--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 föstudagur, september 29, 2006  

Ég held bara áfram að vera löt að skrifa...ætla alltaf að fara að taka mig á en svo þegar kemur að því nenni ég ekki að setjast við tölvuna og skrifa nokkur orð...isss...þetta er nú ekki svo erfitt..en það er betra að skrifa smá heldur en ekki neitt, ekki satt!?!

Mamma og co. fóru ekki fyrr en sl. þriðjudag ég ruglaðist eitthvað í síðustu færslu og skrifaði að þau myndu fara á sunnudegi. Þau stoppuðu hjá okkur frá fimmtudegi til föstudags og fóru svo til suður jótlands að heimsækja vini sína. Þau tóku Alexander með sér yfir helgina og vorum við Orri því barnslaus. Alexander skemmti sér þvílíkt vel, var alveg í essinu sínu í sveitinni og gerði ekki annað en að slá grasið á sláttuvélinni allann tímann hehehe...þið getið skoðað myndir frá ferðinni á barnalandi ef þið hafið áhuga á því. Þau komu svo aftur á sunnudeginum til okkar og voru fram á þriðjudag. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn. Maður verður alltaf svo endurnærður eftir að fjölskyldan er búin að vera í kringum mann :o)

Við Orri ætluðum þvílíkt að njóta þess að vera bara tvö þessa helgi en við komumst heldur betur að því að við kunnum ekkert að vera barnslaus. Við vissum ekkert hvað við ættum að gera hehe...við fundum þó út úr því á endanum og áttum bara mjög skemmtilega helgi svona tvö :o) Förum í bíó, út að borða og kíktum út á lífið og drukkum besta kokteil í heimi, MOJITO!! *slurp*

Í fyrramálið ætlum við Alexander loksins að láta verða af því að fara í heimsókn til Sillu og co. og munum við þá sjá Lucas litla í fyrsta sinn!! alveg ótrúlegt að við skulum ekki enn vera farin í heimsókn þar sem að við búum nú einu sinni í sama landinu!! okkur hlakkar mikið til hitta þau, eða réttarasagt aðallega ég :o) við munum stoppa fram yfir helgina hjá þeim í sveitinni og að öllum líkindum koma endurnærð aftur til Kaupmannahafnar :)

Að lokum má geta þess að fyrr í mánuðinum, eða nánara sagt þann 18 september, á afmælisdegi Sigrúnar heitinnar, áttum við Orri 2ja ára afmæli ;) Ótrúlegt hvað tíminn líður...við verðum komin á ellliheimilið áður en við vitum af því hehehe...

Posted by: Sandra @ 09:06

sunnudagur, september 17, 2006  

Nún er ég búin að vera viku í skólanum...það var mjög gott að komast út úr húsi á mánudaginn var. Skólinn byrjar hægt og rólega. Það er ekki mikið um að vera svona í byrjun þannig að þetta er voðalega afslappandi. Það er svo sem allt í góðu þar sem að ég er búin að vera að jafna mig eftir herlegheitin. Ég er bara orðin nokkuð góð, er nánast orðin normal aftur þó svo að ég megi ekki byrja að vinna aftur fyrr en í byrjun október.

Við erum annars búin að eiga góða helgi. Föstudagurinn var tekinn í afslöppun og var gærdagurinn svo notaður í íbúðarþrif og undirbúning fyrir matarboðið sem halda átti um kvöldið. Darri, bróðir Orra og Petra kona hans voru nefnilega í helgarferð hérna í Köben, þannig að við buðum þeim auðvitað í mat, ásamt Systu frænku hans Orra sem býr hér í Köben. Við vorum með raclette og heppnaðist það mjög vel...umm...það var ekkert smá gott...Við áttum saman mjög skemmtilegt kvöld þar sem kjaftað var fram eftir kvöldi...

Sumarið er eiginlega komið aftur hérna í landi baunanna. Alla síðustu viku var hitastigið í kringum 25 stig, sólin lét sjá sig og maður naut þess að fá smá auka sumar. Spáin er svipuð næstu daga, nema að það er einn rigningardagur á þriðjudaginn og svo á hitastigið að vera í kringum 20 stig...ljúft...Mamma og pabbi eru einmitt að koma ásamt Köllu og Sigga á fimmtudaginn og ætla þau að stoppa í Dk fram á sunnudag...stutt stopp en það verður samt gaman að sjá þau, enda frekar langt síðan að við hittumst.

Ég var að hugsa um að fara upp í rúm núna og lesa bók og fara bara snemma að sofa...aðeins að hvíla mig eftir síðustu nótt, sem var ekki svefnmikil að sökum manns sem lá við hliðina á mér og samkjaftaði ekki alla nóttina. Ég fékk að heyra dönsku, íslensku og ensku hvorki meira né minna!! hehehe..við erum ansi lík í þessari fjölskyldu...nema að ég held að ég hafi ekki þann hæfileika að geta talað öllum þessum tungumálum á einni nóttu...ég er aðallega sitt og hvað í rússneskunni, íslenskunni og dönskunni. Alexander talar bara íslensku og dönsku þannig að kallinn á metið...hehehe...

Posted by: Sandra @ 20:03

mánudagur, september 04, 2006  

Þar sem það er alveg hrikalegt leiðinlegt að hanga svona heima ákvað ég að gera eitthvað af viti og henda inn myndunum frá Tyrklandsferðinni inn á heimasíðuna hans Alexanders.
Annars er ég öll að koma til…Planið er að fara í skólann í þessari viku þannig a
ð þá mun þessum leiðinda veikindatíma ljúka. Það er ekkert smá skrítið að vera í svona ástandi. Maður heldur að maður geti gert miklu meira en maður getur. Það er ekkert smá pirrandi að vera svona mikill sjúklingur...Ég má ekki lyfta neinu þungu né hreyfa mig af viti í 2 aðrar vikur...ahh...það verður gott að verða aftur eðlileg...þar sem ég hef lítið annað að segja ætla að fara og gera ekki neitt....

Posted by: Sandra @ 12:16
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4