--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 fimmtudagur, ágúst 31, 2006  

Þá erum við komin heim úr fríinu. Fyrsta vikan var alveg frábær út í eitt. Við notuðum fyrstu dagana í það að slappa af, fara í Hamam (tyrkneskt bað, sem er algjört lúxus, mæli 100% með því ef þið farið til Tyrklands), fórum í vatnsrennibrautagarð, á Tyrkneskt kvöld þar sem voru sýndir 14 mismunandi tyrkneskir dansar, skoðuðum 2 stærsta helli Tyrklands, fórum í mini golf í klikkuðum hita og inná milli lágum við á sundlaugarbakkanum í leti og sleiktum sólina. Við náðum svo að kíkja á markaðinn í bænum og kaupa minjagripi, fórum einu sinni á ströndina og röltum um bæinn. Hótelið sem við vorum á var algjör snilld fyrir utan rúmin sem voru engan vegin að gera góða hluti. Þetta hótel var alveg ekta krakkahótel, þar voru 6 sundlaugar hvorki meira né minna, 3 rennibrautir og kidsclub fyrir krakkana, aðstaða fyrir mini golf, líkamsræktarstöð, verslanir og hamam. Á kvöldin voru alltaf einhver skemmtiatriði sem höfðuðu nánast bara til krakkana, þannig að Alexander var alveg í að fíla hótelið í botn.

Þegar önnur vikan hófst byrjaði ég að fá mjög slæma kviðverki. Á fimmtudeginum, viku eftir að við komum, ákváðum við að spurja lækninn á hótelinu hvað við ættum að gera ef verkirnir myndu versna. Okkur grunaði nokkurnveginn hvað þetta væri, það var svo sem ekkert alvarlegt. En þegar við töluðum við lækninn vildi hann endilega senda okkur á sjúkrahúsið til að fá staðfestingu á að þetta væri það sem við héldum að það væri (ég vil helst ekki vera að fara neitt nánar út í þetta). Þegar á sjúkrahúsið var komið var ég sett í ýmsar rannsóknir. Þeir vildu halda mér inni yfir eina nótt og sjá hvort að ég myndi lagast. Næsta morgun var ég svo aftur skoðuð og eftir skoðunina segir læknirinn við mig: Operate now! Your life!! Læknarnir í Tyrkalandi kunna mjög litla ensku þannig að við fengum nett áfall þegar við heyrðum þetta, okkur grunaði ekki að þetta væri svona alvarlegt. Þeir sögðu nefnilega við okkur deginum áður að það væri algjör óþarfi að vera að stressa sig yfir þessu, þetta myndi allt fara vel. En það var bara langt í frá að vera satt!! Eftir að við fengum að vita að ég þyrfti strax að fara í aðgerð vildum við auðvitað fá túlk til að útskýra fyrir okkur hvað væri í gangi og hvort að það væri einhver önnur leið út úr þessu. Við vissum ekkert hvernig heilbrigðiskerfið væri í Tyrklandi og hvað þá hvort að við værum í öruggum höndum. Einnig vissum við ekkert hvernig þetta myndi fara í sambandi við tryggingar og svo framvegis þannig að við ákváðum að hringja nokkur símtöl og komast að því hvað væri best að gera. Við komumst svo að því að tryggingarnar myndu dekka allt og að þetta væri það eina í stöðunni því annars væri það my life! Þannig að um leið og við vorum búin að tala í símann var ég send beint í aðgerð. Aðgerðin sjálf tók ekki langan tíma en þegar ég vaknaði tók þessi mikli sársauki við. Þvílíkan sársauka hef ég aldrei áður upplifað!! Allan daginn var ég útúr dópuð en mér fannst samt eins og að verkjalyfin virkuðu ekki þar sem að verkirnir voru svo miklir, ég hef bara aldrei upplifað annað eins! Fæðingin hans Alexanders var bara pís of keik miðað við þennan horror!! Eftir aðgerðina fengum við svo að vita að ég hafi verið mjög heppin, því ef við hefðum beðið í 2 daga með þessa aðgerð þá hefði ég kannski ekki lifað þetta af!! Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur var þetta mikið sjokk...við erum varla búin að átta okkur á þessu ennþá. En við þökkum bara fyrir það að ég sé á lífi!!! Við fengum samt mjög góða þjónustu hjá ferðaskrifstofunni okkar og var hugsað mjög vel um okkur á spítalanum. Eftir spítaladvölina, sem varði í 3 nætur fengum við að fara á annað hótel með mun betri rúmum. Ferðaskrifstofan reddaði okkur svo sér minbus út á flugvöllinn svo við þyrftum ekki að fara með rútunni. Það var nefnilega 2 tíma keyrsla út á flugvöll. Svo fékk ég hjólastól á flugvellinum bæði frá Tyrklandi og í Danmörku. Þannig að þeir voru alveg alveg frábærir, gerðu allt sem þeir mögulega gátu gert.

Við erum því ofboðslega fegin að þetta uppgötvaðist í tíma..Þetta frí var langt í frá að vera það sem við bjuggumst við en maður verður að líta á björtu hliðarnar...Ég er á lífi...

Posted by: Sandra @ 17:11

laugardagur, ágúst 12, 2006  


Jæja..hvernig væri það nú að skrifa eitthvað inná þessa blessuðu síðu...það er næstum kominn mánuður síðan síðast...iss...ég er ekki að standa mig...

En ég vil byrja á því að þakka þeim sem mundu eftir tjellingunni á afmælisdeginum...takk allir!! alltaf gaman þegar einhver man eftir manni :o)

Annars er búið að vera brjálað að gera...við erum varla búin að hafa einn afslöppunardag síðan við byrjuðum að vinna. Það er alltaf eitthvað sem við þurfum að gera..En núna er ég komin í frí!! Trúi því varla!! þetta er nefnilega búið að vera frekar strembið undanfarið...en núna er þetta búið! Ég er s.s komin í 2ja vikna sumarfrí. Byrja aftur í sept.að vinna. En í millitíðinni munum við fara til Alanya í Tyrklandi á 4 stjörnu hótel í tvær vikur!!! Myndin hérna er af hótelinu sem við munum vera á og heitir það Green Garden eins og sjá má á litnum :) Við fáum 2ja herbergja íbúð sem snýr út á hafið...þetta verður algjör snilld!!!

Annað helst í fréttum er það að ég komst ekki inn í tannlækninn!! :( Það voru 700 manns sem sóttu um og aðeins 104 sem komust inn...ég er búin að vera alveg í rusli yfir þessu undanfarið..en núna er ég búin að jafna mig á þessu sjokki og búin að finna mér annað...en það er tannsmíði...ég mun byrja um leið og ég kem heim frá Tyrklandi...það nám tekur 4 ár og 6 mánuði...Skólinn er staðsettur aðeins 5 mín frá kollegiinu...sem er mjög hentugt. Ég vona bara virkilega að þetta sé það sem ég er búin að vera að leita af...en það kemur bara í ljós þegar lengra líður...en eins og staðan er í dag þá er ég nokkuð sátt...það verður spennandi að sjá hvort að ég finni mig eða ekki...ég nenni allavega ekki að velta mér uppúr þessu meira í bili..ég er ung og hef allt lífið framundan þannig að það er algjör óþarfi að vera að stressa sig á þessu...

Annars vildi ég bara skrifa nokkrar línur þar sem að samviskubitið var alveg að naga mig yfir því að hafa ekki skrifað neitt í langan tíma....

Þangað til næst (sem verður í fyrsta lagi eftir tvær vikur)

p.s Það eru komnar fullt af nýjum sumarmyndum inn á heimasíðuna hans Alexanders....Enjoy...

Posted by: Sandra @ 20:49
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4