--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 miðvikudagur, maí 30, 2007  

Takk fyrir öll kommentin í síðustu bloggfærslu :) Við erum alveg ofsa spennt yfir þessu og getum ekki beðið eftir því að fá lyklana afhenta....(sem verður vonandi á föstudaginn í þessari viku!!)

En hérna er mynd af húsinu...Það er hægra megin...ég átti víst ekki betri mynd en þetta..En þetta verður bara að duga svona til að byrja með.

Fyrir þá sem vilja átta sig á staðsetningunni þá liggur húsið á Ærtelandsvej 8 á Amager rétt hjá Bella Center...Það er á horninu á Agerlandsvej og Ærtelandsvej..Þið sjáið að gatan liggur lóðrétt efst lengst til hægri og Bella Center liggur lengst til vinstri....

Posted by: Sandra @ 13:20

föstudagur, maí 25, 2007  

Dadadaradamm......ok..ég get ekki verið að pína ykkur lengur...Fréttirnar eru þær að við erum búin að kaupa HÚS hér á Amager!!!! :o) Þetta hús er dánarbú og þarf því ansi mikið að vinna í því...það er nánast bara fokhelt. En þar sem að Orri er nú smiður þá er planið að hann muni vinna í því eins og þræll næstu árin! Það þarf bókstaflega að skifta um allt. Þetta er um 206 fermetra hús á 424 fermetra lóð. Garður og alles!! haldiði að það sé lúxus :) Þetta á nú samt ekki bara eftir að vera eintóm hamingja þar sem að við sjáum fram á mjög erfið ár næstu árin...þá er ég að tala um fjárhagslega...en aftur á móti þá verðum við að vinna í okkar eigin húsi ;) það verður gaman :o)

Hverfið er æðislegt sem húsið er í...mjög rólegt og barnvænt hverfi..margar göturnar eru lokaðar í kring og eru fullt af leikplássum í nágrenninu :) þetta verður því algjör draumur!! En við munum nú ekki flytja inn í það strax þar sem að það er óíbúðarhæft. Planið er að taka þakið og efstu hæðina í gegn á einu ári og flytja svo inn eftir það....Við erum búin að undirbúa okkur undir að þetta verði þokkaleg geðveiki á meðan á þessu stendur, en við eigum eftir að rifna úr ánægju og stolti þegar við erum búin að taka það allt í gegn :)

Posted by: Sandra @ 18:48

miðvikudagur, maí 23, 2007  

Ég veit ég var búin að lofa að segja frá fréttunum ógurlegu í þessari viku...en ég er bara ansi hrædd um að ég hafi verið aðeins of fljót á mér...ég þori hreinlega ekki að gefa þetta upp fyrr en allt er komið á hreint! þannig að þið verðið bara að bíða í nokkra daga í viðbót...sorry...

Annars var ég að lesa í Metro í morgun að það sé spá METHITA hér í dk í sumar!! púff...ég á eftir að deyja í hitanum...ég er nú heitfeng fyrir en hvað þá með auka hitaveitu í maganum...þetta á sko ekki eftir að vera auðvelt...ég er svo sem bara fegin að ég verð að vinna mikið því þá er verð ég ekki mikið úti..en það munu líka koma dagar sem ég verð í fríi...þá verð ég sennilega bara flatmaga á ströndinni hehe...

Um síðustu helgi vorum við Eyrún módel fyrir Hildi nágranna. Hildur er að hanna óléttuföt og er hún með þessa heimasíðu ef einhver skoða hvað hún er að gera. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndir af okkur úti í rigningunni og náði hún ótrúlega flottum myndum af okkur óléttínunum. Hér getið þið skoðað myndirnar ef þið viljið kíkja :o) Við vorum orðnar ansi kaldar í lokin eins og sést á síðustu myndunum...en þetta var bara gaman svona eftirá að hyggja..þ.e.a.s þegar við vorum komnar inn í hlýjuna hehe..

Posted by: Sandra @ 11:02

miðvikudagur, maí 16, 2007  

Það er allt að gerast þessa dagana...ég er komin í frí í náminu og er farin að vinna. Málið er að ég hef lítinn sem engan rétt á að fá fæðingarorlof nema að ég fái mér 100% vinnu í sumar..Undanfarnar 2 vikur hafa því farið í það að leita og hefur það gengið svona ágætlega...það eru nú ekki margir sem vilja ráða ólétta konu í vinnu :/En eins og er þá er að vinna sem vikar(afleysingarstarf) sem hjemmehjælper. Þá er ég að fara til eldra fólks og hjálpa þeim við heimilsstörfin eins og að ryksuga,skúra, versla og bara almennt að þrífa íbúðina þeirra. Ég get svo sem alveg viðurkennt það að þetta er ekkert voðalega auðvelt þegar kúlan er orðin svona stór og bakið aðeins farið að láta vita af sér og maður þarf að þrífa ca.10 heimili á einum degi..en ég verð víst að láta mig hafa það. Sem betur fer er þetta ekki á hverjum degi þannig að ég get svosem þakkað fyrir það. En svo er það nýjasta nýtt..ég var að fá hlutastarf í Illum í fatabúð :o) Þannig að ég ætla að reyna að púsla sumrinu þannig að suma dagana verð ég að hjálpa gamla fólkinu og aðra dagana verð ég að afgreiða kellingarföt. Ég vona bara að ég nái þessum tímum sem ég þarf að ná til þess að fá fæðingarorlofið...annars er ég ekki í góðum málum...

Annars er bara allt gott að frétta héðan..það er ýmislegt í gangi hjá okkur fjölskyldunni en ég mun koma með fréttir af því seinna þegar það má fara að segja frá því :)

Við Orri erum að fara út að borða í kvöld með vinnunni hans Orra. Alexander ætlar að vera hjá Birtu vinkonu sinni þar sem að það er frídagur á morgun hjá öllum...Svo byrja ég minn fyrsta vinnudag í Illum á föstudaginn :o)

Posted by: Sandra @ 15:08

fimmtudagur, maí 10, 2007  

Mér líður eins og að ég hafi gleypt fótbolta! hehehe..hvar endar þetta eiginlega....

Posted by: Sandra @ 09:17

þriðjudagur, maí 08, 2007  

Þar sem við skötuhjúin eigum bæði stórafmæli í ágúst erum við að velta því fyrir okkur að halda upp á afmælin okkar í sumar. Orri verður 30 ára þann 5 ágúst og ég verð 25 ára þann 8 ágúst. Mig langaði til þess að gera smá könnun hérna hvenær fólk hefur áhuga á því að koma þar sem að ykkur öllum er jú aðsjálfsögðu boðið :o) Þið megið endilega taka Hörpu og Árna til fyrirmyndar þar sem að þau ætla aðsjálfsögðu ekki að láta sig vanta á þennan stóratburð :) Hvort mynduð þið vilja koma fyrstu helgina í ágúst eða aðra helgina??? Fyrsta helgin er náttúrulega verslunarmannahelgin og þess vegna er það spurning hvort að fólk myndi frekar vilja koma seinni helgina...Hvor helgin passar betur??

Posted by: Sandra @ 17:45

þriðjudagur, maí 01, 2007  

Eru þið jafn spennt og ég var í morgun að fá að vita kynið?????

Ég ætla ekkert að vera að pína ykkur neitt lengur...Eftir að hafa skannað öll líffærin í dágóðan tíma sagði ljósmóðirin okkur að allt liti vel út EN því miður væri hún ekki viss hvort kynið það væri!!! argg....þannig að við verðum að bíða þangað til að við förum í 3víddar sónarinn í júlí!! en eftir að hafa farið í þennan sónar höldum við persónulega að þetta sé stelpa því að okkur sýndist við sjá stelpukyn þarna á milli fótanna...en það er ekkert víst...við verðum því bara að vera þolinmóð og bíða fram í sumar...ég get því ekkert farið að versla einhver föt þar sem að það er ekkert gaman að versla hlutlausa liti finnst mér...en ég á allavega slatta síðan að Alexander fæddist þannig að ég er svo sem ekkert í slæmum málum...manni langar bara svo að versla smá nýtt....þið skiljið hvað ég meina(allavega stelpurnar hehe)....
En við erum allavega mjög fegin að allt leit eðlilega út..það er jú það sem skiptir máli!! :)

Posted by: Sandra @ 18:18
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4