--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 mánudagur, janúar 30, 2006  

Þá er skólinn byrjaður aftur. Mætti í fyrsta fyrirlesturinn í almen farmakologi í morgun. Þetta lítur bara vel út..allavega er þetta mjög spennandi fag...Skólinn byrjar fer frekar rólega af stað. Það er ágætt. Það fylgir mikill lestur í anatomíunni þannig að það er kannski bara fínt að byrja rólega. Maður er ennþá soldið eftir sig eftir þessi próf. Það er spurning hvort að maður skelli sér ekki bara á djammið um helgina og fagni prófunum almennilega :) Svo er það þorrablót Íslendingafélagsins sem verður haldið 11 feb. Það verður að öllum líkindum farið á það eins og maður hefur nú gert undanfarin tvö skipti. Það þarf bara að redda pössun, en það hlýtur að reddast...

Posted by: Sandra @ 20:10

föstudagur, janúar 27, 2006  

Þá er maður loksins búinn að taka allt í gegn á þessu heimili. Ég tók meira að segja gluggana að utan og innan í gegn...svei mér þá maður getur speglaði sig í þeim, þeir eru svo hreinir :)

Herbergið hans Alexanders er búið að vera í rúst í langan tíma. Í vikunni sagði ég við hann að þetta gengi nú ekki lengur. Honum var því skipað að taka til og tók það aðeins 4 daga!! hehe..það var svo mikið verið að dunda sér. Svo kláraði hann þetta loksins í dag. Ástandið var nefnilega orðið svo slæmt að ég sagði við hann að hann fengi ekki leyfi til að horfa á sjónvarpið, ekki fara út að leika og að enginn mætti koma í heimsókn fyrr en herbergið væri orðið skínandi hreint..leiðinlega mamman..en þetta tókst á endanum hjá honum...

Orri er svo loksins að koma heim á morgun!! :) :) Alexander er alveg jafn spenntur og mamma sín því hann er búinn að tala mikið um hann upp á síðkastið. Í kvöld sagði hann: ég trúi ekki að Orri sé að koma á morgun :) voða spenntur. Ég verð að viðurkenna að ég var nú soldið stressuð yfir möguleikanum á öfundsýki í garð Orra þegar hann kæmi heim, en undanfarið er Alexander alltaf að koma með einhver komment sem hægt er að túlka eins og að hann sé bara orðinn nokkuð sáttur við að það sé kominn annar karlmaður inn í líf mömmu sinnar. Í dag þegar við vorum að labba niður á strik gengum við framhjá kirkjunni sem krónprinsparið gifti sig í og litli prinsinn var skírður í, þegar hann segir: Mamma..ef þú og Orri fáið barn þurfið þið þá að skíra það í þessari kirku? hehe..Fyndnar pælingar...

Í kvöld var auðvitað horft á Danmörk-Ísland í handbolta. Alexander skildi ekkert í mömmu sinni fyrir að vera að lifa sig svona inní leikinn, öskrandi og klappandi eins og geðsjúklingur.Eitt skiptið gleymdi ég mér aðeins og sagði: Djö*** þeir eru gjörssamlega að skíta á sig..koma svo strákar!! Þá heyrist í honum: Mamma, þeir yrði sárir ef þeir myndu heyra þetta. Hehe...maður verður greinilega að passa sig....

Posted by: Sandra @ 22:47

miðvikudagur, janúar 25, 2006  

Það er svoooo yndislegt að vera í fríi :) Skólinn byrjar aftur á mánudaginn þannig að ég ætla að njóta þess að hugsa ekki um námsefnið þessa fáu daga sem ég er í fríi. Í gær eyddi ég deginum í þvottahúsinu og setti í 8 vélar hvorki meira né minna. Það var aldeilis kominn tími á að setja í vél. Ég er ekkert smá fegin að hafa drifið það af. Dagurinn í dag fer svo í það að taka íbúðina í gegn. Loksins hefur maður tíma í það. Það passar líka fínt, því maður er ekkert að fara að vera útí þessu veðri. Það er bara slabb og aftur slabb á götunum.Þessi mánuður er búinn að vera svooo kaldur og leiðinlegur..Veðurfræðingarnir segja að það hafi ekki verið svona kalt í januar mánuði í níu ár í Danmörku!! brrrr....Og núna snjóar og snjóar :( og ég sem var að vonast til þess að snjórinn færi að fara. Það er ekki hægt í svona stórborg að hafa mikinn snjó...það fer bara allt í kaos..Maður kemur of seint í allt þar sem að það er svo mikið af fólki að nota samgöngurnar. Í morgun var ég klukkutíma lengur að fara með Alexander í skólann þar að allt gekk svo hægt. Þannig að það er bara langbest að vera inni í dag og nýta tímann í að þrífa....

Posted by: Sandra @ 10:00

mánudagur, janúar 23, 2006  

Prófið er búið og ég fékk 11!!!! Er alveg að rifna úr stolti :) Það kom mér ekkert smá á óvart hvað þetta gekk vel. Ég stamaði ekkert og stoppaði heldur ekki, klikkaði sem sagt ekki á neinu þó að hjartað í mér væri á milljón. Ég er svo stolt af sjálfum mér!! :) Loksins er þessi ársvinna búin að borga sig, er ekki að trúa þessu!! :o)

Posted by: Sandra @ 11:54

laugardagur, janúar 21, 2006  

Já það má svo sannarlega segja að ég er algjörlega komin með upp í háls af samfundsfarmaci. Við erum búin að vera vinna frá níu á morgnana og til svona sjö á kvöldin uppí skóla og svo tekur heimavinnan við. Það er svo mikið verið að disskutera í grúbbunni að það er farið að myndast lok fyrir eyrun á mér, er alveg komin með nóg!! Svo er endalaus pirringur á milli fólks :/ Ég á sennilega eftir að vera ein taugahrúga á morgun þar sem að mér kvíður svo gríðarlega mikið fyrir þessu prófi :( Þó að ég kunni efnið 100% utan að finnst mér bara svooo erfitt að þurfa að standa fyrir framan kennarana og tala..púff...Það eina sem huggar mig þessa dagana er að það eru einungis tveir dagar þangað til að þetta er búið!!! TVEIR DAGAR!! Get ekki beðið!! Síðan líða aðeins nokkrir dagar og þá kemur Orri minn heim!! Ég er ekki að trúa því að það sé svona stutt í hann!! Eins gott að veðrið haldist skikkanlegt svo flugvellinum verði ekki lokað eins og í gær hehe..það má sko ekkert klikka þegar maður hefur beðið svona lengi eftir kallinum sínum :)

En ég verð víst að halda áfram að lesa og undirbúa mig undir morgundaginn áður en ormarnir koma heim. Alexander hefur verið hjá Ása vini sínum í dag og ætla ég að passa þá í kvöld. Í fyrramálið ætlar Bryndís mamma hans Ása svo að taka við þeim aftur. Enginn smá munur að geta hjálpast svona að!!

Posted by: Sandra @ 19:14

miðvikudagur, janúar 18, 2006  

Foreldrafundurinn gekk vel í gær. Kennararnir voru ekkert smá ánægðir með litla manninn. Lofsömdu honum alveg í bak og fyrir og sögðu að honum hefði farið mikið fram síðan hann byrjaði. Síðan sögðu þær að það væri greinilegt að hann væri sáttur og að honum liði vel. Ég vissi svo sem alveg að honum liði vel en það var gott að fá staðfestingu á því frá skólanum líka :)

Annars var tönnin tekin í dag..gott að losna við hana. Biðtíminn var ekki eins langur og í gær þannig að ég sótti bara Alexander strax eftir að hafa verið hjá tannsa. Hann var rosa ánægður með það því hann var svo spenntur að drífa sig heim til að prófa nýja hjólið. Árni var ekki lengi að setja það saman í gær. Það hefði sennilega tekið mig helmingi lengri tíma að setja það saman en hann var svona hva..hálftíma eða álíka..ekkert smá snöggur. Við Harpa spjölluðum bara saman á meðan eins og prinsessur á meðan strákarnir sáu um hjólið. Alexander er alveg í skýjunum yfir nýja hjólinu og byrjaði hann að sjálfsögðu á því að fara út að hjóla í dag :o)

Á morgun byrjar svo hópvinnan aftur í samfundsfarmaci. Á mánudaginn verður svo munnlega prófið :/ get ekki beðið eftir því að klára þetta fag!! og svo í næstu viku kemur kallinn minn loksins!! Hann er víst að skemmta sér konunglega í safari þessa dagana, ég er ekkert öfundsjúk..neiiii..það er svo gaman að vera í prófum...iss...

Posted by: Sandra @ 20:04

þriðjudagur, janúar 17, 2006  

Þá er þetta próf búið!! Ekkert smá góð tilfinning að vera búin með þetta próf..púff..vona bara að útkoman verði góð. Stelpurnar úr bekknum komu til mín eftir prófið og spurðu hvort að ég vildi ekki koma með þeim á kaffihús. Ég var aðsjálfsögðu til í það og skelltum við okkur á Laundromat café hjá Frikka Weiss. Við ákváðum að fá okkur að borða þar sem maginn var farinn að öskra á mat og heilanum vantaði glukósa. Við splæstum á okkur hamborgar sem voru ekkert smá góðir!!Hef bara ekki smakkað þá betri á veitingarstað áður. Ég átti reyndar soldið erfitt með koma honum niður. Endajaxlinn sem er ekki búið að taka er eitthvað að stríða mér þessa dagana. Ég hef ekki mikið sofið fyrir verkjum og ákvað ég í gær að taka loksins verkjalyf svo ég myndi nú eitthvað sofa. Maður er nú ekki mikið að gleypa verkjalyf þó svo að ég eigi birgðir af lyfjum. Þau fyrnast bara ef eitthvað er en maður verður nú að eiga smá í neyð. Svo treysta nágrannarnir alltaf á að það séu til verkjalyf hérna þar sem að maður er í lyfjafræðinni hehe þannig að maður má ekki klikka á þessu...
Þar sem að ég fer ekki í næsta próf fyrr en á mánudaginn ákvað ég að láta kíkja á tönnina í morgun. Stelpurnar sögðu mér í gær að það væri hægt að fara í tannlæknaháskólann hérna og láta nema kíkja á sig og að það væri ókeypis. Ég fór því þangað í morgun eftir að hafa farið með Alexander í skólann. Konan í afgreiðslunni sagði að það værir svolítil bið en ég hafði nægan tíma þannig að ég settist niður. Klukkutímarnir liðu og loksins kom að mér. Strákur á aldri við mig, sem leit reyndar út fyrir að vera 19 ára tók á móti mér, kíkti á tönnina og sendi mig í myndatöku. Þaðan fór ég svo til sérfræðings og sótthreinsaði hún í kringum tönnina og sagði mér að koma aftur á morgun. Er víst komin með sár útaf jaxlinum sem er að berjast við að koma niður :( þannig að ég krossleggi fingur yfir því að losna við verkinn sem fyrst!! það er ekkert smá vont að vera með svona tannverk!! Þegar ég lagði af stað út hafði ég verið þarna í fimm tíma!! smá bið..hva ekkert á við að þurfa borga sjúklega mikið fyrir að fara til tannlæknis þannig að þetta borgaði sig. Ég nýtti auðvitað tímann og las í samfundsfarmaci á meðan ég beið. Þannig tíminn fór svo sannarlega ekki til spillis :)
Á eftir er ég svo að fara á foreldrafund. Er nokkuð spennt að heyra hvað kennararnir hafa að segja um Alexander. Á meðan fer guttinn í fyrsta break/hipp hopp danstímann sinn sem er í sama húsi. Þegar hann er búinn í dansinum ætlum við svo að fara í heimsókn til Hörpu og Árna. Síðan ætlum við að fara i Bilka og kaupa loksins hjól fyrir hann. Hann náði að selja playstation tölvuna og alla leikina sína í síðustu viku og fékk hann 1700 danskar fyrir það. Árni hennar Hörpu er svo búinn að bjóðast til þess að setja hjólið saman þannig að ég losna við að það! jibbý!! ekkert smá mikill munur!! :) Síðast þegar ég setti gamla hjólið hans saman fékk ég þá ábendingu að ég ætti bara að láta hjólaverkstæði gera það þar sem að þetta var ekki nógu vel hert hjá mér..hva..maður reynir að bjarga sér..held samt að ég ætti bara að láta svona hjóladót eiga sig..maður á bara að láta karlana gera þetta hehe...Það verður víst að viðurkennast að þeir eru betri en við konurnar þegar að það kemur að svona hlutum...

Posted by: Sandra @ 14:18

sunnudagur, janúar 15, 2006  

Fer í fimm tíma próf í lífefnafræði á morgun. Skemmtilegt efni, en alveg sjúklega mikill utanbókalærdómur. Ég er nokkuð sátt við frammistöðu mína í lestrinum...kemur í ljós á morgun hvort að þeir verði kvikindislegir eða ekki. Það koma nefnilega mjög oft spurningar á prófum þar sem maður er í vafa um hvað þeir séu að meina. Það hefur verið kvartað undan því en þeir hafa sagt að þeir geti hreinilega bara ekki verið svo góðir við okkur að spurja skýrt!! spáið í því..alveg ótrúlegt..Ég vona bara að spurningarnar í prófinu á morgun verði nógu skýrar og ekki þannig að maður misskilur þær!! Ég ætla mér að fá góða einkunn í þessu prófi...enda uppáhaldsfagið mitt á þessari önn...
Sigga var svo frábær að taka Alexander fyrir mig í dag og mun hann gista hjá henni í nótt. Hún fer svo með hann í skólann þannig að ég get alveg einbeitt mér að prófinu. Hún er búin að vera með hann mikið um helgina og munar það ekkert smá miklu að fá svona hjálp!! Jæja..ætla að hætta þessu stússi og halda áfram...

Posted by: Sandra @ 18:24

miðvikudagur, janúar 11, 2006  

Þessa dagana gerir maður auðvitað ekkert annað en að lesa..Ég ákvað að vera sniðug þar sem að það er alltooof langt síðan að ég var í formi síðast þannig að ég skráði mig aftur í aerobik á kolleginu. Fór svo í dag í fyrsta tímann og púff..það var svooo erfitt!! er svo engan veginn í formi..En vá hvað ég er fegin að hafa drifið í þessu. Ætla svo að drífa mig í dansinn sem mig er búið að dreyma um alltof lengi.Það þýðir ekki lengur að láta sig dreyma..um að gera að drífa sig í þessu um leið og prófin eru búin!!
Ég skráði svo Alexander í break/hipphopp dans sem verður einu sinni í viku og mun hann byrja í næstu viku. Það verður gaman að sjá hvort að hann hafi hæfileikann frá múttunni hehe. Svo heldur hann áfram í trommunum þannig að það verður bara programm hjá okkur í vetur...

Það er alveg greinilegt að hann sé búinn að komast að því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá fullorðna fólkinu. Í kvöld þegar ég var að kyssa hann góða nótt segir hann: Oh..þetta er bara alveg eins og konurnar gera fyrir karlana sína (hann meinti að konurnar búa um rúmið fyrir karlana). Þá segi ég við hann: Nú hvað..helduru ekki að mennirnir geri það ekki líka fyrir konurnar sínar. Hann:Nei þeir koma ekki nálægt svoleiðis hlutum....
Hehehe ekkert smá fullorðinslegur..Hann er greinilega með smá karlrembutakta í sér drengurinn..iss ég þarf að fara að kenna honum að búa um rúmið!! hehe

Posted by: Sandra @ 20:22

sunnudagur, janúar 08, 2006  

Þar sem að ég er í svo góðu skapi ákvað ég að henda inn myndunum frá Íslandi (undir MYNDAALBÚM 4)...ég ákvað að læsa myndaalbúminu..ef þið viljið skoða sendið mér þá meil á sandramar82@hotmail.com

Posted by: Sandra @ 23:13

föstudagur, janúar 06, 2006  

Janúar mánuður er leiðinlegasti mánuður ársins að mínu mati. Sá mánuður er svo kaldur og oft frekar blautur hér í Köben og svo má ekki gleyma yndislega próftímabilinu. Núna er ég að fara í 3 próf. Fyrsta prófið er 16 jan, annað 23 og síðasta 26 jan. Eitt af þessum prófum er 2ja tíma munnlegt próf...er neeeett stressuð yfir því. Það eina góða við þennan mánuð er að það styttist óðum í að kallinn minn komi heim!! Get ekki beðið!! :)

Posted by: Sandra @ 23:36

miðvikudagur, janúar 04, 2006  

Þegar við komum heim áðan tók á móti okkur slatti af jólakortum. Ég sé að ég hef greinilega gleymt nokkrum..Sorry..þið fáið kort næstu jól :) Svo ætla ég líka að taka það fram hér að ég hef ákveðið að minnka þessi jólakortaskrif næstu jól þar sem þetta er orðið svo mikið. Um næstu jól fá þeir nánustu kort og þeir sem sendu okkur í ár...er ekki að nenna að skrifa svona mörg kort eins og ég hef alltaf gert...

Annars var ég að sjá þetta á síðunni hennar Jóhönnu..ákvað að prófa...dollaramerkið á greinilega hug minn allann hehe...
Your Birthdate: August 8

Watch out Donald Trump! You've got a head for business and money.
You'll make it rich some day, even if you haven't figured out how yet.
A supreme individualist, you shouldn't get stuck in a corporate job.
Instead, make your own way - so that you can be the boss.

Your strength: Your undying determination

Your weakness: You require an opulent lifestyle

Your power color: Plum

Your power symbol: Dollar sign

Your power month: August

Posted by: Sandra @ 23:29  

Þá erum við Alexander komin heim!! Þvílíkur léttir...alltaf svo gott að koma aftur heim til sín. Við vorum heppin að fá að komast á biðlista með eittvélinni í gær til Rvk. Ég hélt engan veginn að við myndum komast, en það gekk upp. Veðrið var ekki alveg uppá sig besta (eins og venjulega) þannig að þetta var soldið tvísýnt. En við komumst sem betur fer...Þegar við komum suður tók við prógram þegar við lentum. HittumJóhönnu og Huldu, fórum í kringluna, kíktum til Köllu, aftur til stelpanna og hittum Kareni og Sveinu og svo fórum við í Mosó. Í dag tókum við því rólega og svo kom Jóhanna og keyrði okkur út á völl. Ég hélt ég myndi fara yfir um þegar kallinn í afgreiðslunni sagði að ég væri með 17 kg í yfirvigt!!! 17 kg!! vá!! og svo spurði ég hvað það myndi kosta..þá sagði hann að þetta væri 17000 isl!! ég tók kast!! ætlaði sko ekki að fara að borga þetta..Svo var þessi kall var ekkert smá leiðinlegur..sagði við okkur: ekki pakkaði ég niður fyrir þig hehehe..og pirraði mig þá ennþá meira upp..1000 kall kilóið!! þetta er brjálæði!! ég lét náttúrulega í mér heyra og þá sagði hann: brostu!! hehehe.. Alveg hrikalega fyndinn..Ég sagði honum að það væri sko ekki hægt að brosa fyrir svona okur..hann sagði lítið sem ekkert..Er samt ekki alveg að skilja hvernig hann fékk að þetta voru 17 kg svona eftir á, þar sem að taskan sem ég skildi eftir var í kringum 5-6 kg og hin sem fór með var 7 kg...hmm..og svo í brjálæðiskasti tók ég upp íslenska debetkortið mitt og lagði það á borðið...spjallaði við Jóhönnu á meðan og fékk svo flugmiðana í hendurnar..þá hafði hann ekki látið mig borga fyrir þessi 7 kg.. sem hefðu annars verið 7000 isl!! Þannig að það borgaði sig greinilega að láta heyra í sér... hel****s okur flugfélag...er alveg brjáluð út af þessu....og ekki nóg með það að þá lét hann okkur sitja aftast í vélinni og þar afleiðandi sáum við ekkert út, það var ógeðslega þröngt þar sem að þetta var Iceland express vél og svo var þvílíkur hávaði í vélinni allan tímann að maður fékk hausverk!! púff...var ekki par ánægð með þennan kall!! þarf alveg að ná mér niður núna eftir þennan dag...

Þannig að núna þarf ég að reyna redda töskunni til okkar út..þannig að ef einhver er á leiðinni til köben og hefur möguleika á að taka hana með má hann/hún sá sami endilega hafa samband..Þessi taska er svona ca.5-6 kg...Endilega látið mig vita ef þið vitið um einhvern sem kann að pakka og er á leiðinni hingað til kóngsins köben...

Posted by: Sandra @ 21:45

mánudagur, janúar 02, 2006  

Gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir það gamla!!

Gamlárskvöld var tekið með trompi eins og er alltaf gert hér á Urðarveginum. Mamma heldur alltaf matarboð/partý fyrir alla fjölskylduna og er vaninn að allir splæsi saman í eina stóra tertu eða svo. Þessi áramót var met slegið þar sem að afi kom okkur öllum á óvart og mætti með eina aðra eins tertu. Þannig að það kveikt í tveim risa tertum og tveim litlum klukkan tólf, ásamt nokkrum flugeldum. Þetta var ekkert smá flott!! Eftir miðnætti kíkti ég með Dóru Hlín og Bjarka frænda í Vinaminni. Stakk svo af um hálf þrjú leytið heim til að sníkja far hjá ömmu og afa sem voru á leiðinni heim. Þau eru alltaf svo almennilega að skutla barnabarninu á djammið á gamlárs :) Hitti svo stelpurnar og Össa á ballinu og tókum við nokkur spor. Eftir ball var svo kjaftað í klukkutíma fyrir utan ballið við hina og þessa. Svo kíktum við í eftirpartý þar sem við stoppuðum reyndar óvenju stutt. Þegar ég leit á klukkuna ákvað ég að nú væri tími til að koma sér heim (ætlaði sko aldeilis ekki að vera þunn næsta dag hehe hvern var ég eiginlega að plata..). Hitti svo Leif og labbaði með honum að bæjarbrekkunni, þar hitti ég Elínu Smára og kjaftaði við hana alla leiðina heim. Það var frábært að spjalla við hana, hún er alltaf svo hress... Nýársdegi var síðan eytt í þynnku eins og venjan er..Hef aldrei verið svona þunn!! líkaminn var ekki að meika þetta..púff...og fékk ég líka veeeel að finna fyrir því...
Semsagt voðalega venjuleg áramót..ekkert spes..en skemmti mér bara ágætlega..

Við eigum svo pantað flug með seinnivélinni á morgun. Ég er ansi hrædd um að það verði ekki flogið..fluginu var aflýst í dag og það er frekar hvasst núna. Er einhver að fara keyrandi suður frá Ísafirði á morgun? endilega látið mig vita ef þið vitið um einhvern..alltaf gott að vera með plan B...Mér líst allavega ekkert á blikina í augnablikinu og við verðum að komast suður á morgun því við eigum að fljúga út á miðvikudaginn!! :/

Posted by: Sandra @ 23:13
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4