[ Lífið í Køben ] | ||
|
Ég fékk sms um daginn frá stelpu sem heitir Kolbrún. Hún var að byrja í lyfjafræðinni í DFU og býr hérna á kollegíinu. Henni langaði til að forvitnast hvernig ég upplifði fyrsta árið í skólanum, þannig að hún spurði mig hvort að ég væri til í að hitta hana og spjalla aðeins um námið. Að sjálfsögðu var ég til í það þannig að við mæltum okkur mót hérna heima hjá mér í kvöld. Það var spjallað og spjallað þangað til að við áttuðum okkur á því hvað klukkan var orðin..Hún var orðin eitt!! úps..gleymdum okkur alveg!! Alveg rosalegar...en þetta var nú samt gaman..alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki ;)
Annars var ég að tala við Orra fyrr í kvöld. Hann var að komast að því fyrst núna að ég væri með blogg!! Ég hélt að hann vissi það þar sem að við höfum nokkrum sinnum talað um "bloggið mitt"(eða það hélt ég) en þá hefur hann verið að misskilja mig allan tímann og haldið að við værum að tala um heimasíðuna hans Alexanders!! hehehe..mér finnst þetta ekkert smá fyndið :) Nú verður maður greinilega að fara að passa sig hvað maður er að segja hehe...neiiii... Svo er það Þýskaland á morgun!! Við erum búin að leigja okkur bíl og munum við leggja af stað um fjögurleytið ef allt gengur upp. Maður er nú orðin nokkuð spenntur...Við munum svo án efa fylla bílinn af ýmsum góðgætum í bakaleiðinni :) Já iss...var næstum búin að gleyma, ekki gleyma koló um helgina!! :o)
Ég var samt eiginlega að vonast til þess að hann myndi sjá soldið eftir henni svo hann myndi nú læra eitthvað á þessu en nei það er bara ekkert mál :) úps..þessi sniðuga hugmynd ekki alveg að virka eins og að við höfðum hugsað okkur :/ Annars á Víðir bróðir afmæli í dag!! Til hamingju með það brósi!! :o) Það væri gaman að taka tjútt með þér en það verður víst að bíða fram að jólum ;)
Annars langar mér gríðalega mikið í svona hjól. En það er bara svo dýrt!! :/ Það að geta sett alla innkaupapokana í þennan stóra kassa sé ég alveg í hyllingum hehe.. Og tala nú ekki um að Alexander geti bara setið þarna eins og kóngur, tja..kannski er hann alveg að verða of stór fyrir þetta..en ég held nú að hann myndi ekki kvarta yfir því að þurfa ekki að hjóla í skólann..
Alexander var svo að reyna að peppa mömmu sína upp þegar ég sagðist sennilega ekki fara í bæinn í dag lítandi út eins og fílamaður. Þá sagði hann: Mamma þetta er allt í lagi, ég hef séð marga svona áður. Hehe ekkert smá mikil dúlla..
Annars ætlum við að leigja okkur bíl um næstu helgi og skella okkur til Þýskalands til Ingólfs og co. Ingó á einmitt afmæli þá helgina þannig að það verður gaman að hitta á það... Ég fékk e-mail í vikunni frá Jóhönnu vinkonu þar sem að hún var að segja mér frá því að þær stelpurnar ætla að vera með bás í kolaportinu helgina 28-30 okt þar sem að þær ætla að skrapa saman pening til þess að komast í heimsókn til mín í nóv. Þær eru alveg ótrúlegar hehe :) Endilega kíkið á þær og styrkið gott málefni svo þær komast nú allar til Köben!! :o)
Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni. Fleiri myndir eru undir MYNDAALBÚM 4!!
Fleiri myndir í myndaalbúminu...endilega kíkið!!
Þessi ferð var algjör snilld í alla staði :) Ég kem með ferðasögu seinna og skelli inn nokkrum myndum við tækifæri. Þarf að fara að leggja mig aðeins þar sem að maður er frekar tu***legur eftir þetta ferðalag. Þessi ferð gekk þó mun betur en ferðin út. Það munaði samt mjög litlu að ég hefði misst af vélinni frá Zanzibar til Nairobi. Mætti bara hálftíma áður og fékk þá að vita að ég hefði átt að vera á flugvellinum tveimur tímum fyrr!! Þar sem Afríkubúar eru mjög mikið rólendisfólk var okkur bara bent á að bíða í smástund. Við biðum í korter og þá leist okkur ekkert á þetta þar sem að það var bara korter þangað til að vélin átti að fara og ég ekki búin að tékka mig inn. Þetta endaði sem sagt á að ég þurfti að hlaupa út í vélina og þegar ég var að setjast niður fóru hreyflarnir í gang..úff...þokkalegt stress...en sem betur fer reddaðist þetta.... Skrifa meira seinna..ætla að fara að halla mér...
Þá er maður mættur í paradísina á Zanzibar. Mér finnst allt vera rosalega merkilegt hérna. Að koma úr einum heimi í annan er rosalegt. Mikil breyting og svo er maður eitt spurningarmerki, greyið Orri hefur ekki undan að svara öllum þessum spurningum hehe :o) Þannig að eins og að þið lesið þá er þetta búið að vera ævintýri..kannski aðeins of mikið en sem betur fer þá er ég komin í sæluna núna. Ég ætla sko að njóta þess í botn og ætla ég vera duglega að skoða mig um á meðan Orri er að vinna. Plan morgundagsins er að fara í dagsferð um Stone town (miðbærinn) með guide og fá að skoða alla sögulegu staðina.... |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|