--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 mánudagur, júlí 17, 2006  

Þessa dagana erum við að passa hús á Amager þar sem við eyðum nánast öllum frítíma okkar. Þar erum við ekki með tölvuna með okkur þannig að við erum internetlaus...það er bara mjög fínt, maður eyðir þá ekki miklum tíma á netinu í góða veðrinu :) Þetta hús er algjör snilld. Þar er stór garður þar sem maður er alveg út af fyrir sig, ekkert smá notalegt :) Og engin háváði eins og er alltaf við kollegiið ohhh...væri ég til í að búa þarna...iss..ég er alveg veik fyrir því núna að komast í mitt eigið....
En ég ætlaði bara að hafa þetta stutt þar sem við Alexander erum á leiðinni í sólina....

p.s fullt af nýjum myndum væntanlegar á heimasíðu guttans :o)

Posted by: Sandra @ 14:00

fimmtudagur, júlí 06, 2006  

Hitinn er svo rosalegur núna í Dk að maður svitnar bara við það að bera út póstinn. Í fyrradag var 32 stiga hiti og í dag var 30 stiga hiti og glampandi sól. Við Alexander erum nánast flutt á ströndina, sem er náttúrulega bara snilld!! En núna er maður orðinn nett þreyttur á sólinni. Enda er ég búin að vera að bera út í þessum hita, hlaupandi upp og niður stiga...púff!! Á morgun er spáð þrumum og rigningu (sem betur fer!!). Það verður ágætt að fá smá rigningu til að kæla mann smá niður. Maður verður svo dasaður að vera svona mikið í sólinni. Það er líka alveg komin tími á að þrífa íbúðina, þannig að þetta passar bara fínt. Ingó og Hrefna koma á sunnudaginn og ætla að vera nokkra daga hjá okkur þannig að það veitir ekkert af því að taka allt í gegn áður en þau koma. Ég veit ekki einu sinni hvað planið er hjá þeim hehe..hef ekkert talað við þau nýlega þar sem þau eru í Svíþjóð með fjölskyldunni, en Anna Lísa er í æfingarbúðum í samb.við handboltann. Það verður nú gaman að hitta þau aftur, þó það sé nú ekki langt síðan síðast, en það er alltaf gaman að hitta einhvern úr fjölskyldunni þegar maður á heima svona langt í burtu.

Annars gleymdi ég víst að segja frá því að ég fékk vinnuna hjá lyfjafyrirtækinu Pharmanova!! :o) Mér finnst þetta vera mjög spennandi og hlakka ekkert smá til að byrja! :) Konan sem tók mig í viðtal bauð mér einnig aðra vinnu (hlutastarf í skráningardeildinni) en ég ákvað að bíða aðeins með það þar sem að ég veit ekkert hvernig veturinn verður í sambandi við skólamálin. Svo er alltaf dálítið vandamál með að redda pössun þannig að ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast....

Posted by: Sandra @ 21:36

mánudagur, júlí 03, 2006  Jæja...nú er maður nett brunninn eftir helgina...við Alexander fórum á ströndina í gær og það var algjör sæla..Þvílíkur hiti...maður grillaðist gjörsamlega...Við stoppuðum nú ekki lengi, vorum í nokkra tíma og héldum heim á leið um þrjú leytið. Orri var búinn að vinna þá þannig að við nýttum tækifærið og skelltum okkur til Dragør. Dragør er gamall, lítill bær sem er nokkrum Km frá Amager. Bossinn hans Orra er í sumarfríi og lánaði hann því Orra bílinn. Við þurftum því ekki að hjóla alla þessa leið heldur var bílinn auðvitað nýttur. Við fórum og týndum jarðaber sem voru alveg sjúklega góð. Það var meira að segja hægt að velja á milli nokkurra tegunda...vá ég fæ alveg vatn í munninn við tilhugsunina, þau voru svo góð...
Eftir jarðaberjatýnsluna fórum við aðeins í heimsókn til ísl.-danskrar fjölskyldu sem Orri þekkir. Því næst röltum við um bæinn, fórum á kaffihús og fengum okkur að borða...Svo var farið heim og smakkað á jarðaberunum góðu...Ég verð alltaf sáttari og sáttari við þá ákvörðun mína að fara ekkert til Íslands í sumar. Það er svo notalegt að vera hérna í góða veðrinu...

En að öðrum málum...Þar sem frítidsheimilið er lokað allan júlí og erfitt var að fá pössun fyrir guttann, sótti ég um vinnu hjá póstinum og fékk hana. Ég er því búinn að ráða guttann í vinnu þannig að hann mun koma með mér að bera út og auðvitað fær hann laun fyrir það. Þetta var eiginilega eina vinnan sem ég gat mögulega unnið útaf pössunarmálunum. Þannig að við verðum að vinna frá 6-13:30 alla daga nema Sunnudaga. Það verður fínt fyrir hann að læra að vinna fyrir peningunum. Hann er líka orðinn svo stór og ég tala nú ekki um það hvað hann hefur gott af útiverunni..þannig að þetta verður örugglega bara fínt...
Í síðustu viku svo bekkjarfélagi minn í mig og benti mér á að lyfjafyrirtækið sem hann er að vinna hjá vantar Íslenskan lyfjafræðinema til að þýða íslensk skjöl yfir á dönsku. Mér leist ágætlega á það þannig að ég er að fara í viðtal á miðvikudaginn hjá þeim. Þetta gæti verið ágætis vinna með skólanum í vetur þó svo að ég sé búinn að segja við póstinn að ég sé alveg til í að vinna á laugardögum...sjáum hvað kemur útúr þessu...ég ætla bara að passa mig á að vera ekki að taka of mikið að mér..ég veit jú ekkert hvað kemur út úr skólamálunum....púff..já það styttist í að ég fái svar...28.júlí er dagurinn....

Posted by: Sandra @ 09:16

laugardagur, júlí 01, 2006  

Það er spáð geðveiku veðri um helgina hér í Dk og ætlum við að njóta þess í botn að sleika sólina áður en fyrsta vinnuvikan mín hefst. Orri er reyndar að vinna í dag og á morgun þannig að við Alexander verðum bara tvö. Spurning hvort að við skellum okkur ekki bara á ströndina...eða jafnvel í bæinn..það er nú ansi langt síðan við gerðum það...við þurfum nú eitthvað að fara að versla og stússast þannig að bærinn er kannski málið...en ég ætla að drífa mig út í sæluna....

Posted by: Sandra @ 11:49
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4