--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 miðvikudagur, nóvember 30, 2005  

Mamma ég elska þig geggjað mikið. Þú ert bestasta mamman í öllum heiminum!! Þetta sagði lúffi litli við mig þegar ég kyssti hann góða nótt fyrr í kvöld. Svo sætur við mömmu sína :o)

Posted by: Sandra @ 22:49

mánudagur, nóvember 28, 2005  

Maður er nú búinn að jafna sig eftir gærdaginn..

Ég róaði mig niður með því að fara að versla í dag..hehehe..Ég er nefnilega að fara á árshátið í skólanum mínum (ef ég fæ pössun*krossa fingur*) þannig að ég bara varð að kaupa mér kjól þar sem það er ekki til nóg af þeim á þessu heimili. En eins og svo oft þegar maður ætlar bara að kaupa eitthvað eitt fer það úr böndunum..úpps!! Þannig að ég fór í bæinn og í Fields og verslaði mér geðveikann jólakjól, hálsfesti og armband, kúrekastígvél, sokka, sokkabuxur, augnskugga, fínan djammbol, tvennar diesel gallabuxur og peysu!! ja..fór AÐEINS úr böndunum...en hva...þetta var allt nauðsynlegt hehe...og mér líður miklu betur!! :)

Posted by: Sandra @ 17:15

sunnudagur, nóvember 27, 2005  

Díses kræstur!! Eg hef aldrei upplifad annad eins!! Vid erum buin ad vera ad vinna alla helgina(erum buin ad vera fram ad 8 bædi föst og lau kvöld) i samfundsfarmaci verkefninu okkar og ekki komist ad nidurstödu enntha hvernig verkefnid a ad vera..vid erum buin ad diskutera og eiginlega rifast i allan dag!! eg er alveg buin ad fa nog!! sumir eru ekkert sma thraungsynir!! dises...puff...

Posted by: Sandra @ 16:19  

Eftir mega leiðinlegan dag er ég orðin hress aftur, ótrúlegt en satt. Ætla ekkert að vera að fara útí neina díteila..en vá...ég komst að því í dag að það er hægt rífast í 6 tíma straight!! Þar sem að mér finnst það vera alveg það leiðinlegasta sem hægt er að gera, skil ekki hvernig fólk nennir að standa í því!! en þetta eru náttúrulega bara danir!! púff púff... og verkefnið er ekki enn búið!! hmm..kom á óvart...

En allavega..nóg um það...
Þar sem að ég er svo kát eftir pirring dagsins, skellti ég myndunum inn frá síðustu helgi!!

Posted by: Sandra @ 00:00

laugardagur, nóvember 26, 2005  

Ég var að koma heim af Mugison tónleikunum sem voru haldnir í kvöld í litla Vega. Þessir tónleikar voru geðveikir!! þessi maður er algjör snillingur!! Hann er svo töff..bara hann sjálfur, einlæginn, öðruvísi, fyndinn já..bara flott týpa!! Ég var einmitt að skoða videoin á heimasíðunni hans um daginn og ég datt algjörlega inni þau..Kíkið og þá vitiði hvað ég meina!! þetta er bara rugl....

En ég ætla að drífa mig í háttinn...samfundsfarmaci hittingur klukkan níu í fyrramálið!!

Posted by: Sandra @ 00:23

fimmtudagur, nóvember 24, 2005  

Nú er maður algjörlega dottin í það!! er að horfa á herra Ísland í beinni!!
Mér leist nú ekkert á neinn svona í byrjun (þegar þeir voru að kynna sig..fannst þeir ekkert spes) en svo þegar þeir komu fram í jakkafötum...jammí!!
Svo er einn frá Ísafirði!! held auðvitað með honum!! verð samt að segja að það eru nokkrir nokkuð efnilegir...

Update: argg..það datt allt út hjá S1!! Það er örugglega of mikið álag!!er alveg að missa mig hérna..eins gott að það komi inn fljótlega hehe...

Posted by: Sandra @ 23:15  

Púff púff..nú er verkefnavinnan á fullu. Í dag var þrætt og diskuterað út í eitt!! ég hélt að við myndum ekki gera rass*** en svo loksins kom þetta. Þetta leggst mun betur í mig núna heldur en þetta gerði í gær!! Eins gott að við verðum sátt þegar við skilum í næstu viku!!
Greyið Alexander þarf að hanga yfir okkur því það eru allir svo bissy þessa dagana að enginn hefur tíma til að passa gauralinginn!! :(
Við vorum að skúra í síðasta skiptið í gær og þá lét hann þau orð falla að hann ætlaði sko ekki að koma í þennan skóla aftur!! Aldeilis búinn að fá nóg. En því miður verð ég að pína hann áfram :/ Væri sko ekki verra að hafa eina ömmu á staðnum þegar svona stendur á...En við verðum bara að reyna að gera gott úr þessu og taka fullt af dóti með svo honum leiðist ekki. Ég er einmitt að vinna í því að fá pössun um helgina þar sem að við ætlum að nota báða dagana til að reyna að klára...Það er nú ekki beint spennandi að hanga yfir okkur í 10-11 tíma í trekk...púff...

Posted by: Sandra @ 20:58  

Jedúddamía er Íslendingar alveg að missa sig..Sjáiði hérna hvað þið getið fengið í símann ykkar..Allt er nú til!!

Posted by: Sandra @ 19:32

þriðjudagur, nóvember 22, 2005  

Halla skoraði á mig í þessu núverandi dæmi sem er að gera allt vitlaust um bloggheiminn þessa dagana þannig að maður verður auðvitað að standast þá áskorun….

Núverandi tími: 14:30
Núverandi föt: Nærföt, sokkar, gallabuxur og blár bolur
Núverandi skap: Er hress..þó að maður sé nett þreyttur eftir snilldar helgi!!
Núverandi hár: Úfið
Núverandi pirringur: Út í sjálfan mig fyrir að vera ekki nógu dugleg að drífa mig í ræktina
Núverandi lykt: Love spell frá Victoriu Secret
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: Læra fyrir morgundaginn.

Núverandi skartgripir: Enginn í augnablikinu
Núverandi áhyggja: Hel*** Samfundsfarmaci verkefnið sem gengur alls ekki nógu vel

Núverandi ósk: Langar sjúklega mikið í mína eigin íbúð.
Núverandi Farði: Enginn..er mygluð heima með lítinn lasaríus :/
Núverandi eftirsjá: Sukk helgarinnar hehe..

Núverandi vonbrigði: Engin
Núverandi skemmtun:
Sonurinn :o)
Núverandi ást: Smiffinn minn og litli ormurinn minn
Núverandi staður: Í sófanum góða heima
Núverandi bók: Biochemistry
Núverandi bíómynd: Fór síðast í bíó á myndina In her shoes, ekta stelpumynd..
Núverandi íþrótt: Hjólið er náttúrulega aðal farartækið. Annars er maður alltof latur..er alltaf að hugsa um að drífa mig í líkamsrækt..iss..hver er ekki í sama pakkanum?!?!
Núverandi tónlist:Allskonar tónlist..
Núverandi lag á heilanum: Ótrúlegt en satt að þá hef ég ekki lag á heilanum eins og er (mjög sjaldgæft).
Núverandi blótsyrði: Andskotinn, djöfullinn. Passa mig samt á því að blóta aldrei nálægt Alexander þar sem að maður fær alltaf skammir frá þeim litla hehe..
Núverandi msn manneskja: Umm..það er of langt síðan að ég var á msn að ég man það ekki.

Núverandi desktop mynd: Strandarmynd af mér og Orra á Zanzibar
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: læra og horfa á imbann.

Núverandi manneskja sem ég er að forðast: Enginn...
Núverandi mynd á vegg: Fullt af fjölskyldumyndum!!

Þar sem að mér finnst þessi áskorun ansi tilgangslaus nema til að forvitnast um náungann hef ég ákveðið að skora ekki á neinn!! þarna sluppuð þið!! ;)

Posted by: Sandra @ 14:42  

Þá er þessi snilldarhelgi á enda. Tíminn var alltof fljótur að líða...mér fannst eins og að stelpurnar hefðu komið á sama degi og þær fóru :( en það var roooosa gaman að fá þær þótt að þetta hafi verið stutt!! :o)

Stelpurnar versluðu af sér vitið, eða allavega Karen, sem eyddi eins og ég eyði yfir heilt ár í föt hehehe..mér finnst alveg ótrúlegt að þær hafi ekki fengið neina yfirvigt, en sumar komu nú með hálftómar töskur þannig að það hlýtur nú að vera skýringin..

Við brölluðum ýmislegt, eins og að fara í bæinn á fimmtudeginu að versla. Á föstudeginum fóru stelpurnar í Fisketorvet og um kvöldið kom Silla og fórum við öll saman í tívolí. Þar stöppuðum við ekki lengi þar sem að það lokaði klukkan tíu. Þannig að við fórum bara heim, komum við á dóminos og svo var kjaftað frameftir ;)

Á laugardeginum fórum við í Fields um daginn. Um kvöldið fórum við svo að borða á Al Mercante, ítölskum veitingarstað við Kongens Nytorv. Þar fengum við okkur flestar þriggja rétta máltíð sem var alveg sjúklega gott!! mæli sko með þessum stað!! Eftir matinn héldum við á Mexibar þar sem að var spreðað í ansi marga kokteila!! Stelpurnar voru alveg vitlausar í alla kokteilana en við Silla og Hulda héldum okkur við þá óáfengu. Eftir að hafa drukkið nokkra dýrindis kokteila kíktum við í stutt stopp á Laundromat, kaffihús sem Frikki Weiss á ásamt fleirum. Þar sátum við í smá stund en skelltum okkur svo fljótlega í bæinn. Í bænum fórum við á Jazzhouse þar sem að dansinn var tekinn á'etta. Það var ekkert smá gaman!! Sumir fóru upp á svið að dansa eggjandi dans við strákana en aðrir létu sér nægja að dansa á dansgólfinu hehehe..Það var alveg vel stappað og leyndust ýmsir rassaklíparar á staðnum sem nutu þess í botn að klipa í Íslenska rassa...bara fyndið!! Þeir fengu þó ekki að komast upp með það þar sem að við fylgdum vel með þeim...þetta var samt svo fyndið..það sem fólki dettur í hug...
Á leiðinni heim var síðan fengið sér að borða og svo var farið í háttinn. Hulda, Jóhanna og Karen þurftu svo að mæta í flug um hádegið þannig að við hinar fórum í bæinn. Röltum um strikið og fórum á kaffihús að spjalla. Við Svanlaug fylgdum svo Sillu á Hovedbane um sexleytið og fórum svo heim í spjall og leti. Svanlaug fór svo heim í gær þannig að nú erum við Alexander bara orðin aftur tvö.. Frekar skrítið þegar maður er búinn að hafa kofann fullann af gestum!! En þær ætla að stefna að því að koma í heimsókn árlega á svipuðum tíma, algjör snilld!! Vonandi geta þær stoppað aðeins lengur næst svo við náum að gera aðeins meira saman!!

Skelli myndum á síðuna frá helginni fljótlega...það þarf aðeins að ritskoða þær hehe

Posted by: Sandra @ 00:01

föstudagur, nóvember 18, 2005  

Þá eru stelpurnar mættar. Jóhanna, Hulda og Karen komu í gær og er Svanlaug á leiðinni núna as we speek. Silla kemur svo í kvöld og þá erum við allar komnar saman, vantar bara Rakel. Það er s.s mikið fjör í litlu íbúðinni núna..ekki þverfóta fyrir stelpudóti hehe...Það verður því vel pakkað af dóti þegar Svanlaug og Silla eru líka komnar. En það verður bara gaman. Í gær fórum við í bæinn og fékk buddan aðeins að finna fyrir því. Ég tók meira að segja þátt í gleðinni og keypti nokkrar jólagjafir. Eftir að hafa stormað um strikið í geðveikum kulda fórum við og fengum okkur að borða. Síðan var bara haldið heim á leið...

Í dag ætla stelpurnar að fara í fisketorvet en ég mun fara í skólann...er ekki að nenna því!! Við erum að fara að hittast samfundsfarmaci grúbban kl 13. Vonandi verðum við ekki allan daginn í að diskutera...er svo engan veginn stemmd fyrir það. Annars eru danirnir nú þekktir fyrir það að vinna ekki mikið á föstudags eftirmiðdegi sem er kannski fínt svo ég geti verið meira með stelpunum hehe..

Svo er stefnan tekin á Fields á morgun, út að borða og á djammið. Það verður gaman að fara allar saman..Þarf bara að redda pössun..en það ætti að reddast víst að maður á það inni hjá nágrönnunum.....

Posted by: Sandra @ 11:20

þriðjudagur, nóvember 15, 2005  

Það var rosalegur bruni hérna í nágrenninu í gærkvöldi. Við Alexander vorum einmitt að spá í því hvaðan þessi brunalykt kæmi. Ég fór að svipast um íbúðina okkar til að ath hvort að það væri ekki örugglega allt í góðu. Þar sem að við höfum einu sinni fengið sígarettu inn um gluggann frá nágrönnunum á efri hæðinni, var ég alveg viðbúin því að það gæti hafa gerst aftur!! En sem betur fer var það ekki..Svo þegar við vorum á leiðinni í skólann í morgun las ég það í URBAN að þessi bruni hafi verið í fjölbýlishúsi rétt hjá Dominos. Hann var víst alveg rosalegur. 150 mannst þurftu að yfirgefa heimilið sitt og slasaðist einn maður...úff..hrikalegt...

En að öðrum málum..Ég keypti mér brauðvél í gær hehehe..er orðin algjör kelling!! Okkur finnst brauðin hérna í Dk ekkert spes þannig að mér fannst alveg tilvalið að kaupa brauðvél svo við gætum bara bakað okkar eigið brauð. Þessi vél er nebbla asskoti sniðug þar sem að maður getur stillt hana þannig að hún verði nýbúin að baka brauðið áður en maður kemur á fætur á morgnana!! auðvitað var græjan testuð í gærkveldi. Ég var nokkuð spennt að sjá hvernig til hafði tekist í morgun þegar ég vaknaði og viti menn, það var tilbúið þetta snilldar brauð sem var ennþá heitt þegar við fengum okkur það..jammí!!Ekkert smá gott!! Þessi vél verður sko óspart notuð héðan í frá...svo getur maður líka gert sultu í henni..ekki það að ég sjái mig eitthvað fara að gera það..því þá væri ég nú fyrst orðin alvöru kelling!! hehe...

Posted by: Sandra @ 23:51

mánudagur, nóvember 14, 2005  

Það er eitthvað voða lítið að frétta þessa dagana...Fór í bíó með Siggu og Lilju í gær á myndina In her shoes. Mæli með henni..ekta stelpumynd :)

Það er alltaf jafn brjálað að gera í skólanum. Erum að klára síðasta verkefnið okkar í samfundsfarmaci sem við stefnum á að skila 28 nóv!! ég verð ekkert smá fegin þegar við erum búin að skila..Maður er komin með nett ógeð á þessari grúbbu...

3 dagar í stelpurnar!!

Posted by: Sandra @ 22:50

föstudagur, nóvember 11, 2005  

Í kvöld ætla Harpa og Árni að kíkja í heimsókn til okkar Alexanders. Við ætlum að gæða okkur á dominos og svo ætlar Árni að vera svo elskulegur að setja upp nýju heimabíógræjurnar okkar. Við vorum nefnilega að kaupa gömlu græjurnar þeirra þar sem að þau voru að kaupa sér rugl flottar græjur!! Þannig að það verður loksins hægt að hlusta á tónlist með almennilegu hljóði á þessu heimili..Ég hef alltaf bara hlustað á músik í tölvunni minni, og er hljóðið ekki alveg uppá sitt besta, þannig að tilhlökkunin er mikil...einkum hjá litla gaurnum, sem sagði áðan að hann ætlaði að setja 50 cent á fóninn og hækka í botn þegar allt væri tilbúið...ég hélt nú ekki, ætla ekki að vekja öll börnin í húsinu, þannig að hann er búinn að fá leyfi til að gera alla vitlausa á morgun...

Við ætlum að skella okkur í Danmarks Akvarium með Kirstine og Jonas á morgun.Síðan ætla þau að koma með okkur heim og við ætlum að elda mat saman. Ég var víst búin að lofa þeim að sýna þeim myndirnar frá Afríku þannig að við munum sennilega kíkja á þær annaðkvöld...

En jæja..maður verður víst að taka aðeins til áður en Harpa og Árni koma!!

Posted by: Sandra @ 17:17

fimmtudagur, nóvember 10, 2005  

Þegar við vorum að koma heim úr Fields áðan sá ég að það er einhver hérna á kollegíinu búinn að hengja upp jólaseríu!! og það er 10 nóv!! Finnst það alltof snemmt þó svo að ég sé komin í smá jólaskap, en fyrr má nú aldeilis vera...

Ég hef verið að tala við nokkrar vinkonur mínar og við erum nokkuð sammála um að þessi árstími sé frekar leiðinlegur. Maður verður eitthvað svo þungur þar sem að það er orðið svo dimmt og kalt. Svo er maður alveg að mygla yfir hversdagsleikanum. Ég fór með Kirstine á kaffihús í dag og var hún einmitt að segja mér að þetta væri akkurat sá tími sem flestir nemendur hættu í námi...kannski ekki skrítið...
Ég er því farin að spá í sumarfríinu mínu til að halda mér á lífi!! hehe já maður er nett klikkaður að spá í þessu svona snemma, en þar sem að það sem ég er að spá í að gera kostar þokkalega mikið verður maður að fara að spara ef þetta mun ganga upp...Ég fór nefnilega að pæla aðeins í því að þar sem að ég er komin á SU get ég bara notið sumarsins og verið í fríi í staðinn fyrir að vera að vinna..um að gera að njóta þess á meðan að maður getur :)

Posted by: Sandra @ 23:14

þriðjudagur, nóvember 08, 2005  

Mér finnst tíminn líða skuggalega hratt þessa dagana. Það góða við það er að það styttist óðum í stelpurnar og Íslandsferðina..Það slæma við þetta er að janúar nálgast óðfluga, sem þýðir að skemmtilegur stresstími sé framundan..þ.e.a.s. próftímabilið!!! úff..og ég er að fara í fyrsta munnlega prófið mitt í lok jan... Er búin að vera með stresshnút í maganum fyrir þetta próf síðan í febrúar á þessu ári og núna er bara að fara að koma að þessu :/

Annars hef ég ekkert merkilegt að segja..Er búin að vera eitthvað svo tóm undanfarna daga.. Ljótan er búin að vera í heimsókn í alltof langan tíma þannig hressleikinn er ekki beint mikill þessa dagana...

Posted by: Sandra @ 19:15  

Ég var víst búin að lofa að henda inn myndunum frá ballinu á lau. Hérna getið þið skoðað þær. Ég tók nú ekki alveg eins margar myndir og ég hélt, eiginlega fáránlega fáar. En það var bara svo gaman að maður gleymdi alveg myndavélinni ;) Hefði samt svo viljað að taka atriðið með gaurinn upp á video hehe.. það hefði verið snilld!!

Annars er ég loksins búin að panta miða fyrir okkur heim til Íslands. Við komum 19 des. og förum aftur 4 jan. Það verður gott að koma aðeins heim...

Posted by: Sandra @ 00:06

sunnudagur, nóvember 06, 2005  

Sálarballið í gærkvöldi var algjör snilld. Ég hef ekki skemmt mér svona vel á balli í langan tíma. Og það skemmtilegasta við þetta var að ég var edrú þannig að ég gat séð hvað Íslendingar drekka alveg sjúklega mikið. Og tala nú ekki um að þeir eru duglegir við að hella glasinu yfir næsta mann, já og svo má ekki gleyma að reka sígarettuna utaní fólk...alveg ótrúlegt..það var hellt svona fjórum sinnum yfir okkur allar. Viðbjóðslegt!!

Það kom mér samt á óvart hvað það voru fáir sem ég þekkti. Stelpurnar voru alveg í sama pakkanum, þær voru ekki alveg sáttar við hvað þær könnuðust við fáa.
Það voru samt 1500 manns á þessu balli þannig að það var vel stappað. Það sem mér fannst standa uppúr þetta kvöld var fyndnasta sjón sem ég hef verið vitni að. Það kom gaur sem Sigga þekkir og var að spjalla við hana, síðan kom hann og spjallaði við mig. Hann var búinn að fá sér aðeins of mikið í glas og var því orðin vel skrautlegur. Hann bablaði og bablaði um heima og geima og ætlaði aldrei að stoppa. Ég var enganveginn að nenna að tala við hann þannig að ég byrjaði að kalla eitthvað á stelpurnar, en þær voru að fíflast eitthvað þarna rétta hjá ásamt einhverjum nörda gaurum. Við vorum alveg við barinn inná dansgólfinu, fyrir þá sem þekkja staðinn. Þar er frekar stórt þrep niður á dansgólfið. Gaurinn og ég stóðum við barinn og stelpurnar voru fyrir neðan þetta þrep. Þegar greyið gaurinn áttaði sig á því að ég var ekki að nenna að tala við hann ákveður hann að taka þátt í dansinum og stígur niður af þrepinu. Þar sem að gólfið var svo rosalega sleipt skautar gaurinn þvílíkt á gólfinu og lendir svo loksins á gólfinu. Hann reynir eitthvað að rembast við að reisa sig upp og þegar það loksins tekst byrjar hann bara að dansa þann hallærislega dans sem ég hef nokkurntímann séð. Greyið alveg að reyna að bjarga sér útúr þessari neyðarlegri aðstöðu. Hehehehehe þetta var svo ógeðslega fyndið. Hann var svo mikið nörd og dansinn var engan veginn að hjálpa til..allir sem sáu þetta lágu alveg í kasti... hehehe :) Þetta var svo mikil snilld!!

Svo í dag þá rakst ég aftur á þennan gaur. Hann á víst heima hérna á kollegíinu. Við Alexander vorum í þvottahúsinu þegar hann kemur inn og byrjar bara að spjalla eins og ekkert hafi gerst. Þá átti hann leið hjá og datt í hug að koma við og spjalla aðeins við okkur. Ég varð auðvitað að skjóta aðeins á hann hvað hann hafi verið fullur í gær og sagði honum að ég hafi verið edrú. Svipurinn á manninum, hann varð ekert smá vandræðalegur hehehe...ógeðslega fyndið...

Ég tók annars fullt af myndum sem ég mun henda inn á morgun!!

Posted by: Sandra @ 22:31

föstudagur, nóvember 04, 2005  

Var að setja fullt af myndum frá Þýskalandsferðinni og fl. á heimasíðuna hans Alexanders..Endilega kíkið!!

Posted by: Sandra @ 11:23

fimmtudagur, nóvember 03, 2005  

Ég gleymdi einu..á morgun er J dagurinn hér í landi ölsins. Jólabjórinn er sem sagt að koma í búðir og munu danir fagna því með heljarinnar fyllerí. Við í samfundsfarmacigrúppunni áttum að hittast á morgun um hádegiasbilið en viti menn því var frestað þar sem allir nema ég ætla að fara á fredagsbarinn klukkan tvö..já þeir byrja sko snemma danirnir!! Við Alexander erum hinsvegar að fara að hjálpa Eyrúnu með afmælið hennar Birtu, sem verður haldið á morgun...

Mér fannst nú frekar "fyndið" að á leiðinni heim úr skólanum mættum við þónokkrum dönum sem höfðu ákveðið að taka forskot á sæluna.. ég sæi þetta aldrei gerast á Íslandi..

Posted by: Sandra @ 23:19  

Við erum loksins búin að fá okkur allan tv pakkann. Þegar ég var veik um daginn fékk ég alveg nóg af þessum ömurlegu stöðvum sem við vorum með. Ég ákvað því að drífa í því að hringja og panta fleiri stöðvar. Ég bjóst við því að fá það eftir svona 1-2 daga, en neibb..það tók heila 14 virka daga að fá þessar blessaðar stöðvar. Alveg týpist Danmörk þar sem allt gerist mjööög hægt. En góðir hlutir gerast víst hægt, ekki satt!?! iss ég er sko ekki þolinmæðasta mannaeskja..en það er svona þegar maður er svo góður vanur frá Íslandi. En allavega þá erum við loksins komin með allar skemmtilegu stöðvarnar, eða um 36 stöðvar, ekki slæmt það!!

Helgin verður annars viðburðarrík þar sem að það er búið að bjóða mér í grímufatapartý hjá Hildi á föstudeginum og svo á laugardeginum ætlum við Sigga að skella okkur á Sálarballið. Er nú reyndar að vinna í því að redda mér pössun fyrir föstudeginum, þannig að það er spurning hvort að maður komist nokkuð í partýið. Býður sig einhver fram?? :)

Posted by: Sandra @ 20:40

þriðjudagur, nóvember 01, 2005  

Þá erum við komin aftur heim frá Þýskalandi. Það var alveg frábært að vera hjá Ingó og co eins og það er alltaf :) Ferðin til þeirra gékk ekki alveg eins vel og ferðin heim. Þar sem að þetta var í fyrsta skiptið sem ég fór þessa leið þurfti ég nokkuð oft að stoppa til að kíkja á kortið. Svo var orðið svo dimmt að maður sá bara hálfa sjón. En við komumst á leiðarenda.
Á heimleiðinni var auðvitað komið við í "bording shop" og verslað af sér vitið..iss...en samt sem áður fannst mér þetta ekki vera dýrt miðað við allt sem við keyptum. Það var meira að segja keypt jóladagatal fyrir guttann og það höfum við aldrei gert svona snemma!! Við Alexander erum nú reyndar að komast í jólafíling þar sem að við fórum í Panduro (föndurbúð) í síðustu viku og keyptum fullt af jólaföndri. Mig kitlar alveg þvílíkt í puttana því mig langar svo að fara að föndra, enda er orðið alltof langt síðan síðast...

Ég hef annars ekkert meira að segja...þarf að fara að lesa fyrir morgundaginn..Set svo myndir frá ferðinni inná heimasíðuna hans Alexanders í vikunni..

Posted by: Sandra @ 22:28
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4