--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 laugardagur, mars 31, 2007  

Þá erum við mætt til Ísafjarðar...Það var mikið stress í gangi daginn sem við flugum og er ég ekkert smá fegin að vera komin í afslöppun núna....Reyndar verður þetta ekki mikil afslöppun þar sem allar Íslandsferðirnar eru það aldrei...en í dag er ég að fara að undirbúa afmælið hans Alexanders sem verður á morgun. Mamma ætlar að hjálpa mér að baka þannig að þetta verður nú ekki mikið mál..Það munar svo ótrúlega miklu að fá svona góða hjálp :)
Mér finnst nú mjög skrítið að litla barnið mitt er að verða 9 ára á morgun!! hann er bara ekkert litla barnið mitt lengur!! hehe...

En ég er með íslenska símanúmerið mitt: 8677756 ef einhverjum vantar að ná á mig....

Posted by: Sandra @ 11:06

þriðjudagur, mars 27, 2007  

Þá eru bara tveir dagar í heimkomu...skrítið...það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt!!

Annars hef ég verið að spá í því að ég blogga ansi oft um veðrið...ég ætla ekkert að hætta því þar sem að mér þykir það alveg gríðalega mikilvægt...maður verður alltaf svo glaður þegar sólin fer aftur að skína og hitastigið fer á ofurhraða í tveggja stafa tölu :) Þannig er það nefnilega núna hér í Dk...vorið er greinilega komið til að vera. Það er búið að vera sól undanfarna daga og hitinn hefur verið í kringum 15 stig...frekar næs...ég get allavega leyft mér að hlakka til að geta komið aftur heim í hlýjuna þegar að við höfum verið í kuldanum á Íslandi...
Með vorinu hefur tímanum líka verið breytt..við erum komin aftur á sumartíma, þannig að núna er tveggja tíma mismunur milli Ís og Dk. Bara svona svo að fólk sé ekki að hringja á ókristilegum tímum...

En að öðru...og frekar miklum mont fréttum ;) ég er alveg að rifna úr stolti yfir hetjunni minni honum Alexander...Hann er svo að standa sig þessa dagana í öllu sem hann er að gera! :) Á sunnudeginum hringdi break-danskennarinn hans í okkur og spurði hvort að Alexander hefði áhuga á að vera með í test sjónvarpsþætti hjá DR1. Kennarinn átti að finna einn nemanda og valdi hún Alexander af öllum nemendunum sínum!! Þessi sjónvarpsþáttur gengur út á það að hann átti að finna upp á sögu og útfrá henni átti hann að búa til dans. Þannig að í dag fékk hann frí úr skólanum til að geta verið í upptökum allan daginn. Hann var sóttur við skólann sinn um morguninn og svo var farið með hann til tónlistarmanns (sem ég veit ekki hver er) og áttu þeir í sameiningu að búa til tónlist sem Alexander átti svo að dansa við seinna um daginn. Þetta var auðvitað allt tekið upp þar sem að þetta er hluti af þættinum. Eftir að þeir höfðu búið til lagið fóru þeir svo í sal að taka upp dansinn. Break kennarinn hans Alexanders var honum til halds og traust en annars bjó hann til dansinn alveg sjálfur :o) Mamman er alveg að missa sig yfir stráknum sínum hehe....Þegar hann kom heim sagði hann mér að þetta hefði bara verið einn af bestu dögunum sem hann hefði oplevet (eins og hann sagði það) þannig að hann er greinilega mjög ánægður með árangurinn ;) Við munum svo fá eintak af upptökunni þegar það er búið að klippa allt saman og kemur það svo seinna í ljós hvort að þetta verður sýnt á DR eða ekki...Þetta er víst prufu þáttur sem er verið að vinna að núna. Svo fer hann undir nefnd sem ákveður hvort að eigi að sýna hann eða ekki...

Alexander á nú ekki langt að sækja danshæfileika sína. Ég var einmitt að rifja það upp að ég hafi líka verið 8 ára þegar ég sýndi minn frumsaminn dans á Fegurðarsamkeppni Vestfjarða hérna í denn...og það er allt til á video! það er ótrúlega gaman að geta horft á þetta núna og hlegið að þessu eftir öll þessi ár! Það á alveg örugglega eftir að vera þannig fyrir Alexander þegar að hann horfir á upptökur af sér eftir 10-15 ár ;)

Og ekki eru þetta einu fréttirnar af honum syni mínum....Danskennarinn hans er greinilega það ánægð með hann að hún bað hann um að vera með á sýningu í tívolínu!! Hann þarf því að mæta á æfingar út allan apríl mánuð og svo verður aðalsýningin þann 6 mai!! já ég er sko að rifna úr stolti ;)

Posted by: Sandra @ 20:41

miðvikudagur, mars 21, 2007  

Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir kveðjurnar í síðasta bloggi. Það er ekkert smá gaman að sjá hvað margir eru að fylgjast með okkur :o) Við erum ekkert smá hamingjusöm með væntanlegt kríli ;) Mér finnst þetta reyndar soldið óraunverulegt og er þar afleiðandi frekar paranojuð yfir þessu öllu saman og vill helst fara að finna fyrir hreyfingum til að vita að allt sé í lagi. Skrítið ég man ekki eftir því að hafa verið svona þegar ég gekk með Alexander...enda var ég bara barn þá og var ekkert að spá eitthvað í þessu af viti....

Annars er nú ekki mikið að frétta héðan...nú er einungis vika þangað til að við komum til Íslands...ég kvíði nú dálítið fyrir því að vera að fara að upplifa alvöru vetur þar sem að vorið er nánast komið hingað...við eigum nánast engin vetrarföt(fyrir utan Alexander) og hvað þá vetrarskó þannig að ég veit ekkert hvernig við eigum að pakka niður :/ planið er nefnilega að koma með sem minnst af fötum svo að við getum fyllt töskurnar af barnafötunum hans Alexanders...það verður gaman að fara í gegnum allt dótið sem er uppi á háalofti hjá mö&pa..ætli maður geti nokkuð notað eitthvað af þessum fötum eftir öll þessi ár?!?! það er spurning...

Þar sem að maður er orðinn dálítið spenntur þá er ég búin að vera að skoða allskonar barnadót á netinu. Guð sé lof að ég búi ekki á Íslandi! það er allt svo dýrt á klakanum!Ég er búin að vera að bera allskonar vörur saman við verðið hérna í Dk og það munar bara ansi miklu get ég sagt ykkur... T.d var ég að skoða verðið á emmaljunga vögnum. Sama týpan kostar 5499 danskar(þ.e.a.s 65812 íslenskar) hér í Dk, en á Íslandi kostar hún 85.900 íslenskar í Vörðunni!! vá!! þetta er bara klikkun! Ég sé ekki fram á að við munum hafa efni á því að vera að kaupa okkur nýjan vagn á þessu verði...ég var nú samt búin að segja við sjálfan mig að ég ætlaði mér að kaupa mér nýjan vagn þegar næsta barn kæmi, en peningarnir vaxa víst ekki á trjánum.....argg....

Svo eru ýmsar áhyggjur sem fylgja þessu kríli...ég er ekki að sjá fram á það að við eigum eftir að geta verið 4ra manna fjölskylda í 40 fermetra kompunni okkar! Það var planið að fara að kaupa okkur íbúð hér í Köben en það lítur allt út fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á niðurleið þannig að við verðum að sætta okkur við að vera hérna áfram...púff..ég veit ekki hversu mikinn tíma ég meika að vera hérna lengur á þessu kollegíi...ég er alveg að verða búin að fá nóg....en maður verður víst að þakka fyrir að maður hafi þak yfir höfuðið...*púst*

Posted by: Sandra @ 12:27

þriðjudagur, mars 13, 2007  

Þá er það komið í ljós...við munum koma til Íslands um páskana...áætlaður komutími er 29.mars til landsins. Það verður flogið strax til Ísafjarðar næsta morgun og munum við halda uppá afmælið hans Alexanders á sunnudeginum hjá mömmu og pabba. Síðan munum við eyða páskunum fyrir vestan og fara svo aftur suður annan í páskum. Við eigum svo pantað flug út þann 12.apríl. Þannig að það verður gaman að koma í svona langa heimsókn :o)
Þetta verður þá í fyrsta skiptið sem við komum yfir páskana eftir að við fluttum út...það verður gaman að vera í fjörinu fyrir vestan um páskana og fara á Aldrei fór ég suður ;)

Annars er ég með aðra frétt...Það er annað kríli væntanlegt í fjölskylduna núna í september :) Við erum alveg í skýjunum yfir þessu þar sem að við vissum ekki hvort að barneignir væru mögulegar eftir þá hræðilegu lífsreynslu sem við lentum í þegar við vorum í Tyrklandi sl.sumar.
Við erum búin að fara í hnakkaþykktarmælingu og kom hún mjög vel út. Líðan verðandi 2ja barna móðurinnar er bara góð, fyrstu mánuðina svaf ég út í eitt en núna hef ég það fínt ;)
Alexander fékk að vita þetta á föstudaginn síðasta og voru viðbrögðin ansi skrítin hjá honum. Hann var ekki alveg að átta sig á þessu og var hálf hissa. Ég held líka að hann hafi verið smá hræddur um að eitthvað slæmt myndi gerast, þar sem að hann var dálítið skelkaður eftir Tyrklandsferðina. En núna er hann mjög ánægður með þetta og er farinn að spurja um margt í sambandi við krílið. Hann er meira að segja búinn að segja öllum kennurunum sínum frá þessu þannig að hann er greinilega mjög spenntur yfir þessu ;)

Mér finnst ótrúlega skrítið að hugsa til þess að eftir nokkra mánuði verð ég 2ja barna móðir!! guð þá er ég fyrst orðin gömul!! hehe....en þrátt fyrir "ellina" er þetta yndisleg tilfinning :)

Posted by: Sandra @ 10:25

föstudagur, mars 09, 2007  

Jahérna...mér finnst ég vera orðin svo gömul!! Ég var að skoða hvaða stelpur eru að fara að taka þátt í ungfrú vestfjörðum og hvað haldiði, ég kannast bara við tvö nöfn!! og það er vegna þess að ég þekki foreldra þeirra!! Ég var að passa eina stelpuna þegar hún var lítil og svo var mamma hinnar stelpunnar ljósmóðir mín þegar ég var ólétt af Alexander!! Vá hvað ég fékk sjokk!! ég er bara orðin ellismellur...púff....

Posted by: Sandra @ 22:21

miðvikudagur, mars 07, 2007  

Jæja...þá er bara búið að rífa ungdomshuset og hafa lætin í borginni róast ansi mikið eftir síðustu helgi....allt í allt held ég að það hafi verið 640 manns sem voru handtekin, það finnst mér nú bara vera ágætis slatti...

Það lítur allt út fyrir það að vorið sé að koma til okkar hérna í Köben...í næstu viku er hitastigið á leiðinni upp, eða nánara sagt mun það fara upp í tveggja stafa tölu...ekki slæmt það...ég er orðin frekar þreytt á þessari rigningu sem er alltaf í jan. og feb. mánuði...Þannig að ég tek vorinu fagnandi...ég get ekki beðið eftir því að geta notað sumarfötin mín :) eða ég tala nú ekki um það að fara á ströndina í sumar....alltaf gaman að láta sig dreyma :o)

Annars er nú ekki mikið að frétta...ég er að reyna að sýna lit og blogga oftar fyrir ykkur lesendur mínir :) en það er nú bara ekki mikið um fréttir þessa dagana, engar fréttir eru víst góðar fréttir...eða jú það er eitt sem ég sagt ykkur. Ég kláraði grunnnámið í tannsmíðinni í síðustu viku og hvað haldiði....stelpan fékk bara 10 í lokaeinkunn!! :) er bara nokkuð sátt við það. Við áttum að skila af okkur skriflegu verkefni og svo var farið yfir það sem við erum búin að vera að vinna með. Ég fékk bæði 10 fyrir skriflega verkefnið og fyrir verklega. Við "gamla settið" erum því bæði í "tíunum" þessa dagana...eða eins og Orri sagði:"velkomin í hóp töffarana" hehehe....

Posted by: Sandra @ 19:41

laugardagur, mars 03, 2007  

Þegar við Alexander vorum á leiðinni í skólann í gærmorgun, hjóluðum við framhjá Christianshavn eins og við gerum alltaf. Nema hvað að eftir læti næturinnar sáum við bíl á hvolfi á miðri götunni sem var búið að kveikja í. Rúðurnar í kringum voru nánast allar brotnar og því voru glerbrot út um allt. Ruslagámur var á miðri hjólastígnum og var bara drasl út um allt. Alexander greyið er með svo lítið hjarta að honum var sko ekki sama, enda var frekar skrítið að hjóla framhjá þessu. Maður fékk soldið á tilfinninguna eins og að maður væri að hjóla framhjá aðal ghettoinu, en það er bara langt í frá þannig á Christianshavn undir venjulegum kringumstæðum....Hann var ekkert smá sjokkeraður yfir þessu og skildi ekkert í því afhverju það voru svona rosalega mikil læti. Það var talað um þetta alla leiðina í skólann og við ákváðum í sameiningu að ég skildi sækja hann snemma því að það var alveg gert ráð fyrir að það myndu blossa upp læti seinna um daginn...

Þeir sem hafa ekki fylgst með fréttum þá er allt brjálað hér í Köben út af ungdómshúsinu. Á myndinni sjáiði húsið, en það er þetta brúna. Í þessu húsi "búa" ungir pönkarar og hafa þeir verið beðnir um að yfirgefa húsið því það er löngu búið að selja þetta hús. En krakkarnir hafa alltaf neitað því að fara út. Þess vegna réðst lögreglan inn til þeirra á fimmtudagsmorgninum og fór allt í háa loft eftir það. Það vissi enginn hvenær þetta myndi gerast og voru því allir viðbúnir brjálæðislegum látum. Það er heldur betur búið að vera mikil læti því það er búið að kveikja í fullt af bílum, brjóta fullt af rúðum, kveikja bál út um allan bæ og svo er búið að ráðast á lögregluna. Við erum að tala um að það sé búið að handtaka 460 manns núna síðan á fimmtudaginn...

Við Orri ákváðum að kíkja á svæðið í gær áður en við sóttum Alexander...
Við tókum þessar myndir...við náðum nú ekki að taka myndir af einhverju rosalegu því það var búið að hreinsa allt þegar við vorum þarna...Það fór nú samt ekki á milli mála að það hefðu verið læti þarna um nóttina, því það var sót út um allt og fullt af rúðum brotnar á Nørrebrogade. Í þessu hverfi voru fullt af skólum og leikskólum lokað....ég er ekkert smá fegin að við búum ekki þarna...enda er þetta m.a ástæðan fyrir því afhverju ég vil ekki búa á Nørrebro með Alexander. Þetta er aðal ghettoið í mínum augum og mundi ég aldrei vilja að búa þarna....
Það var nú samt gaman að fara og skoða þetta...Mér finnst fínt að vera í ágætri fjarlægð við þetta allt saman...ég er nú ekkert skárri en Alexander hehe..finnst þetta frekar óþægilegt...
En það er allavega gert ráð fyrir því að það verði læti næstu vikurnar þannig að það er ágætt að vera undir það búinn að sjá eitthvað álíka á leiðinni í skólann eins og við sáum sl.fimmtudag....

Posted by: Sandra @ 09:21
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4