--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 sunnudagur, júlí 31, 2005  

Ég var að tala við Ingó bróðir og fjölsk. og voru þau að tilkynna mér að þau eru að koma í heimsókn til okkar í næstu viku!! Það verður svo gaman að hitta þau!! :) Vonandi verðum við flutt og allt komið á sinn stað (je right!! smá bjartsýni í gangi hehe).
En allavega þá voru þau að flytja til Þýskalands í síðustu viku. Þar sem að það er búið að vera brjálað að gera hjá þeim ætla þau að skella sér í smá ferðalag til Danmerkur og fara síðan á gamlar heimaslóðir í Skövde í Svíþjóð...Þetta verður bara snilld!! ;)

Posted by: Sandra @ 22:50

laugardagur, júlí 30, 2005  

Vá hvað þetta er skrítið. Hugboðin eru bara á fullu núna,hehe...
Var að skrifa Jóhönnu vinkonu meil í fyrradag þar sem að ég ætlaði að segja henni hvernig planið væri í samb.við Afríkuferðina þegar það kom eitthvað upp á og gat ekki klárað meilið þannig að ég hætti við að senda það. Svo kommentaði hún í gær og spurði hvenær ég ætlaði út, hehe...
Svo var ég að hugsa til Hörpu áðan þegar hún hringir hehe ekkert smá fyndið!!

Annars fær þessi vika nafnið eyðsluvika ársins hjá familyunni..isss..við fórum í IKEA og versluðum fyrir upphæð sem ég hef aldrei verslað fyrir á einu bretti..úff...En þetta voru hlutir sem eru nauðsynlegir, ok..kannski ekki alveg, en allt sem við vorum að kaupa eru hlutir sem hafa fengið að bíða í ansi langan tíma eftir að vera keyptir inn á heimilið. Ég sé sko engan vegin eftir að hafa keypt allt þetta dót. Get bara ekki beðið eftir því að setja það allt upp, sem verður vonandi í vikunni. Það kemur í ljós á Þriðjudaginn hvenær við fáum íbúðina þannig að það verður aðsjálfsögðu hringt um leið og skrifstofan opnar...Jæja..núna ætla ég að hætta að tala um þessa blessuðu íbúð, er alveg að missa mig hérna hehe....

Í gærkveldi voru hinir margumræddir tónleikar með Nik&Jay í tívolíinu. Að sjálfsögðu fórum við og var mikil gleði og spenna hjá guttanum. Það má segja að þetta hafi verið fyrstu stórtónleikarnar sem hann hefur farið á. Hann starði bara á skjáinn í smá tíma (var bara í skýjunum) og svo voru tekin nokkur töffaraspor í takt við lögin þegar hann hafði áttað sig á þessu hehe...

En núna ætla ég að fara að mála nýju hillurnar hans Alexanders. Og svo er stefnan tekin á Amagerkollegíið þar sem Harpa og Árni eru búin að bjóða okkur í mat í kvöld :)

Læt fylgja myndir frá gærkveldinu...Alveg dolfallinn yfir goðunum sínum :)

Sæunn og Denni

Mæðginin

Eyrún og Birta

Posted by: Sandra @ 14:42

þriðjudagur, júlí 26, 2005  

Þá er komið að því að byrja að pakka. Núna eru tveir dagar í Sæunni og Denna og vonandi góða veðrið líka :)

Er annars orðin rosa spennt að flytja!! Var að skoða íbúðina hennar Bryndísar sem var að flytja í K blokkina. Eyrún er nýflutt í L og svo flytjum við í J. Get ekki beðið eftir því að Alexander fái sitt eigið herbergi :)

Á morgun erum við svo að fara í morgunkaffi til systu, frænku hans Orra. Hún ætlar sennilega að koma með mér til Afríku í október. Ég ætla að sýna henni ýmisskonar blöð um Zanzibar, svona aðeins til spenna okkur aðeins meira upp!! ja...það er sko eintóm spenna og gleði í gangi þessa dagana!!! :)

Posted by: Sandra @ 21:15

mánudagur, júlí 25, 2005  

Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að vakna snemma á morgun. Er algjörlega búin að snúa sólarhringnum við. Fer seint að sofa og vakna seint :/ En á morgun verður breyting þar á. Hef fullt af hlutum sem ég verð að gera og væri það ekki vitlaust að gera það fyrripart dags svo dagurinn nýtist betur.
Er svo búin að mæla mér mót við Eyrúnu, ætlum að fara og ath með fótboltaæfingar fyrir börnin okkar. Ætlum svo að fara í IKEA í vikunni og versla fyrir nýju íbúðirnar okkar :) Alexander er loksins að fá sitt eigið herbergi og er statusinn þannig að hann á engin húsgögn inn í það :/ Þannig að nú verður herbergið hans innréttað að hætti IKEA. Ég er búin að ákveða að mála nýju íbúðina í lit og er guttinn búinn að velja sér lit, sem er að sjálfsögðu blár :) Stofan verður sennilega ljósbrún og svefnherbergið í sama lit ef það verður afgangar af málningunni (er orðin soldið dönsk, því ég er sko ekki að tíma að kaupa extra málningu). Þetta eru nú ekki beint stór íbúð sem við erum að fara að flytja í, heilir 39,5 fermetrar. Mér fannst samt alltaf eins og að hún væri miklu stærri (hélt alltaf að hún væri 42 fermetrar), en svo var ég að mæla allt hátt og lágt hjá Eyrúnu, til að sjá hvað kæmist inn í hana og núna er ég í vandræðum með að koma rúminu mínu fyrir inni í svefnherberginu :( sem er 9 fermetrar...Þannig að þetta verður eitthvað púsluspil :/

Þess má geta að íbúðin sem við erum í núna er 33,9 fermetrar. Munar s.s 5,6 fermetrum, verður ótrúlegur munur...

Posted by: Sandra @ 23:25

sunnudagur, júlí 24, 2005  

Komnar nýjar myndir í MYNDAALBÚM 3!!!

Posted by: Sandra @ 00:54

laugardagur, júlí 23, 2005  

Ég er engan veginn sátt við veðrið þessa dagana í Köben. Það er alveg greinilegt að við höfum komið með leiðinlega veðrið frá Íslandi. Við Alexander fórum í dýragarðinn í dag með Birtu og Eyrúnu og það var hreinlega kalt úti, rok og kaldur vindur..brrr....Ömurlegt...ég vil fá sól!! svo maður geti farið að sóla sig...arrrgg...

Það er ótrúlegt hvað maður er latur þegar maður er í fríi. Núna er ég bara að bíða eftir því að fá íbúðina afhenta svo ég geti farið að mála, þrífa og flytja. Nenni ekki þessu hangsi....

Posted by: Sandra @ 23:01

fimmtudagur, júlí 21, 2005  

Þeir sem þekkja mig vel vita hvað ég er dugleg við að týna eða láta stela af mér gemsanum mínum. Þetta var enn aftur að gerast fyrir mig. Núna gleymdi ég honum í vasanum í flugvélinni :( og það var sko ekki auðvelt að fá samband inní vélina til að fá að sækja hann. Neibb...hann er glataður. Reyndum að hringja í SAS en fengum alltaf símsvara. Þeir á flugvellinum sögðu mér að prófa að hringja í lögregluna því að það væri möguleiki að einhver myndi skila honum þangað. Einmitt...hver skilar gemsa inn til löggunnar...Þannig að ég fór og keypti mér nýjan í dag, það er bara ekki hægt að vera gemsalaus...maður er svo háður þessu..iss...
Svo ákvað ég að gera mér glaðan dag og fara aðeins að versla. Skellti mér í Vero Moda og keypti mér nokkrar flottar flíkur. Sé sko ekki eftir því hehe..Það er nú ekki oft sem maður gerir það...

Posted by: Sandra @ 17:50  

Núna er Orri sennilega að verða kominn til Zanzibar
Oh væri ekkert á móti því að vera þarna isss...sjáiði bara...ég er ekkert öfundsjúk..nei...Það er bara hitabylgja þarna núna og rigning í Köben...Posted by: Sandra @ 12:14

þriðjudagur, júlí 19, 2005  

Þá er við komin aftur til dk. Komum á sunnudagskvöldinu. Undanfarnir dagar hafa verið mjög annasamir. Erum búin að vera að hjálpa Orra að pakka búslóðinni sinni niður og svo er maður búinn að vera í reddingum hingað og þangað. Svo er stóra stundin á morgun... Orri er að fara :( :( Þetta eiga eftir að verða erfiðir 6 mánuðir!!!

Posted by: Sandra @ 19:40

þriðjudagur, júlí 12, 2005  

Jæja...Núna er maður búinn að vera að túristast í nánast tvær vikur á klakanum. Erum búin að vera þvílíkt óheppin með veður. Bara rigning og leiðindi. Er alveg farin að hlakka mikið til að komast aftur heim til Dk.Vorum annars að koma aftur suður í dag. Það er sko ekki lítið búið að dekra við danina. Fyrsta daginn þeirra fórum við í bæjarferð. Annan daginn fórum við á Þingvelli, skoðuðum Geysi og að sjálfsögðu Gullfoss. Keyrðum alveg að skógum og stoppuðum á öllum túristastöðunum á leiðinni. Við gistum á bændagistingu eina nótt hjá skógum. Næsta dag fórum við alveg að jökulsárlónum og keyrðum tilbaka. Auðvitað var stoppað mjög oft og vorum við komin aftur í Hafnarfjörðinn um níu leytið um kvöldið. Ég var alveg nett þreytt á því að keyra því þetta tók alveg þvílíkt á, þar sem að maður er ekki beint vanur því að keyra allan daginn. En þetta var samt mjög gaman. Maður upplifði Ísland á túristalegan hátt. Svo erum við búin að fara að skoða Hallgrímskirkju, Perluna, fórum í bláa lónið, Krísuvík og svo var kíkt við í Grindavík. Á þriðjudeginum í síðustu viku keyrðum við svo vestur á Ísafjörð. Þar var stoppað í eina nótt og svo var flogið til Fjótavíkur. Þar vorum við fram á laugardag. Fyrir vestan fórum við á Dynjanda, Þingeyri, sund á Suðureyri og svo loks tókum við eitt djamm á Suðureyri!! Núna er ég eiginlega alveg búin á því, nenni ekki að gera meira þannig að við ætlum bara að taka því rólega á morgun og svo fara þau á fimmtudaginn!! Veiii....get ekki beðið eftir því að losna undan því að vera guide!! úff...þetta er ekkert smá erfitt...og svo tekur þetta alllann minn frítíma sem ég hef á Íslandi. Þegar þau eru farin hef ég bara föst.og lau og svo erum við að fara heim á sunnudaginn!!! :/

Ég er allavega búin að ákveða það að þetta geri ég aldrei aftur, kannski max ein vika en aldrei aftur tvær!!! púff...

Posted by: Sandra @ 22:59
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4