er bara nánast ordin fullordinn hehe.... Vid vorum búin ad ákveda ad halda afmælisveisluna á laugardaginn en thad er bara enganveginn mögulegt thar sem ad thad er brjálad ad gera i skólanum hjá mér og hef ég engan tíma til ad baka og standa i afmælisstússi núna :/ thannig ad vid höfum ákvedid ad fresta henni um viku. Hann fær samt sem ádur ad fara med nammi í skólann og á fritids thannig ad thad verdur eitthvad gert á afmælisdaginn. Svo sagdi ég vid hann ad hann mætti opna pakkana frá Íslandi og pakkan frá mér á afmælisdaginn. Hann er audvitad mjög sáttur vid thad thar sem ad pakkarnir góna á hann á hverjum degi og thad er nú ekki beint audvelt fyrir svona litinn(stórann) gutta :) Ad lokum vil ég thakka theim sem skrifudu i gestabókina :) Og innilega til hamingju med bumbubúann Stefania!!! :)
Það mætti halda að ég væri hætt að blogga...en það er ég nú ei, ég hef bara enganveginn nennt því að blogga undanfarið. Það er búið að vera mikið að gera og svo höfum við verið að bralla ýmislegt. Við Alexander skelltum okkur til Ebeltoft á Jótlandi um páskana. Kirstine bekkjarsystir mín og Jónas kærasti hennar buðu okkur að koma og vera með þeim í sumarbústaði sem foreldrar hennar eiga. Við stoppuðum í 4 daga og var það rosalega fínt. Við slöppuðum þvílíkt af , Alexander naut sín í botn, var alltaf úti í garði að leika og ég gerði ekkert annað en að sofa. Við gerðum margt skemmtilegt og höfðum það bara rosalega gott. Eftir að við komum heim héldum við áfram að slappa af... Erum bara búin að vera með Orra og hafa það þvílíkt næs. Mér finnst við eiga þetta svo sannarlega skilið því tíminn fyrir páskafríið var búinn að vera þvílíkt erfiður. Ótrúlegt en satt þá hef ég enga heimþrá núna. Í fyrra fannst okkur páskarnir vera rosalega erfiðir því okkur langaði svo heim, þekktum engan og vorum bara ein. Frekar ömurlegt. En núna erum við bara sátt.. Þó svo að ég finni að Alexander langi svolítið að fara heim. En það verður að bíða fram til 28 júni, þá komum við í stutt stopp á klakann....p.s hvernig væri það nú að kvitta í gestabókina?!?
Annars brá mér nú soldið þegar skenkurinn var kominn inn í íbúðina. Hann er svo stór (hafði ekki alveg reiknað þetta nógu nákvæmlega út) að sjónvarpið, sem ég setti ofan á virkar pínulítið hehe...og ekki er það neitt lítið. Auk þess hækkaði það um svona ca 50 cm þannig að það eru frekar mikil viðbrigði að horfa á það svona, en ætli maður venjist þessu ekki bara, tekur bara smá tíma. Á morgun er litli gaurinn að fara í afmæli hjá einum af nýja bekkjarfélaga sínum. Þar sem að það er frekar púkó að hafa mömmu sína með var ég að hugsa um að reyna að finna eitthvað kaffihús í nágrenninu og lesa örverufræði á meðan. Svo seinnipartinn ætlum við að fara í bíó með Orra :) Á sunnudaginn erum við svo að fara að mála sloppa upp í skóla. Alexander var nú ekkert sérstaklega ánægður að þurfa að koma með þannig að ég gerði díl við hann, hann fær að mála einn af sloppunum mínum. Það verður gaman að sjá þá útkomu hehe... Talandi um Alexander þá sagði hann nokkuð skemmtilega setningu þegar við vorum að horfa á imbann hér fyrr í kvöld. Mig langar endilega að deila þessu með ykkur þannig að hér kemur hún: Alexander: Mamma þegar við fáum son... Ég: Ha!! þegar við fáum son?!? Alexander: hehe nei ég meina þegar þú færð son, má ég þá velja hvað hann á að heita? Ég: hehe hvaða nafn myndir þú þá velja? Alexander: PUFF DADDY!! ( og hann meinti þetta hehehe)
Eftir skólann fórum vid í skóla minn, thar sem ad ég var búin ad mæla mér mót vid eina bekkjarsystur mína. Vid thurftum víst ad gera nokkrar skýrslur thannig ad vid drifum thad af í dag. Eftir thad fórum vid Alexander ad vinna. Hann er nú frekar duglegur ad hjálpa mér thessi elska thó ad honum finnist thetta ekki beint skemmtilegt. Svo eftir hreingerningarnar fórum vid ad versla og svo loksins var haldid heim á leid. Vid vorum ekki komin heim fyrr en átta og thá vorum vid bædi ordin ansi threytt. Hann er ad sjálfsögdu löngu sofnadur og er ég jafnvel ad spá í thví ad fara ad skrída upp í rúm...Tharf ad lesa nokkrar frædigreinar um Insulin-pumpu fyrir morgundaginn...
Annars hef ég thetta ad segja:
Á morgun erum vid Orri svo ad fara út ad borda. Verd nú ad segja ad ég er ordin ansi spennt :)
Annars er allt ad gerast thessa dagana. Í gær fórum vid Alexander í vidtal í nýja skólanum hans. Hann á ad prófa ad vera í skólanum í eina og hálfa viku. Byrjar sem sagt á midvikudag í næstu viku og svo ætlum vid ad sjá til hvort ad thessi skóli passi fyrir hann eda ekki. nThad verdur spennandi ad sjá hvort ad hann plummi sig thar....Reyndar verdur thetta eitthvad púsluspil thar sem ad thad tharf ad koma og sækja hann alla dagana klukkan korter í tólf. Thar sem ad skólinn minn er nú enginn lúxus thá lendi ég í smá vandrædum. Orri ætlar ad hlaupa í skardid fyrir mig einhverja dagana thannig ad thetta ætti ad reddast. En ég hef thad samt á tilfinningunni ad thetta verdi óttarlegt stress...En sem betur fer er thetta bara í stuttan tíma... Svo thegar vid komum heim í dag beid okkar bréf í póstinum frá kollegíinu, thad var verid ad bjóda okkur íbúd á 3ju hædinni í blokk J. Thegar ég leit á dagsetninguna vard ég fyrir miklum vonbrigdum, áætladur flutningur er 1 ágúst!!! :( Thegar ég flyt inn verd ég búin ad bída í 14 mánudi eftir thessari íbúd. Ekkert smá lélegt. Ég ætla ad ath hvort ad thad sé ekki möguleiki ad fá einhverja adra fyrr..thad er sagt ad thad virki vel ad væla adeins hérna i Dk, en ég hef aldrei látid á thad reyna, kann thad einfaldlega ekki. En núna ætla ég ad kvarta!! |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|