[ Lífið í Køben ] | ||
|
Þessa dagana erum við að passa hús á Amager þar sem við eyðum nánast öllum frítíma okkar. Þar erum við ekki með tölvuna með okkur þannig að við erum internetlaus...það er bara mjög fínt, maður eyðir þá ekki miklum tíma á netinu í góða veðrinu :) Þetta hús er algjör snilld. Þar er stór garður þar sem maður er alveg út af fyrir sig, ekkert smá notalegt :) Og engin háváði eins og er alltaf við kollegiið ohhh...væri ég til í að búa þarna...iss..ég er alveg veik fyrir því núna að komast í mitt eigið....
En ég ætlaði bara að hafa þetta stutt þar sem við Alexander erum á leiðinni í sólina.... p.s fullt af nýjum myndum væntanlegar á heimasíðu guttans :o)
Annars gleymdi ég víst að segja frá því að ég fékk vinnuna hjá lyfjafyrirtækinu Pharmanova!! :o) Mér finnst þetta vera mjög spennandi og hlakka ekkert smá til að byrja! :) Konan sem tók mig í viðtal bauð mér einnig aðra vinnu (hlutastarf í skráningardeildinni) en ég ákvað að bíða aðeins með það þar sem að ég veit ekkert hvernig veturinn verður í sambandi við skólamálin. Svo er alltaf dálítið vandamál með að redda pössun þannig að ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast....
![]() ![]() Jæja...nú er maður nett brunninn eftir helgina...við Alexander fórum á ströndina í gær og það var algjör sæla..Þvílíkur hiti...maður grillaðist gjörsamlega...Við stoppuðum nú ekki lengi, vorum í nokkra tíma og héldum heim á leið um þrjú leytið. Orri var búinn að vinna þá þannig að við nýttum tækifærið og skelltum okkur til Dragør. Dragør er gamall, lítill bær sem er nokkrum Km frá Amager. Bossinn hans Orra er í sumarfríi og lánaði hann því Orra bílinn. Við þurftum því ekki að hjóla alla þessa leið heldur var bílinn auðvitað nýttur. Við fórum og týndum jarðaber sem voru alveg sjúklega góð. Það var meira að segja hægt að velja á milli nokkurra tegunda...vá ég fæ alveg vatn í munninn við tilhugsunina, þau voru svo góð... Eftir jarðaberjatýnsluna fórum við aðeins í heimsókn til ísl.-danskrar fjölskyldu sem Orri þekkir. Því næst röltum við um bæinn, fórum á kaffihús og fengum okkur að borða...Svo var farið heim og smakkað á jarðaberunum góðu...Ég verð alltaf sáttari og sáttari við þá ákvörðun mína að fara ekkert til Íslands í sumar. Það er svo notalegt að vera hérna í góða veðrinu... En að öðrum málum...Þar sem frítidsheimilið er lokað allan júlí og erfitt var að fá pössun fyrir guttann, sótti ég um vinnu hjá póstinum og fékk hana. Ég er því búinn að ráða guttann í vinnu þannig að hann mun koma með mér að bera út og auðvitað fær hann laun fyrir það. Þetta var eiginilega eina vinnan sem ég gat mögulega unnið útaf pössunarmálunum. Þannig að við verðum að vinna frá 6-13:30 alla daga nema Sunnudaga. Það verður fínt fyrir hann að læra að vinna fyrir peningunum. Hann er líka orðinn svo stór og ég tala nú ekki um það hvað hann hefur gott af útiverunni..þannig að þetta verður örugglega bara fínt... Í síðustu viku svo bekkjarfélagi minn í mig og benti mér á að lyfjafyrirtækið sem hann er að vinna hjá vantar Íslenskan lyfjafræðinema til að þýða íslensk skjöl yfir á dönsku. Mér leist ágætlega á það þannig að ég er að fara í viðtal á miðvikudaginn hjá þeim. Þetta gæti verið ágætis vinna með skólanum í vetur þó svo að ég sé búinn að segja við póstinn að ég sé alveg til í að vinna á laugardögum...sjáum hvað kemur útúr þessu...ég ætla bara að passa mig á að vera ekki að taka of mikið að mér..ég veit jú ekkert hvað kemur út úr skólamálunum....púff..já það styttist í að ég fái svar...28.júlí er dagurinn....
|
Orri
Börnin
Mbl
Fréttir í DK
MYNDAALBÚ™M 1
|