--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 fimmtudagur, október 27, 2005  

Ég fékk sms um daginn frá stelpu sem heitir Kolbrún. Hún var að byrja í lyfjafræðinni í DFU og býr hérna á kollegíinu. Henni langaði til að forvitnast hvernig ég upplifði fyrsta árið í skólanum, þannig að hún spurði mig hvort að ég væri til í að hitta hana og spjalla aðeins um námið. Að sjálfsögðu var ég til í það þannig að við mæltum okkur mót hérna heima hjá mér í kvöld. Það var spjallað og spjallað þangað til að við áttuðum okkur á því hvað klukkan var orðin..Hún var orðin eitt!! úps..gleymdum okkur alveg!! Alveg rosalegar...en þetta var nú samt gaman..alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki ;)

Annars var ég að tala við Orra fyrr í kvöld. Hann var að komast að því fyrst núna að ég væri með blogg!! Ég hélt að hann vissi það þar sem að við höfum nokkrum sinnum talað um "bloggið mitt"(eða það hélt ég) en þá hefur hann verið að misskilja mig allan tímann og haldið að við værum að tala um heimasíðuna hans Alexanders!! hehehe..mér finnst þetta ekkert smá fyndið :) Nú verður maður greinilega að fara að passa sig hvað maður er að segja hehe...neiiii...

Svo er það Þýskaland á morgun!! Við erum búin að leigja okkur bíl og munum við leggja af stað um fjögurleytið ef allt gengur upp. Maður er nú orðin nokkuð spenntur...Við munum svo án efa fylla bílinn af ýmsum góðgætum í bakaleiðinni :)

Já iss...var næstum búin að gleyma, ekki gleyma koló um helgina!! :o)

Posted by: Sandra @ 01:23

þriðjudagur, október 25, 2005  

Pabbi kom með þá frábæru hugmynd að selja playstation tölvuna hans Alexanders og kaupa hjól fyrir peninginn. Það myndi sennilega kenna Alexander lexíu fyrir að hafa týnt hinu hjólinu. Þegar ég nefndi þetta við Alexander var hann fyrst frekar leiður yfir því en svo eftir stutta stund var hann alveg sáttur við þessa ákvörðun. Ég var nú frekar hissa þar sem að ég hélt að það mætti alls ekki selja tölvuna en hann sagði mér að nú gæti hann keypt sér sjálfur hjól þar sem að þetta væru hans peningar. Svo var hann svo æstur að fara og skoða hjól að hann vildi bara fara strax og það helst í gær!! En hann sagðist ekki vilja selja leikina þar sem að hann gæti farið með þá á skóladagheimilið og spilað þá þar hehe..hann hefur greinilega alveg séð þetta fyrir sér. Þar sem að hann notar tölvuna svo sjaldan hérna heima er auðvitað ekkert mál að sleppa henni, því það er svo auðvelt að komast í hana annars staðar...Hver á ekki playstation í dag!?!

Ég var samt eiginlega að vonast til þess að hann myndi sjá soldið eftir henni svo hann myndi nú læra eitthvað á þessu en nei það er bara ekkert mál :) úps..þessi sniðuga hugmynd ekki alveg að virka eins og að við höfðum hugsað okkur :/

Annars á Víðir bróðir afmæli í dag!! Til hamingju með það brósi!! :o)
Það væri gaman að taka tjútt með þér en það verður víst að bíða fram að jólum ;)

Posted by: Sandra @ 15:53

sunnudagur, október 23, 2005  

Þegar ég kom heim frá Afríkuferðinni tilkynnti Alexander mér það að hann væri búinn að týna hjólinu sínu!! Hann gleymdi víst að læsa því á leikvellinum og fór svo heim til Birtu að leika. Þegar hann fattaði að hann hafði gleymt að læsa hjólinu var það horfið :( Við erum því búin að vera að leita af því í nágrenninu en ekkert bólar á því. Þannig að ég hef ákveðið að hann fái ekki nýtt hjól víst hann getur höndlað þá ábyrgð að passa uppá það. Annaðhvort fær hann gamalt hjól sem enginn vill stela eða bara ekkert hjól..Frekar fúlt..en krakkinn verður að læra að passa uppá sína hluti. Hann var ekki búin að eiga þetta hjól í langan tíma þannig að það er frekar svekkjandi að hann sé strax búinn að týna því. Þetta er eiginlega í annað skiptið sem hann týnir hjólinu sínu. Við vorum mjög heppin að það fannst í fyrra skiptið en þá hafði einhver krakki gripið það með sér heim (og það var læst þá!!). En við virðumst því miður ekki ætla að vera svo heppin að finna það aftur....

Annars langar mér gríðalega mikið í svona hjól. En það er bara svo dýrt!! :/ Það að geta sett alla innkaupapokana í þennan stóra kassa sé ég alveg í hyllingum hehe.. Og tala nú ekki um að Alexander geti bara setið þarna eins og kóngur, tja..kannski er hann alveg að verða of stór fyrir þetta..en ég held nú að hann myndi ekki kvarta yfir því að þurfa ekki að hjóla í skólann..

Posted by: Sandra @ 17:15

laugardagur, október 22, 2005  

Mér fannst ég vera eitthvað skrítið í andlitinu þegar ég vaknaði í morgun. Þannig að ég ákvað að kikja í spegil...þegar ég leit í spegilinn var ég eins og fílamaður í framan, alveg þvílíkt bólgin!! Yes..og ég sem hafði hugsað mér að fara í bæinn í dag þar sem að mallakúturinn er allur að koma til..en nei...það verður engin bæjarferð í dag...Hinsvegar ætla ég að gera heiðarlega tilraun og vera dugleg við að bryðja íbúfen í dag og sjá hvort að það virki ekki!! Krossleggi fingurnar á að það virki, því ég nenni ekki að hanga svona inni..
Alexander var svo að reyna að peppa mömmu sína upp þegar ég sagðist sennilega ekki fara í bæinn í dag lítandi út eins og fílamaður. Þá sagði hann: Mamma þetta er allt í lagi, ég hef séð marga svona áður. Hehe ekkert smá mikil dúlla..

Posted by: Sandra @ 00:31

fimmtudagur, október 20, 2005  

Afríkuferðin ætlar greinilega að draga dilk á eftir sér því ég er búin að vera svo hel*** slöpp síðan ég kom heim :/ Hef litla lyst og er að drepast í maganum..já mjög hressandi!! Þar sem að maður kemur ekki miklu niður er orkan þar af leiðandi ekki mikil. Ég er því ekki búinn að gera neitt af viti síðan að ég kom heim, heldur hefur sófinn átt mig alla..Ég má svo sem þakka fyrir það að hópvinnan í samfundsfarmaci er ekki komin á fullt aftur þannig að tíminn "hentar" svosem ágætlega. Alexander greyið er í eftirársfríi þessa vikuna og er frekar fúlt fyrir hann að við höfum hangið mest heima. Við fórum reyndar í bíó á þriðjudeginum, sem var fínt. Hann fékk aðsjálfsögðu að velja myndina og valdi hann danska mynd sem heitir Far til fire. Hann var mjög ánægður með hana en ég get ekki sagt það sama. Fannst hún alveg hrikalega dönsk og þvílíkt væmin, en hann var sáttur og það er það sem skiptir máli..
Annars ætlum við að leigja okkur bíl um næstu helgi og skella okkur til Þýskalands til Ingólfs og co. Ingó á einmitt afmæli þá helgina þannig að það verður gaman að hitta á það...

Ég fékk e-mail í vikunni frá Jóhönnu vinkonu þar sem að hún var að segja mér frá því að þær stelpurnar ætla að vera með bás í kolaportinu helgina 28-30 okt þar sem að þær ætla að skrapa saman pening til þess að komast í heimsókn til mín í nóv. Þær eru alveg ótrúlegar hehe :) Endilega kíkið á þær og styrkið gott málefni svo þær komast nú allar til Köben!! :o)

Posted by: Sandra @ 15:23

miðvikudagur, október 19, 2005  

Hérna kemur smá myndaferðasaga. Ég vil benda fólki á að lesa síðasat bloggið hans Orra þar sem að hann er algjör snilldar penni!! Hann er búinn að skrifa um hvað við gerðum saman þær tvær helgar sem hann átti frí..
Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni. Fleiri myndir eru undir MYNDAALBÚM 4!!
Maður var asskoti duglegur í kokteilunum á meðan maður sleikti sólina ;)

Við fórum ansi oft út að borða.Ég fór í dagsferð til Prison Island og í spice túr. Þar fékk ég að smakka kókoshnetu.


Við fórum á austurströnd Zanzibar þar sem að ströndin var geðveikt flott!!


Síðan fórum við að kafa, það var alveg geggjað!!


Annan dag fór ég í dagsferð með suður afríkubúum þar sem við fórum að snorka hjá eyjunum Pemba og Kwale. Við sigldum á þessum bát að eyjunum.

Fleiri myndir í myndaalbúminu...endilega kíkið!!

Posted by: Sandra @ 12:30

sunnudagur, október 16, 2005  

Jæja..þá er maður bara kominn aftur til Köben. Frekar skrítið að vera komin heim...
Þessi ferð var algjör snilld í alla staði :) Ég kem með ferðasögu seinna og skelli inn nokkrum myndum við tækifæri. Þarf að fara að leggja mig aðeins þar sem að maður er frekar tu***legur eftir þetta ferðalag. Þessi ferð gekk þó mun betur en ferðin út. Það munaði samt mjög litlu að ég hefði misst af vélinni frá Zanzibar til Nairobi. Mætti bara hálftíma áður og fékk þá að vita að ég hefði átt að vera á flugvellinum tveimur tímum fyrr!! Þar sem Afríkubúar eru mjög mikið rólendisfólk var okkur bara bent á að bíða í smástund. Við biðum í korter og þá leist okkur ekkert á þetta þar sem að það var bara korter þangað til að vélin átti að fara og ég ekki búin að tékka mig inn. Þetta endaði sem sagt á að ég þurfti að hlaupa út í vélina og þegar ég var að setjast niður fóru hreyflarnir í gang..úff...þokkalegt stress...en sem betur fer reddaðist þetta....

Skrifa meira seinna..ætla að fara að halla mér...

Posted by: Sandra @ 14:03

mánudagur, október 03, 2005  

Þá er maður mættur í paradísina á Zanzibar. Mér finnst allt vera rosalega merkilegt hérna. Að koma úr einum heimi í annan er rosalegt. Mikil breyting og svo er maður eitt spurningarmerki, greyið Orri hefur ekki undan að svara öllum þessum spurningum hehe :o)

Flugferðin var eitt helvíti!! Afsakið orðalagið en hún var það. Hún byrjaði vel frá Köben til Amsterdam. En þegar við áttum aðeins 30 mín eftir til að komast til Nairobi var okkur tilkynnt að cargo vél hefði krassað á flugvellinum og að við yrðum að fljúga til Mombasa í staðinn og bíða þar þangað til að þeir myndu ryðja flugbrautina. Það tók því auka klukkutíma að fljúga þangað og þegar við vorum lent þar áttum við að bíða í flugvélinni. Sá tími átti víst bara að vera stuttur tími en nei...við biðum í klukkutíma þar!! Þá var okkur sagt að fara inni í flugstöðina þar sem að það gæti orðið dálítill tími þangað til að við fengum að fara til Nairobi. Ég hef aldrei komið inn í svona ógeðslega flugstöð. Hún var pínulítil og engin loftræsing, aðeins nokkrar viftur. Við fáum okkur sæti og fljótt fer flugstöðin að fyllast af fólki, þar sem að öllu flugi var beint þangað. Á mjög stuttum tíma voru því komnar 9 stórar þotur á flugbrautina og þið getið ímyndað ykkur kaosið á þessum litla flugvelli. Fólk orðið mjög þreytt eftir langt ferðalag. Ég svaf aðeins tvo og hálfan tíma í flugvélinni þannig að þegar við komum til Mombasa hafði ég lítið sem ekkert sofið. Svo liðu klukkutímarnir og hver mínuta var mjöööög lengi að líða. Það var alltaf tilkynnt að þeir vissu ekki hversu langann tíma þetta myndi taka en að þeir gætu engan veginn sagt hvenær þeir fengu fleiri upplýsingar. Þegar klukkan var orðin tólf var ég orðin mjög óþolinmóð að fá engin svör þannig að ég fór og leitaði mér upplýsinga. Í kringum hvern einasta starfsmann voru alltaf svona 30 manns í kringum sem vildu fá svör, þannig að maður varð bara að vera ákveðinn og troðast. Eftir mikla baráttu fékk ég að vita að það væri 30 sæta flugvél sem átti að fara frá beint frá Mombasa til Zanzibar klukkan fjögur. Einnig fékk ég að vita að fólkið sem myndi ekki fá sæti í þeirri vél þyrfti að sofa í þessari flugstöð um nóttina!!! Ég var sko engan veginn að meika það, var algjörlega að missa þolinmæðina á þessum tímapunkti. Þannig að ég náði tali af einum ungum starfsmanni sem sagðist ætla að ath hvort að það væri laust sæti í vélinni. Eftir skamma stund kemur hann til mín og segir mér að það séu mjög litlar líkur á að ég komst með þar sem að það væru 18 manns að berjast um sama sæti og ég. Þegar ég heyrði þetta var ég alveg viss um að ég myndi ekki komast þar sem að allt væri búið að ganga svo ílla. Ég grátbað hann um að gefa mér miða þar sem að ég væri rosalega þreytt eftir að hafa nánast ekkert sofið síðustu 31 tímana og að ég væri að fara í heimsókn til kærasta míns sem ég hefði ekki séð í marga mánuði. Svo sagði ég líka við hann að kærastinn minn væri búinn að panta borð á fínum veitingarstað um kvöldið og einnig hótelherbergi (sem var satt) og að ég yrði bara að komast til hans. Hann segir mér að bíða og fer að skoða þetta. Eftir smá stund sé hann koma með flugmiða í hendinni!! Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hafði fengið miða, stökk á hann og faðmaði hann og sagði að hann væri gjörsamlega búinn að bjarga deginum mínum!! Hann varð ekkert smá vandræðalegur og hló bara og sagðist vilja að ég væri kærastan hans..ég hefði semsagt aldrei fengið þennan miða hefði ég verið strákur!!! Ég get ekki líst léttinum yfir því að vera loksins að komst á leiðarenda...

Klukkan fjögur fór svo vélin og var ég komin til Orra klukkan fimm, þá var ég búin að vera 25 tíma á leiðinni!!! Ég fékk reyndar ekki töskuna mína fyrr en í gær, en mér var svo nákvæmlega sama þar sem að ég vildi bara komast til Zanzibar sem fyrst. Þar sem að ég var algjörlega búin á því þegar við lentum á Zanzibar afpantaði Orri borðið og fékk því breytt til næsta dags. Ég bjóst alveg eins við því að fá ekki töskuna þar sem að það gæti alveg eins einhver stolið henni eða opnað hana og tekið eitthvað úr henni. En þegar við fórum á flugvöllin í gær var hún þar, sem betur fer. Þegar ég kom heim sá ég að það hefði einhver farið ofan í hana og voru vítamínin mín útum alla tösku, en það hafði engu verið stolið svo að mér var alveg sama...var bara fegin að geta skipt um föt!!

Þannig að eins og að þið lesið þá er þetta búið að vera ævintýri..kannski aðeins of mikið en sem betur fer þá er ég komin í sæluna núna. Ég ætla sko að njóta þess í botn og ætla ég vera duglega að skoða mig um á meðan Orri er að vinna. Plan morgundagsins er að fara í dagsferð um Stone town (miðbærinn) með guide og fá að skoða alla sögulegu staðina....

Posted by: Sandra @ 21:32
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4