--> [ Lífið í Køben ]

 [ Lífið í Køben ]

 
 sunnudagur, júní 24, 2007  


Þá er það komið í ljós að það mun lítil Orradóttir koma í heiminn í september!! :o)
Henni líður greinilega mjög vel þar sem að hún er frekar stór eftir aldri og með rosa bollukinnar og sæta undirhöku hehe...
Við erum alveg í skýjunum yfir þessum fréttum, það verður yndislegt að eiga bæði kynin :o)
Núna get ég farið og verslað smá BLEIKT fyrir litlu skottuna..það er nefnilega bara til strákaföt á þessu heimili ;) Það eru komnar fleiri myndir inn á barnaland ef þið viljið skoða ;)

Posted by: Sandra @ 17:37

miðvikudagur, júní 20, 2007  

Ég hef nú varla orku í að skrifa á bloggið núna en ég læt mig hafa það að skrifa nokkrar línur fyrir svefninn. Ég finn alveg fyrir því að það tekur á að vera að vinna standandi vinnu allan daginn. Á mán,mið og fös er ég að skúra í japönsku sendiráðinu á morgnana. Og svo núna er ég nýbyrjuð að vinna í Blend fatabúðinni á strikinu(það er varla að ég þori að skrifa þetta...vona að þetta sé ekki óhappa..því að seinast þegar ég var nýbúin að skrifa um illum vinnuna hringdi yfirmaðurinn í mig daginn eftir og tilkynnti mér það að hún hefði hætt við að ráða mig!! ég var búin að fá vaktaplan fyrir næsta mánuðinn og byrjuð að vinna, en svo bara allt í einu vantaði henni frekar starfsmann til að vinna lengur en fram í sept!! argg...en jæja...það þýðir víst ekki að svekkja sig á þessu...) Þannig að núna er ég farin að vinna í Blend hjá henni Unni. Það er bara ansi fínt. Þó svo að ég finn það að ég er alveg búin á því í fótunum þegar ég kem heim á kvöldin, en ég verð víst að venjast því þar sem ég ætla mér að vinna út ágústmánuð...það er allt gert til þess að fá þetta blessaða fæðingarorlof!

En að öðru...við höfum ákveðið að fara í 3víddar sónarinn!!! :) :) Það var ansi löng umræða um þetta hjá okkur Orra hvort að við ættum að fara eða ekki þar sem að við ættum í rauninni að vera að eyða þessum pening í verkfæri! skemmtilegt...en við komumst að samkomulagi...þetta verður sennilega eina gleðin(fjarhagslega séð) í lífi okkar á næstunni þannig að það er um að gera að vanda valið vel..og mér fannst það ekki vera spurning um að velja sónarinn...Maður á eftir að lifa á þessu lengi! :o) Við erum nefnilega að fara NÚNA á laugardaginn!! get ekki beðið!! og mér sem fannst vera svo langt síðan að ég pantaði tímann og núna er bara komið að þessu....Ég mun aðsjálfsögðu segja ykkur hvaða kyn barnið er...ohh..þetta er svo spennandi!! ;)

Posted by: Sandra @ 22:44

miðvikudagur, júní 06, 2007  

Ójá!! svona á þetta alltaf að vera :) Reyndar er mér frekar heitt þessa dagana og er ekki mikið úti..þyrfti kannski bara að fara að sóla mig til að fá smá lit...

Annars gleymdi ég að segja ykkur frá því í síðustu færslu að Ærtelandsvej þýðir baunalandsvegur hahahaha!! og við búum í baunalandi :) hélt að einhverjum myndi finnast þetta ansi fyndið ;)

Við erum búin að ákveða að afmælin okkar verða haldin um verslunarmannahelgina því flestir vilja koma þá, þannig að þið hin sem eruð ekki búin að bóka ykkur ferð eruð velkomin til að gera það núna :) Ég er búin að panta auka gestaherbergi ef einhver vill fá það leigt...það kostar bara 100 kr danskar nóttin, nánast frítt!

Af öðrum fréttum....Eyrún vinkona átti strák í dag! Hún var sett 15 júní en sá stutti ákvað bara að velja sína eigin dagsetningu...enda flottur dagur í dag 060607. Allt gekk rosalega vel og fórum við að skoða gripinn fyrr í kvöld. Það var yndislegt að sjá þau, hún svona hress og litli gaurinn svo mikið krútt...mér finnst ekkert smá skrítið að hún sé bara búin með meðgönguna sína...við vorum hjá henni í gærkvöldi og þá var hún bara kasólétt hehe..já þetta er fljótt að breytast....ég get ekki beðið eftir því að klára þessa meðgöngu og fá barnið mitt í hendurnar :o)

Posted by: Sandra @ 23:14
 Hafðu samband:

Sendu mér póst


Bloggarar:

Orri
Silla
Inda
Halla
Matti
Karen
Heiða
Lísbet
Gullan
Dúnna
Sunna
Sammi
Gúrkan
Thelma
Sæunn
Kolbrún
Aprí­l Eik
Háli Slick
Jóhanna
Helga Sif
Elín Marta
Bloggari.is
Aldí­s Marí­a
Þórey Ösp
Sigga Birna
Forystugeitin
Helga Sigríður
Gunnar Pétur
Harpa og Árni
Erna og Bjarni
Harpa Halldórs
Karen Konfekt
Ö–ssi og félagar
Gústi og Hrefna
Hildur og Halldór
Sæunn og Denni
Anna Lísa frænka
Gardentown Girls
Árgangurinn minn


Smáfólkið:

Börnin
Dagur
Anna Sól
Lucas Már
Noel Darri
Róbert Örn
María Kristín
Rúben Breki
Bjarki Kröyer
Ágústa María
Bryndí­s Hekla
Eysteinn Ernir
Arnar Ebenezer
Dagbjört Stjarna
Ragnheiður Elí­sabet
Ungi Huldu og Kristins
Sveina Rósa og Brynja
Rakel Mist og Vilhelm Ari
Svava Rún og Elma Katrí­n
Kristófer Karl og Júlía Marín
Róbert Arnar og Victor Aron
Victor Andri og Margrét Ásta
Sara Emily og Hörður Christian


Ýmislegt á IS:

Mbl
Leit.is
Femin
Skype
Tilveran
Batman
Húmor.is
Betra.net
Spámaður
Friendster
Íslendingabók
Vantar þig far?
Land barnanna
Útivistaparadí­sin
Fréttir frá Ísafirði
Webcam á Ísafirði


Ýmislegt í­ DK:

Fréttir í­ DK
Gulu síðurnar
Stúdentafélagið
íslendingafélagið
Kort yfir Danmörk
Miðasala á tónleika
Samgöngur í Danmörku
Allt um Kaupmannahöfn
Ferðaplan fyrir Danmörk
Webcam í­ Kaupmannahöfn
Upplýsingasíða um Danaveldi


Skrifaðu í gestabókina

MYNDAALBÚ™M 1

MYNDAALBÚM 2

MYNDAALBÚ™M 3

MYNDAALBÚ™M 4