[ Lífið í Køben ] | ||
|
![]() Ég var á vappi á netinu að leita að Senseo kaffivél þegar ég rakst á þetta tæki...ég hélt ég myndi ekki stoppa að hlæja hehehehe...þetta kostar aðeins 499 danskar á tilboði!! Bara svona ef einhver hefur áhuga hehehe...
Kalla og Siggi stoppa sem sagt hjá okkur fram á mánudag. Þá halda þau til Ernu og Bjarna og verða þar í nokkra daga. Þau eru alveg rosaleg...þegar þau komu í gær hélt Kalla á þessum risa pakka. Okkur grunaði ekki neitt fyrr en að hún segir: "Alexander þetta er gjöf til þín"..Hann ljómaði allur og var þvílíkt æstur að opna pakkann. Inni í pakkanum leyndist hvorki meira né minna en eitt stykki rafmagnshlaupahjól!!! ekkert smá flott...Alexander var alveg í skýjunum enda er þetta búið að vera lengi á óskalistanum. Hann knúsaði þau í bak og fyrir og var varla að trúa því að hann hefði loksins fengið þetta hjól...hann er nú meiri prinsinn...allar ömmurnar og hálfömmurnar (eins og Kalla) eru líka alveg vitlausar i hann hehehe...Greyið Siggi lendir aldeilis í því á meðan hann er í heimsókn hjá okkur...Alexander er búinn að vera að draga hann með sér út til að vera á hjólinu síðan hann opnaði pakkann. Núna erum við einmitt að bíða eftir þeim þar sem að við ætlum að hjóla í tívolíið þegar þeir eru búnir að prufukeyra hjólið enn einu sinni...Annars ætlaði ég bara rétt að láta vita af mér...ætla að reyna að blogga reglulega núna þar sem ég er komin í SUMARFRÍ!!! :o)
En eins og svo oft áður dugir sælan stutt því að á miðvikudaginn verður byrjað aftur að lesa :( :( Núna eru BARA 11 dagar í síðasta próf!!! Ég er alveg við það að vera búin að fá nóg..enda er þetta búið að vera ansi langt upplestrarfrí...tala nú ekki um það þegar sólin kallar svona á mann...En þetta tekur allt enda...
Vilborg frænka hafði samband við mig um daginn þar sem að hún er á leiðinni til Dk með fjölskyldunni. Henni vantaði gistingu og spurði mig hvort að ég vissi um eitthvað sniðugt. Ég ath með gestaherbergið hérna á kollegiinu og viti menn það var laust..aldrei þessu vant. Nema hvað að hún er hætt við að koma til Köben, ætlar bara að fara í sumarhús einhversstaðar í Dk þannig að herbergið er laus ef einhver hefur áhuga. Þetta er tímabilið 25 júní til 5 júlí. Nóttin kostar 100 kall og svo þarf að borga 500 kr í tryggingu. Þetta er ansi ódýr gisting og á svona fínum stað....endilega látið mig vita sem fyrst ef þið hafið áhuga..annars ætla ég að afpanta....
Annars gengur lífið sinn vanagang hérna á Øresundskollegiinu. Það eina sem kemst að þessa dagana er lærdómur...skemmtilegt...en það sem er að bjarga mér er að Jóhanna og Svanlaug komu í heimsókn á sl.miðvikudag og fóru svo heim á sunnudeginum. Ástæða ferðarinnar var sú að kíkja á nýjasta barnið í vinkonuhópnum, hann Jr. Christiansen :) Við skemmtum okkur konunglega þó svo að ég hafi verið með hausinn í bókunum nánast allan tímann. Við fórum á útitónleika með Mugison á fimmtudagskvöldinu. Okkur fannst þeir frekar stuttir, vorum eiginlega að vonast eftir meiru, en það var gaman að fá að sjá hann og það úti á flotbryggju...Á föstudeginum fóru stelpurnar til Sillu en komu svo aftur á lau. morgni til Köben. Þær voru ansi duglega að versla, keyptu bara og keyptu..ég er ansi hrædd um að það hafi komist góður hiti í kortin þeirra hehe...Á laugardagskvöldinu fórum við svo út að borða á Spiseloppen í Christaniu. Maturinn var ekkert smá góður!! ég ætla sko að fara þangað aftur!! nammi namm...Eftir þennan indæla mat var ferðinni heitið á Mexibar, besta kokteilbarinn í Köben. Þar voru drukknir Strawberry daiquiri í tonnatali..nei..kannski ekki alveg..en þeir voru þó nokkrir sem fengu að renna ljúft niður í magann...*slurp* Þar sem við vorum komnar í svo mikið stuð ákváðum við að skella okkur í bæinn...Við fórum því á Dakota þar sem við vorum ansi duglegar að drekka Mojito umm..sá drykkur er hættulega góður...iss....maður er bara orðin kokteil-isti eftir þessa helgi..hehehehe...en sælan dugir skammt...því nú eru það bækurnar aftur :( 17 dagar í sumarfrí!!!endalaus hamingja! |
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|